Morgunblaðið - 05.09.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
Stífluþjónusta
Íslenska gámafélagsins
Íslenska gámafélagið býður upp á stífluþjónustu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
Losun fitu-, sand-og olíuskilja, hreinsun niðurfalla og stíflulosun.
www.gamafelagid.is sími: 577 5757
Sterklega er búist við að Liz Truss
muni bera sigur úr býtum í nýaf-
stöðnu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
í Bretlandi og verði næsti forsætis-
ráðherra landsins. Atkvæðagreiðslu
lauk á föstudaginn en þar var kosið á
milli Truss, sem er utanrík-
isráðherra, og Rishi Sunak, fyrrver-
andi fjármálaráðherra. Niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar verður gerð
opinber klukkan 11:30 í dag að ís-
lenskum tíma en talið er að um 200
þúsund meðlimir Íhaldsflokksins
hafi tekið greitt atkvæði. Boris
Johnson, sem starfað hefur sem for-
sætisráðherra frá því hann sagði af
sér embætti í byrjun júlí, mun í kjöl-
farið færa Elísabetu Englands-
drottningu formlegt uppsagnarbréf
sitt á morgun.
Hin 47 ára Truss hefur undanfarið
notið meiri stuðnings meðal al-
mennra flokksmanna í skoðana-
könnunum en Sunak. Hefur Truss
lofað að lækka skatta og setja efna-
hagslífið í algjöran forgang verði
hún kjörin en Bretland glímir nú við
eina mestu verðbólgu sem sést hefur
í áratugi.
„Ég hef djarfa stefnu í hyggju
sem mun leiða til meiri hagvaxtar,
skila hærri tekjum, meira öryggi og
samfélagsþjónustu á heimsmæli-
kvarða,“ voru lokaorð Truss í kapp-
ræðum gegn hinum 42 ára gamla
Sunak, sem gagnrýndi stefnu Truss
og sagði hana lykta af óvarkárni.
Varaði hann við því að verðbólgan
gæti hækkað, verði áform Truss að
veruleika. Sagði hann reynslu sína
sem fjármálaráðherra í faraldrinum
koma að góðum notum og gerði hann
að sterkasta forsætisráðherraefn-
inu. Þó er ósennilegt að það hafi
dugað til.
AFP/Susannah Ireland
Einvígi Lokaeinvígið fór fram á
föstudaginn, milli Truss og Sunak.
Liz Truss sögð
líklegri til sigurs
- Úrslit leiðtogakjörsins kynnt í dag
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þetta var hræðilegt, en á sama tíma
er ég agndofa yfir þeirri mannúð
sem þarna sást,“ segir Óskar Hall-
grímsson. Hann fór í síðustu viku til
Soledar í Donetsk-héraði, þar sem
harðir bardagar hafa geisað síðustu
daga.
Þar varð hann vitni að því þegar
fólki var bjargað úr húsarústum í
Soledar og flutt til Kramatorsk, höf-
uðborgar Donetsk-héraðs, þaðan
sem fólkið fer til annarra áfanga-
staða. „Þessir menn sem sinna þessu
starfi eru ekki á neinum launum, allt
sjálfboðaliðar sem fjármagna sig
sjálfir. Það var bara mikill heiður
fyrir mig að fá að vera í kringum al-
vöruhetjur,“ segir Óskar.
Frá Kramatorsk fór Óskar til Sa-
porisjía, en þar er flóttamanna-
miðstöð þangað sem margir þeirra
sem flúið hafa átökin í suðri og austri
leita.
Þaðan fer fólkið svo í rútur sem
flytja það til Póllands og annarra
Evrópuríkja. „Þarna sér maður alls
kyns fólk sem hefur mátt ganga í
gegnum ótrúlegar hörmungar,“ seg-
ir Óskar og nefnir sem dæmi sjö
manna fjölskyldu sem hafði verið á
flótta í sex daga frá átakasvæðunum
í Kerson og þurfti að múta sér leið í
gegnum 15 varðstöðvar til þess að
komast í skjól.
„Að vita að það sé til svona mikið
ljótt í þessu stríði, en að það sé einn-
ig til fólk sem lætur gott af sér leiða.
Þessir menn hættu ekki, þeir hafa
bjargað þúsund manns og fara hvern
dag og hverja nótt inn í aðstæður
sem önnur hjálparsamtök höfðu sagt
of hættulegar. Helsta tilfinningin
sem ég fann því fyrir var auðmýkt.“
Bjargað
undan skugga
styrjaldar
- Heiður að sjá alvöruhetjur að störfum
Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson
Soledar Eyðileggingin er gríðarleg í Soledar en björgunar-
mennirnir láta sér fátt fyrir brjósti brenna.
Kramatorsk Sjúkrahúsið er með plast fyrir gluggunum sem
hindrar að rúðurnar springi ef eldflaug lendir nærri.
Bugun Leitarmennirnir taka sér stund milli stríða. Skömmu síðar var haldið aftur út í óvissu stríðsins.
Kramatorsk Flóttafólkið fær rauðrófusúpu, Borsjt, og brauð,
en þá er það búið að vera á stanslausum flótta í nokkra daga.