Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 24

Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 24
24 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Gallamál Varstu að kaupa gallaða fasteign? Er seljandinn ekki að skila fasteigninni eins og um var samið? Er verið að halda eftir greiðslum til þín vegna meintra galla? Hjá Löggarði lögmannsstofu, Tjarnargötu 4, Reykjavík, starfa sérfróðir lögmenn á sviði fasteignaréttar, sem geta leyst úr þínum málum. Hafðu samband á loggardur.is eða í síma 694 8575/844 8005. Mikhaíl Kasíanov, fyrrverandi for- sætisráðherra Rússlands, skoraði í gær á Svía að hleypa Rússum ekki að rannsókn skemmdarverkanna sem unnin voru í síðustu viku á Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti. Sagði Kasíanov í samtali við sænska dag- blaðið Aftonbladet að hugsanlegt væri að rannsóknin myndi beina sökinni að Rússum sjálfum. „Það gæti verið. Við getum bara giskað á hverjir græði á þessu, og auðvitað gæti Pútín viljað skapa vandamál fyrir Evrópubúa í vetur. Þess vegna stöðvaði hann Nord Stream 1 vegna „viðgerða“ og lokaði svo fyrir allt saman. Hann vill valda meiri vandamálum og spennu milli Evrópuríkja,“ sagði Kasíanov, en hann var forsætisráðherra Rúss- lands undir Pútín Rússlandsforseta frá árinu 2000 til 2004. Mikhaíl Misjústín, forsætisráð- herra Rússlands, sendi á fimmtu- daginn bréf til Magdalenu And- ersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann krafðist þess að Rúss- ar myndu fá fulltrúa sinn við rann- sóknina á skemmdarverkunum. Kasíanov sagði þá bón koma ekki á óvart. „Það vilja þeir alltaf. Það var það sama á bak við flugslysið hjá flugvélinni MH17 [sem rússneskir aðskilnaðarsinnar skutu niður]. Þeir vilja fá innsýn í það hvaða upplýs- ingar rannsóknin hefur og skapa vandamál,“ sagði Kasíanov. AFP/Sænska landhelgisgæslan Nord Stream Rannsókn skemmdar- verksins er nú í fullum gangi. Skorar á Svía að bjóða Rússum ekki að borðinu - Kasíanov segir að Rússar vilji skapa vandamál Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneski herinn lýsti því yfir í gær að hann hefði náð að hertaka á ný nokkur þorp í nágrenni við borgina Bakhmút í Donetsk-héraði, en Rúss- ar hafa reynt að sækja þar fram síð- ustu vikurnar til að draga mátt úr gagnsóknum Úkraínumanna í aust- ur- og suðurhluta landsins. Bardagar geisa enn í Kerson-hér- aði í suðri og í Lúhansk-héraði í austri, en talið var að Úkraínuher þyrfti að stöðva gagnsóknir sínar tímabundið í gær til þess að tryggja stöðu sína á þeim landsvæðum sem hann hefur náð að frelsa, og til þess að undirbúa næstu lotu gagnárása. Yfirlýsing Rússa kom sama dag og Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnaði sjötugsafmæli sínu, en Kírill, patríarki rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, sagði að valdatíð Pútíns hefði verið „blessuð af Guði“ og að forsetanum hefðu verið falin örlög rússnesku þjóðarinnar. Þakkaði Kí- rill Pútín fyrir að hafa „umbreytt ímynd Rússlands, styrkt fullveldi þess og varnargetu og varið þjóðar- hagsmuni þess“. Óánægja í innsta hring? Pútín bárust þó ekki eintóm gleði- tíðindi á afmælisdaginn, þar sem bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að meðlimur í innsta hring rússneska stjórnkerfis- ins hefði nýlega lýst yfir óánægju sinni með frammistöðu Pútíns í Úkraínustríðinu beint fyrir framan forsetann. Hafði blaðið upplýsingar sínar frá bandarískum leyniþjón- ustustofnunum. Reynist tíðindin rétt þykja þau vera til marks um að fleygur sé að myndast meðal æðstu manna í stjórnkerfi Rússlands vegna þess hversu illa stríðsrekstur þeirra gengur. Þannig bárust fregnir af því í fyrradag að Sergei Shoígú, varnar- málaráðherra Rússlands, fyndi nú fyrir sífellt meiri þrýstingi vegna þeirra ósigra sem Rússaher hefði beðið til þessa. Sú gagnrýni berst einkum frá rússneskum harðlínumönnum, sem telja að Rússar hafi ekki gert nóg til þess að vinna stríðið, og voru þeir Jevgení Prigoshín, stofnandi Wagner-herdeildarinnar, og Rams- an Kadírov, leiðtogi Téténa, á meðal þeirra sem sagðir voru hafa gagn- rýnt Shoígú eftir að borgin Líman var frelsuð af Úkraínumönnum. Þá sagði Kírill Stremousov, vara- leppstjóri Rússa í Kerson-héraði, á Telegram-síðu sinni á fimmtudaginn að frammistaða Shoígús sem varnar- málaráðherra í Úkraínu hefði verið svo lök að ef hann væri „alvöru her- maður“ hefði hann fyrirfarið sér. Vís- aði Stremousov þar til þess að Shoígú hefur aldrei gegnt herþjónustu, þrátt fyrir að hann hafi verið varnarmála- ráðherra í um áratug. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, vísaði hins vegar fréttaflutningi Washington Post á bug. Sagði Peskov við dagblaðið að vitanlega hefðu menn skipst á skoð- unum og jafnvel tekist á um hvaða stefnu ætti að taka, en að það væri hluti af venjulegu vinnuferli og ekki dæmi um misklíð í innsta hring Pút- íns. Þá hafnaði hann alfarið að ein- hver hefði gagnrýnt Pútín beint. Hermenn leggi niður vopn sín Oleksí Resnikov, varnarmálaráð- herra Úkraínu, skoraði í gær á rúss- neska hermenn að leggja niður vopn. Hét hann því að lífi þeirra yrði þyrmt og að þeir yrðu öruggir. „Þið getið enn forðað Rússlandi frá harmleik og rússneska hernum frá niðurlæg- ingu,“ sagði Resnikov á rússnesku í myndbandsávarpi til rússneskra her- manna. „Við ábyrgjumst líf, öryggi og rétt- læti fyrir alla sem neita að berjast þegar í stað, og við munum tryggja að herdómstóll rétti yfir þeim sem gáfu ólöglegar skipanir,“ sagði Resnikov. Emmanuel Macron Frakklands- forseti lýsti því yfir í gær að Frakkar hefðu stofnað sérstakan sjóð með stofnframlagi upp á 100 milljónir evra, eða sem nemur um 14 milljörð- um íslenskra króna, til að gera Úkra- ínumönnum kleift að kaupa vopn og önnur hergögn sem þeir þurfa til þess að verjast innrás Rússa. Sagði Macron að sjóðurinn myndi hjálpa Úkraínumönnum að kaupa vopn sem Frakkar hefðu þegar sent til landsins og einnig vopn sem Frakkar ætluðu sér að senda áfram þangað. Þá sagði Macron að verið væri að ræða við önnur ríki, sérstak- lega Danmörku, um að senda til Úkraínu fleiri CAESAR-fallbyssur, en Úkraínumenn hafa nú þegar 18 slík vopn og hafa látið vel af þeim. Gagnrýndi stríðsreksturinn Norska Nóbelsverðlaunanefndin lýsti því yfir í gær að hún hefði ákveðið að veita mannréttindasam- tökum í Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi friðarverðlaun Nób- els. Gagnrýndi dómnefndin „alræð- isstjórn“ Pútíns Rússlandsforseta og landvinningastríð hans í Úkraínu. Samtökin Memorial í Rússlandi, Center for Civil Liberties í Úkraínu og Ales Bíalíatskí, stjórnarandstæð- ingur í Hvíta-Rússlandi, fengu friðarverðlaunin í sameiningu. Berit Reiss-Andersen, forseti Nóbelsverð- launanefndarinnar, sagði að verð- launahafarnir hefðu verið framúr- skarandi við að skrásetja stríðsglæpi, mannréttindabrot og valdaníð. „Saman sýna þeir mikil- vægi borgaralegs samfélags fyrir frið og lýðræði.“ Oleksandra Matvítsjúk, stofnandi Center for Civil Liberties, lýsti því yfir að setja ætti á fót alþjóðlegan stríðsglæpadómstól, þar sem Pútín gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir glæpi sína, en stofnunin fékk verð- launin fyrir að hafa borið kennsl á og skrásett stríðsglæpi Rússa gegn Úkraínumönnum. Sagði Matvítsjúk að slíkur dóm- stóll myndi gefa hundruðum þús- unda fórnarlamba stríðsglæpa möguleika á að sjá réttlæti. Forseta- embætti Úkraínu sendi frá sér yfir- lýsingu vegna útnefningarinnar og sagði þar að úkraínska þjóðin væri „arkitektar friðarins“. Ekki voru þó allir Úkraínumenn ánægðir með val Nóbelsverðlauna- nefndarinnar, þar sem með því væru Úkraínumenn enn og aftur settir saman í hóp með Rússum og Hvít- Rússum. Míkhaíló Podolíak, ráðgjafi Selenskís Úkraínuforseta, sagði á Twitter-síðu sinni að Nóbelsnefndin hefði „áhugaverðan skilning“ á orð- inu friður, með því að stilla saman fulltrúum tveggja ríkja, sem hefðu ráðist á það þriðja. Höfuðstöðvar gerðar upptækar Memorial-samtökin rússnesku voru stofnuð árið 1989 af Andrei Sakharov, sem sjálfur hlaut friðar- verðlaunin árið 1975. Eru þau stærstu mannréttindasamtök Rúss- lands, en hæstiréttur landsins fyrir- skipaði í desember síðastliðnum að þau skyldu leyst upp. Yan Ratsjinskí, yfirmaður sam- takanna, sagði að verðlaunin gæfu þeim móralskan styrk á sorglegum tímum, og að það væri mikill heiður að deila þeim með úkraínsku sam- tökunum. Rússnesk stjórnvöld svör- uðu útnefningunni í gær með því að láta dómstól í Moskvu fyrirskipa að höfuðstöðvar samtakanna í borginni yrðu gerðar upptækar og að ríkis- eign. Eiginkona Bíalíatskís sagði að hann hefði verið frá sér numinn af gleði þegar hann heyrði tíðindin, en hann situr nú í fangelsi í Hvíta-Rúss- landi vegna baráttu sinnar fyrir auknum mannréttindum þar. Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rúss- landi, sagði að verðlaunin væru við- urkenning fyrir alla Hvít-Rússa sem berðust fyrir frelsi og réttlæti. Segjast sækja fram við Bakhmút - Rússar hertaka nokkur þorp í Donetsk-héraði - Pútín fagnar sjötugsafmæli - Vaxandi misklíð sögð ríkja meðal æðstu ráðamanna - Friðarverðlaun Nóbels til Úkraínu, Rússlands og Hvíta-Rússlands AFP/Yasuyoshi Chiba Líman Úkraínskir hermenn sitja hér á bryndreka í nágrenni Líman, sem nýlega var frelsuð í Donetsk-héraði. AFP/Rodrigo Freitas Nóbel Mynd af Ales Bíalíatskí, einum af Nóbelsverðlaunahöfunum þremur, var til sýnis í garði Nóbels í gær, en Bíalíatksí er í fangelsi í heimalandinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.