Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er jákvætt fyrir okkur að
geta notað orku úr heimabyggð og
jafnframt gleðilegt að stór hluti
orkunnar sem þessi flotta virkjun
framleiðir er nýttur til framleiðslu
á íslensku grænmeti,“ segir Knút-
ur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í
Friðheimum í Reykholtshverfi í
Biskupstungum. Þegar öll ljós eru
kveikt í gróðurhúsunum nota Frið-
heimar orku sem svarar til 2,5
megavatta í uppsettu afli sem er
fjórðungur af afli hinnar nýju Brú-
arvirkjunar í efri hluta Tungu-
fljóts.
HS Orka rekur Brúarvirkjun.
Ef litið er til allra viðskiptavina
HS Orku í garðyrkjunni í upp-
sveitum Árnessýslu og víðar sést
að þeir taka orku sem svarar til
um 9 MW í uppsettu afli, það er að
segja þegar öll ljós eru kveikt í
gróðurhúsunum. Þess ber að geta
að oftast er slökkt á lýsingunni í
nokkra klukkutíma á sólarhring.
Kom þetta fram við formlega
vígslu virkjunarinnar sem hóf
framleiðslu fyrir rúmum tveimur
árum.
Sérstaða í orkumálum
Vegna virkjunarinnar var lagður
jarðstrengur frá bænum Brú og
niður í Reykholt. Knútur segir að
það nýtist Friðheimum, sem eru
með mikla ferðaþjónustu, að geta
sagt gestum að notuð sé raforka
úr heimabyggð. Skjal þess efnis
frá HS Orku hangir uppi á vegg í
veitingahúsinu.
„Við erum alla daga að segja er-
lendum gestum okkar frá því
hvernig við nýtum náttúruna til að
framleiða hollan og góðan mat. Við
erum sannarlega með græn gróð-
urhús,“ segir Knútur. Hann segir
að sérstaða íslenskrar garðyrkju
komi vel fram í ástandinu sem nú
ríkir í Evrópu vegna innrásar
Rússa í Úkraínu, verðbólgu og
orkukreppu. Garðyrkjan í mörg-
um löndum Evrópu sé mest keyrð
með brennslu á gasi eða olíu á
meðan íslenskir garðyrkjubændur
noti endurnýjanlega orkugjafa.
„Við heyrum skelfilegar sögur
þegar við ræðum við starfs-
bræður okkar erlendis. Það er
verið að slökkva ljósin víða í garð-
yrkjustöðvum. Verður áhugavert
að sjá hver þróunin verður í vet-
ur. Ég á von á því að mun minna
framboð verði af grænmeti en
verið hefur. Við ættum að vera
stolt af okkar einstæðu að-
stæðum til grænmetisfram-
leiðslu,“ segir Knútur.
200 þúsund gestir í ár
Ef áætlanir ganga eftir fyrir
síðustu þrjá mánuði ársins munu
200 þúsund gestir hafa heimsótt
Friðheima í lok ársins. Er það
meira en áður hefur þekkst á
þeim stað. Það gerist þrátt fyrir
að árið hafi farið hægt af stað
vegna samkomutakmarkana í lok
kórónuveirufaraldursins.
Knútur segir að útlitið sé gott
fyrir næsta ár, þegar sé byrjað að
bóka. Hann tekur þó fram að dökk
ský séu yfir Evrópu vegna Úkra-
ínustríðsins, verðbólga og hátt
orkuverð. Það hafi áhrif á kaup-
getu fólks en enn sé of snemmt að
átta sig á því hvaða áhrif það muni
hafa á ferðalög fólks, meðal annars
hingað til lands.
Garðyrkjan nýtir meginhluta orkunnar
- Friðheimar taka
fjórðung orkunnar
frá Brúarvirkjun
- Metár í gestafjölda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tómatar Þegar Knútur Rafn Ármann er með kveikt á öllum ljósum í gróðurhúsunum notar stöðin orku sem svarar til 2,5 megavatta í uppsettu afli.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Ísland og Svíþjóð hafa algera sér-
stöðu meðal ríkja OECD þegar kem-
ur að lokunum skóla í Covid-19-far-
aldrinum. Þau eru einu ríkin þar sem
kennsla féll aldrei alveg niður á ungl-
ingastigi skólaárið 2019-2020.
Þetta kemur fram í árlegri
menntaskýrslu OECD, Education at
Glance, þar sem í ár er að finna sér-
stakan kafla sem helgaður er áhrif-
um Covid-faraldursins á mennta-
kerfi aðildarríkjanna.
Til samanburðar voru skólar á
unglingastigi lokaðir í meira en 45
daga í helmingi þeirra OECD-ríkja
sem þátt tóku í könnuninni. Mestar
voru lokanir á unglingastigi í Costa
Ríka, þar sem skólar voru alveg lok-
aðir í 175 daga samtals.
Ekki var heldur skellt í lás á öðr-
um skólastigum en unglingastigi á
Íslandi þetta fyrsta Covid-skólaár. Í
helmingi ríkjanna voru leikskólar
hins vegar lokaðir í að minnsta kosti
35 daga og framhaldsskólar í 50 daga
hið minnsta skólaárið 2019-2020.
Skólastarf hér skert í 33 daga
Þess er þó getið að í skólum í þeim
löndum þar sem aldrei voru algjörar
lokanir hafi skólastarf verið skert að
einhverju leyti. Með því er átt við að
skólarnir hafi verið opnir sumum
bekkjum eða árgöngum en ekki öðr-
um eða að hluta nemenda hafi verið
gert að fylgjast með kennslu heiman
frá sér til þess að fækka í nemenda-
hópum í kennslustofum.
Það á einmitt við um Ísland.
Skólastarf hér var að einhverju leyti
skert í 33 daga á öllum skólastigum á
Íslandi skólaárið 2019-2020. Til sam-
anburðar voru 125 slíkir dagar í Kól-
umbíu. Þá er tekið fram að í mörgum
ríkjum hafi suma daga verið lokað
með öllu og skólastarf skert að hluta
aðra daga.
Skólaárið 2020-2021 voru tveir
dagar þar sem algjörar lokanir voru
á öllum skólastigum á Íslandi. Auk
þess var skólastarf skert í 55 skóla-
daga á framhaldsskóla- og háskóla-
stigi.
Í Chile þar sem lokanir voru mest-
ar í heildina á unglingastigi var
skólastarf skert í 259 daga, þar af
lokað alveg í 147 daga.
Þess skal getið að í þessum tölum
eru lokanir á hátíðisdögum, sumar-
leyfum og hefðbundnum starfsdög-
um ekki taldar með.
Færni nemenda beðið hnekki
Í kjölfar Covid-faraldursins bætt-
ist verulega í þann hóp ríkja sem
halda samræmd próf til þess að meta
hvernig nemendur standa námslega.
Af úrslitum þeirra má sjá að í mikl-
um meirihluta ríkjanna hefur færni
nemenda bæði í lestri og stærðfræði
beðið hnekki í faraldrinum.
Þau ríki sem nýta lokapróf til þess
að meta hvort nemendur hafi staðist
námsárið þurftu flest að breyta því
hvernig þessum prófum var háttað
skólaárið 2019-2020. Í 18 af 29 lönd-
um var prófum frestað en í öðrum
voru þau felld niður og gripið til ann-
arra leiða til þess að meta kunnáttu
nemenda.
Þegar skólarnir voru opnaðir á ný
og kennsla fór að fara fram með
hefðbundnu sniði gerðu öll löndin
einhverjar ráðstafanir til þess að
auka öryggi nemenda og kennara.
Handþvottur og grímur voru algeng-
ustu ráðstafanirnar en skólakerfi
sumra ríkja kröfðust Covid-prófa og
bólusetninga.
Íslenskir og sænskir skólar
þeir einu sem ekki var lokað
- Ný skýrsla OECD - Lítil skerðing á skólastarfi í Covid miðað við önnur ríki
Morgunblaðið/Eggert
Kennsla Í Chile þar sem lokanir voru mestar í Covid-faraldrinum var skólastarf skert á unglingastigi í 259 daga.
Tryggingafélögunum TM og Sjóvá
höfðu í gær samtals borist á níunda
tug tilkynninga um tjón sem tengja
má óveðrinu sem reið yfir landið fyr-
ir rúmri viku, 24. til 26. september.
Björk Viðarsdóttir, framkvæmda-
stjóri tjónaþjónustu hjá TM, sagði
félaginu hafa borist á fjórða tug til-
kynninga en samkvæmt upplýs-
ingum frá Sjóvá hafa þangað borist
rúmlega fimmtíu tilkynningar. Jó-
hann Þórsson hjá Sjóvá segir kostn-
aðinn hlaupa á tugum milljóna og því
sé þessi fyrsta haustlægð „ágætlega
stór atburður“.
Tilkynningarnar sem borist hafa
TM og Sjóvá snúa að foktjóni sem
orðið hefur bæði á fasteignum, s.s.
húsþökum, hurðum og gluggarúð-
um, og bifreiðum. Þá nefndi Björk
að einnig hefðu borist tilkynningar
um tjón á bátum sem slitnuðu frá
bryggju sem og tjón á ýmsum lausa-
munum og búnaði sem skemmdist.
Björk segir að enn sé viðbúið að
frekari tilkynningar berist TM á
næstu dögum og jafnvel vikum. Því
sé ekki tímabært að leggja mat
heildarumfangið. Hún bendir einnig
á að hluti tilkynninga berist Nátt-
úruhamfaratryggingum Íslands.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Tjón Helst hefur verið tilkynnt um
foktjón á fasteignum en einnig bílum.
Á níunda
tug tjóna
eftir óveðrið
- Búist við enn fleiri
tilkynningum