Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Úkraínska
lög-
reglan
hefur fundið lík
534 almennra
borgara á því
svæði, sem Úkra-
ínuher hefur náð úr höndum
Rússa síðan í byrjun sept-
ember. Frá þessu greindi
lögreglan í Karkív á
fimmtudag. Þar af eru lík
226 kvenna og 19 barna.
Lögreglan fann einnig 22
staði, sem talið er að Rússar
hafi notað til pyntinga í Kar-
kív-héraði. Safnar lögregla
nú gögnum frá þessum stöð-
um og leitar vitnisburða,
þar á meðal hjá fólki, sem
var í haldi hjá Rússum.
Flest líkin, 447, fundust í
fjöldagröf í borginni Ísjúm.
Þar var Jón Gauti Jóhann-
esson, fréttaritari Morgun-
blaðsins, á ferð ásamt
Oksönu Jóhannesson ljós-
myndara eftir að borgin var
frelsuð og er grein hans frá
vettvangi í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, sem fylgir
blaðinu í dag.
Jón Gauti skrifar að mikla
eyðileggingu megi sjá í mið-
borg Ísjúm. Íbúðarhúsnæði,
bæjarstjórnarskrifstofur og
sjúkrahús hafi orðið fyrir
þungum sprengjuárásum.
Lögreglan sýndi honum
pyntingarklefa í lögreglu-
stöð í borginni. „Barefli og
gasgrímur voru mikið not-
aðar, gasgrímurnar til að
kalla fram köfnunar-
einkenni þegar fórnarlömb
önduðu títt undir bar-
smíðum,“ skrifar hann.
„Einnig bera fórnarlömb því
vitni að raflost hafi verið al-
geng pyntingaraðferð hjá
hernámsyfirvöldum. Lík
úkraínskra hermanna í
fjöldagröf í skógi skammt
frá Ísjúm bera merki um
enn hryllilegri pyntingar.“
Í greininni er rætt við
fólk, sem lifði af hernámið.
Þar má sjá lýsingar á glund-
roðanum í rússneska hern-
um og skipulagsleysi, þar
sem eru í bland atvinnuher-
menn, málaliðar og óbreytt-
ir borgarar. „Allir stálu í
einhverjum mæli og það
virtist vera rígur og fjand-
skapur á milli hinna ólíku
sveita,“ segir einn viðmæl-
andi.
Viðmælendurnir í grein-
inni tala ekki bara um
fólskuverk. Ein kona lýsir
því að til hennar hafi komið
hermenn, kropið á kné og
beðist afsökunar
á hernáminu og
eyðileggingunni.
Þeir hefðu haldið
að þeir væru að
fara á heræfingu.
Óhugnanleg-
astar eru lýsingarnar og
myndirnar frá fjöldagröf-
inni í furuskógi skammt frá
Ísjúm þar sem almanna-
varnir Úkraínu grófu upp
lík og fulltrúar stríðs-
glæpasaksóknara landsins
tóku myndir og unnu að
frumrannsókn á vettvangi.
Dánarorsakir eru ýmsar.
Þegar fréttaritari Morgun-
blaðsins var þarna höfðu
úkraínsk stjórnvöld fundið
ummerki pyntinga og af-
töku á 30 líkanna. „Hendur
bundnar fyrir aftan bak,
reipi um hálsinn, brotnir út-
limir og skotsár. Á nokkrum
líkanna sé ljóst að kynfæri
karlmanna hafi verið skorin
af, merki um þann hrylling
sem átti sér stað undir her-
námi Rússa,“ skrifar Jón
Gauti.
Stríðið í Úkraínu hefur nú
staðið síðan í febrúar. Inn-
rás Rússa í Úkraínu var
reiðarslag og fátt annað
komst að í fjölmiðlum. Þeg-
ar frá leið vék Úkraína fyrir
öðrum fréttum. Víða í Evr-
ópu var meira fjallað um
hækkanir á orkuverði heima
fyrir, en hremmingarnar í
stríðinu. Úkraína hefur svo
aftur komist í fréttirnar eft-
ir að Úkraínuher sneri vörn
í sókn í Karkív-héraði og
tókst að hrekja Rússa frá
hluta þess svæðis, sem þeir
hyggjast sölsa undir sig í
krafti fullkomlega mark-
lausrar atkvæðagreiðslu.
En þótt fréttaflutning-
urinn af hildarleiknum í
Úkraínu dvíni, heldur
stríðsgnýrinn áfram. Rúss-
ar hafa sett líf milljóna
manna úr skorðum með
hernaði, sem engin leið er
að verja. Allt of margir hafa
látið lífið, allt of margir hafa
misst sína nánustu, allt of
margir hafa glatað öllum
sínum eigum.
Það er því gott að fá frá-
sögn af vettvangi beint í æð,
vitnisburð íbúa um lífið á
meðan á hernáminu stóð.
Einn viðmælandi tárast yfir
eyðileggingunni, en segir í
næstu setningu að nú þurfi
að bretta upp ermar og end-
urbyggja.
Þótt ástandið sé átakan-
legt lifir vonin alltaf.
Innrás Rússa hefur
kallað átakanlegar
hörmungar yfir
Úkraínumenn}
Fólskuverk í Úkraínu
U
mræða um fæðuöryggi á Íslandi
hefur færst ofar á dagskrá
stjórnvalda síðustu misseri.
Bæði í heimsfaraldri kórónu-
veiru og í kjölfar innrásar
Rússa í Úkraínu hafa vaknað spurningar um
öryggi flutninga til landsins og aðfangakeðjur.
Forsætisráðherra skipaði starfshóp í mars á
þessu ári sem fjallaði um nauðsynlegar birgðir
til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á
hættutímum. Matvælaráðuneytið átti fulltrúa í
þeim hópi, enda heyra mikilvægir þættir fæðu-
öryggis undir matvælaráðuneytið.
Orkuskipti eru forsenda fæðuöryggis
Í skýrslunni er fjallað heildstætt um þá ör-
yggisþætti sem þarf að treysta á Íslandi. Ætla
má að birgðir af jarðefnaeldsneyti séu veikasti
hlekkurinn en skv. skýrslunni eru oft ekki til meira en 3-5
vikna birgðir. Án jarðefnaeldsneytis flytjum við engin
matvæli milli staða og togarar liggja bundnir við bryggju.
Þá er einnig ljóst að landbúnaður er háður innflutningi á
áburði og fóðurkorni. Án hnökralausra flutninga getur
matvælaframleiðsla dregist hratt saman hérlendis. Við
búum svo vel á Íslandi að eiga endurnýjanlega orku og því
eru frekari orkuskipti augljóst næsta skref. Miðað við
hraðar framfarir í orkumiðlun má ætla að innan einhverra
ára verði raunhæft að knýja togara með rafeldsneyti og nú
þegar eru til dráttarvélar sem ganga fyrir nýorku á borð
við metan.
Innviðir fyrir kornrækt eru öryggismál
Samhliða því að halda áfram orkuskiptum,
þurfum við að byggja upp nauðsynlega innviði
til þess að efla kornrækt. Slíkir innviðir eru síst
minna mikilvægir heldur en öruggir sam-
gönguinnviðir, hafnir og flugvellir. Aðgerða-
áætlun um að efla kornrækt er í vinnslu hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands og er væntanleg í
mars á næsta ári. Ljóst er að til þess að korn-
rækt geti vaxið á skynsamlegan hátt þarf að
tryggja að hún byggist upp á þeim svæðum
sem henta best til kornræktar. Við höfum ný-
leg dæmi úr sögunni þar sem stjórnvöld hlut-
uðust um að byggja upp búgreinar án þess að
hugsa út í hvar slík uppbygging ætti helst að
fara fram. Þá hef ég í hyggju að ræða við
bændur um uppskerutryggingar á korni og
hvernig megi útfæra þær við endurskoðun búvörusamn-
inga. En eins og dæmin sanna úr Eyjafirði má ætla að
áhættan við ræktun dragi úr áhuga bænda, sé engin leið
að tryggja lágmarksafkomu. Slíkar tryggingar þekkjast,
þótt þær séu ekki almennar í þeim löndum sem við berum
okkur saman við.
Ég hef mikla trú á tækifærunum sem felast í aukinni
kornrækt á Íslandi. Til þess að grípa þau tækifæri er mik-
ilvægt að ryðja úr vegi hindrunum sem felast í okkar eigin
kerfum auk þess að byggja upp nauðsynlega innviði.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Fæðuöryggi í nýju ljósi
Höfundur er matvælaráðherra
svandis.svavarsdottir@mar.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
því fjarri að búið sé að draga allar
vígtennur úr Belgorod því um borð
má finna sex drónaskeyti af Pósei-
don-gerð. Skeyti þessi eru engin
smásmíði, 20 metrar á lengd, tveir
metrar í þvermál og kjarnaknúin.
Geta þau flutt bæði hefðbundna
sprengihleðslu og kjarnaodd.
Upplýsingum viljandi lekið
Pentagon, varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna, telur sögu Pósei-
dons ná aftur til septembermánaðar
2015. Tveimur mánuðum síðar var
leynilegu skjali lekið til rússneskra
fjölmiðla. Var þar talað um „háleyni-
legt fjölþátta neðansjávarvopn“.
CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna,
telur víst að Moskvuvaldið hafi vilj-
andi lekið skjalinu til að auka á
áhyggjur Vesturlanda.
Að sögn Pentagon fór fyrsta til-
raun með Póseidon fram 27. nóv-
ember 2016. Var skeyti þá skotið frá
rússneska kafbátnum B-90 Sarov og
fór tilraunin fram á norðurslóðum. Í
janúar 2019 tilkynnti rússneski sjó-
herinn svo um smíði minnst 30 Pó-
seidon-drónaskeyta og skyldi þeim
komið fyrir í fjórum kafbátum Norð-
urflotans og Kyrrahafsflotans.
Hernaðarsérfræðingar eru ekki
vissir um getu Póseidon. Með
kjarnaoddi er þó víst að dróna-
skeytið getur valdið miklu tjóni. Eru
þá hugsanleg skotmörk einkum flug-
móðurskipafloti NATO og strand-
borgir, en við vissar kringumstæður
getur neðansjávarkjarnasprenging
valdið mikilli flóðbylgju sem flutt
getur geislandi efni langar leiðir.
Sovéskur risi til æf-
inga á norðurslóðum
Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna
Hermáttur Sovéskur kjarnakafbátur af gerðinni Oscar á siglingu. Þótt stór
sé þá er bátur þessi minni en risinn Belgorod sem nú er á norðurslóðum.
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
R
ússneski kjarnakafbát-
urinn Belgorod K-329
hefur yfirgefið skipa-
smíðastöðina Severó-
dvinsk á Kólaskaga í norðaustur-
hluta Rússlands. Er þetta í fyrsta
skipti sem honum er siglt, utan
styttri prófana. Gervitunglamyndir,
sem teknar voru dagana 22. og 27.
september sl., sýna Belgorod á sigl-
ingu ofansjávar á Barentshafi, norð-
ur af Kólaskaga. Telja hernaðarsér-
fræðingar líklegt að kafbáturinn sé
nú kominn enn norðar. Ekki er vitað
um ástæðu siglingarinnar. Sumir
segja Rússa einungis vera að minna
á neðansjávarflota sinn en aðrir telja
víst að til standi að prófa vopnabún-
að Belgorods á norðurslóðum. Ber
þar helst að nefna drónaskeyti sem
kennd eru við gríska sjávarguðinn
Póseidon. Skeytin bera kjarnaodd.
Saga Belgorods nær aftur til árs-
ins 1992 þegar smíði hans hófst. Í
grunninn er um að ræða sovéskan
kjarnakafbát af gerðinni Oscar II.
Slíkir bátar voru sérstaklega hann-
aðir til að granda flugmóðurskipa-
flota Bandaríkjanna í kalda stríðinu.
Í því skyni eru Oscar II-bátar vopn-
aðir gríðaröflugum skipaflaugum af
gerðinni P-700 Granít sem sovéski
sjóherinn tók í notkun árið 1983. Sé
vopni þessu beitt gegn flugmóður-
skipi er nokkrum Granít-flaugum
skotið samtímis og nálgast þær skot-
mark sitt á tvöföldum hljóðhraða.
Þessi mikli flughraði veldur því að
erfitt er að beita gagnbúnaði.
Stærsti kafbátur heims
Belgorod er hins vegar ekki vopn-
aður Granít-flaugum. Hann er einn
sinnar gerðar og ólíkur öllum öðrum
Oscar II-kjarnakafbátum Rússa.
Ástæða þess er sú að smíði hans
lauk ekki á tilsettum tíma vegna
fjárskorts og var það ekki fyrr en ár-
ið 2012 sem Moskvuvaldið ákvað að
ljúka smíðinni. Samhliða því var tek-
in ákvörðun um að lengja bátinn.
Hann er alls 184 metrar og um 30
þúsund tonn. Þetta gerir hann að
stærsta kafbáti heims. Eins var hlut-
verki hans breytt. Er Belgorod nú
hugsaður sem móðurskip fyrir minni
séraðgerða- og njósnakafbát sem
festa má á kvið bátsins.
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Þótt engar séu Granít-flaugarnar fer
Tilkynnt var um mikinn gasleka
í Nord Stream-gasleiðslunni 26.
september sl. Rannsókn á lek-
anum hefur styrkt þær grun-
semdir manna að þarna hafi
verið um skemmdarverk að
ræða og eru Rússar sagðir afar
líklegir gerendur.
Fjölmiðlar hafa bent á að til
að valda eyðileggingu af þessu
tagi gætu Rússar hafa nýtt
Belgorod og þá einkum
séraðgerðakafbátinn sem hann
getur flutt á kviðnum. Það er þó
afar ólíklegt að Belgorod hafi
komið nálægt Nord Stream því
vitað er að báturinn var á sigl-
ingu í Barentshafi daginn eftir
lekann.
Belgorod var
staddur fjarri
NORD STREAM 2
AFP
Gas Þessi mynd var tekin af lek-
anum í Nord Stream 29. september.