Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að viðskipta- kjör þjóðarinnar hafi batnað á þriðja ársfjórðungi í ár. Á því tímabili hækkaði fiskverð sem hlutfall af olíu- verði og ferðaþjónustan naut góðrar eftirspurnar. Á móti kemur að álverð lækkaði sem hlutfall af olíuverði. Þetta má lesa úr greiningu Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra Analytica, fyrir Morgunblaðið. Niðurstaðan er sýnd á grafinu hér til hliðar. Reiknað er út frá gögnum Hagstofunnar og Seðlabankans. Bláa línan sýnir viðskiptakjörin en þau tóku að batna mikið eftir fyrsta ársfjórðung 2021, þegar farsóttin gaf eftir, og hafa þau ekki verið jafn góð síðan þensluárið 2007. Hefur olíuverð til hliðsjónar Tölur um samanlögð viðskiptakjör þjóðarinnar ná út annan ársfjórðung í ár og áætlar Yngvi þróun þeirra á þriðja fjórðungi út frá álverði og fiskverði sem hlutfall af olíuverði. Tölur um fiskverð liggja fyrir hjá Hagstofunni en tölur um verð á olíu og áli eru kauphallarverð. Vegna vægis áls og fisks í útflutningi notar Yngvi þessar vörur sem mælikvarða á viðskiptakjörin. Viðskiptakjörin sýna hlutfall verðs á útfluttri vöru og þjónustu deilt með verði á innfluttri vöru og þjónustu. Eins og grafið sýnir er fylgni milli raungengis og viðskiptakjara. Þegar viðskiptakjörin styrkjast fylgir gengið gjarnan með og öfugt. Raungengið stendur nokkurn veg- inn í stað milli annars og þriðja árs- fjórðungs í ár en það gaf eftir í far- sóttinni en styrktist svo smátt og smátt. Hækki verð á innfluttum vörum og þjónustu um- fram verð á út- flutningi þá rýrna viðskiptakjörin. Þau batna hins vegar þegar verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkar umfram innflutning. Yngvi segir endurkomu ferðaþjón- ustunnar eiga mikinn þátt í batnandi viðskiptakjörum þjóðarinnar. Vís- bendingar séu um að tekist hafi að fá hærra verð en áður og auka þar með arðsemi fyrirtækja í greininni. Það vegi mun þyngra en sveiflur í olíu- verði sem aftur skili sér út í við- skiptakjör þjóðarinnar. Hins vegar vanti góðan mælikvarða á verðlag til ferðamanna og því eru þessi jákvæðu áhrif áætluð óbeint út frá nokkrum mælikvörðum. Fiskverðið hækkaði Samkvæmt greiningu Yngva hækkaði fiskverð sem hlutfall af olíu- verði á þriðja ársfjórðungi og bötn- uðu viðskiptakjörin í sjávarútvegi sem því nemur. Álverð hefur hins vegar lækkað á sama mælikvarða en það var sögulega hátt á fyrri hluta ársins, í kjölfar innrásar Rússlands- hers í Úkraínu, og var meðalverðið til dæmis 3.538 dalir á tonnið í London í mars. En meðalverð síðasta áratugar var rétt yfir 1.900 dalir á tonnið. Miðað er við verð á Norðursjávar- olíu. Tunnan kostaði um 75 dali í byrjun árs en kostar nú um 98 dali sem er hækkun um hér um bil 31 pró- sent. Raungengið hins vegar lægra Viðskiptakjörin eru sem fyrr segir á svipuðum slóðum og 2007 (sjá graf). Raungengið er hins vegar mun lægra en þá. Það hefur engu að síður styrkst og samkvæmt áætlun Analy- tica er það nú komið í sama horf og í árslok 2019. Raungengið náði hæstu hæðum í júní 2017 en náði svo lág- marki haustið 2020, í miðjum faraldrinum, en tók svo að styrkjast. Til upprifjunar er raungengi annað en skráð nafngengi. Styrkist raun- gengið er verðlag og/eða launa- kostnaður að hækka hraðar innan- lands en erlendis, mælt í sömu mynt. Hátt verðlag í ferðaþjón- ustu styrkir viðskiptakjörin 120 115 110 105 100 95 250 200 150 100 50 Viðskiptakjör Álverð/olíuverð Fiskverð/olíuverð Raungengi m.v. verðlag 2010=100 Vísitölur viðskiptakjara ogverðhlutföll álverðs,fiskverðs ogolíuverðs Frá 31. febrúar 2000 til 30. september 2022 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 Viðskiptakjör Álverð/olíuverð,fiskverð/olíuverð og raungengi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands og Analytica - Álverð sem hlutfall af olíuverði hefur hins vegar farið lækkandi undanfarið Yngvi Harðarson 22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 8. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 141.66 Sterlingspund 159.57 Kanadadalur 103.69 Dönsk króna 18.78 Norsk króna 13.397 Sænsk króna 12.848 Svissn. franki 143.91 Japanskt jen 0.9791 SDR 182.16 Evra 139.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.5119 « Kaupfélag Skag- firðinga og Hái Klettur, sem er í eigu Árna Péturs Jónssonar, fyrrver- andi forstjóra Skeljungs, hafa keypt Gleðipinna, sem halda utan um rekstur veitinga- staðanna Aktu Taktu, American Style, Blackbox og Hamborgarafabrikk- unnar. Gleðipinnar eru umsvifamikið fyrir- tæki í veitinga- og afþreyingarþjónustu hér á landi og eiga fyrir utan fyrrnefnda staði Keiluhöllina og Rush trampólín- garðinn, veitingastaðina Saffran og Pítuna og hlutdeild í Olifa – La Madre Pizza og Icelandic Food Company. Núverandi eigendur Gleðipinna munu áfram eiga hlutdeild í síðarnefndu fé- lögunum samkvæmt tilkynningu frá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte, sem var ráðgjafi félagsins í söluferlinu. Kaup- verðið er ekki gefið upp en viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Jóhannes Ásbjörnsson er sem stend- ur stærsti eigandi Gleðipinna. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu hann og aðrir í stjórnendarteymi félagsins starfa áfram hjá Gleðipinnum. Heildartekjur Gleðipinna námu í fyrra um 3,1 milljarði króna og hagnaður um 130 milljónum króna, samanborið við 40 milljóna króna tap árið áður. KS og Árni Pétur kaupa Gleðipinna og valda staði Jóhannes Ásbjörnsson STUTT Bað- og líkams- vörurnar frá SPA of Iceland hlutu í vikunni gullverðlaun á verðlaunahátíð- inni Frontier Awards 2022 í Cannes í Frakk- landi. Verð- launahátíðin er haldin árlega meðal fyrirtækja sem tengjast verslun og viðskiptum í flugstöðv- um og fríhöfnum. Hjónin Fjóla G. Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson, eigendur og stofnendur félagsins, tóku við verð- launum á hátíðinni. Alþjóðleg dómnefnd valdi á milli hundraða fyrirtækja og vöruteg- unda í ýmsum flokkum alls staðar að úr heiminum, og voru SPA of Iceland-vörurnar valdar sem snyrtivörulína ársins. Í öðru sæti var nýja línan frá Jean Paul Gaul- tiere. Sem dæmi um aðra sigurvegara í samkeppninni var Heathrow valinn flugvöllur ársins, King Power valið verslunarfyrirtæki ársins, Dubai- fríhöfnin var fríhöfn ársins og Lagardère teymi ársins. Verðlaun- uð í Cannes - SPA of Iceland snyrtivörulína ársins Haraldur og Fjóla frá SPA of Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.