Morgunblaðið - 05.09.2022, Page 27
Óskari Ólafssyni og félögum í Dramm-
en í öðrum leik liðanna í Noregsslag í
1. umferð Evrópudeildarinnar í gær.
Samanlagt vann Kolstad einvígið
57:47 og er komið áfram í aðra um-
ferð.
Sigvaldi Björn var markahæstur í
leiknum með sex mörk fyrir Kolstad og
Janus Daði skoraði þrjú mörk fyrir lið-
ið. Óskar komst hins vegar ekki á blað
hjá Drammen.
_ Patrik Sigurður Gunnarsson og
liðsfélagar hans í Viking töpuðu 1:4
þegar liðið heimsótti Rosenborg en
Patrik varði mark Viking í leiknum.
Kristall Máni Ingason lék ekki með
Rosenborg vegna meiðsla en liðið er
með 40 stig í fjórða sætinu á meðan
Viking er með 29 stig í því sjötta.
Brynjólfur Ander-
sen Willumsson
var á skotskónum
fyrir Kristiansund
þegar liðið vann
3:1-sigur gegn
Sandefjord á
heimavelli í
norsku úrvals-
deildinni í knatt-
spyrnu í dag.
Brynjólfur, sem lék fyrstu 85 mín-
úturnar í leiknum, kom Kristiansund í
2:0 undir lok fyrri hálfleiks en liðið er
með 13 stig í neðsta sæti deildarinnar.
Þá var Ari Leifsson fjarri góðu
gamni hjá Strömsgodset vegna
meiðsla þegar liðið tapaði 1:2 gegn
Aalesund á útivelli en Strömsgodset
er með 29 stig í sjöunda sætinu.
Á laugardag vann topplið Molde
öruggan 4:1-sigur á Bodö/Glimt.
Alfons Sampsted lék allan leikinn fyr-
ir Bodö/Glimt en Björn Bergmann
Sigurðarson var sem fyrr fjarverandi
vegna meiðsla. Molde er nú með tíu
stiga forskot á Bodö/Glimt í öðru
sæti deildarinnar.
Vålerenga vann þá 3:1-sigur á Lille-
ström. Hólmbert Aron Friðjónsson
kom inn á sem varamaður á 74. mín-
útu hjá Lilleström en Brynjar Ingi
Bjarnason var ónotaður varamaður
hjá Vålerenga. Lilleström er áfram í
þriðja sæti og Vålerenga er enn í
fimmta sæti.
_ Volda hafði betur gegn Fredrikstad
á heimavelli í Íslendingaslag í norsku
úrvalsdeildinni í handknattleik í 1.
umferð deild-
arinnar í gær.
Leiknum lauk með
23:21-sigri Volda.
Dana Björg Guð-
mundsdóttir átti
mjög góðan leik í
liði Volda en hún
skoraði sex mörk
og var markahæst.
Þá skoraði Rakel
Sara Elvarsdóttir tvö
mörk fyrir Volda en Katrín Tinna Jens-
dóttir komst ekki á blað. Alexandra
Líf Arnarsdóttir var ekki í leik-
mannahópi Fredrikstad.
Halldór Stefán Haraldsson þjálfar
Volda og Elías Már Halldórsson þjálfar
Fredrikstad.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Manchester United varð í gær
fyrsta liðið til þess að leggja Ars-
enal að velli í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu þegar liðin
mættust í stórleik helgarinnar á
Old Trafford í Manchester í 6.
umferð deildarinnar.
Gabriel Martinelli kom Arsenal
yfir á 12. mínútu en Paul Tierney,
dómari leiksins, ákvað að dæma
markið af eftir að hafa stuðst við
myndbandsskjáinn á vellinum en
hann vildi meina að Martin Öde-
gaard, fyrirliði Arsenal, hefði
gerst brotlegur í aðdraganda
marksins.
Það var svo Brasilíumaðurinn
Antony sem kom United yfir í sín-
um fyrsta leik fyrir félagið á 35.
mínútu eftir laglegan undirbúning
Marcus Rashfords.
Bukayo Saka jafnaði metin fyrir
Arsenal á 60. mínútu eftir að bolt-
inn barst til hans í vítateig United
og staðan því 1:1.
Marcus Rashford kom United
svo yfir á nýjan leik sex mínútum
síðar eftir frábæra stungusend-
ingu Bruno Fernandes og Ras-
hford innsiglaði svo sigur United á
75. mínútu eftir að Fernandes
sendi Eriksen í gegn og Eriksen
lagði boltann til hliðar á Rashford
sem var einn fyrir opnu marki og
lokatölur því 3:1.
United er með 12 stig í fimmta
sæti deildarinnar á meðan Arsenal
er með 15 stig í efsta sætinu.
_ Antony er yngsti Brasilíumað-
urinn til þess að skora í frumraun
sinni í ensku úrvalsdeildinni, eða
22 ára og 192 daga gamall.
_ Bruno Fernandes hefur gefið
23 stoðsendingar í úrvalsdeildinni
frá því hann lék sinn fyrsta leik
fyrir United hinn 1. febrúar 2020
en enginn leikmaður hefur gefið
fleiri stoðsendingar en hann á
þessum tíma.
Dýrmæt stig í súginn
Liverpool tapaði dýrmætum
stigum í toppbaráttunni þegar lið-
ið heimsótti nágranna sína í Ever-
ton á Goodison Park í Liverpool á
laugardaginn en leiknum lauk með
markalausu jafntefli, 0:0.
Markverðir beggja liða, þeir
Jordan Pickford og Alisson, þurftu
báðir að taka á honum stóra sín-
um nokkrum sinnum í leiknum en
alls fór boltinn þrívegis í tréverkið
í leiknum.
Liverpool er með 9 stig í sjö-
unda sætinu en liðið hefur aðeins
unnið tvo leiki á tímabilinu til
þessa.
Englandsmeistarar Manchester
City misstigu sig einnig í toppbar-
áttunni þegar liðið heimsótti
Aston Villa á Villa Park í Birm-
ingham en lokatölur þar urðu 1:1.
Erling Braut Haaland skoraði
mark City í leiknum en hann hef-
ur nú skorað 10 mörk í fyrstu sex
deildarleikjum sínum með City
sem er með 14 stig í öðru sætinu.
Fyrstir til að vinna Arsenal
- Manchester City og Liverpool töpuðu
dýrmætum stigum í toppbaráttunni
AFP/Oli Scarff
2 Marcus Rashford fagnar öðru marki sínu gegn Arsenal á Old Trafford í
gær á meðan Ben White, varnarmaður Arsenal, liggur niðurlútur í grasinu..
Bræðurnir Benedikt Gunnar og
Arnór Snær Óskarssynir létu báðir
afar vel til sín taka hjá Val þegar
liðið vann öruggan 37:29-sigur á
KA í Meistarakeppni karla í hand-
bolta, leiknum um meistara meist-
aranna, í Origo-höllinni að Hlíðar-
enda á laugardag.
Valur var sterkari aðilinn allan
tímann og leiddi með sex mörkum í
leikhléi, 21:15. Í síðari hálfleik
sigldu ógnarsterkir Valsmenn svo
góðum átta marka sigri í höfn og
enn einn titilinn þar með í höfn hjá
ríkjandi Íslands- og bikarmeistur-
unum.
Benedikt Gunnar skoraði 11
mörk fyrir Val ásamt því að gefa
fimm stoðsendingar. Arnór Snær
skoraði sjö mörk og gaf þrjár stoð-
sendingar. Stiven Tobar Valencia
skoraði þá átta mörk fyrir Val.
Einar Rafn Eiðsson var marka-
hæstur í liði KA með sjö mörk auk
þess sem hann gaf sex stoðsend-
ingar. Arnór Ísak Haddsson skor-
aði þá sex mörk og Allan Nordberg
fimm. gunnaregill@mbl.is
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Bikar Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, með bikarinn á laugardag.
Sannfærandi hjá Val
ÞÝSKALAND
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik
fyrir Magdeburg þegar liðið vann
öruggan 31:23-sigur gegn Hamm í
1. umferð þýsku 1. deildarinnar í
handknattleik á heimavelli í gær.
Ómar Ingi var markahæstur í liði
Magdeburgar með 8 mörk og tvær
stoðsendingar. Þá skoraði Gísli
Þorgeir Kristjánsson tvö mörk og
var þar að auki með fjórar stoð-
sendingar fyrir Magdeburg.
Ýmir Örn Gíslason komst ekki á
blað hjá Rhein-Neckar Löwen þeg-
ar liðið vann 36:25-stórsigur á Ís-
lendingaliði Melsungen.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði
eitt mark fyrir Melsungen en Elvar
Örn Jónsson lék ekki með liðinu
vegna meiðsla.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði
þá eitt mark fyrir Bergischer í
sterkum 28:25-útisigri liðsins á
Minden.
Andri Már Rúnarsson var hins
vegar ekki í leikmannahópi Stutt-
gart þegar liðið tapaði stórt, 23:36,
fyrir stórliði Kiel.
Oddur Gretarsson átti sannkall-
aðan stórleik og skoraði sigurmark
Balingen þegar liðið vann Ludwigs-
hafen með minnsta mun, 34:33, í 1.
umferð þýsku B-deildarinnar á
laugardag.
Oddur gerði sér lítið fyrir og
skoraði níu mörk, þar á meðal
sigurmarkið úr vítakasti á lokasek-
úndunni. Var hann markahæstur í
leiknum. Daníel Þór Ingason lét
einnig vel að sér kveða með tveim-
ur mörkum og tveimur stoðsend-
ingum fyrir Balingen.
Stórleikur Ómars
Inga í fyrstu umferð
Ljósmynd/Szilvia Micheller
8 Ómar Ingi var einu sinni sem áður
markahæstur hjá Magdeburg.
England
Everton – Liverpool................................. 0:0
Brentford – Leeds.................................... 5:2
Chelsea – West Ham................................ 2:1
Newcastle – Crystal Palace..................... 0:0
Nottingham F. – Bournemouth .............. 2:3
Tottenham – Fulham ............................... 2:1
Wolves – Southampton ............................ 1:0
Aston Villa – Manchester City................ 1:1
Brighton – Leicester................................ 5:2
Manchester United – Arsenal................. 3:1
Staðan:
Arsenal 6 5 0 1 14:7 15
Manchester City 6 4 2 0 20:6 14
Tottenham 6 4 2 0 12:5 14
Brighton 6 4 1 1 11:5 13
Manchester Utd. 6 4 0 2 8:8 12
Chelsea 6 3 1 2 8:9 10
Liverpool 6 2 3 1 15:6 9
Brentford 6 2 3 1 15:9 9
Leeds 6 2 2 2 10:10 8
Fulham 6 2 2 2 9:9 8
Newcastle 6 1 4 1 7:6 7
Southampton 6 2 1 3 7:10 7
Bournemouth 6 2 1 3 5:18 7
Wolves 6 1 3 2 3:4 6
Crystal Palace 6 1 3 2 7:9 6
Everton 6 0 4 2 4:6 4
Aston Villa 6 1 1 4 5:10 4
West Ham 6 1 1 4 3:8 4
Nott. Forest 6 1 1 4 4:14 4
Leicester 6 0 1 5 8:16 1
Svíþjóð
Häcken – Degerfors ................................ 2:2
- Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu
66 mínúturnar fyrir Häcken.
Elfsborg – Malmö .................................... 3:2
- Hákon Rafn Valdimarsson varði mark
Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen kom
inn á sem varamaður á 68. mínútu.
Sirius – Djurgården ................................ 0:1
- Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir
Sirius og Óli Valur Ómarsson kom inn á
sem varamaður á 82. mínútu.
>;(//24)3;(
Danmörk
Nyköbing – Ringköbing ..................... 32:30
- Lovísa Thompson skoraði eitt mark fyrir
Ringköbing en Elín Jóna Þorsteinsdóttir
lék ekki með liðinu vegna meiðsla.
Horsens – Skanderborg...................... 24:24
- Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk
fyrir Skanderborg.
Pólland
Kielce – Piotrków................................ 40:28
- Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk
fyrir Kielce.
Frakkland
Meistarabikarinn:
París SG – Nantes................................ 33:37
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú
skot í marki Nantes.
Noregur
Nærbö – Elverum ................................ 27:31
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark
fyrir Elverum.
Evrópudeild karla
Fyrsta umferð, seinni leikir:
Potaissa Turda – Sävehof .................. 30:34
- Tryggvi Þórisson komst ekki á blað hjá
Sävehof, sem vann einvígið 79:51 saman-
lagt.
Eurofarm Pelister 2 – Alpla Hard..... 24:27
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard,
sem vann einvígið 51:45 samanlagt.
E(;R&:=/D
EM karla
A-RIÐILL, Tbilisi Georgíu:
Svartfjallaland – Belgía ....................... 76:70
Búlgaría – Tyrkland........................... 87:101
Georgía – Spánn ................................... 64:90
Búlgaría – Svartfjallaland ................... 81:91
Spánn – Belgía ...................................... 73:83
Tyrkland – Georgía ..................... 83:88 (frl.)
_ Spánn 4, Tyrkland 4, Svartfjallaland 4,
Belgía 4, Georgía 2, Búlgaría 0.
B-RIÐILL, Köln, Þýskalandi:
Þýskaland – Bosnía .............................. 92:82
Litháen – Frakkland............................ 73:77
Ungverjaland – Slóvenía ................... 88:103
Litháen – Þýskaland................ 107:109 (frl.)
Slóvenía – Bosnía.................................. 93:97
Frakkland – Ungverjaland.................. 78:74
_ Þýskaland 6, Slóvenía 4, Bosnía 4,
Frakkland 4, Litháen 0, Ungverjaland 0.
C-RIÐILL, Mílanó, Ítalíu:
Bretland – Króatía ............................... 65:86
Eistland – Úkraína............................... 73:74
Grikkland – Ítalía ................................. 85:81
_ Úkraína 4, Grikkland 4, Króatía 2, Ítalía
2, Eistland 0, Bretland 0.
D-RIÐILL, Prag, Tékklandi:
Finnland – Pólland ............................... 89:59
Tékkland – Serbía ................................ 68:81
Holland – Ísrael .................................... 67:74
_ Serbía 4, Ísrael 4, Finnland 2, Pólland 2,
Tékkland 0, Holland 0.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Kópavogur: Breiðablik – Valur ........... 19.15
Í KVÖLD!