Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
veg frá barnæsku. Hann var af-
burða músíkalskur og spilaði á
mörg hljóðfæri svo fallega og
næmt. Hann byrjaði ungur að
spila í hljómsveitum á böllum og
var lengi með Baldri Geirmunds
og félögum. Hann var í lúðrasveit
Ísafjarðar og síðan lúðrasveit tón-
listarskólans allt fram á þennan
dag.
Sammi var félagi í Sunnukórn-
um í fjölda ára og einnig í kirkju-
kór Ísafjarðar til þessa dags.
Hann samdi töluvert af tónlist og
gaf út geisladisk með tónlist sinni
þar sem hann fékk marga ísfirska
tólistarmenn til liðs við sig. Svo
skrifaði hann líka, hann Sammi,
og gaf út bækur með gamansög-
um úr samfélaginu. Hann las mik-
ið og var hafsjór af fróðleik. Við
erum viss um að ef hann hefði
fengið meiri tíma þá hefði hann
gefið meira út á prenti.
Endalausar minningar koma
upp í hugann og fylgja söknuðin-
um við að missa góðan vin.
Mestur er missir elsku Guðríð-
ar, Sigga og Guðnýjar, Bubbu og
Atla og allra stelpnanna sem voru
svo nánar afa sínum og hann gaf
þeim svo mikið. Ykkur öllum vott-
um við okkar dýpstu samúð og
biðjum ljós Guðs að styrkja ykkur
í sorginni og lýsa veginn áfram
með góðum minningum.
Hermann og Sigurveig.
Í marga vetur á ofanverðum 8.
áratug síðustu aldar kom Samúel
reglulega í Ísafjarðarkirkju
gömlu, þar sem kannaðir voru
möguleikar knéfiðlunnar. Voru
æfðir skalar í ýmsum tóntegund-
um. Og þótt það sé að vísu umdeilt
meðal tónlistarmanna, hvort tón-
stigar séu eins þýðingarmikið
undirstöðuatriði og einatt er af
látið, og þar af leiðandi vægast
sagt alveg bráðnauðsynlegir, – því
að sumir gera lítið úr því, – þá
ganga aðrir svo langt að staðhæfa,
að öll músík sé ekkert annað en
mismunandi afbrugðningar af
skölum; jafnvel eru þeir, sem
halda því fram, að hinum stór-
kostlega Beethoven hafi verið
með öllu fyrirmunað að semja lag-
línu og því sé dásamleg og óvið-
jafnanleg tónlist hans ekkert ann-
að en sífelld og margendurtekin
hlaup upp og ofan tónstiga. Sam-
úel var að nálgast þrítugsaldur-
inn, þegar hann hóf rannsóknir
sínar á sellóleik, og þótt ýmsir
telji, að þá sé fullsteint af stað far-
ið, þá skal á móti spurt, hvort
hljóðfæraleikur sé langsótt eða
vitlaust viðfangsefni jafnvel göml-
um manni? Segir ekki hinn spaki
Cíceró á einum stað, að þegar
hann frétti, að Sókrates hefði lagt
stund á hörpuslátt í ellinni, hafi
vaknað hjá honum áhugi á að gera
slíkt hið sama? Eða hélt ekki hinn
katalónski stórmeistari knéfiðl-
unnar, Casals, áfram að spila
langt fram á tíræðisaldur? Og
hafði aldrei verið leiknari en þá,
að því er kunnugir sögðu. Og hvað
um píanósnillinginn Hóróvitsj?
Það er sest varfærnislega á
borðstofustól, nær alveg fremst á
setuna, hárbeittum pinnanum
stungið af fullkominni, grímu-
lausri forherðingu á kaf ofan í rán-
dýran og stífbónaðan línóleum-
gólfdúkinn, og svo gáð að því
vandlega, hvort C-skrúfan í snigl-
inum nemi ekki svona nokkurn
veginn við snepilinn á vinstra
eyra. Sumir kennarar hafa stað-
hæft, að við hljóðfærið skuli setið
eins og maður, sem tekur utan um
konu, sem snýr í hann bakinu. Síð-
an er boginn spenntur; gljáfægð
silfurskrúfan hert um nokkra
snúninga, svo að stríkkar á
myrru-bornu hrosshárinu. Marg-
ir hafa lagt ríkt á við nemendur
sína að gleyma ekki að slaka á
boganum í hvert sinn sem þeir
leggja frá sér hljóðfærið, en herða
svo ekki að nýju fyrr en farið er
aftur að spila, og þá mátulega.
Ekki er í raun haldið á boganum,
heldur er hann látinn hvíla á þum-
alfingrinum.
Aldrei að horfa á vinstri hönd-
ina! Hendurnar séu alveg óháðar
hvor annarri! Taka ofboðslega
áhættu við spilamennskuna; þora
að hætta öllu til! Ekki vera
hræddur við hljóðfærið! Þú ert
ekki læknir; það er engin hætta
þótt þú spilir vitlausa nótu ellegar
falskan tón! Stundum er sagt, að í
tóni knéfiðlunnar sé jafnan heil-
mikið groms. Í skáldsögunni
Homo Faber eftir Max Frisch
segir stúlkan Sabeth, þegar hún
heyrir asna hrína, að það minni
sig á selló.
Samúel Einarsson var drengur
góður, prúðmenni, mjög músík-
alskur, svo sem og Kristín, systir
hans, og trygglyndur vinur. Guð
blessi minningu hans og huggi og
styrki ástvinina. Guð varðveiti
Ísafjörð, byggðina í faðmi hinna
bláu fjalla, og Vestfirðinga alla,
bæði nær og fjær.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
„Þetta voru alveg dýrleg ár,“
sagði Samúel Einarsson rakari og
tónlistarmaður í blaðaviðtali fyrir
rúmum áratug, um árin þegar
hann lék með BG, hljómsveit
Baldurs Geirmundssonar. Það
eru orð að sönnu. Hópurinn var
eins og ein stór fjölskylda og mak-
ar „strákanna“ komu stundum
með í hljómsveitarferðirnar. Við
vorum Ísfirðingar, og stolt af því.
Hljómsveitin fór víða, einkum um
Vestfirði og Vesturland, en líka
suður á land, norður og austur.
Sammi var fjölhæfur og ekki
mikið fyrir að trana sér fram,
hvort heldur var á sviði eða utan
þess. Hann var hógværðin upp-
máluð. Tónlist var honum í blóð
borin. Ungur samdi hann lög og
hljóðfæri voru ávallt innan seil-
ingar. Til marks um það var hljóð-
færi til staðar á rakarastofu hans
og Villa Valla í Silfurgötunni, en
hjá Villa Valla lærði Sammi hár-
skeraiðn. Ef stund gafst var
gjarnan gripið í hljóðfærið.
Sammi tók alla tíð mikinn þátt í
tónlistarlífinu á Ísafirði og söng
meðal annars í kirkjukórnum.
Hann var mikill sögumaður,
sagði vel frá og gaf út bækur með
skemmtisögum af samtímamönn-
um. Frásagnir hans meiða engan
og orðheppinn var hann með ein-
dæmum. Fjölskylda Samma og
Guðríðar dvaldi í Kaupmannahöfn
um eins árs skeið og hafði bílinn
sinn með sér. Eitt sinn þegar þau
voru að aka var gerð athugasemd
við aksturslag bílstjórans og þá
sagði Sammi að bragði: „Alveg
rétt, það má ekki koma óorði á Í-
númerin.“
Í hljómsveitarferðalögum okk-
ar um landið nutum við þess að
vera til og gerðum margt okkur til
skemmtunar. Vinsældir hljóm-
sveitarinnar voru miklar og oftast
spilað fyrir fullu húsi. Síðast þeg-
ar við félagarnir komum saman
fengum við til liðs við okkur yngri
tónlistarmenn og héldum tónleika
í Edinborgarhúsinu á Ísafirði til
minningar um látinn félaga, Ólaf
Guðmundsson. Þar var Sammi að
sjálfsögðu í sínu hlutverki og skil-
aði því að vanda með sóma. Sum
okkar úr BG lögðum Samma lið
þegar hann fyrir ekki svo löngu
tók upp plötu með eigin tónsmíð-
um og voru það ánægjulegar
stundir. Minningar um yndisleg-
an félaga og góðan dreng munu
lifa. Einlægar samúðarkveðjur til
ástvina og fjölskyldu Samúels
Einarssonar.
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir,
Snorri Sigurjónsson.
Þriðjudagur 20. september
2022.
Síminn hringir. „Sæll pabbi,
þetta er Rúnar. Sammi er dáinn.“
Helvíti! Fyrirgefið orðbragðið.
Þetta er eitt af því sem ég hef átt
erfitt með að venja mig af. Ég
fraus, varð dofinn líkt og ég hefði
orðið fyrir þungu, óverðskulduðu
höggi. Mér varð hugsað til Guð-
ríðar og barnanna þeirra. Afa-
barnanna. Ég varð reiður en gerði
mér þó grein fyrir því að reiðina
varð ég að sefa. Ég gekk um gólf
og hugsaði um hvað ég gæti gert
til að róa mig. Jú, ég settist niður
og skrifaði um Samma. Hugur
minn hvarflaði ósjálfrátt til þess
tíma sem ég man svo vel frá fyrstu
kynnum okkar. Ætli Sammi hafi
ekki verið rúmlega þriggja ára
þegar hann kom til að láta klippa
sig á Rakarastofu Árna Matthías-
sonar. Ég var þá nýbyrjaður að
læra hjá Árna. Ég lagði fjölina yf-
ir arma stólsins og bauð guttanum
sæti. Ef ég man rétt þá var það
Lilla systir hans sem kom með
hann í klippinguna. Lilla sagðist
svo koma aftur eftir smástund.
Hún var rétt farin út þegar ég
spurði: „Hvernig viltu að ég klippi
þig?“ Það stóð ekki á svarinu: „Ég
vil láta snoða mig!“ Ég spurði
hvort hann vildi virkilega láta
klippa allt hárið af sér og vinurinn
svaraði játandi. Viss í sinni sök.
Ég var rétt að ljúka klippingunni
þegar systir hans kom að sækja
hann og var henni greinilega
brugðið. „Viltu vera svona klippt-
ur?“ spurði hún. Vinurinn brosti
sælubrosi og svaraði hátt og
skýrt: JÁ! Svo liðu árin. Í júní
1959 tók ég við Rakarastofunni
við Hafnarstræti 11 og fimm árum
síðar var orðið svo mikið að gera
að ég ákvað að taka nema. Mér
leist vel á 16 ára pilt sem var kom-
inn af góðu fólki en áður en ég
byði honum í nám fannst mér rétt
að vita hvort hann hefði auga fyrir
hlutföllum. Ég spurði þann sem
hafði kennt honum fríhendis
teikningu og svaraði sá til að
Sammi hefði staðið sig vel í þeirri
grein. Þann 20. maí 1964 hóf
Sammi svo námið. Mér líkaði
strax svo vel við Samma. Hann
var fljótur að ná tökum á starfinu,
kímnigáfa hans var einstök og
ekki síður geðprýðin. Alla áratug-
ina sem við störfuðum saman man
ég ekki til þess að okkur yrði
nokkru sinni sundurorða. Já, betri
vinnufélaga get ég ekki hugsað
mér. Bæjarbúar munu syrgja
Samúel J. Einarsson og geta
þakkað honum gott framlag til
menningar og upplyftingar hér í
bænum. Hann spilaði fyrir okkur
á dansleikjum, í lúðrasveitum,
söng fyrir okkur í Sunnukórnum
og kirkjukórnum, spilaði fyrir
matargesti á Hótel Ísafirði og víð-
ar, sá til þess að við værum snyrti-
leg til höfuðsins, samdi lofsöngva
um Ísafjörð og gaf út. Að
ógleymdum gamansögunum sem
hann safnaði og gaf út í nokkrum
bókum.
Ég sakna míns góða vinar,
Samúels J. Einarssonar, og mun
ekki gleyma honum á meðan ég
dreg andann. Elsku Guðríður. Ég
votta þér og afkomendum ykkar
mína innilegustu samúð.
Vilberg Valdal Vilbergsson.
Samúel Jón Einarsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts ástkærrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LILJU GÍSLADÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
líknardeildar Landspítala sem og starfsfólk krabbameinsdeildar
Landspítala, 11-E, fyrir alla aðstoð og aðhlynningu.
Tómas G. Guðjónsson
Hjalti Gíslason Kristín Maggý Erlingsdóttir
Sólrún Edda Tómasdóttir Daníel Vincent Antonsson
Kristjana A. Tómasdóttir
ömmu- og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
samúð við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR KRISTÍNAR
SIGURÐARDÓTTUR
viðskiptafræðings,
sem lést 21. ágúst síðastliðinn.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna Hulda Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR JENS MAGNÚSSON,
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 17. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þuríður Hólmgrímsdóttir
Magnús Jens Gunnarsson Sigríður Sveinsdóttir
Ketill Erlendur Gunnarsson Rakel Steinþórsdóttir
Katla Björk Ketilsdóttir og Steina Björg Ketilsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir
og tengdafaðir,
JÓHANNES KONRÁÐ GUÐRÚNAR
JÓHANNESSON,
Konni
lést á Sólvangi miðvikudaginn
21. september. Útför hans fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 6. október klukkan 13.
Innilegar þakkir til starfsfólks Akurgerðis og Sólvangs fyrir þeirra
yndislega starf og hjartahlýju.
Arney Huld Ólafíu Guðmundsdóttir
Sædís Hrönn Haveland Hafliði Þorkell Rúnarsson
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANNES B. HELGASON,
Lundi 3, Kópavogi,
áður Hamri, Þverárhlíð,
sem lést á hjartadeild Landspítala
sunnudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. október klukkan 13.
Anna J. Hallgrímsdóttir
Hrefna Björk, Harpa Dís og Anna Sara
Hallgrímur, Ásdís Elva, Ísabella Ýrr og Kormákur Logi
Líney, Hafþór og Anna Karólína
Elskuleg unnusta mín, systir, mágkona,
föðursystir og frænka,
LILJA PÉTURSDÓTTIR,
Ofanleiti 29, Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
14. september. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. október klukkan 15.
Kári Vilhjálmsson
Jakob Þór Pétursson Anna Laufey Sigurðardóttir
Viðar Pétursson Lovísa Árnadóttir
og frændsystkini
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
INGVARS GÍSLASONAR,
fyrrverandi alþingismanns og ráðherra.
Fanny Ingvarsdóttir
Erlingur Páll Ingvarsson Alda Sigmundsdóttir
Gísli Ingvarsson Ásthildur Magnúsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Auður Inga Ingvarsdóttir Ingólfur Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HAFSTEINN HANNESSON,
Hásæti 4a,
Sauðárkróki,
andaðist á heimili sínu mánudaginn
26. september. Útförin fer fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Elsa María Valdimarsdóttir
Hildur Hafsteinsdóttir Gísli Eymarsson
Hafdís Hafsteinsdóttir Þórhallur Dan Þorgeirsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra
Elsku pabbi okkar, sonur, bróðir, afi,
frændi og vinur,
GÍSLI HJALTASON,
Hjältevad, Svíþjóð,
lést mánudaginn 19. september.
Útförin fer fram í Gautaborg föstudaginn
21. október. Þeim sem vilja minnast Gísla er bent á
minningarkort MND á Íslandi.
Þórunn Kristín Gísladóttir Einar Torfi Gíslason
Kristín Guðbjartsdóttir Torfi Hjaltason
Bryndís Guðbjartsdóttir Rakel Hrönn Pétursdóttir
barnabörn og fjölskyldur
Þau leiðu mistök urðu við
birtingu æviágrips Péturs
Stefánssonar, sem birtist í
gær, að klausa í upptalningu á
ættingjum misfórst. Þar átti
að standa: Bróðir Péturs er
Júlíus Stefánsson, fv. útgerð-
armaður, f. 17. nóvember
1939. Börn Júlíusar og fv. eig-
inkonu, Gerðar Lúðvíksdótt-
ur, eru: 1) Katrín, gift Bjarna
M. Bjarnasyni, synir þeirra
eru Kristófer Áki og Pétur
Logi, fyrir átti Katrín Júlíus.
2) Lúðvík, sambýliskona Haf-
dís Sveinbjarnardóttir, börn
þeirra eru Sveinbjörn Egill
og Ingibjörg Iðunn, fyrir átti
Lúðvík Vilhjálm Ottó. 3) Stef-
án, kvæntur Justinu Júlíus-
son.
Morgunblaðið biður alla hlut-
aðeigandi velvirðingar á mis-
tökunum.
LEIÐRÉTT