Morgunblaðið - 04.10.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 04.10.2022, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 ✝ Marsibil Jóns- dóttir fæddist 19. mars 1938 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild- inni í Kópavogi 20. september 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jónína Jóhannes- dóttir, f. 1907, d. 1996, og Jón Frið- rik Matthíasson loftskeytamaður, f. 1901, d. 1988. Systkini hennar eru Jó- hannes Helgi, f. 1926, d. 2001, Björg Sigríður, f. 1929, Helga Elsa, f. 1931, d. 2020, Hrönn, f. 1933, d. 2017, Matthildur, f. 1936, Ólafur, f. 1940, Ingibjörg Kristín, f. 1942, Elín, f. 1944, og Matthías, f. 1945. Maki er Ferdinand Þórir Ferdinandsson, f. 17. ágúst 1936. Þau kynntust í desember 1964 og gengu í hjónaband í Noregi þann 8. febrúar 1965. Börn þeirra eru: 1) Jón Frið- rik, f. 3.1. 1966, giftur Halisu Mekonan, f. 1978. Sonur Jóns er Inacio Ferdinand, f. 1999. Börn Jóns og Halisu eru Marsi- bil, f. 2008, og Elisabet Mere- tech, 2012. 2) Magnea Guðný, f. 31.1. 1967. Börn hennar eru Guðmundur Freyr, f. 1987, og Bella var í sveit á Hvallátrum við Látraströnd á sumrin frá 10-13 ára og í framhaldi af því þrjú sumur hjá Björgu systur sinni og Jóni Guðmundssyni á Hvítárbakka. Átján ára fór hún í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Eftir það sinnti hún ýmsum störfum, m.a. við skrif- stofustörf hjá Ásbirni Ólafs- syni heildsala og hjá Thors- urunum. Hún hóf tvítug hússtjórn- arkennaranám í Húsmæðra- skóla Íslands á Laugarvatni og útskrifaðist tveimur árum síð- ar, árið 1960. Bella kenndi bæði á Hallormsstað og á Varmalandi. Árið 1964 starfaði hún sem yfirmaður í eldhúsi á Farsóttarheimilinu í Reykja- vík. Í desember 1964 kynntist hún Ferdinandi Þóri Ferdin- andssyni. Þau bjuggu lengst af á Lykkju 2 Kjalarnesi. Hún vann á Móum, tók að sér að stýra eldhúsi í veiðihúsi á Vatnsdalshólum og einnig starfaði hún í eldhúsi í sum- arbúðunum á Vestmannsvatni. Þá rak hún eigið ræstingarfyr- irtæki í rúm tíu ár í Arnarholti og starfaði í eldhúsinu þar. Fjölskyldan var æðsta gildi Bellu og lagði hún alla sína al- úð og hjarta í hana. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, frá Braut- arholtskirkju þann 30. sept- ember 2022. sambýliskona hans Diljá Marín Jóns- dóttir, f. 1990. Börn þeirra eru Ingibjörg Elva, f. 2012, Axel Freyr, f. 2017. Guðbergur Þór (Bubbi), f. 1992, Ferdinand Brynjar, f. 1994, Bergþór Gylfi, f. 1999, og Ingibjörg Ósk, f. 2001. 3) Ró- bert Örvar, f. 30.6. 1972, giftur Guðrúnu Finnborgu Þórð- ardóttur, f. 1978. Börn þeirra eru Matthías Ingvi, f. 2008, Tinna Salome, f. 2011, Arn- hildur Rúna, f. 2016, og Matt- hildur Bella, f. 2016. 4) Guð- mundur, f. 24.8. 1973, d. 25.8. 1973. 5) Ingibjörg Kristín, f. 24.9. 1974, maki Gauti Laxdal, f. 1966. Synir þeirra eru Haf- steinn Hugi, f. 2001, og Róbert Orri, f. 1998 og sambýliskona hans er Helga María Gísladótt- ir, f. 2000. Dóttir Gauta er Edda Laufey, f. 1990 sambýlis- maður hennar er Emil Gunnar Gunnarsson, f. 1990. Marsibil (Bella) fæddist í Reykjavík og bjó á Bárugötu 23 til sex ára aldurs. Hún flutti þá með fjölskyldunni á Hring- brautina og bjó þar til 16 ára. Elsku Bella. Þið Ferdinand komuð eins og stormsveipur inn í líf mitt í apríl 1997, örfáum dög- um eftir að ég hafði kynnst dótt- ur þinni, Ingibjörgu Kristínu. Frá upphafi tókstu okkur Eddu Laufeyju, dóttur minni, opnum örmum og segir það mikið um þinn karakter að sýna henni jafnmikinn áhuga og þínum eigin barnabörnum. Það var heldur betur sjálfsagt mál fyrir okkur hjónakornin og Róbert Orra að fá að gista í Lykkju II, mánuðina áður en við fluttum til Svíþjóðar 1999, sem segir margt um góð- vild ykkar Ferdinands. Ég minn- ist eftirminnilegra tíma í Lykkj- unni ykkar, sérstaklega jólaboðanna þar sem maður át á sig gat af dýrindis jólamat á hverju einasta ári. Maður á varla orð yfir það hversu örlát þú varst á tíma þinn gagnvart barnabörn- unum, strákarnir okkar Róbert Orri og Hafsteinn Hugi gistu í svo ótalmörg skipti í Lykkju. Á tímabili vildu þeir helst búa upp á Kjalarnesi þar sem þeir nutu samvista við ykkur Fedda ásamt því að vera úti í náttúrunni og leika. Ég gleymi aldrei fyrstu jól- unum sem við áttum saman í Lykkju árið 1997. Þú komst að því að ég væri alinn upp við rjúpu á jólunum en þið fjölskyld- an höfðuð til siðs að vera með hamborgarhrygg. Þú varst ekk- ert að tvínóna við þetta heldur í samkrulli með Fedda reddaðir þessum fínu rjúpum og eldaðir þær sérstaklega fyrir mig þessi jól ásamt hamborgarhryggnum fyrir restina af mannskapnum! Þó að ég vissi að þér þætti vænt um mig frá byrjun þá fékk ég sannarlega sönnun þess í þetta skiptið. Árið eftir lenti ég í að vera beðinn af ritstýru Gestgjaf- ans að upplýsa um uppskrift að uppáhaldskökunni minni og varð auðvitað fyrir valinu hin marg- fræga ungverska kaka Bellu. Við Ingibjörg vorum sveitt að baka kvöldið og nóttina fyrir áætlaða myndatöku og vorum búin að klúðra líklega fimm kökum þeg- ar við gáfumst upp og hringdum í þig sem reddaðir málunum með einni ungverskri sem þú áttir í frystinum en sló þó öll met varð- andi útlit í okkar augum. Mér fannst þú alltaf vera hreystin uppmáluð. Þú kvartaðir aldrei þó meinið hafi leikið þig grátt síðustu mánuðina. Barst höfuðið hátt alveg fram undir það síðasta og lofaðir okkur að skilja ekki við fyrr en eftir af- mælisdag Hafsteins sem þú og gerðir. Ég vissi að þú varst ekk- ert gefin fyrir að leita læknis- hjálpar en fannst gaman að stríða mér með því að leita til annarra lækna varðandi kvilla sem þér fannst ekki koma mér við. Sýndir mér svo sigri hrós- andi, og með þínum smitandi og dillandi hlátri, pillurnar sem þér voru skaffaðar til að lækna hin ýmsu mein. Þín verður sárt saknað á mörgum vígstöðvum. Við börnin lofum því að passa upp á hann Fedda þinn og stytta honum stundir því fyrir honum er lífið tómlegt án þín. Ég minnist þín með mikilli hlýju, elsku besta Bella. Hvíl í friði Þinn tengdasonur, Gauti. Nú þegar móðursystir mín Marsibil Jónsdóttir eða Bella eins og hún var alltaf kölluð hef- ur kvatt þetta jarðlíf þá minnist ég allra góðu stundanna með henni allt frá því ég var á barns- aldri. Hún bjó hjá okkur fjöl- skyldunni í Akurgerðinu árið sem hún var í Húsmæðraskól- anum í Reykjavík. Þegar ég var ellefu ára vann hún á Hótel Varðborg á Akur- eyri þar sem ég fékk að dvelja hjá henni í nokkrar vikur og hún dró mig að landi með þumlana á vettlingunum sem átti að prjóna í handavinnu í gagnfræðaskóla. Eftir að þau Ferdinand kynntust voru þau tíðir gestir á heimilinu hjá pabba og mömmu og ég pass- aði oft aðallega eldri börn þeirra, þau Nonna og Maggý, bæði þeg- ar þau bjuggu á Lágafelli í Mos- fellsbæ og uppi á Kjalarnesi. All- ar þessar minningar eru góðar og votta um þá hlýju, traust og tryggð sem ávallt einkenndi Bellu. Þrátt fyrir aldursmuninn voru þær mamma alltaf einstakar vin- konur og hversu góð og rækt- arsöm Bella og þau Ferdinand bæði voru við mömmu eftir að hún var orðin ein verð ég ævar- andi þakklát fyrir. Samverustundir okkar allra í tvígang í Barcelona voru allar sérlega ánægjulegar og sama er með sanni sagt um heimsókn þeirra þriggja til okkar Péturs í Kína – og ferðalag mitt með þeim þremur vítt og breitt um al- þýðulýðveldið. Þau voru einstak- lega góðir og skemmtilegir ferðafélagar. Ferdinand sérstak- lega fróðleiksfús og ræðinn hvar sem fyrirfannst fólk sem talaði ensku og þær Bella og mamma líka áhugasamar og fóru á flug á hvers konar mörkuðum sem við heimsóttum. – Eitt sinn urðu þær tvær viðskila við okkur Ferdinand en ég hafði lagt ríka áherslu á að við héldum ávallt hópinn í hvers konar mann- þröng. Mig minnir að það hafi verð á Gulangyu og ég var orðin verulega hrædd þegar við loks- ins fundum þær sallarólegar að skoða saman vöruúrval á einum markaðsbásnum. Ég brást við með að skamma þær fyrir að vafra svona í burtu frá okkur – og það lýsti þeim og þeirra sam- bandi vel að eftir að þær náðu í augnablik að setja upp skömm- ustulegan svip flissuðu þær fyrst og hristust síðan báðar af hlátri – eins og tvær unglingsstelpur. Já, það var mikið hlegið í þessari ferð eins og ávallt þegar þær tvær komu saman – og ein- mitt þannig ætla ég að minnast þeirra í faðmi almættisins með öðrum ættingjum og vinum sem þegar hafa kvatt þennan heim. Ferdinand, börnum, barna- börnum og öðrum nánum að- standendum Bellu sendum við Pétur innilegar samúðarkveðjur. Jónína Bjartmarz. Við skólasysturnar úr Hús- mæðrakennaraskóla Íslands höfum haldið hópinn og notið órjúfanlegrar vináttu og skemmtilegrar samveru í sex áratugi. Við kynntumst og hóf- um námið haustið 1960 undir stjórn fröken Helgu Sigurðar- dóttur í nýlegu húsnæði skólans í Hamrahlíðinni. Við komum hver úr sinni áttinni með ólíkan bakgrunn og erum fæddar á átta ára bili. Nú er löngu komið að síðari hluta ævinnar og við söknum vinkonu í stað þegar maðurinn með ljáinn reiðir til höggs þriðja sinni í okkar hópi. Marsibil Jóns- dóttir lést á líknardeildinni í Kópavogi 14. september sl. Við kölluðum hana ávallt Bellu. Hún lést á sinn hljóðláta hátt í svefni eftir baráttu við krabbamein og við erum harmi slegnar. Við kvöddum hana þar við upprifjun góðu, gömlu daganna. Við skólasysturnar vorum 13 talsins síðari annirnar, samrýnd- ar eins og bestu systur, ekki síst á Laugarvatni þar sem sumar- námið 1961 var í húsmæðraskól- anum við vatnið. Umhverfis hann lærðum við garðyrkju- störfin. Bjuggum í þröngum heimavistarherbergjum þeirra tíma. Önnur varð að fara upp í rúm meðan hin klæddi sig. Við undum því vel og nutum verunn- ar í sveitinni og lentum í ýmsum ævintýrum. Við fórum á grasa- fjall til Hveravalla, upplifðum fegurð náttúrunnar í ótal göngu- ferðum og tókum jafnvel á móti erlendum menntamálaráðherra. Síðar gengum við um beina fyrir Ólaf Noregskonung í fallegu búningunum okkar. Fljótt kom í ljós að Bella var óvenju vel gerð og góð vinkona, einlæg og glöð og hvers manns hugljúfi. Hennar sterkasta hlið var matreiðslan og töfraði hún fram alls kyns rétti, bæði í skól- anum og æ síðan. Hún var afar notaleg við ungu nemendurna okkar á Laugarvatni, yngis- meyjarnar sem við kenndum og gættum nótt og dag. Strax að námi loknu fóru þær Bella og Gunna austur á Hérað en þar vantaði matreiðslukenn- ara og forstöðukonu við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Þær treystu hvor á aðra svona ungar og óreyndar, rúmlega tví- tugar og óvanar vetrardvöl úti á landi. Þegar rafmagnið fór af sveitinni í heila viku, skömmu eftir komuna austur, lét Bella stúlkurnar prjóna í olíulampa- ljósinu á síðkvöldum við upplest- ur framhaldssögunnar. Þetta hljómar nú eins og fornar sagnir, tíminn líður hratt. Hún Marsibil var líka listamaður með prjón- ana. Húsmæðrakennaraskóli Ís- lands tók til starfa fyrir 80 árum en við hófum þar nám fyrir 62 árum. Á fimmtugsafmælinu fór- um við til Frakklands ásamt mökum en í ár verða engin hátíð- arhöld. Við höfum átt góðar sam- verustundir á heimilum okkar til skiptis, u.þ.b. átta sinnum á ári allan þennan tíma, og vináttan eflst með stuttu ferðalagi að hausti. Elsku Bella okkar, takk fyrir hlýjuna og gleðina. Við vottum Ferdinandi, sem ávallt hefur staðið þétt við hlið konu sinnar, börnunum þeirra og allri stór- fjölskyldunni innilega samúð. Þeirra er söknuðurinn mestur. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd skólasystranna, Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Marsibil Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EÐVARÐS INGÓLFSSONAR Jötnaborgum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6A á Landspítalanum Fossvogi fyrir góða aðhlynningu og ljúft viðmót. Svanhildur María Ólafsdóttir Ólafur Páll Eðvarðsson Jóna Hlín Guðjónsdóttir Aðalheiður María Sigmarsd. Daníel Jónsson Emelía Rán Sigmarsdóttir Gunnsteinn Lárusson Sigmar Þór, Daníel Bergur og Lárus Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA FRÍMANNSDÓTTIR lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar laugardaginn 24. september. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Jósefína Benediktsdóttir Þorsteinn Jóhannsson Hanna Þóra Benediktsdóttir Ingvar Kristinn Hreinsson Berglind Svala Benediktsd. Ingþór Sigurðsson Kristján Dúi Benediktsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA ÞÓRDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR Dísella, húsmóðir, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. október klukkan 11. Helgi Ásgeir Harðarson Margrét Sigmundsdóttir Hörður Þór Harðarson Sólveig Grétarsdóttir Þórdís Rós Harðardóttir Jón Vilhelmsson Guðmundur A. Harðarson Linda Björk Sigmundsdóttir Ingibjörg Rósa Harðardóttir Þór Ólafsson ömmubörn og langömmubörn Elsku hjartans eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, GÍSLI J. FRIÐJÓNSSON, Lundi 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 1. október. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin, https://www.alzheimer.is/minningarkort. Hafdís Alexandersdóttir Guðrún Gísladóttir Þórður Ágústsson Kolbrún Edda Gísladóttir Jón Halldór Guðmundsson Ragnhildur Edda Þórðard. Leonharð Þorgeir Harðarson Hafdís Hera Arnþórsdóttir Gísli Gottskálk Þórðarson Aron Fannar Jónsson Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR EINARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Smárahvammi 11, Hafnarfirði, lést á deild 11G Landspítala, fimmtudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 11. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Einstök börn. Jón Ragnar Guðmundsson Hulda Ólafsdóttir Elín Guðmundsdóttir Kristinn Frímann Kristinsson Lárus Jón Guðmundsson Aðalheiður Ó. Skarphéðinsd. Hólmfríður Guðmundsdóttir Einar Bjarki Guðmundsson Amanda Jean Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.