Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 1

Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 1
Þakklátur þjóðinni Fellur ekkiverk úr hendi Helgi Björnsson 9. OKTÓBER 2022 SUNNUDAGUR Fasisti eða pópúlisti?Kosningasigur GiorgiuMeloni á Ítalíu hefur víðavakið hörð viðbrögð. 20 Hann er sann-kallaður þúsund-þjalasmiður,Sigmundur V.Kjartansson,sem smíðar ogtálgar alla daga. 22 Hryllileg aðkoma Mikill hryllingur og eyði-legging blasa við í borginniÍsjúm, sem Úkraínuher hefurfrelsað úr klóm Rússa. Frétta-ritari Morgunblaðsins og ljós-myndari voru þar á ferð. 10 L A U G A R D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 236. tölublað . 110. árgangur . Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/id5 Alrafmagnaður Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll Verð frá 7.690.000 kr. ER BARA FARVEGUR FYRIR LISTINA DÍANA ORÐIN FYRIRLIÐI Í ÞÝSKALANDI ÞRIÐJA TÍMABILIÐ 48ROSSY DE PALMA 50 Lögreglan í Úkraínu hefur fundið lík 534 almennra borgara á svæðinu sem úkraínski herinn hefur náð úr höndum Rússa frá því í byrjun september. Serhí Bolvínov, aðstoð- arlögreglustjóri í Karkív-héraði, sagði á blaðamannafundi að þar á meðal væru lík 226 kvenna og 19 barna. Flest fundust líkin, 447, í fjölda- gröf við borgina Ísjúm. Jón Gauti Jóhannesson, fréttaritari Morgun- blaðsins, var ásamt Oksönu Jóhann- esson ljósmyndara í Ísjúm og fór að fjöldagröfinni. Frásögn þeirra birt- ist í máli og myndum í Sunnudags- blaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Lögregla kveðst hafa fundið 22 staði sem grunur leiki á að hafi ver- ið notaðir til pyntinga í Karkív-hér- aði. Í greininni er lýsing á heimsókn í fylgd lögreglu í pyntingarklefa í lögreglustöð í borginni Ísjúm: „Bar- efli og gasgrímur voru mikið not- aðar, gasgrímurnar til að kalla fram köfnunareinkenni þegar fórnarlömb anda títt undir barsmíðum. Einnig bera fórnarlömb því vitni að raflost hafi verið algeng pyntingaraðferð hjá hernámsyfirvöldum.“ Í furuskógi skammt frá borginni komu Jón Gauti og Oksana að fjöldagröf þar sem almannavarnir Úkraínu voru að grafa upp lík. Þau spurðu yfirmann lögreglunnar á svæðinu hvaða sjón hefði verið erf- iðust í uppgreftrinum: „Við opnuð- um gröf í gær. Það voru einungis líkamshlutar þar. Fótur af korna- barni er það hryllilegasta sem ég hef séð til þessa.“ Brýnt að samstaðan haldi Arkady Rzegocki, yfirmaður pólsku utanríkisþjónustunnar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé mjög brýnt að samstaða vesturveldanna haldi og að Rússar séu áfram beittir þrýstingi því það sé allsherjarstríð í gangi gegn fólki, gegn börnum og óbreyttum borg- urum, og enginn geti samþykkt slíkt á 21. öld. »18, 24 og 26 Fleiri hundruð lík - Mikil eyðilegging á svæðum sem náðst hafa aftur í Úkraínu - Fjöldi staða fundist þar sem Rússar sæta grun um pyntingar Ellefu þingmenn fóru nýlega til Danmerkur og Noregs þar sem þeir kynntu sér meðal annars málefni flóttamanna. Málaflokkurinn úr böndunum Eyjólfur Ármannsson, 1. varafor- maður allsherjar- og menntamála- nefndar, segir málaflokkinn virðast hafa farið úr böndunum hér á landi. „Við þurfum að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingar, líkt og þessar þjóðir gera, og tryggja að fólk sem sækir um vernd fái réttláta málsmeðferð og uppfylli alþjóðleg skilyrði til að fá verndina,“ segir Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið. »4 og 11 Helgi Bjarnason Guðni Einarsson Íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað um tæplega fimm þúsund á síðustu tíu mánuðum. Þrátt fyrir það er fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu undir meðaltali landsins, eða 2,1% á móti 2,8% á landsvísu. Alls fjölgaði íbúum landsins um 9.021 síðustu tíu mánuði samkvæmt samantekt Þjóð- skrár. Íbúar eru nú 385 þúsund alls. Rekja má hluta þessarar fjölgunar til flóttafólks en eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær hefur 2.121 umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi verið samþykkt á fyrstu átta mánuðum ársins. Fjölgar um níu þúsund á landsvísu - Straumur flóttafólks ofan á fólksfjölgun Starfsfólk Fiskfélagsins dó ekki ráðalaust í rafmagnsleysi í gær og kveikti á kertum til að sjá handa skil. Gekk á ýmsu í atvinnulífi sem svo tæknivætt er orðið að rafmagn er frum- forsenda. Ringulreið myndaðist við Lækjar- götu þegar umferðarljósa naut ekki við og rafræn greiðslukerfi gengu annaðhvort á vararafmagni eða alls ekki. Til að mynda hlóðu kaupmenn posa í bifreiðum sínum og Ólafur Rúnar Þórhallsson hjá Krónunni sagði mbl.is hvernig kaupin gengju fyrir sig á eyr- inni þegar rafmagnið færi þar á bænum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kertaljós og klæðin svört

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.