Morgunblaðið - 05.09.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.09.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022 Karlotta Líf Sumarliðadóttir Logi Sigurðarson Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur þörf á að athuga hvernig staðið hefur verið að viðhaldi á grunninnviðum á síðustu árum í kjölfar þess að kaldavatnslögn Veitna fór í sundur á föstudaginn, með þeim afleiðingum að vatnselgur myndaðist í Hvassaleiti í Reykjavík. Vatn flæddi í stríðum straumum um hverfið og fór það meðal annars inn í kjallara, bílskúra og bíla. Stofnlögnin sem gaf sig er frá árinu 1962. „Mér finnst mikilvægt á þessari stundu að fara yfir stöðuna til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur og sú skoðun mun kannski leiða í ljós hvar við erum stödd, hver er aldur þessara innviða, hvar er kominn tími á viðhald og hvort því hafi hreinlega verið sinnt,“ segir Hildur, en hún- hyggst leggja tillögu þessa efnis fyrir fund borgarráðs á fimmtudaginn. Hildur situr jafnframt í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur, móðurfélags Veitna. Innviðir séu víða að springa Segir hún að mjög víða í borginni hafi viðhaldi ekki verið sinnt, hvort sem um veitukerfi, skólakerfi eða samgöngur sé að ræða. „Við sjáum að innviðir eru að springa og skemmast víða um borgina, þannig að þetta er ákveðin birtingarmynd stærra vandamáls.“ Hildur telur þörf á að kanna ástand á lögnum í borginni og hvar séu líkur á að þær geti farið í sundur til þess að hægt sé að fyrirbyggja að svona atvik endurtaki sig. „Það þarf að sinna við- haldi og endurnýja innviði þar sem þörf er á,“ segir hún, spurð hvernig beri að fyrirbyggja slík atvik. Vilji frekar slá sig til riddara „Við þurfum að sinna viðhaldi og endurnýjun og það er nú kannski ekki alltaf það sem stjórnmálamenn vilja gera við fjármunina. Þeir vilja frekar slá sig til riddara í einhverjum skyndiverkefnum sem vekja skyndi- ánægju. Okkar grunnhlutverk sem sveitarfélags er að nýta almannafé í að treysta innviðina.“ Fyrrverandi yfirmaður hjá Veitum sagði á samfélagsmiðli sínum um helgina að starfsfólk Veitna hefði bent á það í nokkur ár að mjög marg- ar lagnir og dælustöðvar væru komn- ar á tíma. Þá herma heimildir Morg- unblaðsins að vitað hafi verið að sú lögn sem fór í sundur þarfnaðist við- halds. „Þetta atvik kallar á að mjög mörgum spurningum verði svarað. Þetta er eitt af því sem ég myndi vilja að borgarráð óskaði eftir upplýsing- um um, hvernig stendur á þessu, eru þetta réttar fullyrðingar og hvernig getum við gert betur í framhaldinu?“ segir Hildur. Heimildir Morgunblaðsins hermdu einnig að nokkur þrýstingur væri á stjórn Veitna að skila hagnaði, sem kæmi þá niður á viðhaldsverkefnum. „Mér er ekki kunnugt um þetta en mér finnst alveg tilefni til að fara ofan í saumana á þessum fullyrðingum af því að það er alvarlegt ef svo er. Veit- ur eru auðvitað í einokunarstarfsemi og eiga að nota það sem til fellur fyrst og fremst í að treysta innviðina, en ekki að skila auknum hagnaði,“ segir Hildur. Engin ástæða til að ætla annað en að lögnin væri í fínu standi Jón Trausti Kárason, forstöðumað- ur vatnsveitna og fráveitna hjá Veit- um, segir í samtali við Morgunblaðið að nýtingartími vatnslagna á borð við þá sem rofnaði á föstudag gæti verið allt að hundrað ár. Vatnsleki kom upp í sömu lögn fyrir fimm árum og segir Jón Trausti að við hefðbundna athug- un á lagnaefninu hafi ekki séð á því. „Við höfðum svo sem enga ástæðu til þess að ætla annað en að lögnin væri í fínu standi. En það er eins með þetta og allt annað, við erum með fleiri kílómetra af þessum lögnum og það er ómögulegt að segja nákvæm- lega hvernig staðan er á hverjum metra. Það geta verið efnisgallar sem við sjáum ekki og vitum ekki af. Án þess að við vitum á þessum tíma- punkti hvað nákvæmlega gerðist þarna en það er ekkert ósennilegt að þarna hafi verið efnisgalli. Eins og ég segi; þegar það var tekið ofan af henni, þarna aðeins neðar, þá var hún mjög heilleg,“ segir hann. Spurður hvort lögnin hafi verið í viðhaldsflokki fyrir lekann á föstudag svarar Jón Trausti því neitandi. Lögnin verður skoðuð í dag og rann- sakað hvað olli lekanum. „Við ætlum ekki að setja á hana vatn aftur fyrr en við erum orðin örugg um að hún sé í lagi. Það eru ýmsar vangaveltur uppi hvort við get- um dregið nýja, grennri lögn inn í þessa gömlu. En við setjum hana ekki í rekstur fyrr en við erum búin að ganga úr skugga um öryggi hennar á þessum kafla.“ Ekki sé uppsöfnuð viðhaldsþörf Jón Trausti segir að fyrirtækið sé stöðugt að greina stöðuna á kerfinu og hafi nýtt hvert tækifæri til þess að skipta út gömlu lagnaefni. Hann neit- ar því að það sé uppsöfnuð viðhalds- þörf í kerfinu. „Þetta snýst líka um forgangsröð- un. Við getum ekki endurnýjað allt á sama tíma. Það er hluti af því sem við erum að gera, þegar við erum að horfa á kerfið og endurnýjunarþörf- ina. Það er einmitt að sjá hvar stærstu forgangspunktarnir eru og ráðast til atlögu þar. Eðli málsins samkvæmt er aldur einn þáttur sem litið er til í þeirri flokkunaraðferð sem við notum til þess að átta okkur á stöðunni á kerfinu. Við lítum einnig til lagnaefnis og annarra þátta,“ segir hann. Jón Trausti segist aðspurður ekki vita hve margar lagnir séu í hæsta forgangsflokki en tekur fram að Veit- ur hafi aldrei fjárfest meira í sínum innviðum en um þessar mundir. „Það má alltaf færa rök fyrir því að það megi gera meira og betur en sú staðreynd lýgur ekki að fjárfestingar fyrirtækisins eru í sögulegu há- marki.“ Umfang tjónsins ekki enn ljóst Ekki liggur fyrir hvort tryggingar Veitna bæti það tjón sem varð í kjöl- far atviksins í Hvassaleiti á föstudag. „Aðaláherslan okkar um helgina hefur verið að vera á svæðinu með vaskan hóp frá VÍS til þess að hjálpa fólki að bjarga verðmætum og koma í veg fyrir frekara tjón, hvort sem við erum bótaskyld eða ekki,“ segir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri hjá VÍS, tryggingafélagi Veitna. Hún segir óljóst hversu margir hafi tilkynnt um tjón vegna atviksins og að enn sé verið að meta umfang tjóns- ins. Það ætti, að hennar sögn, að koma betur í ljós í vikunni. Næstu skref eru að setjast niður og skoða málið frá mörgum hliðum. „Við viljum jafnframt hvetja alla þá sem lentu í tjóni að tilkynna það sem allra fyrst til okkar eða síns trygg- ingafélags, þrátt fyrir að bótaskylda okkar gagnvart Veitum sé óljós.“ Víða hafi viðhaldi ekki verið sinnt - Lögnin var ekki í viðhaldsflokki - Nýtingartími gæti verið allt að hundrað ár - Borgarfulltrúi segir atvikið vera birtingarmynd stærra vandamáls - Óljóst hvort tryggingar Veitna bæta tjónið Ljósmynd/Ásgeir Hvassaleiti Kaldavatnslögn sem liggur á milli Miklubrautar og Hvassaleitis fór í sundur á föstudag með þeim afleiðingum að vatnselgur myndaðist og er nú verið að meta umfang tjónsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnselgur Vatn flæddi í stríðum straumum um Hvassaleitið og fór það meðal annars inn í kjallara, bílskúra og bíla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.