Morgunblaðið - 05.09.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
✝
Svanfríður
Valdimars-
dóttir fæddist á
Akranesi 21. mars
1934. Hún lést 25.
ágúst 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Hrefna
Guðjónsdóttir, f.
25. júní 1903, d. 26.
febrúar 1982, og
Valdimar J. Guð-
mundsson, f. 28.
júlí 1900, d. 4. júlí 1946, og áttu
þau fimm börn.
Svanfríður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Þorvaldi
Loftssyni, f. 11. júní 1933, hinn
14. ágúst 1954. Eignuðust þau
átta börn, þar af komust sjö á
legg. Barnabörnin eru 21 og
barnabarnabörnin orðin 40 og
barnabarnabarnabörnin eru 9.
1) Valdimar, giftur Oddnýju
Erlu Valgeirsdóttur. 2) Erla
Lind. 3) Óskírður, lést skömmu
eftir fæðingu. 4) Rafn, látinn,
var í sambúð með
Björk Gunnars-
dóttur. 5) Hildur,
gift Gunnari Þór
Heiðarssyni. 6)
Þorvaldur Svanur
Þorvaldsson, giftur
Jóhönnu Stefáns-
dóttur. 7) Fjóla. 8)
Atli, giftur Steinu
Árnadóttur.
Svanfríður starf-
aði við verslunar-
störf á yngri árum. Eftir að
börnin fæddust varð hún heima-
vinnandi. Hún hóf störf fyrir
Akraprjón þegar börnin voru
orðin eldri. Hún starfaði síðan
við fiskvinnslu hjá Heimaskaga/
HB og Co., til starfsloka. Svan-
fríður var m.a. í stjórn Verka-
lýðsfélags Akraness um árabil
og tók þátt í margs konar fé-
lagsstörfum.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 5. sept-
ember 2022, klukkan 13.
Nú hefur okkar kæra
mamma, tengdamamma, amma,
langamma og langalangamma,
Svanfríður eða amma Svana
eins og hún var alltaf kölluð,
kvatt þetta líf og komið er að
kveðjustund. Minningarnar er
margar. Allar ferðirnar á
Strandir í sumarhúsið í Vík þar
sem bernskuheimili Þorvaldar
(afi Svani eins og eitt af barna-
börnum okkar sagði og festist
við hann um tíma) var, þar
dvöldu þau hjón mjög mikið eða
oft stóran hluta sumars meðan
heilsan leyfði og þá var oft líf-
legt þegar vel var mætt af börn-
um og barnabörnum. Auðvitað
var amma Svana á þönum að
finna til góðgæti handa öllum þó
svo allir kæmu með nægar
birgðir en enginn fúlsaði við
kleinunum sem hún bakaði og
engiferkökurnar runnu líka ljúf-
lega niður. Auðvitað var hún
beðin um að slappa aðeins af!
Nei hún þurfti þess ekki og milli
máltíða og kaffi prjónaði hún
eða fór „aðeins“ út í garð.
Það eru svo mörg minninga-
brot sem koma upp í hugann á
stund sem þessari og erfitt að
koma að í fáum orðum. Það er
þó eitt sem stendur upp úr og
verður að koma að er hve vel
lesin mamma, tengdamamma
var og minnug, t.d. í þeim sum-
arferðum sem við fórum í með
starfsmannafélagi SR þá þekkti
hún eða kunni skil á því um-
hverfi sem við vorum í þó svo að
hún hefði aldrei komið þar áður
en hún hafði lesið um það! Þetta
er einstakur eiginleiki, og þó svo
að minnið væri farið að svíkja
undir það síðasta þá vildi hún
fylgjast með, las dagblöðin og
spurði frétta af börnum og
barnabörnum en langalanga-
ömmubörnin voru aðeins farin
að ruglast hjá henni stundum,
en það gerði ekkert til. Það má
vel minnast þess að fastur liður
hjá ömmu Svönu og afa Þorvaldi
(afa Svani) fólst m.a. í því að
koma nánast daglega með
Fréttablaðið til okkar og fá
Morgunblaðið í staðinn. Þegar
voraði fylgdist amma Svana með
því hvort maðkur væri kominn í
trén hjá okkur og þegar hún sá
votta fyrir því lét hún vita af því.
Þegar ekkert var gert þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir til að
benda á þessa vanhirðu var nóg
komið og þá sagði hún: Þið verð-
ið að fara að eitra trén, það er
agalegt að sjá hvernig þau eru
að fara hjá ykkur,“ hún var
mjög fylgin sér, vildi að það sem
gera þyrfti væri gert strax,
helst í gær! Þetta var alltaf
hægt að treysta á, ákveðin
ábending sem var að lokum tek-
in alvarlega. Fastur liður í lífi
okkar.
Margs er að sakna, við þökk-
um samfylgdina og sendum öll-
um öðrum ættingjum okkar og
vinum samúðarkveðjur. Sökn-
uður er eðlileg tilfinning og hvíl-
ir nú yfir okkur og verður ætíð.
Dugleg og góð kona er gengin
en hennar spor hverfa ekki og
við huggum okkur við margar
hlýjar og góðar minningar.
Hvíldu í friði elsku mamma,
tengdamamma, amma Svana.
Hinsta kveðja frá
Valdimar, Oddnýju
og fjölskyldu.
Hún bar þig heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf
þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Með landnemum sigld ún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakt’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð
ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þú lifir í hjarta okkar elsku-
leg þar til við hittumst næst.
Kærleikskveðja, þinn
Þorvaldur, börnin
og fjölskyldan öll.
Svanfríður
Valdimarsdóttir ✝
Gróa Bjarna-
dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 11. maí 1958.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
24. ágúst 2022.
Foreldar hennar
voru Bjarni Georg
Einarsson, f. 30.12.
1932, d. 20.6. 2021,
og Sylvía Ólafs-
dóttir, f. 20.2. 1931, d. 26.6.
2022. Systkini Gróu eru: 1) Ólaf-
ur, f. 1950. 2) Einar, f. 1952. 3)
Kjartan, f. 1953. 4) Elínborg, f.
1955. 5) Kristbjörg, f. 1965. 6)
Símon Georg, f. 1966.
Gróa giftist Hlyni Aðalsteins-
syni, f. 1956, þann 29.12. 1979.
Foreldrar hans voru Aðalsteinn
Gunnarsson, f. 1928, d. 2013, og
Guðlaug J. Vagnsdóttir, f. 1932,
d. 2017. Gróa og Hlynur eign-
uðust þrjú börn: 1) Eyrún
Harpa Hlynsdóttir, f. 1978, eig-
inmaður hennar er Torfi Jó-
hannsson, f. 1977, börn þeirra
eru: a) Birta María, f. 2000, b)
Jóhann Króknes, f. 2006, og c)
Sigríður Króknes, f. 2006. 2)
Varmalandi en var að mestu
heimavinnandi eftir að þau
Hlynur stofnuðu fjölskyldu. Þá
starfaði hún um tíma á leikskól-
anum Laufási og sinnti útburði
Morgunblaðsins á Þingeyri.
Gróa var virkur þátttakandi í
félagsstörfum á Þingeyri, m.a.
með Kvenfélaginu Von og
Íþróttafélaginu Höfrungi þar
sem hún vann mörg fjölbreytt
sjálfboðaliðastörf tengd íþrótta-
starfi í Dýrafirði. Gróa var virk-
ur félagi í Golfklúbbnum Glámu
og vann ötullega að uppbygg-
ingu golfvallarins í Meðaldal.
Þá kom hún talsvert að störfum
tengdum skíðalyftunum sem
finna var á Þingeyri og í
Hrafnseyrarheiði á árum áður.
Síðustu árin bjó Gróa í
Strandabyggð þar sem hún og
Sigurður voru með vísi að bú-
skap í Hvítuhlíð í Bitrufirði,
m.a. kindur og hænur. Eftir að
Sigurður lést árið 2018 flutti
Gróa til Hólmavíkur og bjó þar
til æviloka. Á Hólmavík starfaði
hún part úr degi í handverks-
húsinu Galdrakúnst.
Útför Gróu Bjarnadóttur fer
fram frá Háteigskirkju í dag, 5.
september 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 13. Streymi frá
útförinni má nálgast hér:
https://youtu.be/16vSbxlaRiU
Berglind Hrönn
Hlynsdóttir, f.
1981, eiginmaður
hennar er Steinar
Smári Einarsson, f.
1988. Berglind á
tvö börn með fyrr-
verandi sambýlis-
manni, Gunnlaugi
Unnari Höskulds-
syni, f.1983, a) Þor-
gerður Hlín, f.
2000, og b) Hrann-
ar Breki, f. 2002. Berglind og
Steinar eiga tvö börn, c) Stein-
unn Agnes, f. 2012, og d) Hlynur
Breki, f. 2017. 3) Arnþór Ingi
Hlynsson, f. 1988. Hlynur og
Gróa skildu árið 2004. Sam-
býlismaður Gróu síðustu ár var
Sigurður Jónas Marinósson, f.
1945, d. 2017. Börn hans eru: 1)
Jón Álfgeir, f. 1972, 2) Víðir Álf-
geir, f. 1973, 3) Marinó Álfgeir,
f. 1977, 4) Sigurður Álfgeir, f.
1978, og 5) Fjóla Karen, f. 2000.
Gróa bjó lengst af ævi sinnar
á Þingeyri og starfaði m.a. í
frystihúsi og á skrifstofu Kaup-
félags Dýrfirðinga. Áður en
börnin fæddust stundaði hún
nám við Húsmæðraskólann á
Elsku mamma, langar að
skrifa svo margt en hausinn nær
ekki utan um þá staðreynd að þú
sért ekki lengur hjá okkur.
Fáum aldrei að heyra aftur „ég
hringi í þig“ þegar hringt er
myndsímtal því þú gast ekki
skipt yfir á myndavélina. Takk
fyrir að vera yndisleg amma sem
alltaf var til í að græja og gera
með barnabörnunum, hvort sem
um var að ræða veiðiferð á
bryggjuna, út á róló eða snjó-
sleðaferð. Takk fyrir að vera
alltaf til staðar þegar þú gast, ég
gleymi þér aldrei.
Elska þig, þín dóttir,
Berglind Hrönn Hlynsdóttir.
Síðustu dagar hafa verið svo
skrítnir og óraunverulegir
mamma mín. Ég býst við sím-
hringingu frá þér daglega því ekki
átti ég von á því að ég væri að
skrifa minningargrein um þig
strax elsku mamma mín. Við átt-
um eftir að gera svo margt. Bara
fyrir nokkrum vikum ræddum við
um að fara í helgarferð saman
þegar þú værir búin að jafna þig
og ná upp styrk. Það er skrítið að
standa á þessum tímamótum að
vera að kveðja þig, í hvern á ég nú
að hringja þegar ég verð strand
með kökuuppskriftirnar og hver á
að hjálpa mér með milliverkin
þegar mín eigin barnabörn fara að
koma í heiminn? Ég er samt þakk-
lát fyrir allt sem þú hefur kennt
mér og gefið.
Það rifjast upp minningar af
alls konar, útilegur og stappfullur
Volvo af útilegudóti sem fimm
manna fjölskylda þurfti í nokk-
urra daga útilegu og allt bakkelsið
og þá helst vínarbrauðið með
rabarbarasultunni og kanilsykrin-
um ofan á. Kvöldin sem þú sast við
eldhúsborðið við að sauma föt á
okkur systkinin fyrir jólin og hvað
þú varst lukkuleg þegar þú fékkst
overlock-vélina.
Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa
mér með börnin og þú lagðir á þig
að ferðast frá Þingeyri yfir á Ísa-
fjörð daglega þegar tvíburarnir
voru litlir til að hjálpa mér með
þau eða hreinlega brjóta saman
þvottinn með mér. Stundum átt-
um við rólegan dag og horfðum
saman á Desperate housewives á
meðan börnin sváfu. Fermingar-
veisluna hennar Birtu hristir þú
fram úr annarri erminni, komst
og bakaðir og útbjóst alls konar
með okkur. Allar skíðaferðirnar
með kakó og nesti, ég held að
nestið hafi spilað stærri part í
minningunni en nokkurn tímann
skíðin.
Þú hafðir svo mikinn metnað
fyrir mína hönd og varst svo stolt
þegar ég sagði þér að ég væri að
útskrifast sem hjúkrunarfræðing-
ur því þú lagðir hart að okkur að
vera dugleg í námi og sinna náminu
vel. Ævintýraferðin okkar í sumar
þegar við sprengdum dekk á Dyns-
unni og þurftum að gista á Bíldu-
dal. Fram-og-til-baka-ferðin okkar
þar sem ég gleymdi grindinni við
Dynjanda og þú hlóst svo mikið.
Ég er svo þakklát fyrir að þú gast
farið til Tene með Símoni frænda
því þessi ferð gaf þér svo mikið.
Ég mun sakna þess að heyra
röddina þína og tala við ennið á
þér í myndsímtali og þegar ég
hringdi í þig þá svaraðir þú yfir-
leitt þannig: „Ég hringi í þig“ því
þú varst í stökustu vandræðum
með að kveikja eða snúa mynda-
vélinni svo ég sæi þig en allt gekk
Gróa Bjarnadóttir
✝
Ragnhildur
Vilhjálmsdóttir
fæddist 22. júlí
1934 í Reykjavík.
Hún lést á heimili
sínu, Boðaþingi 5,
21. ágúst 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Vilhjálmur
Jónasson hús-
gagnasmíðameist-
ari, f. 17. febrúar
1906, d. 30. janúar
1980, og Guðný Kristjánsdóttir
húsmóðir, f. 22. júlí 1909, d. 11.
september 1962.
Systkini Ragnhildar eru:
Guðný Kristjana, f. 28. júlí 1939,
Einar, f. 5. mars 1947, d. 13.
september 2013, og Eyjólfur, f.
5. mars 1947, d. 24. ágúst 1947.
Fyrstu æviárin bjó Ragnhild-
ur ásamt fjölskyldu sinni í
Reykjavík, fyrst á Skeggjagötu
og síðar á Þórsgötu 8. Hún hóf
skólagöngu sína í Miðbæjar-
skóla en fluttist svo yfir í
Landakotsskóla og lauk gagn-
fræðaprófi frá Austurbæjar-
skóla. Ragnhildur starfaði sem
símavörður hjá Hreyfli frá 1951
til 1953 og frá 1972 til starfs-
loka.
Hinn 15. október 1955 giftist
Ragnhildur Birgi Jakobssyni, f.
í Reykjavík 17. jan-
úar 1932. Þau
byggðu sér hús í
Hófgerði 18a í
Kópavogi þar sem
þau bjuggu alla
sína hjúskapartíð,
þar til þau fluttu í
þjónustuíbúð í
Boðaþingi. Börn
þeirra eru: 1) Emil,
f. 2. maí 1953, d. 25.
nóvember 2021,
kvæntur Hildi Ásu Benedikts-
dóttur, f. 6. júlí 1948, d. 1. jan-
úar 2019, börn: Sigurbjörn Þór,
látinn, og Valdís. 2) Bjarni, f. 24.
október 1956, kvæntur Dóru
Þórisdóttur, f. 6. júní 1963,
börn: Ragnhildur Halla, Auður
Dögg, Birgir og Ragnheiður. 3)
Jódís, f. 23. mars 1962. 4) Vil-
hjálmur, f. 24. september 1963,
kvæntur Þóreyju Halldórs-
dóttur, f. 6. september 1969,
börn: Halldór Jens og Vil-
hjálmur.
Barnabarnabörn Ragnhildar
og Birgis eru fimm talsins og
það sjötta væntanlegt í byrjun
nýs árs.
Útför Ragnhildar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 5.
september 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Í dag er borin til hinstu hvílu
elskuleg tengdamóðir mín, Ragn-
hildur Vilhjálmsdóttir eða Dadda
eins og hún var ávallt kölluð, sem
lést á Hrafnistu Boðaþingi 21.
ágúst sl.
Dadda var glæsileg kona, um-
hyggjusöm og ávallt til staðar
fyrir fjölskylduna sína. Mér og
börnum mínum var hún góð
tengdamóðir og amma. Langri og
farsælli ævi er lokið og veit ég að
Birgir tengdafaðir minn mun
taka vel á móti henni Döddu
sinni. Að leiðarlokum þakka ég
góðar samverustundir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ég minnist þín með virðingu og
þakklæti.
Megir þú hvíla í Guðs friði.
Þín tengdadóttir,
Dóra.
Í dag kveðjum við yndislegu
ömmu mína Ragnhildi Vilhjálms-
dóttur. Ég hef verið það lánsöm að
hafa átt samleið með ömmu minni
í tæplega hálfa öld og fyrir það er
ég þakklát. Á þessum langa tíma
hafa skapast fjölmargar ljúfar og
góðar minningar sem hafa komið
upp í huga mér síðustu vikur.
Amma var einstaklega barngóð
kona og fór ég ekki varhluta af því
í minni æsku, hún var þolinmóð og
iðin við að leiðbeina mér með
hvernig tækla ætti lífið og kenndi
mér margt. Hjá henni lærði ég að
spila á spil, lærði að meta lestur
góðra bóka, lærði að baka kökur
og síðast en ekki síst að leggja
metnað í þau verk sem ég tek mér
fyrir hendur. Hún var mér ávallt
ómetanlegur stuðningur og hvatn-
ing í lífinu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Amma og afi byggðu sér fallegt
heimili í Hófgerði 18a, Kópavogi,
þar bjuggu þau næstum allan sinn
búskap og er mér sérstaklega
minnisstætt hvað það var alltaf
gott að koma á heimilið þeirra.
Húsið stendur á stórri lóð með fal-
legum blómum og trjám, sannkall-
aður unaðsreitur. Þau höfðu gam-
an af því að ferðast um landið og
var ég svo heppin að fá að fara
með þeim í ófáar ferðir á mínum
æskuárum, bæði dagsferðir með
nesti og kaffi í brúsa, helgarferðir
í tjaldvagninum og vikuferðir í
sumarbústaði víða um land. Ég
óska þess að þau amma og afi séu
sameinuð á ný keyrandi um sum-
arlandið á fallegum vel bónuðum
bíl.
Hvíl í friði elsku amma mín. Ég
mun ávallt varðveita minningu
þína í hjarta mér. Guð geymi þig.
Þín sonardóttir,
Ragnhildur Halla.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
Döddu okkar sem er nú komin í
fangið á afa. Á þessari stundu
verður okkur hugsað til þeirra
góðu stunda sem við áttum með
ömmu og afa í Hófgerðinu. Það
var svo yndislegt að kíkja í heim-
sókn til þeirra, þar sem sætabrauð
var ávallt á boðstólum og amma
tók ekki annað í mál en að við
smökkuðum á öllum sortum.
Amma Dadda var yndisleg,
dugleg og falleg kona, en það sem
stendur upp úr þegar við hugsum
um hana er húmorinn hennar.
Sama hvernig stóð á var alltaf
stutt í brandara hjá henni.
Við eigum svo sannarlega eftir
að sakna þín elsku amma en við
vitum bæði að þú ert komin á betri
stað.
Við látum fylgja með texta eftir
Bubba Morthens:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Þín barnabörn,
Ragnheiður og Birgir.
Í dag kveðjum við yndislegu
ömmu mína Ragnhildi Vilhjálms-
dóttur. Ég hef verið það lánsöm að
hafa átt samleið með ömmu minni
í tæplega hálfa öld og fyrir það er
ég þakklát. Á þessum langa tíma
hafa skapast fjölmargar ljúfar og
góðar minningar sem hafa komið
upp í huga mér síðustu vikur.
Amma var einstaklega barngóð
kona og fór ég ekki varhluta af því
í minni æsku, hún var þolinmóð og
iðin við að leiðbeina mér með
hvernig tækla ætti lífið og kenndi
Ragnhildur
Vilhjálmsdóttir