Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin birti í sumar áætlun um umhverfismat fyrir væntanlegan vegstokk á Sæbraut. Skipulags- stofnun hefur leitað umsagna hjá þeim aðilum sem lögbundið er að gera, til dæmis Reykjavíkurborg. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur nú samþykkt umsögn um verkefnið, sem unnin var af deildar- stjórum aðal- og deiliskipulags. Þegar umsögnin er lesin vekur sérstaka athygli sá kafli hennar sem fjallar um umferðarþunga. Skipu- lagsfulltrúi bendir á það að í mats- áætluninni sé gert ráð fyrir að um- ferð um Sæbraut aukist um 2% árlega næstu 20 árin. Umræddar forsendur sé ekki að finna í aðalskipulagi og þar með ekki skýrt hvaða forsendur liggja hér að baki, þ.e. að bílaumferð muni vaxa hraðar en sem nemur íbúafjölgun og fjölgun starfa. Dregið verði úr bílaumferð „Það er mjög umdeilanlegt að gera ráð fyrir slíku, ekki síst í ljósi þess að öll opinber og samþykkt markmið snúa að því að draga úr bílaumferð, í það minnsta pr. íbúa og að breyta ferðavenjum til framtíðar litið.“ segir í umsögninni. Reynslutölur síðustu áratuga sýni að umferð pr. íbúa hefur verið að aukast. Ýmsar ástæður séu fyrir því; aukin bílaeign, sem nú er að nálgast mettun (bílar orðnir fleiri en bíl- próf), aukin ferðavirkni í flóknara borgarsamfélagi og aukin atvinnu- þátttaka. Þessar forsendur eigi hins vegar tæplega við lengur og því hæpið að beita beinum framreikn- ingum. Það sé m.a. hægt að setja spurningarmerki við þá forsendu að ferðavirkni haldi áfram að vaxa. „Horft til ýmissa djúplægra þró- unarferla þá er það raunar ekki lík- legt; s.s. öldrun samfélagsins, hlut- fallslega færri á vinnualdri, vaxandi sjálfvirkni og minnkandi vinnuafls- þörf, færri börn á heimili og aukin áhersla á fjarfundi og fjarvinnu. Ýmsar rannsóknir hafa raunar frek- ar bent til fækkunar ferða pr. íbúa og ekki ólíklegt að það fylgi stækkun borga með auknum vegalengdum og umferðarþunga. Síðasta mæling í ferðavenjukönnun sýndi fækkun á ferðum pr. íbúa sem gæti verið vís- bending um þessa þróun,“ segir m.a. í umsögninni. Þegar litið er á umsögnina í heild er það niðurstaða skipulagsfulltrúa að til að hægt verði að taka næstu skref þurfi að skoða betur hvernig hægt verði að draga úr þeim um- hverfisáhrifum sem tilkoma Sæ- brautarstokks hefur í för með sér og birtast í matsskýrslunni. „Sérstaklega þyrfti að rýna betur umfang stokksins og breidd, hönnun út frá umferðarhraða, hljóðvist og (umferðar)tengingar á milli Voga- hverfa. Sýna þarf hvernig hjólaum- ferð flæðir á milli, hvernig börn komast í skóla á milli hverfa, bæði á framkvæmdatíma, í áfangaskiptingu og að loknum framkvæmdum. Nauð- synlegt er að sýna þær lausnir/til- lögur eins nákvæmlega og hægt er.“ Leggja þurfi sérstakt mat á eft- irfarandi þætti: - Forsendur fyrir umferðarhraða s.s. hönnunarhraða, 60 km/klst. - Forsendur fyrir áætluðum um- ferðarþunga og umferðarspá. Fleiri valkosti fyrir umferð- artengingum á milli Vogahverfa. - Minnkað fótspor gatnamóta Sæ- brautar/Skeiðarvogs/Kleppsmýr- arvegar. - Grennra þversnið. - Sérstaklega tengingar inn og út úr stokk við Kleppsmýrarveg. Með þessum sviðsmyndum færist verkefnið nær þeim markmiðum sem fram koma í aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og um leið stuðla að betri greiningu á valkostum fyrir þessa framkvæmd. Í umsögninni segir enn fremur að mikilvægt sé að vel takist til með umrædda framkvæmd og þá sér- staklega útfærslu gatnamóta Sæ- brautar og Skeiðarvogs, þannig að mannvirki falli sem best að sínu um- hverfi og áhrif á aðliggjandi byggð verði sem minnst, þ.m.t. af meiri bílaumferð á Skeiðarvogi. Útfæra þarf gatnamót betur Sá valkostur um útfærslu, sér- staklega gatnamót Skeiðarvogs og Sæbrautar, sem skilgreindur eru í matsáætlun, virðist ekki falla vel að þessum markmiðum. Mikilvægt er að mótuð verði önnur útfærsla sem verður höfð til samanburðar í um- hverfismatinu, þar sem gert er ráð fyrir umfangsminni gatnamótum. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu á undanförnum mánuðum felst framkvæmdin í því að lækka syðsta hluta Sæbrautar og setja hana í steyptan vegstokk, á um eins kílómetra löngum kafla, frá gatna- mótum við Vesturlandsveg og norð- ur fyrir gatnamótin við Kleppsmýr- arveg, á móts við Húsasmiðjuna. Einnig felst í framkvæmdinni að- lögun á aðliggjandi götum með gerð nýrra gatnamóta við Kleppsmýr- arveg/Skeiðarvog. Vera kann að gatnamótum við Súðarvog verði lok- að fyrir bílaumferð. Þá verða göngu- og hjólastígar aðlagaðir auk veitu- kerfa. Áætlað er að smíði Sæbrautar- stokksins taki rúmlega tvö ár og hann gæti orðið tilbúinn 2027. Tillaga Arkís arkitekta, Lands- lags og Mannvits fékk hæstu ein- kunnina í heild í öllum matsþáttum í hugmyndasamkeppni um uppbygg- ingu í og við vegstokk á Sæbraut. Úrslit voru tilkynnt í febrúar sl. Umferðarþungi ofmetinn í spám? - Skipulagsfulltrúi hefur veitt umsögn um matsáætlun Sæbrautarstokksins Tölvumynd/Arkís/Landslag/Mannvit Vinningstillagan Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að umhorfs verði ofan á Sæbrautarstokknum í framtíðinni. Akvegur og borgarlínubraut við Vogatorg. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísbendingar eru um að örvunar- bólusetningar gegn Covid-19 geti verið til meiri skaða en gagns hjá aldurshópnum 18-29 ára. Þetta kem- ur fram í nýlegri grein eftir Kevin Bardosh við háskólana í Washington og Edinborg og átta aðra vísinda- menn, sem starfa m.a. við háskólana í Oxford, Kaliforníu og Toronto og Harvard-háskóla, auk Johns Hopk- ins-háskóla. Tilefni greinarinnar er að sumir háskólar í Norður-Ameríku hafa gert þá kröfu til nemenda sinna að þeir hafi fengið þriðju bólusetn- inguna gegn Covid-19. Þeir sem ekki uppfylla þetta skilyrði fá ekki skóla- vist. Vísindamennirnir mátu kosti og galla þess að gefa þessum aldurshópi örvunarskammta. Þeir áætla að gefa verði 22.000 til 30.000 einstaklingum á aldrinum 18-29 ára, sem ekki hafa áður smitast af nýju kórónuveirunni, örvunarskammt með mRNA bólu- efni til að koma í veg fyrir eina spít- alainnlögn vegna COVID-19. Miðað við gögn frá sóttvarnastofn- un Bandaríkjanna (CDC) og fleiri telja þeir að bólusetningarskylda í þessum aldurshópi geti valdið fleir- um skaða en hún bjargar. Fyrir hverja spítalainnlögn sem er forðað í áður ósmituðum einstaklingi á þess- um aldri telja höfundarnir að reikna megi með 18 til 98 alvarlegum fylgi- kvillum. Þar á meðal hjartabólgu í körlum. Auk þess geti orðið vart það mikilla ónæmisviðbragða í 1.373 til 3.234 tilfellum að þau hafi áhrif á daglegt líf viðkomandi. Þá telja greinarhöfundar að bólu- setningarskylda í háskólum sé sið- fræðilega röng, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir formlegt mat á ávinn- ingi og áhættu vegna bólusetningar í þessum aldurshópi. Einnig geti bólu- setningarskylda mögulega valdið meira tjóni en gagni hjá sumum ein- staklingum, svo nokkuð sé nefnt. Óvissa með yngri en 59 ára Leitað var viðbragða við þessu hjá embætti sóttvarnalæknis og m.a. spurt um afstöðu heilbrigðisyfir- valda til bólusetninga ungra fullorð- inna. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, svaraði: „Við mælum ekki með almennri bólusetningu undir 59 ára umfram skammt 3 sem er sýnt að var nauð- synlegur til að veita bestu vörn gegn alvarlegum veikindum vegna delta þegar mælt var með honum og omik- ron sömuleiðis, kom á daginn. Við er- um því í annarri stöðu með fjórða skammt ungra fullorðinna en Banda- ríkin, hvað þá fimmta. Ávinningur flestra undir 59 ára aldri af frekari örvun er enn óviss í besta falli. Þeir sem eru í hættu á al- varlegum veikindum vegna annarra undirliggjandi þátta geta þó þurft að íhuga frekari örvunarskammta, um- fram þriðja skammt sem er mælt með almennt frá 16 ára aldri hér á landi. Einnig hefur verið mælt með frek- ari örvun fyrir heilbrigðisstarfs- menn til að draga eins og kostur er úr útbreiðslu smita inn í þann hóp og fjarvistum frá vinnu þótt sá ávinn- ingur sé talinn minni en við t.d. ár- lega inflúensubólusetningu.“ Óvíst um ávinning hjá undir 59 ára - Sumir háskólar í N-Ameríku hafa sett skilyrði um örvunarskammt gegn Covid-19 - Hópur vísinda- manna telur það geta valdið meiri skaða en gagni hjá 18-29 ára - Sumir þurfa að fá örvunarskammt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óvissa Heilbrigðisyfirvöld hér mæla ekki með fleiri en þremur bólusetningum gegn Covid-19 hjá yngri en 59 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.