Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
S
kákdeildir Breiðabliks og
Fjölnis stóðu fyrir skák-
ferðalagi 35 ungmenna á
alþjóðlegt helgarskákmót í
Gautaborg í Svíþjóð um síðustu
helgi en þar var teflt í tveim styrk-
leikaflokkum. Fyrirkomulag móts-
ins var með þeim hætti að fyrst
voru tefldar fjórar atskákir og síðan
fjórar kappskákir. Það var því í
nógu að snúast alla þrjá keppnis-
dagana. Árangurinn var framar
vonum því að alls hækkuðu íslensku
þátttakendurnir samtals um 658
elo-stig.
Í efri styrleikaflokknum var
Vignir Vatnar Stefánsson nálægt
því að bera sigur úr býtum en hann
tapaði fyrir Johnny Hector í úrslita-
skák lokaumferðar, hlaut 6 vinninga
af átta mögulegum og varð í 6.-12.
sæti, jafn Stephani Briem. Í neðri
styrkleikaflokknum voru stúlkur úr
skákdeild Fjölnis í miklum meiri-
hluta meðal íslensku keppendanna
og unnu marga eftirtektarverða
sigra.
Meðal keppenda í Gautaborg
voru nokkrir þekktir norrænir
meistarar. Þar fór fremstur Simen
Agdestein. Hann háði mikla glímu
við tvo af íslensku keppendunum; í
atskákhlutanum tefldi hann bar-
áttuskák við Birki Ísak Jóhannsson
sem lauk með því að Simen féll á
tíma eftir 47 leiki. Í 6. umferð mætti
hann svo Stephani Briem. Er
skemmst frá því að segja að Steph-
an tefldi frábærlega vel gegn Norð-
manninum og átti unnið tafl á
löngum kafla. En Simen er harður
keppnismaður og í tímahraki
beggja tókst honum að bjarga sér
fyrir horn og vinna að lokum. Síð-
asta færi Stephans til að knýja fram
vinning kom í þessari stöðu:
Kvibergspelen 2022; 6. umferð:
Simen Agdestein – Stephan
Briem
36. … De7?
Svarta staðan er ekki slæm eftir
þennan leik en 36. … Df4 vinnur
strax! Við hótuninni 37. … Hxe2 er
engin vörn, t.d. 37. Rxb7 Hc3+ 38.
Kd1 Re3+ 39. Ke1 Dg3 mát. Simen
lék nú …
37. Bc4
… og þá var mesta hættan liðin
hjá. Skákinni lauk svo eftir 55 leiki.
Fimm íslensk lið á EM skák-
félaga
Frammistaða íslensku skákfélag-
anna sem taka þátt í EM taflfélaga í
Austurríki hefur verið að vonum en
barátta Jóhanns Hjartarsonar,
Margeirs Péturssonar og Guð-
mundar Kjartanssonar við nokkra
af fremstu stórmeisturum Indverja
hefur vakið athygli. Skák Margeirs
við hinn unga Nihal Sarin var afar
viðburðarík. Nokkrir óvæntir leikir
og endalok þar sem Indverjinn varð
að láta drottningu sína af hendi
eftir flókna byrjun:
EM skákfélaga 2022; 2. umferð:
Margeir Pétursson – Nihal Sarin
Enskur leikur
1. c4 e5 2. g3 c6 3. Rf3 e4 4. Rd4
d5 5. cxd5 Dxd5 6. e3 Rf6 7. Bg2
Bg4 8. Dc2 Ra6 9. a3 Rc5 10. Rc3
Dh5
10. … Rd3+ hefði verið svarað
með 11. Dxd3! exd3 12. Rxd5 og
hvíta staðan er betri, en 10. … Dc4
var athyglisverður möguleiki.
11. h3
Kannski missti Margeir af besta
tækifæri sínu í þessari stöðu, 11.
Rxe4! Rfxe4 12. b4! o.s.frv. eða 11.
… Rcxe4 12. Bxe4 og svartur hefur
litlar bætur fyrir peðið.
11. … Bf3?! 12. Bxf3 exf3 13. b4
Re6 14. Rf5 g6 15. g4 Dg5 16. Rg3
Bg7 17. Bb2 Dh4 18. Rce4 O-O 19.
Rxf6 Bxf6 20. Re4 Bxb2 21. Dxb2
Hfd8 22. Hg1 Rg5 23. Df6
Furðuleg staða. Næsti leikur Sar-
ins kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti …
23. … Rxe4! 24. Dxh4 Hxd2 25.
De7 He2+ 26. Kd1 Rxf2+ 27. Kc1
Rd3+ 28. Kd1 Rf2+ 29. Kc1 Rd3+
30. Kd1
– og hér sömdu keppendur jafn-
tefli. Það er ekkert meira að hafa úr
stöðunni en þráskák.
Glíman við Simen
Agdestein
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Helgi Árnason.
Gafst upp Svíinn Andreas Lundström tók tapinu fyrir hinni 10 ára gömlu
Emilíu Emblu Berglindardóttur ekki illa.
Alexander Stefánsson fædd-
ist 6. október 1922 í Ólafsvík.
Foreldrar hans voru hjónin
Stefán Sumarliði Kristjánsson,
f. 1884, d. 1968, og Svanborg
María Jónsdóttir, f. 1891, d.
1978.
Alexander lauk samvinnu-
skólaprófi í Reykjavík árið
1943 og var síðan starfsmaður
við kaupfélagið Dagsbrún í
Ólafsvík og kaupfélagsstjóri
þar frá 1947. Hann varð skrif-
stofustjóri Ólafsvíkurhrepps
1962, oddviti og síðan sveitar-
stjóri 1966-1978. Hann var for-
maður sóknarnefndar Ólafsvík-
ursöfnuðar í áratugi.
Alexander var alþingis-
maður fyrir Framsóknarflokk-
inn 1978-1991 og félagsmála-
ráðherra 1983-1987.
Alexander var formaður
Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi frá stofnun þeirra 1969
til 1976, sat í stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga 1974-
1982 og varaformaður síðustu
fjögur árin, í stjórn Hafnasam-
bands sveitarfélaga 1969-1982
og stjórn Innheimtustofnunar
sveitarfélaga frá upphafi 1971
til 1982. Í bankaráði Útvegs-
banka Íslands sat hann 1976-
1983.
Eiginkona Alexanders var
Björg Hólmfríður Finnboga-
dóttir, f. 1921, d. 2013. Þau
eignuðust sex börn.
Alexander lést 28. maí 2008.
Merkir Íslendingar
Alexander
Stefánsson
Árið 2001 ákváðu
stjórnvöld að aðskilja
opinbera stjórnsýslu
minjamála á Íslandi frá
safnareksti og rann-
sóknarvinnu Þjóð-
minjasafns Íslands. Í
kjölfarið urðu til tvær
nýjar stofnanir, Forn-
leifavernd ríkisins og
Húsafriðunarnefnd
ríkisins sem síðar voru
sameinaðar í eina
stofnun, Minjastofnun Íslands, árið
2012. Með þessari nýskipan varð
grundvallarbreyting á valdsviði og
hlutverki þjóðminjavarðar frá því sem
áður var. Engu að síður var hið gamla
embættisheiti látið fylgja nýju starfi
forstöðumanns (safnstjóra) Þjóð-
minjasafnsins. Sú ákvörðun hefur alla
tíð síðan valdið margháttuðum mis-
skilningi, jafnt hjá lærðum sem leik-
um, eins og ráða má af umræðum
undanfarinna vikna um ráðningu nýs
þjóðminjavarðar.
Á Norðurlöndunum er starfsheitið
ríkisminjavörður/þjóðminjavörður
(rigsantikvar) notað til að lýsa starfi
æðsta yfirmanns minjavörslu viðkom-
andi lands sem er sambærilegt við
starf forstöðumanns Minjastofnunar
Íslands. Hlutverk hins íslenska þjóð-
minjavarðar er að reka safn með öllu
sem slíkri starfsemi fylgir. Þannig er
því ekki háttað hjá hinum Norður-
landaþjóðunum þar sem þjóð- eða rík-
isminjaverðirnir stýra minjavörslu
síns lands og safnstjórar ríkissöfn-
unum.
Þjóðminjasafnið er eitt þriggja höf-
uðsafna landsins og er í forsvari fyrir
önnur menningarminjasöfn. Þangað
ber að skila jarðfundnum forngripum,
með vitneskju og í sam-
vinnu við Minjastofnun
og þar enda skýrslur og
gögn úr fornleifarann-
sóknum, einnig með vit-
neskju og í samvinnu við
Minjastofnun. Minja-
stofnun Íslands, hin eig-
inlega þjóðminjavarsla á
Íslandi, fer með fram-
kvæmd laga um menn-
ingarminjar. Í því felst
meðal annars að veita
leyfi, hafa eftirlit og gefa
umsagnir um fornleifar,
byggingar, mannvirki, menningar-
landslag og flutning muna úr landi. Öll
höfuðsöfnin þurfa heimild Minjastofn-
unar til ýmissa verkefna sinna, eins og
fornleifarannsókna og flutnings gripa
og listaverka til sýninga erlendis.
Starfsheitið þjóðminjavörður á ræt-
ur að rekja til aðstæðna á fyrstu ára-
tugum 20. aldar þegar einn embætt-
ismaður stýrði minjasafni landsins og
hafði á sama tíma eftirlit með allri
minjavörslu á landsvísu. Vel færi á því
að samræma starfsheiti forstöðu-
manna höfuðsafnanna þriggja, þannig
að þau verði lýsandi fyrir eðli starfsins
í breyttum heimi.
Hugleiðing um
starfsheitið
þjóðminjavörður
Kristín Huld
Sigurðardóttir
Kristín Huld
Sigurðardóttir
»Heitið þjóðminja-
vörður má rekja til
upphafs 20. aldar þegar
einn embættismaður
stýrði Þjóðminjasafni og
hafði eftirlit með minja-
vörslu á landsvísu.
Höfundur er forstöðumaður
Minjastofnunar Íslands.
kristinhuld@minjastofnun.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is