Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022 Raðauglýsingar Tilkynningar AMUNDI RESPONSIBLE INVESTING SOCIETE D'INVESTISSEMENTA CAPITAL VARIABLE (INVESTMENT COMPANYWITH VARIABLE CAPITAL) Registered office: 91-93 Boulevard Pasteur, 75015 PARIS PARIS TRADEAND COMPANIES REGISTER (RCS) 834 854 838 (the “Company”) MEETING NOTICE Dear Sir or Madam, The Shareholders of the company are called to the Annual General Meeting, which shall take place on 22 September 2022 at 3 pm at the Company's premises, at 91-93 Boulevard Pasteur, 75015 PARIS. The agenda shall be as follows: - Reading of the Board of Directors' and Statutory Auditors' report on the financial year ended 31 May 2022; - Approval of the accounts for the financial year ended 31 May 2022; - Profit allocation for the financial year ended; - Approval of the special report drawn up by the Statutory Auditors on the agreements referred to in Article L.225–38 of the Commercial Code; - Renewal of a term of a Director; - Authorisations for formalities. The annual accounts, the notes and the composition of assets have been filed with the Registry of the Paris Commercial Court. All documents that must be provided to each of the General Meetings are available to shareholders at the Registered Office of the Company. In accordance with the law, the right to participate in this meeting is subject to the registration of shares in an account in the shareholder's name – or the registered intermediary if the shareholder is resident abroad – on the second business day preceding the Meeting at midnight, Paris time, in the registered share accounts or in the accounts of bearer shares held by the authorised intermediary. This registration must be recorded by a participation certificate issued by the authorised intermediary and attached either to the postal voting form or proxy voting form, or to the request for an admittance card issued in the name of the shareholder. All shareholders shall be admitted to the Meeting regardless of their number of shares and may be represented by their spouse or by a representative who is also a shareholder. A postal voting form or proxy voting form is available to any shareholders who submit a written request no later than six days before the meeting, sent to the registered office of the Company or its representative, CACEIS Corporate Trust - General Meeting Department - 12 Place des États-Unis, CS 40083, 92549 Montrouge Cedex. To be taken into consideration, this duly completed form must be returned to the Company or to its representative cited above, no later than three days before the Meeting. The Board of Directors Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia með Guðmundi kl. 10. Handavinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Félagsmiðstöðin Hæðargarði Þátttökulistarnir komnir fram, núna er lag að mæta í félagsmiðstöðina og skrá sig í félagsstarfið fyrir veturinn. Ýmislegt nýtt í boði ásamt því gamla og góða. Líttu við og sjáðu framboðið í vetur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ganga kl. 10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.Tálgað með Valdóri kl. 13:00-15:30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13:00-13:10. Félagsvist kl. 13:00. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Ganga frá Jónshúsi 11.00 Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-15.40 Bridds-tvímenningur 12.40 Bónusrúta frá Jónsh. 13.00 Gönguhópur frá Smiðju 13.45-15.15 Kaffi- veitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Dansleikfimi með Auði Hörpu frá kl. 10:00 Kóræfing kl. 13:00 – 15:00. Allir velkomnir Gullsmári Handavinna kl. 9:00-16:00. Bridge kl. 13:00, verð 500 kr. kaffisopi innifalinn. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Stólajóga kl. 10:00 – 11:00. Hádegismatur kl. 11.30. Létt ganga kl. 13:00. Samsöngur kl. 13:30 – 14:30. Kaffi kl. 14:30 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með Ragnheiði Ýr kl. 10:00. Minningahópur kl. 10:30. Zumba með Carynu kl. 13:00. Bridge kl.13:00. Styttri ganga kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Dans- leikfimi Auðar Hörpu kl. 11:00. Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað til góðs kl.13:00. Gleðin býr í Borgum. Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl.9.00. Leir á Skólabraut kl. 9.00. Billjard í Selinu kl.10. Jóga/leikfimi Skólabraut kl. 11.Handa- vinna, samvera og kaffi í salnum Skólaabraut kl. 13.00. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13.oo. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Minnum á haustfagnaðinn í salnum á Skólabraut þann 13. september. Grillvagninn. Skráning og uppl. hjá Kristínu í síma 8939800. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Málarar MÁLARAR Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu. Unnið af fagmönnum með áratuga reynslu, sanngjarnir í verði. Upplýsingar í síma 782 4540 og loggildurmalari@gmail.com Bílar 7/2022 óekin VW ID5 GTX 4x4 300 hö. rafmagnsbíll Eigum nokkra liti til afhendingar strax. 77 kWh batterí uppgefin drægni 493 km. Í vetur fellur niður ívilnun stjórnvalda á rafmagnsbíla. Nú er tækifæri að ná í bíl áður en þeir hækka um 1.5 milljón í verði ! Verð: 8.590.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 ✝ Ágústa Guð- mundsdóttir fæddist í Akri, Innri-Njarðvík 6. júlí 1950. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. ágúst 2022. Foreldrar henn- ar voru Anna Sig- ríður Elísdóttir, f. 1.6. 1920, d. 3.11. 2008, og Guð- mundur Sveinsson, f. 22.11. 1911, d. 31.12. 1966. Ágústa átti þrjú systkini. Helgu, f. 17.4. 1946, eiginmaður hennar er Reynir Guðsteinsson, Elís, f. 9.12. 1947, eiginkona hans er 1975, eiginmaður hennar er Stefán Magnús Jónsson og dæt- ur þeirra eru Lilja María, Magn- ea Guðný og Eva Sólan. 3) Harpa Geirþrúður, f. 26.9. 1982, eiginmaður hennar er Húnbogi Þór Árnason og dætur þeirra eru Halldóra Margrét, Hafdís Rán og Jóhanna Hrund. Ágústa og Sigurjón kynntust 1969 og bjuggu alla sína búskap- artíð í Njarðvík. Ágústa vann lengst af hjá Rafveitu Njarðvík- ur og Njarðvíkurbæ, síðar Reykjanesbæ. Þar vann hún ým- is skrifstofustörf. Félagsstörf voru henni mikilvæg og starfaði hún fyrir fjölda félaga, meðal annars í sóknarnefnd Ytri- Njarðvíkurkirkju í nær 20 ár. Útför Ágústu fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 5. september 2022, og hefst at- höfnin klukkan 13. Útförinni verður streymt: http://mbl.is/go/c57q6 Jenny Johansen, og Esther, f. 7.11. 1951, eiginmaður hennar er Walter Leslie. Fjölskyldan bjó í Ásgarði á Þórustíg í Njarð- vík. Ágústa giftist Sigurjóni Torfasyni 22.11. 1970. Sig- urjón fæddist í Mið- húsum í Garði 20.9. 1944. Börn Ágústu og Sigurjóns eru: 1) Anna María, f. 27.4. 1971, eiginmaður hennar er Gunnar Jóhannesson og börn þeirra eru Ásdís Björk, Jóhannes Birkir og Guðrún Ágústa. 2) Ester, f. 12.3. Elsku mamma. Dásamlega fallegri manneskju er sárt saknað, það er svo óraun- verulegt að þú sért farin frá okk- ur. Þetta gerðist svo fyrirvara- laust að við erum enn að átta okkur á að þú sért ekki lengur einu símtali frá. Þú varst eigin- kona, móðir, tengdamóðir og amma. Fylgdist vel með okkur systrum og barnabörnunum. Ynd- isleg amma sem var stolt af hópn- um sínum. Við vorum lánsamar að eiga þig að og erum þakklátar fyrir tímann og ástina. Þú varst eitt stórt hjarta. Þú varst félagslyndasta manneskja sem við þekkjum, hafðir svo mikinn áhuga á fólki. Tryggari vinkona er vandfundin, alltaf boðin og búin að rétta hjálp- arhönd ef einhver þurfti á að halda, hvort sem það voru fjöl- skyldumeðlimir, vinir eða annað samferðafólk í lífinu. Þú varst svo góður hlustandi. Þú varst jákvæð og lífsglöð. Varst í mörgum vinahópum sem voru duglegir að hittast og þér þótti gaman að skipuleggja skemmtilegar samverustundir með vinum og fjölskyldu. Gleðin skein af þér þegar eitthvað skemmtilegt var framundan. Þú varst alltaf svo dugleg að mynda allt og leyfa okkur að fylgjast með hvað þið voruð að bralla. Fésbókin var samskiptamiðill að þínu skapi og hann hjálpaði þér að halda tengslum við ættingja og vini sem bjuggu fjarri. Þú elskaðir að ferðast, hossað- ist um landið með foreldrum þín- um og systkinum í „boddýinu“ sem var yfirbygging á vörubíl afa þegar þið voruð að alast upp. Það lagði grunninn að flökkueðli þínu. Sumarbústaður ykkar pabba, Rjóður við Langá á Mýrum, var okkar griðastaður til 46 ára, þar höfum við fjölskyldan skapað margar góðar minningar. Þið pabbi voruð mikið í bústaðnum og þú elskaðir að vera þar en svo kom alltaf upp þörf til að gera eitthvað annað og þá var tjaldvagninn hengdur aftan í bílinn og brunað út í buskann eða farið í íbúðir eða bústaði á öðrum svæðum. Bústað- urinn var seldur á síðasta ári og þið keyptuð hjólhýsi til að halda ferðagleðinni áfram, fóruð t.d. hringferð í sumar með hjólhýsið og voruð alsæl á því ferðalagi. Eftir að þú hættir að vinna fór- uð þið pabbi að sækja meira í ferð- ir erlendis til lengri tíma. Ykkur fannst æðislegt að njóta lífsins í sólinni og taka ellinöðrurúnt eins og þið kölluðuð það með vinum á Tenerife. Þú elskaðir að sitja úti í sólinni að prjóna og hefur skapað mörg meistaraverk úr lopa sem munu ylja fjölskyldu og vinum um ókomna tíð. Þú heklaðir líka fal- legustu og bestu tuskur í heimi. Við fjölskyldan áttum svo margar góðar stundir í vor og sumar sem er dýrmætt að eiga í minningabankanum. Fermingar- og útskriftarveislurnar í vor, vik- an á Akureyri, á ættarmótinu í Miðhúsum, í Heiðarhöfn um versl- unarmannahelgina og á austfjörð- um nú í ágúst. Við fjölskyldan munum halda áfram að hittast og gleðjast, við vitum að þú verður með okkur og við pössum upp á pabba. Við elskum þig og söknum sárt elsku besta mamma, góða ferð í sumarlandið. Anna María, Ester og Harpa. Elsku Gústa okkar er farin frá okkur yfir í sumarlandið allt of fljótt, en við kveðjum hana með söknuði og þökk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, sem voru ljúfar og góðar. Alltaf kom okkur vel saman og við nut- um þeirra vel bæði á ferðalögum um landið okkar sem og erlendis sem við gerðum á síðustu árum. Það var okkar mesta ánægja því áhugamálin voru þau sömu, bæði við handavinnu og fleira, alltaf var tekið með eitthvað að hekla eða prjóna og svo voru söngtextarnir oft með í för því það var okkar mesta yndi að syngja saman allt frá barnæsku. Við ólumst upp á góðu heimili þar sem vel var hugs- að um okkur, vorum alltaf fínar, í alveg eins fötum eins og tvíburar, og var mamma mjög dugleg að sauma á okkur fötin. Við vorum alla tíð mjög góðar vinkonur og brölluðum ýmislegt saman og leit- uðum ráða hvor hjá annarri ef eitt- hvað var að gerast hjá okkur. Gústa vann alla sína tíð fyrir bæj- arfélögin hér, fyrst hjá Njarðvík- urbæ og síðar Reykjanesbæ og undi sér vel þar innan um gott starfsfólk sem hún átti mjög gott með að umgangast því hún var alltaf þessi jákvæða og vildi allt fyrir alla gera. Hún giftist Sigur- jóni Torfasyni frá Miðhúsum í Garði þann 22 nóvember 1970 og eiga þau þrjár dætur, þær Önnu Maríu, Ester og Hörpu og níu barnabörn sem þau voru mjög stolt af og áttu oft góðar samveru- stundir með. Alltaf var farið í sum- arbústaðinn eins oft og hægt var því það var þeirra sælureitur. Gústa var mjög félagslynd og átti mikið af góðum vinum sem hún ræktaði gott samband við. Elsku fjölskylda, megi góður Guð geyma Gústu okkar og þökk- um við fyrir allar samverustund- irnar. Ég á eftir að ylja mér við góðar minningar sem við áttum saman í leik og starfi . Takk fyrir allt elsku systir. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Esther Guðmundsdóttir og fjölskylda. Elsku Gústa systir okkar er dá- in það er svo ótrúlegt. Hún var alltaf svo hress og kát, alltaf til í að ferðast, gladdist yfir flestu og að hafa skemmtilegt. Hún elskaði að syngja og var vinamörg. Þau hjón- in voru nýkomin úr hringferð um landið með hjólhýsið sem þau höfðu keypt sér eftir að þau seldu sumarbústaðinn sinn, sem var bú- inn að vera þeirra annað heimili í um 50 ár, og þá kom stóra höggið og ekkert hægt að gera. Svo ótrú- legt sem lífið er, þó að þetta sé það eina sem við vitum öll, en aldrei erum við tilbúin að sætta okkur við dauðann. Við vorum fjögur systkinin og hún var næstyngst. Esther fædd- ist ári seinna og fljótlega voru þær eins og tvíburar. Mamma saumaði á þær kjóla og þær voru alltaf eins klæddar. Það kom fyrir að það var bankað og spurt „eru Gústa og Esther heima“? alltaf þær saman. Alltaf bestu vinkonur og giftust meira að segja bestu vinum úr Garðinum Hún var fædd í Innri-Njarðvík í sveitinni hjá ömmu og afa í Akri í Innri-Njarðvík. Þetta var sveitin okkar, þangað fluttum við í mörg ár um leið og skólinn var búinn. Mamma og pabbi innréttuðu bíl- skúrinn í Akri hjá ömmu og afa og þar vorum við allt sumarið. Pabbi vann á Vörubílastöðinni í Keflavík og kom heim á kvöldin. Á Akri var gott að vera yfir sumarið. Gústa var greinilega alltaf smásveitas- telpa í sér. Elskaði að vera í sum- arbústað, ferðast og njóta lífsins. Gústa fór ung á Hlíðardalsskóla og var þar í fjögur ár, tók gagn- fræðapróf og síðan vann hún þar í eitt ár og beið eftir Esther sem var ári yngri og var að klára sitt nám. Gústa var eitt skipti að leita sér vinnu og var svo heppin að þegar ég eignaðist mitt fyrra barn þá var mér boðið að taka mér smáfrí áður en barnið fæddist. Og vá, hann fæddist daginn eftir og Gústa fékk starfið mitt og var þar í mörg ár. Hún kynntist Sigurjóni ung, þau giftu sig og byrjuðu bú- skap sinn í Ytri-Njarðvík og þar hafa þau alltaf búið og eignuðust stelpurnar sínar þrjár. Nú er hún sofnuð þessi elska. Farin frá okk- ur allt of snemma. Við Reynir vottum Sigurjóni, Önnu Maríu, Ester, Hörpu og allri fjölskyldunni innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg- inni. Helga Guðmundsdóttir, systir. Við vinkonurnar í saumaklúbbn- um höfðum ákveðið að hittast í vik- unni, þar sem Ljósanótt, uppá- haldshátíðin hennar Gústu, var að ganga í garð. Við sendum skilaboð á milli okkar og tilkynnti Gústa komu sína með stóru hjarta. En líf- ið tekur stundum óvænta stefnu og áður en við náðum að hittast kvaddi hún elsku Gústa þennan heim. Saumaklúbburinn okkar er 45 ára og þaðan eigum við margar góðar minningar. Við fórum í margar utanlandsferðir, sumarbú- staðarferðir, menningarferðir og helgarferðir. Við eigum svo margar skemmtilegar og yndislegar minn- ingar í máli og myndum sem verð- ur gott að hugsa til þegar við hitt- umst aftur, og tölum um gömlu góðu dagana og hugsum til þín elsku Gústa. Alltaf var Gústa okkar jákvæð og hrókur alls fagnaðar og til í allt sem okkur datt í hug. Til að halda saumaklúbb þurftum við all- ar sex að geta mætt, ef það gekk ekki eftir var fundinn annar dagur sem hentaði öllum. Næsta skipti verður skrítið því þá verðum við eingöngu fimm en elsku Gústa verður alltaf með í hjörtum okkar. Guð blessi elsku Gústu okkar. Sendum eiginmanni, dætrum, tengdasonum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn Nálin, Hallfríður, Nína, Sveinbjörg og Þórunn. Á fallegum haustdegi barst sú þungbæra frétt að Ágústa Guð- mundsdóttir skólasystir okkar og vinkona lægi þungt haldin á spítala eftir alvarlegt hjartaáfall og stuttu síðar látin. Á Hlíðardalsskóla lágu leiðir okkar fyrst saman og í heimavist- inni þar urðu tengsl okkar náin. Okkur þótti gott að vera í návist Gústu, því hún var ávallt hress og glöð og gerði jafnan gott úr öllu. Með henni og gjarnan undir henn- ar forystu settum við upp leikrit og mikið var sungið. Í þann minninga- sjóð sóttum við oft síðar á ævinni, okkur til ómældrar gleði. Eftir samveruna í skólanum lágu leiðir okkar í mismunandi áttir og samskiptin urðu minni. Fyrir allmörgum árum ákváðum við tíu skólasystur að efla vina- böndin og fórum að hittast reglu- lega og skemmta okkur saman. Gústa var ein af hópnum og setti sterkan svip á hann með kátínu sinni og söngelsku. Stutt er síðan hún minnti okkur á „20 ára hittinginn“ og bætti við: „Það er alltaf svo gaman hjá okk- ur“ og þeim orðum fylgdi síðan smitandi hlátur sem einkenndi hana. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í okkar hóp sem verður vandfyllt. Við minnumst hennar með þakklæti fyrir að hafa átt hana að og yljum okkur við minningar um elskulega, hlýja og skemmti- lega vinkonu. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gústu. Skólasystur úr Hlíðardalsskóla, Ingveldur Jónsdóttir, Katrín Yngvadóttir, Erla H. Guðjónsdóttir, Þorbjörg Garðarsdóttir, Elín Árnadóttir, Elín Bjarnadóttir, Oddbjörg Friðriksdóttir, Þórunn Friðriksdóttir. Ágústa Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.