Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 759.000,-
L 206 cm Leður ct. 25 Verð 899.000,-
STAN Model 3035 rafmagn
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Það er svo augljóst að við verðum að
hjálpa til, og það er erfitt að finna
nokkra fjölskyldu í Póllandi sem er
ekki að veita Úkraínumönnum að-
stoð,“ segir dr. Arkady Rzegocki, yf-
irmaður pólsku utanríkisþjónust-
unnar og prófessor í stjórnmálafræði
við Jagiellonian-háskólann í Kraká,
en hann flutti fyrirlestur á fimmtu-
daginn í Hátíðasal Háskóla Íslands
um áherslur í utanríkisþjónustu Pól-
lands, í ljósi þeirra áskorana sem al-
þjóðasamfélagið stendur frammi fyr-
ir.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
heimsæki Ísland, en ekki það síð-
asta,“ segir Rzegocki, spurður um
kynni sín af landi og þjóð. „Svo marg-
ir af vinum mínum og fjölskyldu hafa
heimsótt Ísland, og allir voru mjög
hrifnir,“ segir Rzegocki, sem bætir
við að Ísland sé nú sífellt að verða
vinsælli sem áfangastaður pólskra
ferðamanna.
Hann minnist að auki á þann mikla
fjölda Pólverja, sem hafa fundið hér
samastað, lagt hart að sér og aðlag-
ast samfélaginu hér. „Við kunnum
vel að meta það í Póllandi,“ segir
Rzegocki. „En ég er viss um að við
getum þrátt fyrir það gert meira til
að kynnast betur sem þjóðir.“
–En hvað er hægt að gera til að
láta þjóðir okkar kynnast betur?
„Það eru margir fullir velvilja hjá
báðum þjóðum, sem eru að reyna að
gera meira til að bæta samskiptin, en
eitt af því sem við ættum örugglega
að gera er að gefa fólki meiri þekk-
ingu um Pólland og Ísland, um
pólska menningu, sögu og einnig um
efnahag okkar,“ segir Rzegocki og
bætir við að Alþjóðabankinn hafi
mælt að á síðustu þrjátíu árum hafi
hagkerfið vaxið mest í Kína, en að
Pólland hefði verið í öðru sæti.
„Þannig að við höfum stigið stór
skref fram á við þar.“
Rzegocki segir að á hinn bóginn
mætti kynna Pólverjum Ísland bet-
ur, til dæmis í skólakerfinu og há-
skólunum. Hann nefnir sem dæmi að
í háskólanum þar sem hann kenni sé
nú hægt að læra íslensku og íslensk
fræði, og að hann sé á sama máta
glaður að heyra að það verði boðið
upp á pólsku og pólsk fræði í Háskóla
Íslands bráðum, jafnvel strax á
næsta skólaári.
Mikilvægt að halda samstöðu
Tal okkar berst að innrásinni í
Úkraínu, þar sem Pólverjar hafa ver-
ið í fararbroddi í stuðningi sínum við
Úkraínumenn, ekki síst hvað varðar
móttöku flóttamanna. „Við gerum
okkar besta til að styðja Úkraínu því
að við vitum að hver þjóð hefur rétt á
að vera frjáls og fullvalda og að
þróast með sínum eigin hætti,“ segir
Rzegocki.
Hann bætir við að önnur ástæða
fyrir stuðningi Pólverja sé sú, að
þegar staðið sé frammi fyrir heims-
valdasinnaðri og ágengri pólitík
Rússlands, þá sé einungis hægt að
stöðva hana með því að sýna styrk og
hindra að slík pólitík nái fram að
ganga. „Því að ef við gerum það ekki,
verða afleiðingarnar bara verri. Við
sáum það 2008 eftir innrásina í
Georgíu, þá brugðust Vesturlönd
ekki nægilega við og það sama gilti í
Úkraínu 2014, þannig að nú erum við
á árinu 2022 í þeirri stöðu sem við er-
um nú.“
Rzegocki segir að það sé því mjög
brýnt að samstaða vesturveldanna
haldi og að Rússar séu áfram beittir
þrýstingi. „Við höfum því hvatt alla
bandamenn okkar og almenning til
að sjá hversu mikilvæg það sé að
halda samstöðu og refsiaðgerðum
gegn Rússum, því það er allsherjar-
stríð í gangi gegn fólki, gegn börnum
og óbreyttum borgurum og enginn
getur samþykkt slíkt á 21. öld. En ef
við stöndum ekki saman verða afleið-
ingarnar verri.“
Úkraína hefur nú sótt um aðild að
bæði Evrópusambandinu og Atlants-
hafsbandalaginu. Rzegocki segir að
Pólverjar styðji mjög við þær þjóðir
sem vilji ganga til liðs við samstarf
Evrópuríkja, hvort sem er í efna-
hagsmálum eða öryggis- og varnar-
málum. „Við áttum okkur nú á því að
öryggi, ekki bara í varnarmálum
heldur einnig orkumálum og öðru
slíku, er grundvallaratriði fyrir þró-
un ríkja.“
Líkt og fyrr sagði er Rzegocki pró-
fessor í stjórnmálafræði. Spurður um
kenningar svonefndra „raunsæis-
manna“ um að stækkun Atlantshafs-
bandalagsins hafi á einhvern hátt ýtt
Rússum út í stríð segir hann að Pól-
verjar og aðrar þjóðir Mið-Evrópu
þekki vel hversu dýru verði frelsið sé
keypt. „Við viðurkennum því rétt
allra ríkja til frelsis og að skipuleggja
sig á þann hátt sem þau vilja. Það er
engin ógn sem steðjar að Rússum, og
enginn sem þrengir að tækifærum
þeirra til að þróast.“
Hann bætir við að það að hjálpa
Úkraínumönnum sé besta leiðin til
þess að hjálpa Rússum og Hvít-
Rússum. „Því Úkraínumenn ákváðu
að þeir vildu lifa í frjálsu samfélagi
og vera sjálfstætt ríki, og við ættum
að leyfa þeim það og það sama gildir
um Rússa, ef þeir vilja vera frjálsir
og byggja upp lýðræðisríki, þá
myndu allir vilja hjálpa þeim til
þess.“
Erfitt að taka upp fyrri háttu
Rzegocki segir aðspurður að það
verði erfitt að taka aftur upp sama
samband við Rússa og ríkti fyrir
stríð. „Við skulum segja að á síðustu
tveimur til þremur áratugum hafi
Pólland og önnur ríki Mið-Evrópu
orðið fyrir vonbrigðum með það
hversu „naíf“ sum ríki á Vestur-
löndum hafa verið gagnvart Rúss-
landi. Þau hafa til dæmis ekki viljað
sjá að Rússar beita jarðgasi og olíu
sem pólitískum vopnum,“ segir Rze-
gocki og bætir við að það sé löngu
kominn tími til þess að láta af slíkum
barnaskap. „Ef við veitum þeim
minnsta tækifæri munu þeir nota það
til þess að undirbúa næsta stríð, eða
næsta þrýsting á Vesturlönd.“
Talið berst að kjarnorkuhótunum
Rússa. Rzegocki segir það ekkert
nýtt að Rússar beiti alls kyns hót-
unum til þess að reyna að koma í veg
fyrir að vesturveldin styðji við Úkra-
ínu. „En við verðum að gera það, það
er lykilatriði fyrir framtíð Evrópu.“
–Hvað myndi gerast ef Rússar
vinna stríðið? Munu þeir hefja land-
vinningastríð gegn öðrum ríkjum?
„Við erum handviss um það, það þyk-
ir svo augljóst í ríkjum Mið-Evrópu.
Árið 2008 sagði Lech Kaczynski, for-
seti Póllands, í Tblisi, höfuðborg
Georgíu, að nú væri það Georgía, en
næst yrði það Úkraína, svo Eystra-
saltsríkin og svo Pólland. Þannig að
það er augljóst að Rússar munu
ganga eins langt og þeir geta, og það
er tími til kominn að við segjum
stopp, og munum um leið hversu
miklar hetjudáðir Úkraínumenn eru
að vinna nú. Þeir þurfa okkar hjálp.“
Kominn tími til að spyrna við fótum
- Dr. Arkady Rzegocki, yfirmaður pólsku utanríkisþjónustunnar, segir það Pólverjum mikilvægt að
ríki Vesturlanda styðji áfram við Úkraínu - Rússar muni ellegar ganga eins langt og þeir geti
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Samstaða Arkady Rzegocki, yfirmaður pólsku utanríkisþjónustunnar, segir brýnt að standa saman gegn innrásinni.
Langholtsskóli í Reykjavík er 70 ára
um þessa mundir og því verður
fagnað með afmælishátíð í skól-
anum í dag, laugardag. Hátíðin
hefst kl. 11 með skrúðgöngu um
Langholtshverfið sem er í austan-
verðum Laugardalnum. Í framhald-
inu verður efnt til skemmtidagskrár
á sal skólans. Þar sýna nemendur
afrakstur þemavinnu sinnar að
undanförnu, sem á að gefa innsýn í
skólastarfið fyrr og nú. Allir eru
boðnir velkomnir til þessarar hátíð-
ar.
Skólabyggingin var tekin í notk-
un í október árið 1952, en hefur fjór-
um sinnum síðan þá verið stækkuð.
Síðasta stækkun var árið 2005 og í
þeim hluta hússins eru nú hátíðar-
salur og mötuneyti. Flestir voru
nemendur skólans veturinn 1959-
1960 eða alls 1.190. Skólinn var þá
þrísetinn, rétt eins og þurfti, en á
þessum árum var Langholtshverfið
helsta vaxtarsvæði borgarinnar.
Í seinni tíð hafa nemendur í
skólanum verið 520-600 talsins en
eru nú 574. Núverandi skólastjóri,
Hreiðar Sigtryggsson, kom að skól-
anum 2001 og Sesselja Auður Eyj-
ólfsdóttir aðstoðarskólastjóri árið
eftir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Langholtsskóli Setur svip sinn á Laugardalinn í Reykjavík og starfið hefur
mótað mannlíf og menningu í hverfinu, eins og minnst er á afmælinu.
Afmælishátíð í
Langholtsskóla
- 70 ára starf - Nemendurnir nú 574