Morgunblaðið - 05.09.2022, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
✝
Aðalsteinn
Grímsson
fæddist á Gríms-
stöðum í Kjós 7. júlí
1941. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi þann 26.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Kristín
Steinadóttir og
Grímur Jón Gests-
son. Systkini Aðalsteins í fæð-
ingarröð eru Gylfi (látinn),
Hreiðar, Ester, Gestur Rúnar,
Eygló (dó ungbarn) og Eygló.
Eftirlifandi maki Aðalsteins
er Hulda Þorsteinsdóttir frá
Miðdal í Kjós, f. 1946. Börn
þeirra eru: 1) Erla, f. 1969, maki
Ólafur Þór Júlíusson. Börn
þeirra eru Snædís, Sóley og Íris.
Unnusti Snædísar er Dagur
Tómas. 2) Lilja, f. 1973, maki
Þór Hauksson. Börn þeirra eru
Borgþór Örn, Hulda Kristín og
Jóhanna Melkorka. 3) Heiða, f.
1981, maki Guðmundur Ingi
Þorvaldsson. Börn
þeirra eru Aðal-
steinn Ingi og Þor-
valdur Gylfi.
Aðalsteinn ólst
upp á Grímsstöðum
við hefðbundin
sveitastörf. Hann
hóf ungur störf við
línulagnir hjá Raf-
magnsveitum ríkis-
ins, fyrst sem
flokksstjóri og síð-
ar verkstjóri. Aðalsteinn og
Hulda gengu í hjónaband árið
1968 og fluttu í Eilífsdal þar sem
þau hófu búskap. Í lok búskap-
aráranna starfaði hann við ör-
yggisgæslu hjá Norðuráli og síð-
ustu 14 starfsárin hjá Húsa-
smiðjunni í Reykjavík. Í Eilífs-
dal hefur orðið til dýrmætt
samfélag fjölskyldu og náinna
vina.
Útför hans fer fram frá Guð-
ríðarkirkju í dag, 5. september
2022, klukkan 13, en jarðsett
verður í Reynivallakirkjugarði
að útför lokinni.
Ég hef áttað mig betur og bet-
ur á að ég hef alist upp við for-
réttindi. Forréttindi sem ættu að
vera greypt í stein sem réttindi
hvers barns, að vera elskað af
foreldrum sínum.
Pabbi var ekki maður margra
orða en þau höfðu vægi og fyrst
og fremst voru verkin látin tala.
Á sínum tíma sem barn og
unglingur fannst mér einhvern
veginn alveg eðlilegasti hlutur að
við systurnar værum með skíða-
lyftu í fjallshlíðinni bara fyrir
okkur og að þegar ég fékk bílpróf
væri búið að endursmíða fyrir
mig glæsilegan amerískan kagga.
Og svo í allri okkar uppbyggingu
síðar meir í sveitinni var eins og
alltaf væri búið að finna lausn á
öllum málum áður en við raun-
verulega áttuðum okkur á að það
þyrfti jú svo sannarlega að finna
lausn við því.
Eitt af því síðasta sem við út-
bjuggum saman var ljós sem er
mér svo kært og mun um ókomna
tíð verða ljósið okkar.
Þín dóttir,
Erla.
Á kveðjustund minnist ég
pabba með mikilli hlýju og þakk-
læti. Hann var hjálpsamur,
hjartahlýr og traustur, ávallt til
staðar, boðinn og búinn. Var hóg-
vær en framtakssamur. Ef eitt-
hvað var nefnt á nafn var hann
ekki lengi að koma því í verk. Það
koma sterkt upp í hugann þeir
hæfileikar og náðargáfur sem
hann bjó yfir. Allt sem laut að raf-
magni, tækni, útreikningum og
smíðum lá einstaklega vel fyrir
honum. Hann hugsaði í lausnum,
var vandvirkur og laghentur.
Hans góðu kostir komu sér vel í
búskap mömmu og pabba í Eilífs-
dal þar sem þau byggðu svo fal-
lega upp og hafa ávallt hlúð svo
vel að öllu síðan.
Það eru forréttindi að hafa al-
ist upp í sveit þar sem samveran
var jafnan mikil. Allir hjálpuðust
að og í bústörfunum var manni
kennt að vanda til verka og bera
ábyrgð. Heyskapurinn er eftir-
minnilegur enda mikið um að
vera. Við heyskaparlok var oftar
en ekki farið í tjaldferðalag, helst
inn til landsins. Þar naut pabbi
sín vel enda kunnugur hálendinu
og aðstæðum þar. Á sínum tíma
vann hann hjá Rafmagnsveitum
ríkisins við að leggja rafmagns-
línur þvert um landið. Þá þurfti
oft að fara yfir ýmsar ófærur og
þvera stórar ár sem hann kunni
vel.
Upp í hugann koma notalegar
stundir þegar pabbi settist niður
og spilaði á píanó eða harmon-
ikku, en á hvort tveggja spilaði
hann eftir eyranu. Að loknum
kvöldmat settist hann oft niður
við píanóið en harmonikkan var
dregin fram við hátíðlegri tæki-
færi. Alltaf var gaman að horfa á
grínmyndir með pabba, hvort
sem þær voru í svart-hvítu eða lit
og einkar smitandi hlátur hans
varð til þess að augu mín urðu
tárvot af hlátri.
Þrátt fyrir að fara ekki sjálfur
á hestbak hefur hann verið stoð
og stytta fyrir okkur systur og
mömmu í hestamennskunni.
Gerði hann allt sitt til að við gæt-
um notið sem best, keyrði vítt og
breitt með hestana í eftirdragi og
járnaði ef þannig var. Fjallgöng-
ur og veiði voru í miklu uppáhaldi
og jafnframt stundaði hann dans
með mömmu og hafði gaman af
því að ferðast. Oft gekk hann
daglega upp á Eyrarfjallið heima
í Eilífsdal. Það voru fáir sem
héldu í við hann í fjallgöngum, en
lengi mátti reyna. Þá má ekki
gleyma bílskúrnum góða þar sem
hann naut sín vel, helst við að
breyta bílum og bæta.
Fyrir um 30 árum byggðu
pabbi og mamma sumarbústað í
sveitinni sem þau kölluðu „At-
hvarfið“. Var það gert svo við
systur gætum verið í meira næði
með fjölskyldum okkar í sveit-
inni. Sýnir það glöggt hve vel var
um okkur hugsað. Þar höfum við
sannarlega átt gott athvarf þar
sem séð er fyrir öllu. Minning-
arnar úr ferðalögunum okkar
með stórfjölskyldunni eru afar
dýrmætar og núna síðast þegar
við fórum öll saman norður á 80
ára afmæli pabba. Þá hefur pabbi
eytt fjölmörgum stundum með
okkur Þór og aðstoðað í hinum
ýmsu framkvæmdum. Alltaf boð-
inn og búinn. Við fjölskyldan höf-
um sannarlega notið góð-
mennsku hans og hjálpsemi.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Lilja Aðalsteinsdóttir.
„Ég er farinn í veiðiferð,“
heyri ég þig tilkynna okkur
mæðgum. Við erum öll í Eilífsdal
og þú ert léttur á fæti, fullur af
lífsorku og gleði. „Eruð þið ekki
búnar að finna til fyrir mig
nesti?“ bætirðu við með stríðnis-
glampa í augunum. „Þið vitið að
ég vil hafa með mér tvær kók, tvö
súkkulaðistykki …“ Við mæðgur
horfum ráðvilltar hvor á aðra,
þess fullmeðvitaðar að þú ert
veikur og enginn bógur í neina
veiðiferð. Ég býðst til að fara út í
búð til að kaupa nesti og áður en
ég stekk út úr dyrunum hrópar
mamma á eftir mér að passa að
nestið komist fyrir í veiðivestinu
því annars getir þú ekki haft það
með þér. Ég mæli veiðivestið út
með augunum og hraða mér í
búð. Þannig birtist þú mér í
draumi, tveimur sólarhringum
áður en þú kvaddir, þar sem ég lá
sofandi sjö tímabeltum vestur af
sjúkrahúsinu á Akranesi. Og líkt
og í draumnum þar sem þú varst
farinn áður en ég kom nestinu á
þig, þá varstu rétt farinn áður en
ég komst til þín í hinsta sinn. Ég
pakka því nestinu þínu, pabbi
minn, inn í þessi orð.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fæðst dóttir þín og fyrir að hafa
erft nokkra af eiginleikum þín-
um, svo sem nákvæmni við úr-
lausn verkefna og listrænt hand-
bragð. Gumma finnst reyndar
miður að ég hafi ekki erft snefil af
tónlistarhæfileikum þínum. Það
er mér óskiljanlegt hvernig hægt
er að tileinka sér hljóðfæraleik á
gítar, píanó og harmonikku án
þess að hafa nokkurn tímann lagt
stund á tónlistarnám, en við bind-
um vonir við að þetta sé kannski
bara gen sem hlaupi yfir eina
kynslóð.
Ég er svo þakklát fyrir skil-
yrðislausan stuðning í hverju því
sem ég hef tekið mér fyrir hend-
ur. Það var þér kappsmál að gefa
okkur systrum tækifæri til að
ganga menntaveginn og það hef-
ur vafalaust kostað miklar fórnir
af ykkar hálfu að gera okkur
kleift að flytja að heiman 16 ára
gamlar til að stunda nám og mér
síðar að stunda háskólanám er-
lendis. Ég hef oft hugsað um
hvers kyns tækifæri biðu þín
hefðir þú haft sömu tækifæri til
menntunar og við systur. Það vita
öll sem þig þekktu að þú hafðir
hyldjúpan skilning á virkni véla,
rafmagni, bílum, byggingum og
raunar flestum tæknilegum úr-
lausnarefnum, langt umfram það
sem skólaganga þín bauð. Hvort
þú hefðir raunverulega haft þörf
fyrir langskólanám veit ég ekki,
en það hefði vissulega gert fleir-
um kleift að njóta verkfræðilegr-
ar kunnáttu þinnar.
Takk fyrir að kenna mér að
kasta flugu og að sprautulakka
húsgögn áður en þig brast styrk-
ur til þess. Takk fyrir stuðning-
inn, hughreystinguna og ástina,
sem var hárfín en einlæg og allt-
umlykjandi. Ég er svo glöð að
nafnið þitt lifi áfram í Aðalsteini
Inga okkar og að nafn Gylfa heit-
ins bróður þíns lifi áfram í Þor-
valdi Gylfa okkar. Á milli þeirra
bræðra er djúp taug og sterkur
strengur, líkt og strengurinn
milli ykkar Gylfa bróður þíns.
Fyrir það er ég svo þakklát.
Góða veiðiferð pabbi minn. Ég
vona að þú sért með allar uppá-
haldsflugurnar þínar, ég vona að
það standi Bronco þarna nýþveg-
inn og bónaður og ég vona að þú
finnir gjöfula veiðistaði hvert
sem þú ratar.
Þín
Heiða.
Þegar elskulegur tengdafaðir
minn hefur lagt í sína hinstu för
er mér það ljúfsárt að minnast
hans. Ég kynntist Aðalsteini fyr-
ir rúmum þrjátíu árum og í fyrsta
samtali tók hann mér opnum
örmum, inn í þessa einstöku fjöl-
skyldu. Fyrir það er ég mjög
þakklátur og þann einstaka hlý-
hug sem tengdaforeldrarnir mín-
ir hafa alltaf sýnt mér.
Alli var bóndi og þúsundþjala-
smiður. Lausnamiðaður prin-
sippmaður, gæddur góðum gáf-
um og sterkum karakter. Trúr
sinni sannfæringu, hreinskilinn
og heiðarlegur, bóngóður og
hjartahlýr. Traust fyrirmynd
barna sinna, tengda- og barna-
barna.
Alli var alltaf tilbúinn að að-
stoða og skipti þá engu máli hvað
þurfti að gera. Hann hjálpaði fjöl-
skyldum dætra sinna alltaf miklu
meira en beðið var um, enda
duldist engum hve vænt honum
þótti um stelpurnar sínar þrjár
og fjölskyldur þeirra. Aldrei
leiddist Alla hjálpsemin og féll
aldrei verk úr hendi.
Í lífinu skiptast á skin og skúr-
ir. Þegar á bjátaði hjá ungri fjöl-
skyldu var Alli alltaf fyrstur til að
hringja og leggja gott til. Hann
studdi þétt við bakið á sínu fólki
hvaðan sem á hann stóð veðrið.
Sólin kemur alltaf upp aftur, var
viðhorf hans, sem veitti birtu
þegar skyggði.
Hugurinn reikar til þess þegar
við misstum það óvart út úr okk-
ur fyrir nokkrum árum, að ef til
vill væri gaman fyrir barnabörn-
in að hafa lítinn fótboltavöll við
sumarbústaðinn í Eilífsdal. At-
hvarfið í Kjósinni sem Alli og
Hulda byggðu fyrir 30 árum.
Tveimur vikum síðar hafði um
200 fermetra reitur verið sléttað-
ur í hlíðinni undir Athvarfinu og
sáð í. Hnökralaust og án mála-
lenginga.
Ég þakka mínum ástkæra
tengdaföður samfylgdina og alla
alúðina frá fyrstu kynnum.
Yndisleg tengdamóðir, systurnar
þrjár og tengdasynirnir sjá á bak
einstökum og góðum manni.
Barnabörnin syrgja afa sinn sárt.
Bið himnaföðurinn að taka vel
á móti tengdaföður mínum Aðal-
steini Grímssyni.
Þór Hauksson.
Þá er hann fallinn eftir harða
baráttu sem hann bar ekki á
borð, nágranninn Alli í Eilífsdal
mágur minn.
Það er erfitt að sætta sig við að
hann sé farinn, en það hefði svo
sannarlega ekki verið í hans anda
að sitja máttfarinn, heilsan farin
og geta ekkert gert, veit að þá
hefði Alla ekki liðið vel.
Margs er að minnast eftir yfir
50 ára góð kynni og nánast allan
tímann sem næsti nágranni.
Fyrst kemur upp í hugann
ungur sveinn að kíkja á Huldu, en
þá var Alli að vinna hjá Rarik að
reisa línur með sínum flokki, fór
víða enda kynntist maður því
seinna hversu fróður hann var
um landið og þekkti víða til þegar
talið barst að því, fengum við líka
að njóta af þeim viskubrunni þeg-
ar farið var í ferðir um landið.
Eftir að þau Hulda hófu bú-
skap í Eilífsdal kynntist maður
Alla vel, dugnaðarforkur sem
ekki sat inni aðgerðarlaus, rétt-
sýnn, kannski stundum aðeins of,
rökfastur en alltaf heiðarlegur.
Allt lék í höndum hans hvort sem
var bíla- eða vélaviðgerðir, húsa-
smíði, viðhald, aldrei komið að
tómum kofanum þar. Ég var svo
lánsamur að læra mörg handtök-
in af honum sem ávallt hefur
komið sér vel.
Á fyrstu búskaparárunum
reyndi Alli aðeins að taka þátt í
áhugamáli Huldu, þ.e. hesta-
mennskunni, enda átti hann
„Lilla“ og nokkur skipti fór hann
ríðandi inn á Dal í smölun en var
fljótur af baki og hljóp upp í
kletta að reka niður, hentaði hon-
um betur. En fjölskyldan naut
stuðnings hans hins vegar þegar
flytja þurfti hrossin enda smíðaði
hann hestakerru og ekki bara
eina heldur aðra einhverjum ár-
um síðar og eru þær að sjálfsögðu
í toppstandi.
Það sannaðist vel útsjónar-
semin þegar keyptur nýr pickup,
„Skottsdeilinn“, fljótlega var
honum skellt í skúrinn, skipt um
vél, smíðað hús á pallinn og þar
með var kominn bíll sem bæði
þjónaði búinu sem eggjabíll og
rúmgóður fjölskyldubíll. Þetta
var mikill uppáhaldsgripur hjá
Alla enda margar vinnustundir
að baki. Einhvern veginn atvik-
aðist það eitt sinn að ég fór á bíln-
um frá Eilífsdal og þegar ég kom
aftur sagði Alli alvarlegur í
bragði, “við þenjum ekki bílinn í
lágu gírunum“. Þá hafði hann
tekið eftir hvernig ég ók úr hlaði
en að sjálfsögðu urðu engir eft-
irmálar af því.
Kem við óvænt í Eilífsdal,
banka og rek inn nefið og kalla,
„er einhver heima?“ Alli birtist,
„nei enginn heima, bara ég
hérna“.
Eftir að við Svana tókum við
búskap í Miðdal höfum við ávallt
getað leitað til góðs nágranna
með hvað sem er, svo sem við-
gerðir, eða þegar við vorum að
bæta húsakostinn. Þá var Alli
ávallt mættur þegar hann hafði
stund til og er það ómetanlegt að
hafa slíka nágranna og vini.
Nú síðast þegar við fórum að
byggja „elliheimilið“ okkar Mel-
bæ sumarið 2020 stóð ekki á að-
stoðinni þó krafturinn væri far-
inn að dvína. Leggja gólfhitann
með Kalla vini sínum, upp á þak
að negla, loftaklæðningin, park-
etið, nefndu það bara.
Okkur hjónum er það sérstak-
lega góð minning morgunkaffið
með Alla, ekki síst fyrsta vetur-
inn okkar hér í Melbæ, málefni
líðandi stundar rædd og þá ekki
síst sveitarinnar.
Elsku Hulda og fjölskylda,
minning um góðan mann lifir í
hjörtum okkar allra.
Guðmundur og Svana.
Það var feimin lítil skotta sem
stóð fyrir aftan pabba sinn í dyra-
gættinni í Eilífsdal þegar ég kom
þar í fyrsta sinn eftir að fjölskyld-
an hóf byggingu sumarbústaðar á
lóð á jörðinni. Fljótlega fór ég að
venja komur mínar reglulega í
Eilífsdal. Ég sótti í félagskap
systranna í Eilífsdal en ekki síður
var ég hugfangin af öllum dýr-
unum sem þar voru. Í Eilífsdal
fékk ég að fara á hestbak og fljót-
lega var ég orðin heltekin af
ólæknandi hestabakteríunni sem
hefur bara ágerst með árunum. Í
Eilífsdal var mér tekið sem einni
dótturinni og var þetta upphaf að
áratugalangri vináttu fjölskyldn-
anna sem er mér bæði kær og
dýrmæt. Í brúðkaupi okkar Sig-
urbjörns í ágúst 2018 var umtalað
að sambandið milli Eilífsdals og
Kiðafells hefði styrkst verulega.
Var haft á orði að eftir að Sig-
urbjörn væri með þessum hætti
kominn í vinfengi við fjölskyld-
una í Eilífsdal þá væri hann orð-
inn innvígður Kjósverji. Þegar
lagt er á hest á Kiðafelli liggur
leiðin oftar en ekki í Eilífsdal.
Þótt Alli hefði lítinn áhuga á hest-
um studdi hann mæðgurnar í að
sinna þessu áhugamáli sínu og
tók þátt í umstanginu í kringum
hestamennskuna. Hann var ekki
alltaf orðmargur en sýndi frekar í
verki umhyggju sína og kærleik.
Hann var fljótur til ef kallið kom
eftir hjálp. Það er máltæki sem
segir „Hálft er lífið á hestbaki“ og
það vísar til þess að í hesta-
mennsku eru aðrir hlutir sem
taka jafn mikinn tíma og sá tími
sem maður fær að njóta á baki.
Við minnumst margra góðra
stunda á þorrablótum í Félags-
garði, við varðeld um verslunar-
mannahelgi og kannski ekki síst
við eldhúsborðið í Eilífsdal, þar
sem farið var yfir stöðu mála,
bæði landsmálum og heimsmál-
um en ekki síður málefni sveit-
arinnar sem Alla voru kær. Fátt
gerðist í Kjósinni sem Alli og
Hulda vissu ekki af og því feng-
um við alltaf nýjustu fréttir af
mönnum og málefnum í sveitinni,
auk ýmiss konar fróðleiks um
sveitina og fólkið sem þar bjó.
Alli átti sitt fasta sæti við eldhús-
borðið, húsbóndasætið, og aðrir
settust ekki í það sæti. En það
sem var þó í forgangi hjá Alla
voru Hulda og dæturnar þrjár og
fjölskyldur þeirra og höfum við
verið svo lánssöm að fá að njóta
margra góðra samverustunda
með þeim og er greinilegt að þær,
eiginmenn þeirra og börn, hafa
öll sterkar taugar til Eilífsdals.
Það er dýrmætt að fá að telja þau
til vina sinna. Það var erfitt að
horfa á veikindin smátt og smátt
ná yfirhöndinni yfir Alla og sjá
þennan orkumikla og kraftmikla
mann, sem alltaf hafði eitthvað
fyrir stafni, missa smátt og smátt
þrek sitt og þrótt.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Við kveðjum góðan vin, þökk-
um dýrmætar samverustundir og
vináttu og sendum Huldu og
dætrum hennar og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðj-
ur. Minningin um góðan mann lif-
ir.
Hlíf Sturludóttir og
Sigurbjörn Magnússon.
Aðalsteinn
Grímsson
Til ykkar:
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður, dóttur, systur, vinkonu
og frænku,
MARÍU ÞORLEIFAR
HREIÐARSDÓTTUR,
Safamýri 46, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Þroskahjálpar, Áss í
Reykjavík og einnig til lækna og starfsfólks
gjörgæslunnar við Hringbraut. Kærar þakkir
til ykkar allra. Guð blessi ykkur öll.
Ottó Bjarki Arnar
María Þ. Þorleifsdóttir
Hreiðar A. Aðalsteinsson
Birgitta Hreiðarsdóttir
Þorleifur Jón Hreiðarsson Anna Margrét Árnadóttir
Hulda Hrund, Elí, Brynjar Freyr, Hreiðar Árni,
Dagný María, Auður María, Marínó Ísar
og Höskuldur Kári.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS ANDRÉSAR
INGIMUNDARSONAR
bónda á Hrísbrú,
sem lést sunnudaginn 17. júlí síðastliðinn.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Hamra fyrir góða
umönnun.
Ásgerður Gísladóttir
Andrés Ólafsson Hólmfríður Ólafsdóttir
Gísli Þór Ólafsson Bára Benediktsdóttir
Elínborg Jóna Ólafsdóttir Aðalsteinn Ómarsson
Ingibjörg Ólafsdóttir Valdimar Hjaltason
Ingimundur Ólafsson Sigrún Bjarnadóttir
og fjölskyldur