Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
40 ÁRA Þorbergur er Norðfirðingur en
býr á Akureyri. Hann er vél- og orkutækni-
fræðingur að mennt frá HR og starfar sem
vélhönnuður hjá Marel. Hann er formaður
fjallahlaupsins Súlna Vertical. Ahugamál
Þorbergs eru almenn útivera í náttúrunni,
m.a. fjallahlaup og fjallaskíði.
FJÖLSKYLDA Maki Þorbergs er Eva
Birgisdóttir, f. 1989, master í íþrótta- og
heilsufræði, er í fæðingarorlofi og þjálfar
fjallahlaupara ásamt Þorbergi. Dætur
þeirra eru Kristín Eva, f. 2018, og Berglind
Lilja, f. 2021. Foreldrar Þorbergs eru hjón-
in Jón Valgeir Jónsson, f. 1954, véliðnfræð-
ingur og kennari í Verkmenntaskóla Aust-
urlands, og Berglind Þorbergsdóttir, f.
1961, bókari. Þau eru búsett á Akureyri.
Þorbergur Ingi Jónsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Vertu ekki að ergja þig yfir því sem
þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er
besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú held-
ur rétt á spöðunum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Gerðu ráð fyrir að kynnast nýrri
manneskju í dag. Nú er rétti tíminn til þess,
því fólk er vingjarnlegra en ella í annarra
garð.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Láttu það eftir þér að sletta svo-
lítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi.
Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þvert á það sem þú hélst þá er ekk-
ert stórt samsæri í gangi til að hindra þig í
að stunda þitt helsta áhugamál. Haltu bara
þínu striki og þá fer allt á besta veg.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þið þurfið að gaumgæfa hvert skref
áður en þið haldið áfram því ykkur hættir
um of til þess að ana áfram að óathuguðu
máli.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Finnist þér að gengið hafi verið á
rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn
hlut. Það er engin ástæða til þess að láta
hugfallast, þótt á móti blási um stund.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Ef þú lætur í ljós óskir þínar verður lit-
ið á það sem kvörtun nema þú gerir það
mjög glæsilega. Láttu það þó ekki slá þig út
af laginu og haltu þínu striki.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það getur verið gaman að fara
ótroðnar slóðir en til þess þarf bæði kjark
og þrautseigju. Skilningsríkt fólk býðst til
að hjálpa þér og það kemur þér á óvart.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Sinntu þínum nánustu sérstak-
lega, því þú hefur satt að segja látið þá
sitja á hakanum að undanförnu. Hlúðu líka
að sjálfum þér og innri friði.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er engin ástæða til að láta
sem himinn og jörð séu að farast þótt allir
hlutir gangi ekki upp. Varastu að láta til-
finningarnar hlaupa með þig í gönur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú hefur einbeitt þér um of að
andlegri líðan þinni og um leið vanrækt lík-
amann. Stutt hugleiðsla, sundsprettur eða
nokkrar jógaæfingar geta skipt sköpum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú verður þú að bretta upp erm-
arnar og kippa þeim mörgu hlutum í liðinn
sem þú hefur látið danka alltof lengi.
Nyvig, sem var dönsk ráðgjafarstofa
á sviði samgönguskipulags. Ég þurfti
að forrita hluta af reiknilíkaninu áður
en unnt var að nota það til að gera
umferðarspár.“ Samhliða starfinu á
Skipulagsstofunni var Þórarinn
arsvæðisins, þar sem hann vann ýmis
tæknistörf á sviði skipulags. „Einna
eftirminnilegast var að Skipulags-
stofan tók við svokölluðu reiknilíkani
umferðar fyrir höfuðborgarsvæðið.
Reiknilíkanið var áður hjá Anders
Þ
órarinn Hjaltason er
fæddur 4. október 1947 í
Reykjavík. Hann ólst
upp í Reykjavík fyrstu
þrjá mánuði ævi sinnar
og flutti síðan til Akureyrar og bjó
þar hjá móðurömmu sinni og móður-
afa til tíu ára aldurs. Frá sjö ára aldri
til tólf ára aldurs var Þórarinn í sveit
á sumrin á Hjaltabakka á Ásum í
Húnavatnssýslu hjá föðurbróður sín-
um. „Þegar ég var tíu ára gekk ég í
flest sveitastörf. Þetta var mikil vinna
en skemmtileg og ég tel mig hafa haft
gott af þessu.“
Þórarinn var fyrstu árin í Barna-
skóla Jennu og Hreiðars á Akureyri
og síðan Barnaskóla Akureyrar. Eftir
að hann flutti til Reykjavíkur gekk
hann fyrst í Austurbæjarskólann og
síðan í Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
þaðan sem hann lauk landsprófi. Þá
lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík
og lauk hann stúdentsprófi þaðan
1967. „Ég hef alltaf átt auðvelt með
nám og var dúx á stúdentsprófi.“
Eftir stúdentspróf hélt Þórarinn til
Cambridge (Trinity College) í Eng-
landi og lauk þaðan Bachelorprófi í
byggingarverkfræði 1970. „Ég var á
góðum námsstyrk frá Trinity College
öll þrjú árin. Karl Bretakonungur var
skólabróðir minn, en ég kynntist hon-
um reyndar ekki.“
Að námi loknu höf Þórarinn störf
hjá gatnamálastjóranum í Reykjavík
og vann þar við hönnun gatna og hol-
ræsa. Árið 1974 flutti Þórarinn sig
um set til Þróunarstofnunar Reykja-
víkur (síðar Borgarskipulags) þar
sem hann vann við umferðarskipulag.
„Á Þróunarstofnun fann ég mína
réttu hillu. Ég kom að umferðar-
skipulagsþættinum í aðalskipulagi
Reykjavíkur 1975-1995, sem var sam-
þykkt af borgaryfirvöldum en var
aldrei staðfest. Í þessu skipulagi var í
fyrsta skipti gert ráð fyrir Sunda-
braut.“ Árið 1977 hóf Þórarinn nám í
umferðartækni við Danmarks Tekn-
iske Højskole og lauk meistaranámi
þaðan 1979.
Er Þórarinn kom heim til Íslands
árið 1979, vann hann eitt ár sem verk-
fræðingur hjá Ístaki á Grundartanga
í Hvalfirði. Árið 1980 var Þórarinn
ráðinn til Skipulagsstofu höfuðborg-
stundakennari í samgöngutækni við
Háskóla Íslands.
Árið 1986 var Þórarinn ráðinn yfir-
verkfræðingur á umferðardeild borg-
arverkfræðings í Reykjavík og starf-
aði þar til ársloka 1991. „Í þessu
starfi fékk ég dýrmæta reynslu sem
hefur komið að góðum notum. Veiga-
mikill hluti af starfinu var að gera
frumdrög að breytingum á gatna-
skipulagi borgarinnar. Ég var einnig
ráðgjafi Borgarskipulags við umferð-
arskipulag á ýmsum stigum, alveg
upp í endurskoðun aðalskipulags.“
Í ársbyrjun 1992 var Þórarinn ráð-
inn bæjarverkfræðingur í Kópavogi
og starfaði hann þar til ársloka 2006.
„Bæjarverkfræðingsstarfið var mjög
viðamikið. Íbúum bæjarins fjölgaði
að jafnaði um 700 á ári og fram-
kvæmdir við ný hverfi voru miklar og
endurgerð eldri gatna var á fullu all-
an tímann. Þetta voru spennandi
tímar.“ 2004-2005 fékk Þórarinn
námsleyfi og fór til Durham Univers-
ity í Englandi, þaðan sem hann lauk
MBA-námi. Í kringum aldamótin var
hann annar af tveim fulltrúum Kópa-
vogsbæjar í samvinnunefnd um
svæðisskipulag höfuðborgarsvæð-
isins.
Í ársbyrjun 2007 hóf Þórarinn störf
á Almennu verkfræðistofunni sem
sviðsstjóri umferðar- og skipulags-
sviðs. „Það er óvenjulegt að verk-
fræðingar, sem hafa lengi verið í
stjórnunarstöðum hjá því opinbera,
fari undir lok starfsferils að vinna
sem ráðgjafar á verkfræðistofu. Ég
hefði ekki lagt í það ef ég hefði ekki
farið í MBA-námið.“ Eftir hrunið
2008 drógust hönnunarverkefni á Ís-
landsmarkaði verulega saman og var
Þórarinn einn af frumkvöðlum þess
að sækjast eftir hönnunarverkefnum
í Noregi. „Það gekk svo vel að fá
norsk verkefni að ég varð verkefna-
stjóri í allt að 15 verkum á endanum.“
Árið 2013 sameinuðust verkfræði-
stofurnar Almenna og Verkís undir
nafninu Verkís. Eftir sameininguna
starfaði Þórarinn aðallega sem verk-
efnastjóri í norskum veghönnunar-
verkefnum.
Þórarinn var í prófnefnd mann-
virkjahönnuða í allmörg ár. Þá var
hann í nokkur ár fulltrúi Verkfræð-
Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur – 75 ára
Stórfjölskyldan Þórarinn og Halla ásamt börnum, tengdabörnum og
barnabörnum á háskólasvæði University of Washington í Seattle.
Skólabróðir Karls Bretakonungs
Hjónin Þórarinn og Halla.
Til hamingju með daginn
Akureyri Berglind Lilja Þorbergs-
dóttir fæddist 2. nóvember 2021 kl.
22.05 á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Hún vó 3.872 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar eru Þorbergur
Ingi Jónsson og Eva Birgisdóttir.
Nýr borgari
Þín upplifun
skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Við tökum vel á móti þér
Fjölbreyttur og spennandi
matseðill þar sem allir
finna eitthvað við sitt hæfi
Skoðið matseðilinn á
finnssonbistro.is