Morgunblaðið - 04.10.2022, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Karlakór Reykjavíkur hefur 96.
starfsár sitt í kvöld kl. 20 með fyrstu
tónleikum af fernum í Háteigs-
kirkju. Þeir næstu verða haldnir
annað kvöld kl. 20, þeir þriðju
fimmtudaginn 6. október kl. 20 og
þeir síðustu laugardaginn 8. október
kl. 15. Vegna samkomutakmarkana
undanfarinna ára hefur ekki verið
haldinn viðburður á vegum kórsins
frá því á aðventu
árið 2019 og því
afar hátíðleg
stund fyrir kór-
inn að geta loks
sungið aftur á
tónleikum.
Haft er eftir
Friðriki S. Krist-
inssyni, stjórn-
anda kórsins til
32 ára, í tilkynn-
ingu, að frábært
verði að halda í fyrsta sinn tónleika í
Háteigskirkju, sem sé bæði hljóm-
fögur og kirkjuskipið einkar fallegt.
Er þess getið til gamans að í kring-
um árið 1970 hafi allar hljómplötur
kórsins, sem SG gaf út, verið hljóð-
ritaðar í kirkjunni.
Vor að hausti
Hefðbundið starf karlakórsins
snýst að mestu um undirbúning fyr-
ir aðventutónleika í Hallgrímskirkju
og vortónleika en kórinn syngur
einnig reglulega á landsbyggðinni
og erlendis. Segir í tilkynningu að
ekki hafi tekist að halda tónleika í
vor og því megi líta á tónleikaröðina,
sem hefst í dag, sem „vortónleika að
hausti“. Þá hafi nýliðun í kórnum
verið góð undanfarin ár, þrátt fyrir
hömlur á starfseminni.
Samkvæmt lögum kórsins telst
söngmaður ekki fullgildur félagi fyrr
en hann hefur sungið á vortónleikum
og má því reikna með að nokkrir
kórmenn geri sig fullgilda með þess-
um vortónleikum að hausti.
Jóna aðalgestur
Aðalgestur kórsins að þessu sinni
er Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran
en hún útskrifaðist með meistara-
gráðu frá Óperuakademíunni við
Konunglegu óperuna í Kaupmanna-
höfn og hefur komið víða fram, þrátt
fyrir ungan aldur.
Af einstaka tónleikum sem hún
hefur komið fram á má nefna Klass-
íkina okkar í fyrra á RÚV og hlut-
verk hennar sem Papagena í Töfra-
flautunni sem sett var upp í
Kaupmannahafnaróperunni fyrir
tveimur árum. „Karlakór Reykja-
víkur er sannur heiður að samstarfi
við þessa ungu listakonu í fjórum fal-
legum einsöngslögum,“ segir í til-
kynningu um þennan raddfagra
aðalgest.
Kórinn hefur einnig á að skipa
mörgum góðum tenórum og einn,
Ari Jóhann Sigurðsson, mun syngja
einsöng í tveimur lögum. Peter
Maté, margverðlaunaður píanóleik-
ari og prófessor við Listaháskóla
Íslands, mun leika á flygilinn í kirkj-
unni við söng kórsins.
Fjölbreytt og spennandi
Efnisskrá tónleikanna er sögð
bæði fjölbreytt og spennandi og
byggð á þekktum íslenskum perlum
í bland við norræn sönglög og útúr-
dúra til Eystrasaltsríkja og suður-
ríkja Bandaríkjanna.
„Óneitanlega litast hún af vor-
komu og hækkandi sól, enda er það
sígilt viðfangsefni sem á alltaf við,“
segir í tilkynningu. Að tónleikaröð
lokinni taki við undirbúningur fyrir
næsta verkefni. „Í ár erum við afar
spenntir fyrir samstarfi við frændur
okkar í Tórshavnar Manskór. Við
stefnum að því að syngja inn aðvent-
una með þeim í Færeyjum og taka á
móti þeim 10.-11. desember á sam-
eiginlegum aðventutónleikum í Hall-
grímskirkju,“ segir í tilkynningu.
Nánari upplýsingar um viðburð-
inn má finna á fésbókarsíðu kórsins
og á miðasöluvefnum Tix.is. Einnig
verða seldir miðar í kirkjunni.
Vortónleikar að hausti
- Karlakór Reykjavíkur heldur ferna tónleika - Sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir er
aðalgestur - Vortónleikar sem ekki voru haldnir eru nú haldnir að hausti og efnisskráin litast af því
Fjölmennur Karlakór Reykjavíkur hefur á að skipa miklum fjölda karla, eins og sjá má. Hér má sjá kórinn fyrir aðventutónleika í Hallgrímskirkju.
Friðrik S.
Kristinsson
Kvikmyndaleikstjórarnir Albert
Serra og Alexandre O. Philippe
hlutu á föstudaginn var heiðurs-
verðlaun Alþjóðlegrar kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík, RIFF, fyrir
framúrskarandi listræna sýn, í Húsi
máls og menningar. Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís-
lands, veitti þeim verðlaunin. Phil-
ippe er svissneskur og Serra
spænskur og hafa báðir hlotið mikla
viðurkenningu fyrir störf sín á er-
lendum vettvangi. Nokkrar myndir
þeirra eru sýndar á RIFF, sem hófst
á fimmtudaginn var, þeirra á meðal
ný mynd Philippes sem nefnist
Lynch/Oz og var frumsýnd á Tri-
beca-kvikmyndahátíðinni í sumar.
Dagskrá RIFF má finna á riff.is.
Morgunblaðið/Eggert
Heiður Kvikmyndaleikstjórarnir Alexandre O. Philippe, lengst til vinstri, og Albert Serra, lengst til hægri, með
Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF.
Serra og Philippe heiðraðir
Ítalskar Leikstjórinn Tizza Covi og ítalska leikkonan Vera Gemma.
Fjölbreytileiki er yfirskrift sýningar
sem Ninný – Jónína Magnúsdóttir
opnar í Gallerí Gróttu við Bókasafn
Seltjarnarness á Eiðistorgi í dag,
þriðjudag, kl. 17.
Ninný nam við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og hefur að
auki sótt sér menntun hjá listamönn-
um á Íslandi, Ítalíu, Bandaríkjunum,
Danmörku og Svíþjóð. Hún sat í
stjórn Norræna vatnslitafélagsins í
fimm ár sem fulltrúi Íslands. Hún
hefur haldið margar einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að
Ninný hafi gaman af fjölbreytni í verkum sínum og vinni í ýmsa miðla, olíu,
vatnsliti og blandaða tækni. Í verkunum finnst henni skipta máli litaflæðið,
ljósið og andstæðurnar. Hún málar fígúratíf málverk og abstrakt.
Ninný sýnir myndverk í Gallerí Gróttu
Fígúratíft Hluti eins af myndverkum
Ninnýjar á sýningunni í Gallerí Gróttu.