Morgunblaðið - 04.10.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 04.10.2022, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD. SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMASÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ Telegraph Fjölmargir og ólíkir fjölmiðlar út um heimsbyggðina hafa að vanda fjallað um nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur en Fossora er sú tíunda sem hún sendir frá sér. Orð- ið fossora er nýyrði úr hugarheimi Bjarkar og er kvenkynsmynd lat- neska orðsins fossore sem þýðir grafari. Fossora er hugleiðing um rætur, jarðtengingu, ást og fjöl- skyldu sett í samhengi við neðan- jarðarheim sveppa. Björk er upp- tökustjóri á plötunni og Bergur Þórisson sá um upptöku. Meðal þeirra sem komu að upptökum eru börn Bjarkar, Sindri og Ísadóra, klarinettusextettinn Murmuri, Hamrahlíðarkórinn, Emilie Nicol- as, og Kasimyn; í hljóðheiminum eru áberandi bassaklarinettur, strengir og básúnur. Platan fjallar talsvert um arfleifð en tvö laganna eru samin í minningu móður Bjark- ar, Hildar Rúnu Hauksdóttur, sem lést 2018. Í umsögn aðalgagnrýnanda dæg- urtónlistar The New York Times, Jons Pareles, segir að Fossora geti verið þung plata, þyrnótt og áköf, en það að dýfa sér í verkið sé þess virði. Plötunni er ekki ætlað að vera við alþýðuskap, skrifar Pere- les, og það sé erfitt að sjá þennan hugarspuna Bjarkar fyrir sér á sviði, þótt hún kunni mögulega að finna leið til þess, en innri heimar Bjarkar séu æði víðáttumiklir. „Hljóðrænt ævintýr“ Í vali NPR, National Public Rad- io, í Bandaríkjum á dögunum, á bestu útgáfunum um þessar mund- ir, segir að platan samræmist vel því sem aðdáendur Bjarkar þekki og elski hana fyrir: „Hún er braut- ryðjandi í því að leiða hlustendur inn í hljóðrænt ævintýr.“ Þá er platan sögð í senn opinská en horfa inn á við. Í Pitchfork er Björk sögð „aftur jarðtengd, leitar eftir von í myrkr- inu, sveppum og mæðraveldi, sem hún finnur í bassaklarínettum og gabber-bítum“. Þá segir í Rolling Stone-tímaritinu að á Fossora sé „Björk eins Bjarkarleg og hægt er, og það er jákvætt“. Platan er sögð „yfirgripsmikil, krefjandi og fallega mannleg“ og að hljóðrænt lands- lagið sé ennþá risastórt og ógn- vekjandi, „bæði framandlegt og kunnuglegt, uppfullt af útsetn- ingum frá öðrum heimi, jarð- skorpu-bítum og hrjúfum laglínum sem kalla fram heimaland hennar, Ísland“. Í The Atlantic segir að platan sé „hlý, seðjandi og jafnvel ávanabind- andi“, hún sé að hluta til „sjálfs- ævisaga söngvaskálds, að hluta heimspekileg ritgerð og að hluta dansævintýr, platan skipar sess meðal hennar mest gefandi verka“. Loks segir í Consequence að Fossora sé „uppfull af pottþéttri, glæsilegri hljóðfæraskipan og ljóð- rænu“ og sé líka „fallegt kaos“. Ljósmynd/Viðar Logi Tónskáldið Erlendir rýnar segja plötu Bjarkar meðal annars þyrn- ótta, ákafa og glæsilega. „Eins Bjarkar- leg og hægt er“ - Jákvæð umfjöllun erlendra miðla um nýja plötu Bjarkar, Fossora, hennar 10. » Leopoldstadt, eftir breska leikskáldið Tom Stoppard í leikstjórn Patricks Marber, var frumsýnt í Longacre-leikhúsinu á Broadway um helgina. Leikritið hlaut bresku Olivier-leiklistar- verðlaunin sem besta nýja leikrit árins 2020 en Stoppard hefur á löngum og farsælum ferli skrifað yfir 30 verk. Leopoldstadt þykir persónulegasta leikrit hans þar sem hann skoðar uppruna sinn, en hann er gyðingaættar. Leopoldstadt eftir Tom Stoppard frumsýnt á Broadway Leikskáldið Steven Spielberg leikstjóri og Tom Stoppard, höfundur leikritsins, létu sig ekki vanta. Ekki benda á mig! Breski tónlistarmaðurinn Mick Jagger var mögulega að biðjast undan athyglinni á rauða dreglinum. AFP/Roy Rochlin Glæsileg Bandaríska leikonan Christine Baranski mætti glöð. Reffilegur Bandaríski leikarinn Ethan Hawke var reffilegur á frumsýningunni. Skapandi hjón Tina Fey og Jeff Richmond eru bæði starf- andi leikarar og framleiðendur í skemmtanaheiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.