Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 S tóri bróðir er alþekktur úr bókinni 1984 eftir George Orwell, sem var rituð 1948 og kom út í nýrri þýðingu Þórdísar Bach- mann 2015. Stóri bróðir er alltumlykjandi yfirvald sem fylgist með hverri hreyfingu og hugsun þegna framtíðarríkisins. Einkunnarorð stjórnvalda þar eru Stríð er friður, Frelsi er fjötur og Fáfræði er máttur. Merking slagorðanna felur í sér þverstæðu, sem er mikilvægt einkenni á nýmáli (e. newspeak) sem öllum í Flokknum er skylt að temja sér (vitaskuld er aðeins einn Flokkur). Annað dæmi er gleðibúðir, þ.e. þrælkunar- búðir. Stjórn framtíðarríkisins er hjá ráðuneytum sem sinna verkefnum þvert á það sem nöfnin gefa til kynna. Sannleiksráðuneytið framleiðir áróður og lygar, m.a. öreiga- fóður, dægrastyttingu, falsfréttir og ómerkileg klámrit handa lágstétt- inni (e. proles). Friðarráðuneytið skipuleggur stríð. Nægtaráðuneytið viðheldur fátækt, sem er nauðsynleg svo að íbúar fái ekki næði til að hugsa sjálfstætt. Loks sér Ástarráðuneytið um pyntingar og yfir- heyrslur. Innan múra þess er herbergi 101 þar sem er að finna „það versta í heimi“ – í tilviki söguhetjunnar Winstons Smith eru það rott- ur. Meðal annarra hugtaka í nöturlegri framtíðarsýn Orwells eru hugs- analögregla (stytt „hugslög“), hugsanaglæpur („glæphugs“, að hugsa glæpsamlegar hugsanir – skilgreindar mjög vítt), svipglæpur (óviðeig- andi svipbrigði sem lýsa t.d. efasemdum þegar skýrt er frá hernaðar- afrekum), tveggja-mínútna-hatur (útrás fyrir reiði gegn óvinum ríkis- ins) og tvíhyggja (að hafa tvær skoðanir samtímis, vita að þær eru mótsagnakenndar og trúa báðum). Orðið eimaður (e. vaporized) er notað um einstakling sem hefur verið gerður að engu og er þar með ekki lengur til heldur orðinn „ei-maður“ (e. unperson). Orwell lýsir málfræði nýmáls býsna nákvæmlega. Óreglu skal út- rýmt úr málinu. Fleirtala allra nafnorða er mynduð með -s, t.d. maðurs í stað menn. Lýsingarorðið góður stigbreytist góðari – góðast. Sterk beyging sagna er felld úr gildi; ekki er lengur sagt stela – stal – stolið, gefa – gaf – gefið heldur eru þátíð og lýsingarháttur þátíðar eins: stel- að, gefað. Í málstaðli framtíðarríkisins er ofuráhersla lögð á að einfalda orða- forðann og þrengja þannig hugsanasviðið. Fráleitt er að tala um kalt og heitt; í stað hins síðarnefnda nægir að segja ókalt. Mjög kalt er plúskalt og gríðarlega kalt er tvíplúskalt. Sjálfstætt markmið með ný- máli er að fækka orðum svo að þau verði á endanum óþörf. Tvíplúsgóð- ur árangur í málræktarstarfinu er að nýjasta útgáfa nýmálsorðabók- arinnar er mun þynnri en sú síðasta sem fyrir sitt leyti var þynnri en sú á undan henni. Lokatakmarkið er að orðum verði útrýmt með öllu en í staðinn berist hljóð úr barkanum án þess að æðri heilastöðvar komi þar við sögu. Sem betur fer er 1984 bara skáldsaga. Slíkt gæti aldrei gerst í veru- leikanum, er það nokkuð? Nýmál Orwells Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Stóri bróðir Óþarfur þegar við höfum fésbókina. G asleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Stream 2 voru lagðar á botn Eystrasalts til að flytja gas frá Rússlandi til Vestur-Evrópu. Hvor leiðsla er tvö rör, samtals fjögur rör í báðum leiðslum. Vitað er að nú leka þrjú rör. Annað rörið í Nord Stream 2 gasleiðslunni fyrir suð- austan Borgundarhólm var eyðilagt með sprengju (1,9 stig) klukkan 02.03 aðfaranótt mánudags 26. september 2022. Klukkan 19.04 sama mánudag urðu tvær spreng- ingar (2,3 stig) og eyðilögðust bæði rör Nord Stream 1 fyr- ir norðaustan Borgundarhólm. Frá þessu var sagt þriðjudaginn 27. september en fimmtudaginn 29. september skýrðu sænsk yfirvöld frá fjórða lekanum, hann væri einnig á Nord Stream 1. Það er því heilt rör á Nord Stream 2. Enginn veit hvenær verður unnt að stöðva lekann eða hvort gert verður við rörin. Rörin eru á 70 til 90 m dýpi, um 12 cm þykk, úr stáli og steypu. Göt á þeim geta ekki myndast fyrir slysni, til dæm- is vegna þess að skipsakkeri lendi á þeim. Sérfræðingar benda á ýmsar leiðir til að sprengja þau. Til dæmis megi nota flutningaskip sem sendi frá sér lítinn kafbát að rör- unum með sprengju. Báðar leiðslurnar voru fullar af gasi. Hvorug þeirra var opin. Sama dag og fréttir af lekanum bárust var hátíðleg athöfn í Stettin í Póllandi með þátttöku ráðherra frá Noregi, Danmörku og Póllandi til að fagna gasflutningi með leiðsl- unni Baltic Pipe frá Noregi um Danmörku til Póllands: Pólverjar eru ekki lengur háðir rússnesku gasi. Frá upphafi stríðsaðgerða Vladi- mírs Pútins í Úkraínu var ljóst að hann mundi beita orku- vopninu utan Úkraínu til að knýja evrópska ráðamenn til að halda aftur af stuðningi við stjórnina í Kíev og her henn- ar. Áhrifamesti þrýstingurinn í lýðræðisríkjum kæmi frá heimafólki sem sætti sig ekki við ofurverð og orkuskort í vetrarkuldum. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa undanfarin ár sam- ræmt viðbrögð sín við fjölþátta (e. hybrid) atvikum. Sam- staða þeirra birtist glöggt strax og fréttir skýrðust og fyrir lá hvað gerst hafði við Svíþjóð og Danmörku. Hvorki Magdalena Andersson, fráfarandi forsætisráð- herra Svía, né Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, drógu í efa að unnið hefði verið skemmdarverk í efnahags- lögsögu landa þeirra. Undir það var tekið í höfuðborgum annars staðar á Norðurlöndunum. Að kvöldi miðvikudags 28. september efndu fjórir finnskir ráðherrar til blaðamannafundar undir forystu Sönnu Marin forsætisráðherra sem sagði lekana valda „gífurlegum áhyggjum“. Þar væri um ásetningsverk að ræða sem kynni að vera þáttur í „stærri fyrirætlunum um að grafa undan evrópsku öryggi“. Finnski varnarmálaráð- herrann tók af skarið um að þetta væri skemmdarverk sem yrði rætt á vettvangi NATO. Að morgni fimmtudags 29. september sendu fastafull- trúar NATO-ríkjanna í Brussel frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna tjónsins á gasleiðslunum tveimur á alþjóðlegu hafsvæði í Eystrasalti. Allt bendi til að um sé að ræða „markvisst, ófyrirleitið og ábyrgðarlaust skemmdarverk“. Hætta steðji að siglingum og umtalsvert umhverfistjón hafi orðið. Lýst er stuðningi við rannsóknir til að upplýsa málið. Þá segir: „Við höfum sem bandamenn skuldbundist til að vera við því búnir að setja skorður við og verjast, sé beitt þvingunarráðum í krafti orku eða með öðrum fjölþátta að- ferðum af hálfu ríkja eða annarra gerenda. Sérhverri markvissri árás á mikilvæga innviði bandalagsríkis verður svarað einhuga og ákveðið.“ Þennan sama fimmtudagsmorgun sagði Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra á alþingi að skemmdarverkið á gasleiðslunum færði „ógnina mjög nærri okkur“. Ríkis- stjórnin mundi „bregðast við í samræmi við þau gögn“ sem hún fengi frá nágrannaríkjum okk- ar. Þá drægju „atburðirnir á Eystrasalti“ fram mikilvægi nor- ræns samstarfs og varnar- og ör- yggismálayfirlýsingarinnar sem norrænu forsætisráðherrarnir sendu frá sér 15. ágúst 2022. Undanfarið hefðu íslensk stjórn- völd aukið þátttöku sína „í sameig- inlegum aðgerðum á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins“. Öll þátt- taka okkar væri hins vegar á borgaralegum forsendum. Í Noregi beinir skemmdarverkið athygli að því að und- anfarið ár hefur ýmislegt dularfullt gerst undan ströndum landsins, liður í fjölþátta stríði, átökum á gráu svæði milli stríðs og ekki-stríðs, eins og það er stundum orðað, þegar um er að ræða blöndu af hefðbundnum hernaðaraðgerðum og öðrum aðgerðum, netárásum og skemmdarverkum. NRK, norska ríkisútvarpið, nefndi þessi dæmi: Í fyrra hvarf neðansjávarstrengur fyrir utan Bø í Vest- erålen. Í janúar 2022 rofnaði neðansjávarnetstrengur milli Svalbarða og Norður-Noregs. Nú í september hefur sést til ókunnra dróna í nágrenni við norska olíuborpalla á Norðursjó. Enginn veit með vissu hver stendur að baki því sem hér er lýst. Það er hins vegar talinn „kosturinn“ við fjölþátta hernað að gerandinn getur farið leynt. Nú reynir á hæfnina við að upplýsa fjölþátta skemmdar- verk þegar reynt er að sanna hver eyðilagði Nord Stream rörin þrjú. Hafi eitt rör verið skilið eftir gefur það til kynna að skemmdarvargurinn vilji, þrátt fyrir allt, geta flutt gas frá Rússlandi til Þýskalands. Hafi Rússar sjálfir staðið að eyðileggingunni á Nord Stream leiðslunum, eins og flesta grunar, sýnir það að Pút- in er til alls vís úti í horni. Orkuvaldið og stríðsöxin eru eitt í hans augum. Það er rétt mat hjá forsætisráðherra: Ógnin færist nær. Fjölþátta stríð kallar á árvekni stjórnvalda og rétt mat á aðstæðum. Fjölþátta stríð á Eystrasalti Þennan sama fimmtudags- morgun sagði Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra á Alþingi að skemmdarverkið á gasleiðslunum færði „ógn- ina mjög nærri okkur“. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Það var fróðlegt á dögunum að gista tvær gamlar verslunar- borgir í Evrópu, Tallinn í Eistlandi og Split í Króatíu. Báðar liggja þær vel við siglingum, önnur um Eystra- salt og hin um Adríahaf, og báðar voru þær öldum saman undir stjórn útlendinga, Tallinn þýskrar riddara- reglu og Split feneyskra kaup- manna. Íslendingar eiga aðeins einn nágranna, Ægi konung, og má segja, að hann ógni okkur ekki lengur, því að árið 2008 var fyrsta árið í Íslands- sögunni, þegar enginn íslenskir sjó- maður drukknaði. En Eistlendingar og Króatar hafa ekki verið eins heppnir með nágranna. Rússar úr austri og Þjóðverjar úr vestri hafa löngum setið yfir hlut Eistlendinga, og Króatía var um skeið á valdi Fen- eyinga, síðan soldánsins í Miklagarði (Istanbúl), þá Habsborgarættar- innar og fylgdi Ungverjalandi, en loks Serba. Í Split standa rústirnar af veg- legri höll Díókletíanusar keisara, sem ríkti í Rómaveldi 284-305 e. Kr. Þótt hann friðaði ríki sitt með hörku, átti hann sinn þátt í að grafa undan þessu mikla Miðjarðarhafsveldi, því að hann lagði á nýja skatta, nefskatt og landskatt, og setti á verðlagshöft, sem náðu auðvitað ekki tilgangi sín- um. Jafnframt batt hann bændur við átthaga sína og takmarkaði kost manna á að færa sig milli atvinnu- greina. Hann hleypti líka af stað síð- ustu og mestu ofsóknunum, sem kristnir menn sættu í Rómaveldi. Í Split fræddi ég nemendur í stjórnmálaskóla, sem tvær hug- veitur héldu, hins vegar á því, að þeir Snorri Sturluson og heilagur Tómas af Akvínas hefðu báðir talið, að konungar yrðu að lúta sömu lög- um og þegnar þeirra og að afhrópa mætti þá, ef þeir virtu ekki arfhelg réttindi. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Split, september 2022 Lerkidalur 26, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mjög nýlegt og fallegt 3ja herbergja raðhús á einni hæð byggt árið 2018. Afgirt baklóð, með sólpalli og heitum potti. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 62.400.000 kr. Stærð 104 m2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.