Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Hreint loft –betri heilsa
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E Air Genius 5.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air
Purifier. Mjög hljóðlát.
Verð kr. 29.960
S. 555 3100 · donna.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Viðmælendur Morgunblaðsins á
fjármálamarkaði reikna með því að
Seðlabankinn hækki vexti á morgun.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, telur að það
verði mildari tónn í vaxtaákvörðun
peningastefnunefndar en í síðustu
ákvörðunum. Það muni að líkindum
birtast í 25 til 50 punkta hækkun en
Seðlabankinn hækkaði vexti um 100
punkta í júní og um 75 punkta í
ágúst. Meginvextir eru nú 5,5% en
voru 2% í byrjun ársins.
Máli sínu til stuðnings segir Ing-
ólfur vaxtahækkanir Seðlabankans í
ár þegar hafa haft tilætluð áhrif og
dregið úr verðbólgu, með því meðal
annars að kæla íbúðamarkaðinn.
„Ég myndi halda að ef Seðlabank-
inn heldur fyrri dampi í hækkunum
sé hann að mislesa stöðuna og fara of
grimmt í hækkanir, sem getur þá
komið niður á hagvexti. Hann þarf
að gæta sín að bremsa ekki hagkerf-
ið af í þeirri baráttu sem hann er
réttilega í gagnvart verðbólgunni,“
segir Ingólfur og bendir á að líklega
muni hægja á hagvexti þegar kemur
fram á næsta ár.
Vaxtamunurinn minnkað
Daði Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri fjármálafyrirtækisins Visku
Digital Assets, reiknar með vaxta-
hækkun á morgun.
„Ég yrði ekki hissa ef vextir yrðu
hækkaðir um 50 punkta. Það sem
hefur gerst frá síðasta fundi pen-
ingastefnunefndar er að vextir í
Bandaríkjunum, Bretlandi og á
öðrum stöðum hafa hækkað á
skuldabréfamarkaði. Bæði hafa
stýrivextir hækkað, sem og vextir á
markaði, og fyrir vikið hefur dregið
úr vaxtamun við útlönd. Það færir
Seðlabankanum rök fyrir frekari
vaxtahækkunum. Verðbólga hér er
enn há þótt hún sé minni en Seðla-
bankinn spáði í síðustu verðbólgu-
spá. Sú spá var í hærra lagi og virðist
bankinn hafa ofmetið verðbólguna til
skemmri tíma litið,“ segir Daði.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, telur að vaxtahækk-
unin verði ekki undir 50 punktum.
„Ásgeir [Jónsson seðlabanka-
stjóri] gaf afdráttarlaust til kynna
við síðustu vaxtaákvörðun [24.
ágúst] að vextir kynnu að hækka
frekar. Síðan hafa birst skýrari teikn
um að fasteignamarkaðurinn sé að
kólna en á móti kemur veruleg óvissa
vegna kjarasamninga. Ég myndi því
ætla að Seðlabankinn vilji fara inn í
haustið með mikið aðhald [á pen-
ingastefnunni] en slaka þá frekar á
klónni ef innstæða er fyrir,“ segir
Yngvi og vísar til kjarasamninga.
Þá sé mikil óvissa um framvindu
efnahagsmála, ekki aðeins á Íslandi
heldur um heim allan.
Ógn við fjármálastöðugleika
Má í því efni benda á að Seðla-
bankinn vakti fyrir helgi athygli á að
Evrópska kerfisáhætturáðið hefði
gefið út viðvörun um aukna áhættu í
fjármálakerfi Evrópu sem gæti ógn-
að fjármálastöðugleika. Ráðið hvetji
til þess að viðbúnaður í fjármálakerf-
inu verði tryggður eða aukinn þann-
ig að það geti áfram stutt við heimili
og fyrirtæki ef áhættan raungerist.
Vegna mikilla þrenginga í efna-
hagslífi Evrópu er rætt um að fjár-
festingarbankar geti jafnvel fallið.
Reikna með frekari vaxtahækkun
- Sérfræðingar á fjármálamarkaði reikna með að Seðlabankinn hækki vexti enn frekar á morgun
- Vaxandi kerfisáhætta í evrópsku fjármálakerfi sögð áhyggjuefni - Rætt um að bankar geti fallið
Vextir frá maí 2021
6%
4%
2%
0%
2021 2022
Heimild: Seðlabankinn
19.5. 25.8. 6.10. 17.11. 9.2. 4.5. 22.6. 24.8.
5,5%
2,75%
1%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tæplega þriðji hver nýr fólksbíll
sem selst hefur á Íslandi í ár er raf-
bíll og er hlutfallið nánast það sama
og í fyrra. Hins vegar hafa þegar
selst fleiri rafknúnir fólksbílar en
alla mánuði ársins í fyrra.
Þetta má lesa úr tölfræði Sam-
göngustofu yfir nýskráningar öku-
tækja og er hluti hennar endur-
gerður á grafinu hér til hliðar.
Alls hafa verið skráðir 3.632 raf-
knúnir fólksbílar í ár – það er hrein-
ir rafbílar – og alls 13.125 fólksbílar.
Er hlutfall rafbílanna því 27,7%.
Athygli vekur að hlutfallið er
næstum það sama allt árið í fyrra.
Þá voru skráðir 3.565 nýir rafknún-
ir fólksbílar og alls 12.791 nýr fólks-
bíll. Var hlutfall hreinna rafbíla því
27,8%, eða nánast það sama og í ár.
Hins vegar eykst bílasalan tölu-
vert milli ára og er hún þegar orðin
meiri en allt árið í fyrra.
Athygli vakti hversu margir raf-
bílar seldust í síðari hluta septem-
ber, í kjölfar umræðu um vænt-
anlegar skattahækkanir á rafbíla.
Nánar tiltekið
áform um að fella
niður afslátt að
hámarki 1.320
þúsund þegar 20
þúsundasti nýi
rafbíllinn hefur
verið skráður á
Íslandi. Kom svo
fram í samtali við
Guðlaug Þór
Þórðarsson, ráð-
herra loftslagsmála, í Morgun-
blaðinu að umrædd áform verði
endurskoðuð.
Við nánari skoðun reyndist send-
ing af Tesla-rafbifreiðum eiga þátt í
miklum fjölda nýskráninga rafbíla í
nýliðnum september og má merkja
sömu áhrif vegna Tesla-bifreiða í
september 2020 og 2021.
Margir á biðlista
Erna Gísladóttir, forstjóri BL,
segir marga á biðlista eftir rafbílum
hjá umboðinu. Þá segir hún aðspurð
að fyrirspurnum um rafbíla hafi
fjölgað hjá umboðinu, í kjölfar um-
ræðu um fyrirhugaða niðurfellingu
afsláttar á nýja rafbíla á næsta ári.
„Það birtist þannig að fólk sem
átti von á að fá bíl eftir áramót
hafði áhyggjur og spurði hvort það
væri hægt að flýta afhendingu. Það
eru langir biðlistar á mörgum stöð-
um. Við höfum selt yfir þúsund bíla
sem eru á leið til landsins og er
helmingurinn sennilega rafbílar.
Það er mikil skömmtun enda hefur
framleiðsla á rafgeymum gengið
mjög hægt. Þá sérstaklega eftir
stríðið í Úkraínu.“
Metsala nýrra rafbíla á Íslandi
- Fyrstu níu mánuði ársins seldust
fleiri rafbílar en seldust allt árið í fyrra
Orkugjafar nýskráðra fólksbíla
Nýskráningar eftir orkugjöfum 2013-2022
Rafbílar, tvinn- og tengiltvinnbílar 2013-2022
Heimild: Samgöngustofa
100%
80%
60%
40%
20%
0%
30%
20%
10%
0%
'13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
'13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
'16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
178
344
461
715
1.753
2.359
3.632
71%
29%
28%
24%
19%
Bensín og díselbílar
samtals
Rafbílar, tvinn- og
tengiltvinnbílar samtals
Hreinir rafbílar
Tvinnbílar alls*
Tengiltvinnbílar alls*
*Bæði bensín og dísel
Fjöldi nýskráðra hreinna rafbíla
fyrstu níumánuði ársins
2016-2022
Erna
Gísladóttir
Gera má ráð fyrir því að flugfélagið
Play skili rekstrarhagnaði á þriðja
fjórðungi þessa árs en að tap af
rekstri þessa árs verði í heild um
28,9 milljónir bandaríkjadala.
Þetta kemur fram í nýju verð-
mati Jakobsson Capital, sem metur
félagið á 21,4 kr. á hlut, sem er 36%
yfir gengi félagsins við lok mark-
aða í gær, 15,8 kr. á hlut. Gengi fé-
lagsins hefur lækkað síðustu daga,
en það var 16,6 kr. á hlut þegar
verðmatið var framkvæmt.
Play tapaði um 14,3 milljónum
bandaríkjadala á öðrum fjórðungi
þessa árs og samanlagt tap á fyrri
helmingi ársins nemur því tæpum
26 milljónum dala, eða um 3,5 millj-
örðum króna á meðalgengi tíma-
bilsins. Í verðmati Jakobsson Capi-
tal kemur fram að tap á hvern
flugsætiskílómetra hafi dregist
saman milli fyrsta ársfjórðungs og
annars ársfjórðungs, en að heildar-
tap félagsins megi rekja til þess að
flugframboð þess hafi aukist tölu-
vert. Þá er horft til þess að verð
þotueldsneytis hefur lækkað um
14% að meðaltali frá öðrum árs-
fjórðungi. Að auki hefur nýting
aukist um 10 til 15%.
„Út frá þróun eldsneytisverðs og
betri nýtingu er ekki óvarlegt að
áætla að eldsneytisliðurinn muni
snúast úr einu senti í mínus í eitt
sent í plús milli annars og þriðja
ársfjórðungs. Líklegt er að tekju-
áhrifin verði svipuð milli annars og
þriðja ársfjórðungs líkt og á milli
fyrsta og annars ársfjórðungs,“
segir í verðmatinu.
Þar er þó fjallað um ýmsa óvissu-
þætti, t.d. að Play hafi gert ráð fyr-
ir örari vexti en raun ber vitni, að
mikil óvissa sé framundan í Evrópu
og að flugframboð, eða öllu heldur
koma ferðamanna, geti ekki aukist
umfram það sem innviðir landsins
bjóði upp á. Þá er einnig settur
fyrirvari um eldsneytisverð.
Spáir betri afkomu hjá Play
- Verðmetur Play á 36% yfir núverandi markaðsgengi
4. október 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 144.55
Sterlingspund 159.43
Kanadadalur 105.15
Dönsk króna 18.947
Norsk króna 13.318
Sænsk króna 12.928
Svissn. franki 147.37
Japanskt jen 0.9991
SDR 184.94
Evra 140.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.9817