Morgunblaðið - 05.09.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.09.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á síðustu mánuðum höfum við séð talsverðar breytingar í kaup- hegðun og neyslumystrum okkar viðskiptavina sem snúa sér í æ meiri mæli að tilboðsvörum og hagkvæmari valkostum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa. Á vegum fyrirtækisins eru reknar keðjurnar Nettó, Kjör- búðin, Krambúðin og Iceland, en alls rekur fyrirtækið 63 verslanir. „Hjá Samkaupum er leitað allra leiða til að sporna gegn verðhækkunum á dagvöru alla daga. Verulegur þrýstingur er á slíkt enda hefur innkaupsverð hjá birgjum og framleiðendum stigið talsvert að undanförnu,“ segir forstjórinn. Hrávöruverð gefur eftir Hækkanirnar eru, að mati Gunnars Egils, meiri en forsendur og ástæða er til og hefur því verið óskað betri kjara. Eins og fram kom í fréttum í sl. viku sendi hann fyrir skemmstu bréf á forstjóra sinna tíu stærstu birgja. Óskaði þar eftir 5% verðlækkun, sem svo yrði fleytt áfram til viðskipavina. „Þarna vísa ég til þess að verð bæði á hrávörumarkaði á heims- vísu og í innkaupum fer lækkandi. Viðbrögðin við þessu hafa verið þau að ekki sé hægt að koma til móts við okkur. Við munum þó halda málinu vakandi. Við höfum einnig lækkað verð á okkar eigin vörulínum undir merkjunum Anglamark og X-tra um 10% sem er mikil kjarabót fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Gunnar Egill. „Í daglegri umræðu er öll pressan á smásöluna að halda aft- ur að verðhækkunum sem ég tel fullkomlega eðlilegt. Þegar hækk- anir koma hins vegar frá birgjum geta verslanirnar lítið gert nema lækka sína álagningu. Ég kalla því eftir samstilltu átaki gegn verðbólgunni sem nú mælist 9,7%. Þar vegur húsnæðisliðurinn þungt. Hækkun á vísitölu mat- vöruverðs á síðustu tólf mánuðum er um 8%, sem er öllu minna en gerist á dagvörumarkaði úti í Evrópu þar sem verðbólgan er meiri nú en sést hefur í lengri tíma. Þegar aftur varð mögulegt fyrir nokkrum vikum að flytja út korn frá Úkraínu fór hátt verð á ýmsum hrávörum reyndar að gefa eftir. Því tel ég forsendur fyrir því að verðhækkanir síðustu mán- aða geti gengi til baka að ein- hverju leyti.“ Minna af grillkjöti á sólarlitlu sumri Aðstæður hvers tíma koma glöggt fram á matvörumarkaði. Sala á bestu vöðvum grillkjöts hefur verið minni en stundum áð- ur og skýring þess er sögð hve sólarlítið sumarið var. Meiri eftir- spurn er hins vegar eftir t.d. ódýrari bitum kjúklinga, nauta- hakki og pasta. „Í ákveðnum vöruflokkum þarf meiri samkeppni svo aðhald skapist. Þar nefni ég til dæmis mjólkurvörur og ýmsar landbún- aðarvörur þar sem innflutningur kemur ekki til nema í takmörk- uðum mæli. Þetta eru greinar sem hafa of mikla verðvernd, “ segir Gunnar Egill og og bætir jafn- framt við: „Samkaup eru mikið í eigin innflutningi og hafa þannig styrkt stöðu sína gagnvart birgjum. Ákveðnar vörur höfum við ekki hækkað í verði, svo sem bleiur, barnamat og slíkt, til að koma til móts við unga fólkið og fjölskyld- urnar. Rekstur okkar er nærri áætlunum ársins sem voru gerðar í fyrra í miðjum heimsfaraldri og áður en Úkraínustríðið hófst. Í verslun gildir annars bara að fólk sé vakið yfir störfum sínum og finni besta verðið, bæði í innkaup- um og sölu. Í því liggur galdur- inn.“ Kaupmáttarauki til betra lífs Kjarasamningar á almenna markaðnum losna 1. nóvember næstkomandi. Í aðdraganda þeirra vilja fulltrúar launafólks verulegar hækkanir launa auk fé- lagslegra ráðstafana ýmiskonar. Um þetta segir Gunnar að frá 2011 hafi grettistaki hafi verið lyft í launamálum og kaupmáttur aukist verulega. „Hér má ekki fara aftur af stað höfrungahlaup víxlhækkana launa og vöruverðs, sem kyndir undir verðbólu og rýr- ir kaupmátt. Að ná verðbólgu og vöxtum niður hlýtur að vera keppikefli allra. Hagvaxtar- og kaupmáttarauki er lykill að betra lífi.“ Sterkari á höfuðborgarsvæði Hlutdeild Samkaupa á mat- vörumarkaðinum í dag er 21-23%, svipað og Krónan. Hagar hafa um 45% af kökunni og önnur fyrir- tæki skipta með sér rest. „Samkaup reka fjölda versl- ana úti á landi og staða okkar er víða góð. Þar þjónustum við heimafólk auk þess sem viðskipti ferðafólks eru oft mjög mikil. Með kaupum á verslunum Basko, sem við breyttum yfir í Nettó og Krambúðir, styrktum við stöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu eins og við töldum nauðsynlegt. Fyrr á þessu ári opnuðum við Nettóversl- un í Mosfellsbæ og önnur slík við Selhellu í Hafnarfirði er væntan- leg í október,“ tiltekur Gunnar Egill. Verslunarhættir, segir for- stjórinn, breytast hratt með staf- rænni þróun. Samkaup var fyrst allra til að kynna til leiks versl- unarapp sem einnig er vildar- kerfi. Viðskiptavinir sem búnir eru að hlaða Samkaupaappinu niður í síma sína eru nú um 50 þúsund; en með því býðst 2% af- sláttur af vöruverði í formi inn- eignar sem við köllum appslátt. Hægt er að greiða með appinu og fá rafræna kvittun samstundis. Einnig er mikið af sértilboðum alla daga.“ „Verslanir framtíðar verða væntanlega minni í fermetrum en nú er algengt. Vöruúrval þróast líka meira úti í að bjóða tilbúnar lausnir á víðum grunni. Vægi net- verslunar eykst sömuleiðis. Grein- ingarfyrirtækið McKinsey spáir að innan fárra ára kaupi fólk 70% af öllum raftækjum á netinu, 40% af fatnaði og 10% af matvöru. Nýj- ar kynslóðir hafa aðrar kröfur og væntingar en eldra fólk um sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja, um- hverfismál og slíkt,“ segir Gunnar Egill sem starfað hefur hjá Sam- kaupum frá 2003. Ferilinn hóf hann í verslun á Dalvík en eftir nám í viðskiptafræðum á Bifröst fór hann í stjórnunarstörf hjá fyrirtækinu, innkaup, markaðs- mál og fleira. Við forstjórastarf- inu tók hann þann 1. apríl sl. Hver keðja hafi sjálfstæði „Hjá Samkaupum hefur fólk tækifæri til að vinna sig upp og getur mátað sig í ýmsum hlut- verkum. Áherslubreytingar mið- ast jafnframt að því að stjórn- endur hverrar verslunarkeðju, það er Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland, hafi meira sjálfstæði í rekstri og áherslum. Þó erum við öll í sama liðinu, eins og til dæmis þegar opnaðar eru nýjar verslanir. Þá sameinast fólk í mikilvægu verk- efni,“ segir Gunnar Egill og að síðustu: „Starfsmenn hjá okkur eru oft um 1.500 talsins; fólk sem við hvetjum til náms eftir ýmsum leið- um sem bjóðast. Slík menntun er nauðsyn, því verslunarstörf fram- tíðarinnar krefjast sérþekkingar sem mikilvægt er að sé til staðar í harðri samkeppni.“ Hækkanir gangi til baka í samstilltu átaki allra gegn verðbólgunni, segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verslun Forstjórinn með sínu fólki í Nettóbúðinni við Krossmóa í Reykjanesbæ. Hér eru, frá vinstri talið, Erla Valgeirsdóttir, Bjarki Sæþórsson verslunarstjóri, Gunnar Egill Sigurðsson og Kristjana Pálína Kristjánsdóttir. Neyslumynstur eru að breytast Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikill vilji er hjá eigendum fast- eigna að leigja ríkinu skrifstofu- húsnæði. Tilboð bárust í ríflega tí- faldan þann fermetrafjölda sem ríkið hyggst leigja. Í júní auglýsti Framkvæmda- sýslan-ríkiseignir markaðskönnun þar sem leitað var eftir 8-20 þús- und fermetrum skrifstofuhúsnæð- is. Ætlunin var að skoða mögu- leika á að setja upp skrifstofugarða þar sem ótiltekinn fjöldi ríkisstofnana fær nútímalega framtíðaraðstöðu, eins og segir á heimasíðu FSRE. Tillögur að húsnæði sem bárust voru alls 25, frá 12 aðilum. Heild- arfjöldi fermetra sem felast í til- lögunum er um 240 þúsund. Í flestum tilfellum er um að ræða húsnæði sem enn hefur ekki verið byggt, en verður til afhendingar á næstu 36 mánuðum. Sérfræðingar stofnunarinnar munu í framhaldinu fara yfir til- lögunar og meta samkvæmt til- teknum forsendum, segir á heima- síðunni. Lykilspurningarnar við þá úrvinnslu séu nokkrar, meðal ann- ars staðsetning, verð og tímasetn- ing afhendingar húsnæðis. Er ekki skuldbindandi Þegar markaðskönnunin var auglýst tiltók FSRE að gert væri ráð fyrir að leigutími verði 15-25 ár með möguleika á framlengingu. Þá var gerð krafa um staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við stofnbrautir, almenn- ingssamgöngur og aðra skrifstofu- og þjónustustarfsemi. „Engin skuldbinding um við- skipti felst í markaðskönnun, en hún er gagnlegt verkfæri fyrir sérfræðinga FSRE í vinnu sinni við aðstöðusköpun fyrir ríkisaðila og stefnumótun þar að lútandi,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meginmarkmið FSRE sé að skapa aðstöðu fyrir þjónustu ríkis- ins við borgarana. Undanfarin ár hafi staðið yfir viðamikil endurnýj- un á skrifstofuhúsnæði opinberra aðila. Skrifstofur hafi breyst mikið á undanförnum áratugum, í takt við tækniþróun og breytt vinnu- brögð. Hagkvæm nýting markmiðið Fjármála- og efnahagsráðuneyt- ið (FJR) gaf í janúar 2021 út stefnuskjal með áherslum og við- miðum fyrir húsnæðismál stofn- ana. Meðal meginmarkmiða stefn- unnar er hagkvæm og markviss húsnæðisnýting og fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi sem styðji við teymisvinnu og sam- starf. Breyttar áherslur felast meðal annars í því að horfið er frá þeirri stefnu að meirihluti starfsfólks hafi til afnota einkaskrifstofu, en aukið pláss fer þess í stað í fjöl- breytta verkefnamiðaða vinnuað- stöðu svo sem fundarherbergi, hópvinnurými, næðisrými og fé- lagsleg rými. Margir vilja leigja ríkinu skrifstofur - Tilboð bárust í ríflega tífaldan þann fermetrafjölda sem ríkið bað um Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Viðræður hafa staðið yfir milli bankans og ríkisins um að leigja hluta nýja hússins við Kalkofnsveg undir starfsemi ráðuneyta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.