Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 28

Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Svölutjörn 45-47, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Rúmgóð 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í fjórbýlishúsi með sér inngangi. Mjög vel staðsett eign í göngufæri við Akurskóla og tvo leikskóla í Tjarnahverfi. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 54.500.000 kr. Stærð 113,3 m2 E kki er alltaf allt sem sýnist þegar orðin og merking þeirra eru ann- ars vegar. Mér kom það í hug í veiðiferð norður í Fljótum þegar einn vinur minn spurði hvort ég væri þá staddur í Hrútadal, sögu- sviði skáldsögunnar Dalalífs eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi í Stíflu í Fljótum. Víða er talað um að sveitin á þeim slóðum hafi verið Guðrúnu fyrirmynd þegar hún skrifaði þessa fyrstu skáldsögu sína – sem Ingveldur Einarsdóttir hælir í Nýju kvennablaði 1948 fyrir „að vera laus við áróður fyr- ir vissu málefni“. Dalalíf kom út á árunum 1946-51 – þegar Guðrún var um sextugt. Hún varð strax mest lesni höfundur landsins og við bæinn Lund er nú skilti um hana. Ferðamaður í Fljótunum á þó bágt með að átta sig á dalalífinu á þess- um slóðum því fram undan hlaðinu er nú virkjunarlón Skeiðsfossvirkjunar. Hin grösuga sveit Dalalífs er horfin undir vatnið, „inn í fortíðina með öllum sínum sólríku gleðistundum og dimmu vonbrigðaskuggum“ – eins og Guðrún skrifar um Hrútadal í sögulok: „Sólin uppljómar dalinn og ilmandi heylykt berst með hægum sunnanblæ af nýþurrkaðri töðu, þegar ferðakonan ríður fram hjá bæjunum. Þar er alls staðar verið að bera saman fyrstu töðu- sætin á sumrinu. Hún hefur aldrei kvatt dalinn eins fagran og nú.“ Ferða- konan er Dísa fósturdóttir á höfuðbólinu Nautaflötum en „fram undan sýnist henni hilla undir bjartari framtíð en áður“. Þegar Guðrún sat við að skrifa um þennan skraufþurra og sólbakaða dal var verið að undirbúa bjartari framtíð á Siglufirði með Skeiðsfossvirkjun sem hafði rétt sökkt dalnum þegar bókin kom út. Framkvæmdir hófust árið 1942 og straumi var hleypt á í mars 1945. Þá hafði um 50 manns verið gert að flytja af bæjum sínum í því sem var „með fegurstu sveitum landsins“. Fjórar jarðir eyddust og aðrar sex urðu óbyggilegar. Hálfri öld síðar upplýsti Jakob Björnsson að Skeiðsfossvirkjun væri í hópi „sex virkjana í heiminum, sem flæmt hefðu flest fólk af heimilum sínum, miðað við orkuna, sem nýtt var“ skv. bloggi Ómars Ragnarssonar. Ómar hefur stungið upp á að leggja þessa virkjun af til að ná fram hinu upprunalega landslagi – líkt og í Elliðaárdal. Á stríðsárunum var sú hugmynd ekki til að hægt væri að vera á móti nú- tímanum og þeirri björtu framtíð sem virkjanir færðu – eins og Stefán Þor- láksson (sem bjó á Gautastöðum í Stífludal til 23 ára aldurs) sagði í viðtali við Moggann 2009: „Það var engin sátt um þetta, fólk var mjög óánægt en í þá daga var land tekið eignarnámi. Það þýddi ekkert að segja neitt, þetta var einfaldlega tekið af fólki.“ Þannig býr þungur áróður undir og gerir Dalalíf að pólitískustu skáldsögu 20. aldarinnar, fullri af trega yfir mannlífinu sem var sökkt – án þess að segja það hreint út eða hafa tiltækt tungutak til að vera á móti því að verið sé að drekkja æskuslóðum höfundarins í þágu bjartari framtíðar. „… með fegurstu sveitum landsins“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Morgunblaðið/Páll Jónsson Stífla fyrir virkjun; fyrirmynd Hrútadals. A lþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur 45. þing sitt í næstu viku (10. til 12 október). Skuggi ágrein- ings og persónulegrar óvildar milli forystu- manna innan sambandsins hefur einkennt starf þess á árinu. Drífa Snædal, eina konan sem hefur setið á forsetastóli ASÍ, sagði af sér embættinu 10. ágúst 2022 en hún hafði gegnt því frá 2018. Blásið hafði verið til mikillar andúðar gegn henni. Hún væri fulltrúi gamallar valdaklíku. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur (VR), líklega næsti forseti ASÍ, ritaði grein, sem birtist á vefsíðunni Vísi 10. febrúar 2022, þar sem hann sagðist hafa náð kjöri árið 2017 sem formaður VR vegna þess að hann lýsti vantrausti á stefnu ASÍ og for- ystu þess. Hann vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssyni, þáv. forseta, undir merkjum SALEK. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launa- upplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Vinna undir merkjum SALEK hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins (SA) og samninga- nefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjara- samninga á hinum Norðurlönd- unum. Lögð var áhersla á heildar- endurskoðun samningalíkansins. Með samstarfinu vildu heildar- samtökin stuðla að því að bæta þekkingu og vinnubrögð við und- irbúning og gerð kjarasamninga að norrænni fyrirmynd. Þegar Drífa Snædal tilkynnti af- sögn sína sagðist hún hafa þurft að bregðast við linnulausri en óljósri gagnrýni formanns VR á störf sín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði á Facebook vegna afsagnarinnar að Drífa hefði „lokað sig inni í blokk með nánasta samstarfsfólki forvera síns, Gylfa Arnbjörnssonar, og þeirri stétt sérfræðinga og efri milli- stéttarfólks sem [réði] ríkjum í stofnunum ríkisvaldsins á Íslandi og einnig á skrifstofum Alþýðusambandsins“. Halla Gunnarsdóttir kom til starfa sem framkvæmda- stjóri ASÍ í mars 2020. Hún sagði sig frá starfinu 22. sept- ember 2022 með þeim orðum, í samtali við Morgunblaðið, að fyrir henni hefði vakað að efla ASÍ með Drífu en þess í stað hefði hún orðið vitni að „hatrömmustu valdabaráttu“ sem hún hefði nokkru sinni kynnst. Hún hefði dregið úr þeim „þróttinn og drepið samstöðuna“. Bæði Drífa og Halla nefna hópuppsagnir Sólveigar Önnu á starfsfólki stéttarfélagsins Eflingar sem skýrasta vitn- isburðinn um ágreininginn innan verkalýðshreyfing- arinnar. Samstaða Ragnars Þórs og Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsforingja á Akranesi, með Sólveigu Önnu sýni að hjá þeim ráði ekki hugsjónir, eða virðing fyrir meginsjón- armiðum hreyfingarinnar fyrr og síðar, heldur einungis fíkn í völd. Ragnar Þór Ingólfsson lítur núorðið á sig sem forseta ASÍ. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, vill sitja áfram í embætti 1. varaforseta, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill embætti 2. varaforseta og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA og formaður Starfsgreinasambandsins, býður sig fram sem 3. varaforseti. Vilhjálmur skrifaði nýlega á Facebook: „Ég tel ef þetta forsetateymi nái kjöri þá verði það afar öflugt …“ Að efast um eigið ágæti er veikleikamerki í þessum hópi. Í fyrrnefndu samtali við Morgunblaðið gaf Halla Gunn- arsdóttir til kynna að atburðarásin að valdatöku þessarar róttæku blokkar innan ASÍ hefði „verið ákveðin fyrirfram, með aðstoð fræðilegra kenninga“. Hún nefnir ekki kenn- ingarnar en þær má líklega finna í boðskap öfgamanna til vinstri, sósíalistanna, sem stóðu upphaflega að valdatöku Sólveigar Önnu í Eflingu og fengu síðan Ragnar Þór og Vil- hjálm á sitt band. Halla segir að aðeins með „hugarleikfimi“ sé unnt að komast að þeirri niðurstöðu sem Ragnar Þór hefur kynnt, að Drífa Snædal hafi verið „bein framlenging af Gylfa Arnbjörns- syni eða að Drífa hafi viljað taka verkfallsrétt af fólki“. Þetta sé ekki aðeins ósatt heldur líka ærumeiðandi fyrir manneskju sem hafi helgað sig verkalýðs- baráttu. Um SALEK sagði Halla 4. október í Morgunblaðinu að það væri alls ekki til umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Því hefði verið hafnað á þingi ASÍ árið 2016 og varla rætt eftir það. Að Ragnar Þór nefni SALEK í grein 10. febrúar 2022 til ávirðingar Drífu sýnir ekki annað en illvilja. Hann lét ekki við hann sitja heldur sagði: „Það er bullandi pólitík innan verkalýðshreyfingarinnar. Og hún er ógeðsleg og hefur verið ógeðsleg þau 13 ár sem ég hef starfað á vettvangi hennar. […] Það eru margir skuggar og mörg skúmaskot innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar er valdabarátta og þar er hatur. Svo mikið hatur gagnvart ákveðnum röddum og skoðunum að það gæti hæglega flokkast sem ofbeldi.“ Ragnar Þór hafði jafnframt á orði að hugsanlega beitti hann sér fyrir úrsögn VR úr ASÍ. Tólfta september 2022, skömmu áður en hann lýsti yfir ASÍ-forsetaframboðinu, sagði hann í samtali við Gunnar Smára Egilsson, hug- myndasmið og áróðursmann sósíalista, í hlaðvarpsþætti hans Rauða borðinu, að VR kynni að segja skilið við ASÍ. Ef til vill væri þeim 175 milljónum króna, sem rynnu árlega frá verslunarfólki í sjóði ASÍ, betur varið í að styrkja starf- semi VR. Ragnar Þór veifaði peningavopni frá verslunarfólki þeg- ar hann hóf samtöl innan ASÍ til stuðnings eigin framboði í forsetastólinn. Í byrjun næstu viku lýkur þessum kafla valdabarátt- unnar í ASÍ. Næst snúa nýju valdhafarnir sér að samfélag- inu í heild. Það er eins gott að verða við öllu búinn. Róttæka þríeykið nær ASÍ Samstaða Ragnars Þórs og Vil- hjálms Birgissonar, verkalýðs- foringja á Akranesi, með Sól- veigu Önnu ræðst ekki af virðingu fyrir meginsjónarmið- um ASÍ heldur af fíkn í völd. Bjorn Bjarnason bjorn@bjorn.is Nú í ár héldu Mont Pelerin- samtökin, alþjóðleg samtök frjálslyndra fræðimanna og annarra áhugamanna um frelsi, aðalfund sinn í fyrstu viku október í Osló. Þau voru stofnuð að frumkvæði ensk- austurríska hagfræðingsins Frie- drichs von Hayeks, Nóbels- verðlaunahafa í hagfræði, í Sviss vorið 1947, svo að þau eru nú 75 ára. Meðal stofnenda voru þrír aðrir hag- fræðingar, sem áttu eftir að fá Nób- elsverðlaun, Milton Friedman, George J. Stigler og Maurice Allais, heimspekingarnir Karl R. Popper og Bertrand de Jouvenel og hagfræð- ingarnir Ludwig von Mises og Wil- helm Röpke. Samtökin hafa enga stefnu og reka enga starfsemi, held- ur hafa það hlutverk eitt að vera reglulegur umræðuvettvangur þeirra, sem láta sig frelsið skipta. Ég sat í stjórn samtakanna 1998- 2004 og skipulagði svæðisþing þeirra á Íslandi sumarið 2005. Fundarmenn í Osló fengu allir að gjöf bók, sem bandaríski hagfræð- ingurinn Bruce Caldwell hefur tekið saman með útdráttum úr erindum á stofnþinginu 1947 og umræðum, sem ritari Hayeks, Dorothy Hahn, hafði jafnóðum samið, og er hún hin fróð- legasta. Frægasta atvikið á stofn- þinginu var þó, þegar einhverjir fundarmenn töldu endurdreifingu tekna koma til greina, en þá reis Ludwig von Mises hneykslaður upp og gekk út með orðunum: „Þið eruð samansafn af sósíalistum!“ Þetta var sennilega sá hópur í Evrópu, sem fjarlægastur var sósíalisma, en Mi- ses vildi halda árunni hreinni. Einn af stofnendum Mont Pelerin- samtakanna var Norðmaður, hag- fræðingurinn dr. Trygve Hoff, sem lengi var ritstjóri viðskiptatímarits- ins Farmand, og var hans minnst á þessu þingi. Sannleikurinn er sá, eins og ég mun ræða í væntanlegri bók, að frjálshyggja eða frjálslynd íhaldsstefna stendur traustum sögu- legum rótum á Norðurlöndum og henni er aðallega að þakka gott gengi þessara landa. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Osló, október 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.