Morgunblaðið - 05.09.2022, Síða 2
ADHD gæti verið
algengara en ella
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Formaður ADHD-samtakanna segir
þekkingu skorta til að skera úr um
hvað aukin notkun ADHD-lyfja þýði
þar sem bæði
skorti rannsóknir
og upplýsingar
um greiningar.
Notkun lyfjanna
jókst um rúm 19
prósent á milli ár-
anna 2020 og
2021.
„Þarna kristall-
ast auðvitað helsti
vandinn, sem við
erum búin að vera að tala um í ára-
tug: Það skortir allar rannsóknir og
þekkingu á því sem raunverulega er
að gerast. Við þurfum að setja pen-
inga í rannsóknir, bæði hér á landi og
sameiginlegar með öðrum þjóðum,“
segir Vilhjálmur Hjálmarsson, for-
maður samtakanna.
Varasamt sé að draga ályktanir út
frá slíkum hrágögnum.
„Er ADHD algengara hér á landi
en annars staðar? Er ADHD algeng-
ara en fólk almennt viðurkennir í hin-
um vestræna heimi og víðar?“ Allt
séu þetta spurningar sem frekari
rannsóknir gætu varpað ljósi á. „Það
þarf að lesa betur úr gögnum sem eru
þegar til staðar, það þarf líka frum-
kvæði til þess að gera nýjar rann-
sóknir.“
Vilhjálmur bendir á að tölurnar
segi bara hálfa söguna, til dæmis séu
engar upplýsingar til um fjölda
greininga á Íslandi. „Það eru ekki til
neinar upplýsingar um það. Við vit-
um meðal annars ekki hve margir eru
börn, unglingar og fullorðnir sem eru
að koma aftur inn og óska eftir lyfja-
meðferð eftir Covid-faraldurinn.“
Spurður hvort hann telji að um-
ræða um aukna notkun ADHD-lyfja
geti haft skaðleg áhrif á fólk sem
glímir við röskunina, segir Vilhjálm-
ur:
„Í gegnum tíðina hafa þessar tölur
og birtingar á þeim valdið fjaðrafoki
og það er vissulega að gerst núna en
ekki í þeim mæli sem hefur gerst áð-
ur.“ Þar skipti framsetning höfuð-
máli og hrósar Vilhjálmur landlækn-
isembættinu fyrir framsetningu
talnanna í ár, en embættið tók sér-
staklega fram mikilvægi þess að um-
ræða um notkun ADHD-lyfja sé á
faglegum og hófstilltum nótum, enda
séu fjölmargir sem nauðsynlega
þurfa á lyfjunum að halda í daglegu
lífi.
- Rannsóknir skorti til að álykta
Vilhjálmur
Hjálmarsson
HAUSTGOLF
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
Á EL PLANTIO GOLF
INNIFALIÐ Í VERÐI:
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
MORGUNVERÐUR
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
VERÐ FRÁ 173.900 KR.
Á MANN M.V. 4 EÐA 2 FULLORÐNA Á EL PLANTIO GOLF
Ferðirnar okkar til El Plantio bjóða þér upp á að ráða lengd
ferðarinnar, hvort það sé 4, 7, 11, 21 daga löng ferð.
Völlurinn býður upp á 18 holu championship völl ásamt
9 holu æfingavelli. Æfingaaðstaðan býður upp á magnað
pitch svæði og góðu æfingasvæði. Svo er hann rétt hjá
miðborg Alicante eða aðeins í 15 mínútna fjarðlægð.
ÓTAKMARK
AÐ
GOLF OG AFNOT AF
GOLFBÍL
INNIFALIÐ
Í VERÐI
*NÝTT*
BÓKAÐU
GOLFKE
NNSLU
HJÁ PGA GOLFKENN
ARA Á
MEÐAN Á FERÐINNI
ÞINNI
STENDUR
09. - 16. SEPTEMBER - ÖRFÁ SÆTI LAUS
STÖK
KTU
ÚT
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
og samstarf allrar lögreglunnar
þvert á umdæmi, og jafnvel út fyrir
landsteinana, gegn sameiginlegri
ógn sem er fólgin í skipulagðri
brotastarfsemi.“
Öflug umdæmi lausnin
Jón segir lausnina fólgna í öfl-
ugum umdæmum um allt land sem
stýra sínum umdæmismálum á
daglegum grunni. Þannig væri öfl-
ugur mannskapur til þess að
bregðast við daglegum verkefnum
lögreglunnar. „En þegar upp koma
stærri og sérhæfðari mál þá hafa
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra
segir að vilji sé hjá ráðuneytinu til
að efla liðsheild og samstarf lög-
reglunnar um allt land. Grunnhugs-
unin sé að styrkja löggæsluna og
viðbragð á hverjum stað. Því sé
unnið að því að fjölga menntuðum
lögreglumönnum.
„Þessi þörf er ekki síst brýn þeg-
ar við horfum á ógnvekjandi þróun
í skipulagðri brotastarfsemi sem
teygir anga sína um allan heim. Ís-
land er ekki undanþegið eða vernd-
að frá einu eða neinu í þeim efnum.
Við erum skotmark þar eins og öll
önnur vel megandi og efnuð sam-
félög,“ segir Jón.
Skipan lögreglumála sé alltaf
fólgin í því að skipta niður mann-
skap, þekkingu, fjármunum og auð-
lindum á þann hátt að þjónustan sé
góð um allt land en að nýtingin sé
líka ásættanleg. „Við viljum að
hvert umdæmi sé sjálfbært og full-
burða til að sinna þeim málum sem
koma upp í umdæminu, hvort sem
þar er um að ræða alvarlega glæpi,
alvarleg slys eða hugsanlega nátt-
úruvá. Rauði þráðurinn í umbreyt-
ingunum er síðan að efla liðsheild
öll umdæmi aðgang að sameigin-
legri og miðlægri þjónustuauðlind
til að bregðast við þeim verkefnum.
Mannskapurinn eða vinnan kemur
þá hugsanlega úr öðrum umdæm-
um eða miðlægri stoðþjónustu lög-
reglunnar.“ Kostnaðurinn væri þá
greiddur úr miðlægri þjónustu-
auðlind lögreglunnar.
„Það er snúið að hólfa niður fjár-
muni í umdæmi þegar við vitum
aldrei hvar upp kunna að koma
stór verkefni sem kalla á margfalt
meiri fjárútlát á einum stað en öðr-
um. Þetta þarf að hugsa upp á
nýtt.“ Segir Jón að mörg sérhæfð
verkefni lögreglu séu ekki bundin
við ákveðinn stað og því hægur
vandi að byggja upp sérhæfingu af
ýmsu tagi í þekkingarsetrum lög-
reglu víða um land. „Með þessu
gætu fengist verðmætari störf og
fleiri verkefni á landsbyggðina sem
eykur um leið viðbragðsgetu lög-
regluliðsins á hverju svæði. Þeir
lögreglumenn sem þar vinna bæði
vilja og þurfa að halda sér í formi
með hefðbundnum lögreglustörfum
ef á þarf að halda í þeirra um-
dæmi,“ segir hann.
Ísland skotmark eins og önnur lönd
- Brýn þörf á að styrkja löggæsluna í ljósi þróunar í skipulagðri brotastarfsemi um allan heim
Þessi tignarlegi hundur naut góðviðrisins í höf-
uðborginni í fyrradag. Nokkuð bjart hefur verið
þar síðustu daga, eftir votviðri dagana á undan.
Þótt hundi væri vissulega út sigandi ákvað þessi
að betra væri að sitja við gluggann, svona ef ske
kynni að rigna tæki á ný.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ekkert
hundalíf í
sólskininu
„Ég bíð bara á
hliðarlínunni og
legg jafnaðar-
mönnum allt til
sem ég get. Það
er einfaldlega
þannig, en ég hef
engin áform um
þetta. Ef ég get
hjálpað til þarna
eða annars staðar
þá geri ég það,“
segir Guðmundur Árni Stefánsson,
oddviti Samfylkingarinnar í Hafnar-
firði, spurður hvort hann íhugi
framboð til varaformanns Samfylk-
ingarinnar. „Maður segir aldrei
aldrei í pólitík,“ bætir Guðmundur
Árni við, en hann hefur einnig gegnt
embætti varaformanns Alþýðu-
flokksins frá árinu 1999.
Líkt greint hefur verið frá sækist
Heiða Björg Hilmisdóttir borgar-
fulltrúi eftir endurkjöri. Talið er lík-
legt að Kristrún Frostadóttir þing-
maður verði næsti formaður flokks-
ins, en hún er enn sem komið er ein í
framboði. Því telja sumir Samfylk-
ingarmenn að karlmann þurfi í
stöðu varaformanns til að tryggja
breidd í forystunni. Þá skipti einnig
máli að varaformaðurinn sé ekki úr
borginni.
„Maður segir aldrei
aldrei í pólitík“
Guðmundur Árni
Stefánsson