Morgunblaðið - 05.09.2022, Page 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Félag atvinnurekenda segir stjórn-
völd geta slegið á verðbólgu með því
að ýmist fella niður eða breyta vernd-
artollum sem lagðir eru á sumar
neysluvörur.
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri félagsins, nefnir sem dæmi að
háir tollar valdi
því að á Íslandi
eru blóm marg-
falt dýrari en þau
þyrftu að vera:
„Við höfum gert
óformlegan verð-
samanburð á milli
Íslands og ná-
grannalandanna
og yfirleitt kemur
í ljós tvöfaldur til
þrefaldur munur á einföldum blóma-
vöndum af því tagi sem fólk grípur oft
með matarinnkaupunum.“
Fáir sem græða en
margir sem tapa
Að sögn Ólafs er ekki að því hlaup-
ið að reikna út heildarupphæð þeirra
tolla sem lagðir eru á innflutt blóm
eða að reikna hve mörg störf hjá ís-
lenskum blómabændum njóta góðs af
verndinni. „Þetta eru fáeinir vinnu-
staðir á Suðurlandi, varla teljandi á
fingrum beggja handa. Aftur á móti
bera skarðan hlut af þessum tollum
margir tugir blómaverslana sem
myndu annars geta boðið blóm á hag-
stæðara verði og væntanlega selt
meira af þeim – og svo auðvitað hinn
almenni neytandi sem borgar marg-
falt hærra verð fyrir vöru sem í öðr-
um löndum er litið á sem sjálfsagða
dagvöru en þykir á Íslandi hálfgerður
lúxus vegna þess hvað hún er dýr.“
Hefur FA bent á að verndartollar
séu jafnvel lagðir á blóma- og jurta-
tegundir sem ekki eru framleiddar á
Íslandi. „Hér á landi eru ræktaðar
innan við tíu tegundir af afskornum
blómum en ofurtollar lagðir á öll inn-
flutt afskorin blóm. Er því verið að
leggja á verndartolla sem hafa í raun
engin áhrif á innlenda ræktun. Af
þeim tegundum sem íslenskir blóma-
bændur rækta eru síðan sumar að-
eins í boði á vissum árstímum en toll-
arnir lagðir á innflutning allt árið um
kring. Ein möguleg leið til að leysa
vandann væri að gera eins og í græn-
metisframleiðslu þar sem verndar-
tollum er aðeins beitt á meðan inn-
lend framleiðsla er í boði.“
Ráðuneytin þögul
Árið 2019 hafði Félag atvinnurek-
enda samband við fjármálaráðuneyt-
ið og atvinnuvegaráðuneytið með
ábendingar sínar og segir Ólafur að
viðtökurnar hafi verið mjög jákvæðar
í fyrstu. „Vinna hófst innan ráðuneyt-
anna við að fara í saumana á þessum
málum og var rætt við fjölda hags-
munaaðila. Í júní 2020 fengum við
þau svör hjá fjármálaráðuneytinu að
þessi vinna væri að klárast og niður-
stöður myndu liggja fyrir í lok þess
mánaðar. Síðan hafa engin efnisleg
svör fengist þrátt fyrir ítrekaðar fyr-
irspurnir og sennilegasta skýringin
er að kippt hafi verið í pólitíska spotta
og einfaldlega sett lok á málið. Af-
staða stjórnvalda verður enn sér-
kennilegri þegar haft er í huga að á
blómamarkaði, eins og flestum öðr-
um mörkuðum, hafa orðið miklar
verðhækkanir að undanförnu, s.s. út
af kórónuveirufaraldrinum og ófriðn-
um í Úkraínu, og ættu stjórnvöld að
vera að leita allra leiða til að lækka
vöruverð. En þau daufheyrast við til-
lögum þó að margar þær lausnir sem
lagðar eru til viðhaldi engu að síður
verndinni fyrir þessa örfáu innlendu
framleiðendur.“
Meðal þeirra raka sem nefnd hafa
verið gegn því að breyta tollum á
blóm er að innlenda framleiðslan sé
umhverfisvænni en sú erlenda, eða að
ríkissjóður myndi verða af miklum
tekjum. Ólafur segir ósennilegt að
innflutt blóm séu með stærra kolefn-
isspor en þau innlendu ef tekið er
með í reikninginn að innlend blóma-
rækt kallar á að reisa stór mannvirki
á meðan víða erlendis má rækta
skrautblómin á opnum ökrum. „Þá
myndi lækkun eða afnám tolla vafalít-
ið leiða til aukinnar sölu á blómum
sem myndi auka tekjur ríkissjóðs af
virðisaukaskatti.“
Staflar af tillögum
Ólafur játar að ef tollum á blóm
væri breytt einum og sér myndu
áhrifin á verðbólgumælingar vera
sáralítil. „En margt smátt gerir eitt
stórt og svo eru margar aðrar breyt-
ingar af svipuðum toga sem stjórn-
völd ættu að ráðast í. Þannig var ný-
verið í fréttum að síðasti íslenski
framleiðandinn væri hættur að fram-
leiða franskar kartöflur. Í dag er
lagður 76% verndartollur á þá vöru
sem verndar þá ekki neitt lengur. Hjá
stjórnvöldum liggja heilu bréfa-
staflarnir með tillögum FA um
hvernig mætti stuðla að lægra vöru-
verði með svona breytingum, jafnvel
án þess að draga úr vernd innlendrar
framleiðslu, en ráðherrarnir og ráðu-
neytin gera ekkert til að bregðast
við.“
Verndin byrði á neyt-
endum og atvinnulífinu
Ljósmynd/FA, Anton Brink
Gleðigjafi Starfsmaður á blómabýli á Spáni safnar saman rósum. Afskorin blóm bera háa tolla og á það jafnvel við
um tegundir sem ekki eru ræktaðar á Íslandi. Sams konar tollar á ýmsar vörur eiga þátt í að ýta verðlagi upp.
- Blómvendir sem teljast dagvara erlendis þykja lúxus á Íslandi vegna hárra tolla
- Franskar kartöflur hátt tollaðar þó þær séu ekki lengur framleiddar innanlands
Ekki einsdæmi
» Félag atvinnurekenda hefur
reiknað út að tollar tvöfalda
verð á afskornum rósum.
» Árlegur tollkvóti nemur
2.000 blómum sem er um 2%
af árlegum innflutningi.
» FA hefur gefið stjórnvöldum
ótal tillögur að breytingum
sem gætu lækkað verð á ýms-
um vörum og þannig dregið úr
verðbólgu.
Ólafur Stephensen
5. september 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 141.6
Sterlingspund 163.63
Kanadadalur 107.76
Dönsk króna 19.026
Norsk króna 14.145
Sænsk króna 13.163
Svissn. franki 143.82
Japanskt jen 1.0081
SDR 184.12
Evra 141.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.0208
Ný könnun á viðhorfum neytenda í
Bandaríkjunum sýnir að almenn-
ingur þar í landi er svartsýnni nú en
í kórónuveirufaraldrinum. Háskól-
inn í Michigan annast mælinguna og
byggir á símaviðtölum við 500
manns þar sem spurt er um fjárhag
fólks, kaupgetu og væntingar. Könn-
unin á sér langa sögu og eru svör
fólks frá árinu 1966 notuð til viðmið-
unar og gefið gildið 100. Árið 2019
mældist bjartsýni Bandaríkjamanna
á bilinu 91,2 stig til 100 stig en tók að
lækka í kórónuveirufaraldrinum og
fór lægst í 67,4 stig í nóvember 2021.
Wall Stret Journal greinir frá að
nýtt met hafi verið slegið í júní á
þessu ári þegar niðurstaða könnun-
arinnar var aðeins 50 stig en vísital-
an hefur farið hækkandi undanfarna
tvo mánuði og mældist 58,2 stig í
ágúst.
Ástandið er svipað í Evrópu og
sýna tölur OECD að í löndun á borð
við Bretland, Holland og Svíþjóð
hefur bjartsýni almennings verið á
hraðri niðurleið í tíu mánuði sam-
fleytt. Á það einnig við um Þýska-
land, Ítalíu, Frakkland, Írland, Dan-
mörku og Spán að framtíðarsýn
neytenda hefur farið versnandi
marga mánuði í röð.
Er vaxandi neikvæðni einkum
rakin til þess að neytendur hafi
miklar áhyggjur af verðbólgu.
ai@mbl.is
Neytendur í
BNA svart-
sýnni en í
faraldrinum
Kvíði Drungi er yfir neytendum.