Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 26

Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 BREIÐABLIK – STJARNAN 3:0 1:0 Dagur Dan Þórhallsson 12. 2:0 Gísli Eyjólfsson 69. 3:0 Jason Daði Svanþórsson 89. M Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki) Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Sindri Þ. Ingimundarson (Stjörnunni) Dómari: Þorvaldur Árnason/Vilhjálm- ur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: 1.226. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein – sjá mbl.is/sport/fotbolti. BESTA DEILDIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Leikmenn Breiðabliks geta farið að huga að því í hvaða tegund af kampavíni þeir ætla að skála þegar Íslandsmeistaratitilinn er kominn í höfn. Liðið vann sannfærandi 3:0- sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í Bestu deild karla í fótbolta í gær- kvöldi og náði fyrir vikið átta stiga forskoti á toppnum, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Ótrúlegir á Kópavogsvelli Breiðablik hefur verið langbesta liðið í deildinni til þessa og nokkuð ljóst að liðið tapar ekki niður góðu forskoti, þegar skammt er eftir. Árangur liðsins á heimavelli hefur verið magnaður á leiktíðinni og var sigurinn í gærkvöldi sá ellefti í tólf deildarleikjum liðsins á Kópavogs- velli. Ríkjandi Íslands- og bikar- meistarar Víkings úr Reykjavík eru eina liðið sem hefur farið með stig heim af vellinum í sumar, en þar fyr- ir utan hafa Blikar verið fullkomnir á heimavelli. Leikurinn í gærkvöldi var ójafn og aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, sérstaklega eftir að Dagur Dan Þórhallsson skoraði fyrsta markið á 12. mínútu. Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórs- son gulltryggðu sannfærandi sigur í seinni hálfleik. _ Blikinn Andri Rafn Yeoman spilaði sinn 400. keppnisleik fyrir Breiðablik í gærkvöldi og varð í leið- inni yngsti leikmaðurinn til að ná þeim áfanga fyrir íslenskt félag. _ Eftir að hafa leikið 17 leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora hefur Jason Daði Svansson skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Fátt getur komið í veg fyrir sigur Blika Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sprettur Blikinn Jason Daði Svanþórsson tekur á rás upp kantinn á Kópa- vogsvelli í gær. Stjörnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson er til varnar. - Breiðablik með átta stiga forskot - Miklir yfirburðir í nágrannaslagnum Besta deild karla Efri hluti: Breiðablik – Stjarnan............................... 3:0 Staðan: Breiðablik 23 17 3 3 58:23 54 KA 23 14 4 5 46:26 46 Víkingur R. 22 12 7 3 58:32 43 Valur 22 9 5 8 38:32 32 KR 23 7 10 6 37:35 31 Stjarnan 23 8 7 8 40:45 31 Neðri hluti: Staðan: Keflavík 23 9 4 10 42:42 31 Fram 23 6 10 7 47:53 28 ÍBV 22 4 8 10 33:44 20 Leiknir R. 23 5 5 13 23:52 20 FH 22 4 7 11 27:35 19 ÍA 23 3 6 14 26:56 15 England Leicester – Nottingham Forest.............. 4:0 Staðan: Arsenal 8 7 0 1 20:8 21 Manchester City 8 6 2 0 29:9 20 Tottenham 8 5 2 1 19:10 17 Brighton 7 4 2 1 14:8 14 Chelsea 7 4 1 2 10:10 13 Manchester Utd 7 4 0 3 11:14 12 Newcastle 8 2 5 1 12:8 11 Fulham 8 3 2 3 13:15 11 Liverpool 7 2 4 1 18:9 10 Brentford 8 2 4 2 15:12 10 Everton 8 2 4 2 7:7 10 Leeds 7 2 3 2 10:10 9 Bournemouth 8 2 3 3 6:19 9 Aston Villa 8 2 2 4 6:10 8 West Ham 8 2 1 5 5:9 7 Southampton 8 2 1 5 8:13 7 Crystal Palace 7 1 3 3 8:11 6 Wolves 8 1 3 4 3:9 6 Leicester 8 1 1 6 14:22 4 Nottingham F. 8 1 1 6 6:21 4 Pólland Slask Wroclaw – Warta Poznan ............ 0:2 - Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Slask sem er í 14. sæti af átján liðum með 13 stig úr 11 leikjum. Svíþjóð Gautaborg – Elfsborg ............................. 1:3 - Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leik- inn með Elfsborg. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á í uppbótartíma. Staðan: Djurgården 24 14 6 4 46:19 48 Häcken 24 13 9 2 53:31 48 Hammarby 24 12 7 5 44:21 43 Malmö FF 24 12 5 7 33:23 41 Kalmar 24 12 5 7 29:20 41 AIK 24 11 8 5 38:30 41 Elfsborg 24 9 9 6 45:31 36 Gautaborg 24 11 3 10 32:27 36 Mjällby 24 8 9 7 23:24 33 Värnamo 24 8 7 9 29:38 31 Norrköping 24 7 7 10 32:33 28 Sirius 24 7 5 12 23:36 26 Varberg 24 6 7 11 21:37 25 Degerfors 24 5 6 13 24:44 21 Helsingborg 24 4 5 15 20:38 17 Sundsvall 24 3 2 19 21:61 11 Noregur B-deild: Kongsvinger – Sogndal .......................... 0:0 - Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Þór Ingimundarson léku allan leikinn með Sogndal. Jónatan Ingi Jónsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Start – KFUM Ósló .................................. 3:2 - Bjarni Mark Antonsson kom inn á hjá Start á 57. mínútu. _ Efstu lið: Brann 72, Stabæk 50, Start 45, KFUM Ósló 45, Sandnes Ulf 43, Kongs- vinger 40, Ranheim 40, Sogndal 37, Mjöndalen 36, Raufoss 35. Bandaríkin Nashville – Houston Dynamo................. 1:2 - Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou- ston á 90. mínútu. 0-'**5746-' Olísdeild karla Valur – Fram ........................................ 34:27 Staðan: Valur 5 5 0 0 156:125 10 ÍBV 4 2 2 0 152:119 6 Fram 5 2 2 1 137:135 6 Haukar 4 2 1 1 112:109 5 Grótta 4 2 0 2 112:105 4 Stjarnan 4 1 2 1 114:110 4 ÍR 4 2 0 2 116:137 4 Afturelding 4 1 1 2 104:103 3 Selfoss 4 1 1 2 111:118 3 KA 4 1 1 2 105:115 3 FH 4 0 2 2 106:116 2 Hörður 4 0 0 4 114:147 0 Noregur Elverum – Drammen .......................... 32:26 - Orri Freyr Þorkelsson lék ekki með El- verum. - Óskar Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Drammen. Þýskaland B-deild: Balingen – Motor Zaporozhye........... 33:32 - Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Balingen en Daníel Þór Ingason var ekki með. $'-39,/*" Bandaríska knattspyrnukonan Murphy Agnew var besti leikmaðurinn í 18. og síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Murphy fékk tvö M fyrir frammistöðu sína með Þrótti í óvæntum sigri gegn Breiðabliki, 3:2, í lokaumferðinni á laugardaginn. Hún skoraði fyrsta mark Þróttar og lagði upp annað markið fyrir Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Þær Ólöf og Danielle Marcano, samherjar Murphy, fengu líka 2 M fyrir sína frammistöðu og þá einkunn fengu líka Olga Sevcova og Ameera Huss- en, leikmenn ÍBV, eftir sigur á Aftureldingu, 3:0. Þessar fimm eru allar í síðasta úrvalsliði umferðar á tímabilinu 2022 sem má sjá hér fyrir ofan. vs@mbl.is 18. umferð í Bestu deild kvenna 2022 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Cornelia Sundelius KR Olga Sevcova ÍBV Katrín Ásbjörnsdóttir Stjarnan Murphy Agnew Þróttur R.Aníta Ýr Þorvaldsdóttir Stjarnan Ameera Hussen ÍBV Ólöf Sigríður Kristinsdóttir Þróttur R. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir Selfoss Anna María Baldursdóttir Stjarnan Danielle Marcano Þróttur R. Anna Rakel Pétursdóttir Valur 2 4 4 2 6 4 3 5 Murphy var best í 18. umferðÍslands- og bikarmeistarar Vals eru enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki í Olísdeild karla í handbolta. Hlíðarendaliðið vann 34:27-sigur á grönnum sínum í Fram á heimavelli í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 16:15, Val í vil, og voru heimamenn sterkari í seinni hálfleik. Valsmenn urðu meistarar með afar sannfærandi hætti á síðustu leiktíð og hafa haldið áfram á sömu braut eftir sumarfrí. Eina spurningarmerkið virðist vera þátttaka Valsmanna í riðla- keppni Evrópudeildarinnar og hvaða áhrif aukið álag mun hafa á hópinn. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Róbert Aron Hostert voru marka- hæstir hjá Val í gær með sex mörk hvor og Kristófer Dagur Sigurðs- son gerði slíkt hið sama fyrir Fram, sem tapaði sínum fyrsta leik á tíma- bilinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Átök Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson sækir að marki Framara og fær óblíðar móttökur í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Fær eitthvað stöðvað Valsmenn? Jasmín Erla Ingadóttir úr Stjörn- unni var í gær valin í A-landsliðs- hópinn í knattspyrnu fyrir úrslita- leikinn um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna gegn Belgíu eða Portúgal. Hún kemur í stað Elínar Mettu Jensen sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Jasmín er 24 ára gömul og varð markadrottning Bestu deildar kvenna í ár með því að skora ellefu mörk fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 110 leiki í efstu deild og skor- að 28 mörk og lék áður 23 leiki með yngri landsliðum Íslands. Jasmín í lands- liðshópinn Morgunblaðið/Eggert Nýliði Jasmín Erla Ingadóttir er komin í landsliðshóp Íslands. Elín Metta Jensen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem báðar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu með Val á laugardag- inn hafa báðar tilkynnt að þær séu búnar að leggja skóna á hilluna. El- ín Metta er tíunda markahæsta konan í efstu deild frá upphafi með 132 mörk, öll fyrir Val, og Ásgerð- ur er sú fjórða leikjahæsta í deild- inni frá upphafi með 262 leiki, þar af 218 fyrir Stjörnuna. Elín Metta er 27 ára gömul og lék 62 landsleiki en Ásgerður er 35 ára og lék 10 landsleiki. Ásgerður og Elín eru hættar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarar Ásgerður Stefanía Bald- ursdóttir og Elín Metta Jensen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.