Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Reykjavík Þegar sólin lýsir upp þessa nyrstu höfuðborg jarðarkringlunnar getur verið gott að fá sér göngutúr um miðbæinn og jafnvel sporðrenna einni með öllu ásamt kóki, að gömlum sið. Arnþór Birkisson Veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar er grundvöllur þeirra tekna sem við höfum af sjávarútvegi og því er mikið í húfi. Veiðiráð- gjöf er byggð á viða- miklum rannsóknum Hafrannsóknastofn- unar og gögnum um sögu fiskistofna síðustu áratugi. Vistkerfarann- sóknir eru ung vísinda- grein en hafa ekki þróast eins hratt og mikið og við höfum séð innan annarra geira. Reglulega heyrum við sjómenn full- yrða að meiri fiskur sé í sjónum en veiðiráðgjöfin segir til um en fisk- veiðistjórnunarkerfið byggist á því að treysta vísindum Hafrannsóknastofn- unar sem aftur eiga að byggjast á traustum gögnum og úrvinnslu þeirra. Þess mikilvægra er að það starf sé eflt og styrkt, sérstaklega þar sem við er- um stöðugt minnt á að óvissan er mik- il. Hér skulu nefnd nokk- ur dæmi. Nú hefur Alþjóða- hafrannsóknaráðið (ICES) lagt til að veiðar á kolmunna verði auknar um 81% á næsta ári. Sannarlega jákvæðar fréttir en vekja um leið undrun. Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, bendir á það í samtali við Morg- unblaðið að þrátt fyrir já- kvæðar fréttir komi þessi aukning í kolmunna á óvart þar sem veiðin úr þessum stofn- um hefur verið meiri en tillögur vís- indamanna undanfarin ár. Gunnþór bendir á að kolmunnastofninn hafi stækkað um rúm 80% þrátt fyrir of mikla veiði, vel að merkja, sú veiði er umfram ráðgjöf vísindamanna. Hægt er að taka undir með Gunnþóri um að það þurfi að auka vísindalega þekk- ingu á þessum stofnum til að veiðiráð- gjöfin fái undirstöðu í rannsóknum og útgerðin hafi meiri öryggi um að ráð- gjöfin sé rétt og fyrirsjáanleg. Rannsóknir á humri En það er ekki aðeins að það þurfi að efla rannsóknir á kolmunna. Nauð- synlegt er að styrkja rannsóknir á humri sem hefur lengi verið mikil- vægur nytjastofn hér við land. Út- flutningsverðmæti humars fór yfir 3,5 milljarða króna fyrir tíu árum en er ekkert núna. Undanfarin ár hefur humarkvótinn farið niður á við og núna hafa humar- veiðar verið stöðvaðar með öllu næstu tvö árin. Það er sem gefur að skilja mikið áfall fyrir þau fyrirtæki sem treyst hafa á humarveiðar eins og kom fram í viðtali við Viðar Elíasson, útgerðarmann og fiskverkanda í Vestmannaeyjum, í liðinni viku. En á sama tíma og veiðar eru aflagðar kemur í ljós að það eru litlar rann- sóknir stundaðar á humri. Útgerðar- félögin Skinney, Vinnslustöðin og Rammi tóku sig því til og kostuðu Hafrannsóknastofnun til rannsókna á humri til að fá einhverja innsýn í ástandið. Gerðu félögin þetta þar sem ekki voru nægir fjármunir til þess hjá stofnuninni. Endurmat á karfastofninum Við hjá Bláa hagkerfinu erum þátt- takendur í stofnun félagsins Maris optimum sem hefur það meðal annars að markmiði að leggja sjálfstætt mat á stærð stofna. Maris optimum hefur til dæmis lagt mat á stofnstærð gull- karfa hér við land á grunni gagna frá Hafrannsóknastofnun, enda er karf- inn mikilvæg tegund og margt óljóst um vistfræði hans og stofnstærð. Við þær athuganir komu fram aðrar nið- urstöður um fjölda fiska í stofninum sem eru áhugaverðar. Lítið hefur breyst varðandi aðferðafræði útreikn- inga á síðustu árum og mikilvægt að meira sé lagt í þá vinnu. Þeir sem koma að sjávarútvegi hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að efla rannsóknir hér við land og um leið styrkja sjálfstætt rannsóknar- starf til að hleypa fleiri sjónarmiðum að og auka umræðu, sem er jú for- senda alls vísindaleg starfs. Þessi dæmi sem hér hafa verið tínd til sýna mikilvægi þess að efla og styrkja rannsóknir á hafi, lífríki og stofn- stærð nytjafiska hér við land. Útflutningsverðmæti sjávarafurða fer yfir 300 milljarða króna í ár og er sjávarútvegurinn einn af okkar mikil- vægustu atvinnuvegum. Út frá lestri fjárlaga og skoðun á verksviði Haf- rannsóknastofnunar má ætla að vel innan við tveir milljarðar króna fari til rannsókna á nytjastofnum okkar. Það er vel innan við prósent af útflutnings- verðmæti sjávarafurða. Það væri góð leið til sátta um sjávarútveginn ef við efldum hann með rannsóknum og bættum við þekkingu okkar á hafinu. Þannig skilum við auðlindunum í enn betra ástandi til næstu kynslóða. Svanur Guðmundsson » Það er mikilvægt að efla rannsóknir á nytjastofnum því óviss- an er mikil um stærð stofna og framtíð veiða því óljós. Svanur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. og sjávarútvegsfræðingur. svanur@arcticeconomy.com Veruleikinn og veiðiráðgjöf byggð á vísindum Ég hef heimsótt og kynnt mér þær að- stæður sem hælisleit- endur á Íslandi búa við. Kveikjan að þessari grein var heimsókn mín í blokkir í húnæði á veg- um Útlendingastofn- unar þar sem hælisleit- endur búa. Aðstæður þeirra eru óboðlegar en í einu húsinu búa um 140 manns í 50 herbergjum. Nýjustu fréttir eru af skrifstofuhúsnæði þar sem hundrað manns eiga að sofa á hermannabeddum og sækja salern- isaðstöðu í gáma úti á plani. Mér er sagt að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi sé á pari eða betri en á Ís- landi þótt öðru sé haldið fram. Íbúafjöldi Grindavíkur á hverju ári Nú fer sá tími í hönd að reikna megi með að hælisleitendum sem koma til landsins fjölgi. Verulega. Út- lendingastofnun hefur 20 hótel og íbúðablokkir á leigu. Til að mæta fjölgun hælisleitenda til áramóta þarf 3-4 blokkir til að hýsa þann viðbótar- fjölda sem er á leiðinni. Svo kemur nýtt ár með yfir 3.000 hælisleitend- um, sem er sambærilegur heildar- fjölda íbúa í Grindavík. Hér er rauðglóandi hús- næðismarkaður og fátt eftir af húsnæði nema íþróttahús, safnaðar- heimili og kirkjur fyrir þetta fólk að búa í. Hug- myndir eru uppi um að flytja inn gámaeiningar og búa til sérstök hverfi fyrir hælisleitendur. Í Svíþjóð hefur reynslan af slíkum hverfum ekki verið góð, svo ekki sé nú meira sagt. Félagsþjónustan og húsnæðis- markaðurinn sprungin Samkvæmt samningi við ríkið taka Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Reykjavíkurborg, Akureyri og Ár- borg á móti hælisleitendum og tvö þau fyrstnefndu bera höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög þegar kemur að fjölda hælisleitenda í þjónustu. Þar eru félagsþjónustan og húsnæð- ismarkaðurinn sprungin. Grunn- skólakerfið og heilsugæslan eru sömuleiðis komin að þolmörkum. Í Hafnarfirði áttu tveir starfsmenn að vinna að málefnum hælisleitenda en þeir eru nú 16 og umfangið allt í sam- ræmi við þessar tölur. Sveitarfélögin vilja, skiljanlega, að aukinni þjónustu fylgi aukið fjármagn. Þau eru að kikna undan álaginu. Íslenskt skattfé fjármagnar hryðjuverk Útlendingastofnun og úrskurð- arnefnd útlendingamála hafa veitt hælisleitendum frá Venesúela for- gangsafgreiðslu við landamærin. Í dag er talið að sex milljónir íbúa frá Venesúela séu að flýja bág kjör og slæmt stjórnarfar í heimalandinu. Þeir sem þekkja gleggst til þessara mála telja að einn daginn muni sú staðreynd skapa algert ófremdar- ástand við landamærin. Allt bendir til þess að stór hluti hælisleitenda frá Venesúela greiði glæpahringjum til að komast til Íslands. Þegar hælisleit- andinn er kominn til Íslands og fer á framfærslu ríkissjóðs koma krumlur glæpahringjanna á ný og krefjast hærri greiðslu. Glæpahringirnir hafa umboðsmenn hér á landi sem halda áfram að innheimta og beita fólkið harðræði við innheimtuna. Þannig lendir fjármagn frá íslenskum skatt- greiðendum í höndum glæpahringja. Glæpahringja sem nota íslenska skattpeninga til að fjármagna mansal og hryðjuverk. Raunveruleikinn á Íslandi er annar en fólk heldur. Umræðan hefur leitast við að kæfa þá sem reynt hafa að sporna við fótum. En þeir sem virða engin landamæri og skilja ekki að hverri krónu verður ekki eytt nema einu sinni telja að Ísland geti tekið á móti t.d. milljónum hælisleitenda frá Venesúela. Þetta fólk vill ekki sjá að hér eru allir innviðir sprungnir, það vantar margar blokkir undir hælisleit- endur bara til næstu áramóta. Og á næsta ári má reikna með að þúsundir bætist í hópinn að öðru óbreyttu. Á það fólk að búa í gámahverfum þar sem skólar og félagsþjónusta eru löngu sprungin? Reynsla annarra þjóða er að slík gettómyndun er stór- hættuleg hverju samfélagi. Fyrir hverja er hælisleitendakerfið? Fólkið sem hælisleitendakerfið var búið til fyrir hefur gleymst. Fólk sem er að flýja stríð og ofsóknir gegn minnihlutahópum og er á flótta til að bjarga eigin lífi og limum. Í staðinn tökum við á móti stærstum hluta hæl- isleitenda sem þegar hafa fengið vernd í öðrum löndum Evrópu og inn- an Schengen. Allt að 50% hælisleit- enda sem fá hér vernd hafa þegar fengið landvistarleyfi í öðrum löndum Evrópu. Það fólk er ekki að flýja stríð eða bjarga eigin lífi og limum. Það er að flýja fjárhagslega afkomu í löndum Evrópu. Hælisleitendakerfið er ekki hugsað fyrir fólk sem er að flýja efna- hagslega erfiðleika. Hér er fram- færsla hælisleitenda betri en víðast annars staðar og straumurinn liggur til betra lífs á Íslandi. Sú staðreynd birtist í því að 4-6 sinnum fleiri hæl- isleitendur koma til Íslands en sækja til Svíþjóðar miðað við höfðatölu. Í samanburði við hinar Norður- landaþjóðirnar sækja hér hlutfallslega flestir um hæli og hlutfallslega lang- flestir fá hér hæli. Við erum að missa tökin og gröfum þannig skipulega undan möguleikum okkar Íslendinga til að standa sóma- samlega að móttöku hælisleitenda sem eiga ekki í önnur hús að venda. Íslensk stjórnvöld þurfa að móta heildstæða stefnu í þessum málaflokki og halda sig við hana. Búa til kerfi, byggt á því að málsmeðferð og nið- urstaða byggist á jafnræði og gagnsæi, og innleiða sambærilegar reglur og gilda í nágrannalöndum okkar. Ekki kerfi sem laðar að sér starfsemi glæpahringja og þar sem tafir á málsmeðferð verða að keppi- kefli. Ásmundur Friðriksson » „Fjármagn frá ís- lenskum skattgreið- endum lendir í höndum glæpahringja sem nota íslenska skattpeninga til að fjármagna mansal og hryðjuverk.“ Ásmundur Friðriksson Höfundur er alþingismaður. asmundurf@althingi.is Er Ísland uppselt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.