Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það þarf að loka öllum dyrum og
koma í skjól hlutum sem geta fokið
þótt við séum ekki með nein
trampólín hér. Svo tökum við lömb-
in inn en ærnar fá að vera lengur
úti,“ segir Gunnar Einarsson, bóndi
á Daðastöðum í Núpasveit við
Öxarfjörð, um undirbúning fyrir
norðanstorm sem spáð er á Norður-
og Norðausturlandi á morgun.
Veðurstofan hefur gefið út við-
varanir vegna norðanhvassviðris og
storms um allt land, á sunnudag og
fram á mánudag. Appelsínugul við-
vörun er fyrir Norðurland og Norð-
austurland en gul viðvörun fyrir
aðra hluta landsins.
Í slíkum óveðrum fer rafmagnið
gjarnan af, eins og gerðist til að
mynda í síðasta mánuði, í desember
2019 og september fyrir áratug.
Rarik hefur gert átak í að end-
urnýja dreifikerfi á viðkvæmum
svæðum og lagt strengina í jörð.
Samt er það oft rafmangsleysið sem
kemur fólki verst, sérstaklega þar
sem hús eru kynt með rafmagni,
sem og á kúabúum, enda ganga
mjaltatækin og mjaltaþjónarnir fyr-
ir rafmagni.
Landsnet, sem sér um megin-
flutningskerfi raforku, hefur virkjað
viðbragð vegna veðurspárinnar.
Fundað hefur verið með almanna-
vörnum og viðbragðsaðilum á svæð-
um þar sem veðrið verður verst.
Steinunn Þorsteinsdóttir upplýs-
ingafulltrúi segir að einnig hafi ver-
ið leitað ráða hjá veðurfræðingi um
það hvar líklegast sé að áraunin á
kerfið verði mest. Nú sé verið að
skoða hvort mannskapur og tæki
verði færð að þessum svæðum.
Göngum á að vera lokið og allt fé
komið niður af heiðum. Þó er enn
verið að slátra. Gunnar á Daðastöð-
um segir að reynslan hafi kennt
honum að rétti tíminn til að taka
lömb á hús sé í byrjun nóvember og
ærnar fyrst í desember. Þá hafi
reynslan kennt honum að ánum sé
yfirleitt óhætt á láglendi.
„Maður vonar það besta“
„Maður vonar það besta. Ekki
ætti að vera hætta á miklum snjó
þegar óveður gerir svona snemma
og því ekki líkur á stórskaða. En
vindurinn getur vissulega haft
áhrif,“ segir Gunnar.
Þingeyskir bændur voru í gær að
safna búfénaði sínum heim að bæj-
um til þess að geta hýst hann, ef
þörf krefði. Þeir segja fréttaritara
Morgunblaðsins að þetta velti mikið
á hitastiginu og ef frysti geti sett
niður mikinn snjó á skömmum tíma.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Við öllu búinn Þráinn Ómar Sigtryggsson, bóndi á Litlu-Reykjum í Reykja-
hverfi, náði í hrútana í gær. Bændur vona það besta fyrir komandi óveður.
Bændur smala fé
heim að húsum
og hýsa lömbin
- Viðbúnaður vegna slæmrar spár
„Æfingin gekk mjög vel og allir fóru
sáttir en lúnir heim,“ segir Ásgeir
Guðjónsson, sprengjusérfræðingur
hjá Landhelgisgæslunni, um æf-
inguna Northern Challenge sem
lauk sl. fimmtudag. Þar æfðu
sprengjusérfræðingar frá 14 ríkjum
NATO viðbrögð við hryðjuverkum
en þetta var í 21. skiptið sem slík æf-
ing fór fram hér á landi. Hún fór að
mestu fram á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli. Að þessu sinni
voru aftengdar um 400 sprengjur á
tíu dögum.
Æfingin er jafnan umfangsmikil
og margvíslegur tækjabúnaður nýtt-
ur til hennar. Hingað til lands voru
fluttir tólf 20 feta gámar með frakt-
skipi. Í þeim voru m.a. tveir bryn-
varðir sprengjuleitarbílar frá hol-
lenska og þýska hernum, sex
óbrynvarðir bílar, málmleitartæki,
köfunarbúnaður, sérstakir
sprengjugallar, hjálmar og vesti, svo
fátt eitt sé nefnt. Til landsins komu
einnig átta herflutningavélar með
mannskap og búnað.
Hátt í 100 bílar voru teknir á leigu
vegna æfingarinnar og um 350
manns gistu á hótelum á Suður-
nesjum og höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn Ásgeirs eru brynvörðu
drekarnir notaðir til að flytja mann-
skap gegnum átaka- og sprengju-
svæði. „Þeir eru ekki vopnum búnir
en hugsaðir sem öryggishjúpur fyrir
sprengjusérfræðingana,“ segir Ás-
geir en stærri bryndrekinn, frá hol-
lenska hernum, er um 12 tonn að
þyngd. Ásgeir segir engin óhöpp
hafa orðið en æfingin gefi sveitunum
gott tækifæri til að yfirfara og bæta
verkferla og vinnubrögð.
Sveitir NATO aftengdu
400 sprengjur á 10 dögum
- Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum - Umfangið mikið
Ljósmyndir/Landhelgisgæslan
Bryndreki Öflugt tæki frá hollenska hernum var flutt hingað með skipi.
Æfing Skotheldur sprengjuleitar-
bíll frá þýska hernum.
Reykjavíkurborg hefur samþykkt
tillögu borgarstjóra um 321,2 millj-
óna króna viðbótarframlag til
Strætó fyrir 2022.
Þá hefur Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri svarað bréfi Salvarar
Nordal, umboðsmanns barna, frá
því í september, þar sem umboðs-
maður ræddi tugprósenta hækkun
fargjalda ungmenna og spurði
hvernig sveitarfélögin teldu hana
samræmast bestu hagsmunum
barna, en Morgunblaðið fjallaði ný-
lega um hækkunina. Í svari sínu
kvað borgarstjóri Strætó hafa
glímt við ærinn rekstrarvanda eftir
faraldurinn og ríkisvaldið lítt stutt
við bakið á almenningssamgöngum.
Þar sem umboðsmaður hefði sýnt
málefnum almenningssamgangna
mikla athygli væri hér með óskað
eftir því að umboðsmaður talaði
máli þeirra við stjórnvöld og Al-
þingi í nafni barna og sameigin-
legrar framtíðar allra kynslóða.
Borgin veitir Strætó
viðbótarframlag
„Umræður dagsins hafa verið afar gagn-
legar, enda var dagskráin og umræðuefnin
fjölbreytt,“ segir Bóas Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Rösklega
500 manns komu saman í gær á árlegri haust-
stefnu Hjallastefnunnar sem rekur 15 leik-
skóla og þrjá grunnskóla í alls 11 sveitar-
félögum, þar á meðal í Hafnarfirði þar sem
haustráðstefnan var haldin. Hún hófst á því
fólk myndaði kærleikshring á Víðistaðatúni.
Þar var stofnandinn Margrét Pála Ólafsdóttir
með gítarinn og saman tók fólk lagið.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kærleikshringur myndaður á Víðistaðatúni