Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ANSANS! ÞAÐ BRAUT EINHVER
SVEFNHERBERGISGLUGGANN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að trúa því að þú
hafir gert eitthvað rétt!
VIÐERUMSEINIR!
VIÐERUMSEINIR!
TAKIÐ YKKUR
STÖÐU!
Í FYRRA VORU ÞAÐ
TERMÍTAR!
ÚÐI
ÚÐI
ÚÐI
„NÚ KEMUR Í LJÓS HVORT ÞESSI
SAMNINGUR UM ÞAGNARBINDINDI
SEM ÞIÐ VORUÐ AÐ UNDIRRITA ER
SKOTHELDUR.“
hverjir flytjendur eru, fara á tón-
leika og í leikhús. Instagram-reikn-
ingurinn er fullur af uppskriftum,
sem aldrei eru eldaðar, og af arki-
tektum og tónlistarfólki.“
Fjölskylda
Eiginmaður Þorbjargar er Hall-
björn Karlsson, f. 18.3. 1966, verk-
fræðingur. Þau eru búsett í Gamla
Vesturbænum í Reykjavík. Foreldr-
ar Hallbjarnar: Hjónin Guðríður
Hjaltadóttir, f. 22.3. 1938, sjúkraliði
og myndlistarkona í Reykjavík, og
Karl Hallbjörnsson, f. 2.8. 1935, d.
21.5. 2012, svæðisstjóri Landsbanka
Íslands. Þau bjuggu í Reykjavík.
Börn Þorbjargar og Hallbjörns
eru Karl Ólafur, f. 9.10. 1995, heim-
spekingur, býr í Reykjavík; Atli
Freyr, f. 19.2. 2000, verkfræðinemi,
býr New York, BNA; Ólöf Stefanía,
f. 1.10. 2009, og Embla Margrét, f.
16.2. 2012, grunnskólanemar.
Systkini Þorbjargar eru Árni
Björn Vigfússon, f. 14.2. 1978, tölv-
unarfræðingur, býr í Kópavogi, og
Heiðbjört Vigfúsdóttir, f. 18.4. 1984,
verkfræðingur, býr í Garðabæ.
Móðir Þorbjargar er Ólöf Björns-
dóttir, f. 29.4. 1950 í Reykjavík, ljós-
móðir og hjúkrunarfræðingur, bú-
sett í Kópavogi og í sambúð með
Magnúsi Jóni Árnasyni, fyrrverandi
framkvæmdastjóra frá Bíldudal.
Fyrrverandi eiginmaður Ólafar og
faðir Þorbjargar var Vigfús Árna-
son, f. 4.2. 1949 á Siglufirði, d. 18.8.
2015, endurskoðandi og fyrirtækja-
eigandi.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Friðjón Vigfússon
bóndi í Langhúsum, síðar verkamaður
á Siglufirði, f. á Húsavík
Margrét Ólína Jónsdóttir
húsfreyja í Langhúsum í Fljótum
og á Siglufirði, f. í Barðssókn
Árni Friðjónsson
skrifstofumaður í Reykjavík
Helga Ágústa Hjálmarsdóttir
skrifstofumaður í Reykjavík
Vigfús Árnason,
endurskoðandi og
fyrirtækjaeigandi í Reykjavík
Hjálmar Eiríksson
verslunarstjóri í Vestmannaeyjum,
f. í Vestmannaeyjum
Jóna Kristinsdóttir
ljósmóðir í Vestmannaeyjum,
f. í Steinkoti á Árskógsströnd
Sveinbjörn Jónsson
byggingarfræðingur,
forstjóri Ofnasmiðjunnar, frá
Þóroddsstöðum í Ólafsfirði
Guðrún Þ. Björnsdóttir
garðyrkjukona, f. á
Veðramóti í Skagafirði
Björn Sveinbjörnsson
verkfræðingur, forstjóri Vefarans
og Ofnasmiðjunnar
Jakobína G. Finnbogadóttir
skrifstofumaður í Reykjavík
Finnbogi Eyjólfsson
leigubílstjóri í Reykjavík,
f. á Bjalla í Landsveit
Ólöf G. Jakobsdóttir
saumakona í Reykjavík,
f. á Felli í Mýrdal
Ætt Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Ólöf Guðríður Björnsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
í Kópavogi
Björn Ingólfsson skrifar á
Boðnarmjöð:
Ég hef alveg afleit gen,
enda fól og glanni,
rætinn, þver og illgjarn en
annars gull af manni.
„Þannig orti Jón Ingvar Jóns-
son um sjálfan sig og ýkti allt
nema síðustu hendinguna. Nú er
hann allur og við fáum ekki fleiri
svona gullkorn.
Jón var einn okkar allra
skemmtilegustu hagyrðinga,
kunni þá list að finna fyndnar
hliðar á hversdagslegustu hlutum
og hafði gaman af að fara hárfínt
yfir strikið þegar sá gállinn var á
honum.
Blessuð sé minnig hans.“
Ingólfur Ómar tók í sama
streng og minntist Jóns Ingvars:
Kæti vakti kvað og hló
hvergi glettni skorti.
Létt á stuðlastrengi sló
stökur snjallar orti.
Magnús Magnússon sóknar-
prestur á Hvammstanga sendi
mér þessar ljóðlínur og ég réði
hvað ég gerði við þær: „Þannig er
mál með vexti að nú um mán-
aðamótin eru tímamót á Hólum í
Hjaltadal. Sr. Sólveig Lára Guð-
mundsdóttir lætur af vígslubisk-
upsembætti og sr. Gísli Gunn-
arsson tekur við. Vil ég þakka
Sólveigu Láru gengin spor og
stuðning í starfi í hvívetna og
óska Gísla allra heilla í nýju starfi.
Læt hér fylgja með ljóðlínur sem
spruttu fram í tilefni af tímamót-
unum og hvar ort er í orðastað
Solveigar Láru.
Lagboði: Gegnum Jesú helgast
hjarta.
Heim á Hólum átti skjólin
helgað jólafundakvöld,
daglegt ról um dal og hólinn
dýrðar sólarstundafjöld.
Fól loks Gísla fornan stólinn
fegurð Hóla ár og öld.“
Hlaupagikkur er limra eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Geiri er frár sem gaupa
en gjarn úr hófi að raupa
af sjálfum sér,
og sífellt er
sá hlaupari á sig að hlaupa.
Jón Atli Játvarðarson orti á
miðvikudag:
Rann upp dagur rigningar,
rennt frá öllum síum.
Naumast lengur vatnið var
vistað uppi í skýjum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góðs drengs minnst og
fleira gott