Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
✝
Jóhanna fædd-
ist í Kolsholts-
helli í Villinga-
holtshreppi 25.
apríl 1944. Hún
lést á Akureyri 26.
september 2022.
Foreldrar Jóhönnu
voru Sigmar Ingi
Torfason, f. á Hofi
í Norðfirði 15.8.
1918, d. 4.2. 1997,
prestur og bóndi á
Skeggjastöðum og prófastur
Norður-Múlaprófastsdæmis og
síðar Múlaprófastsdæmis, og
Guðríður Guðmundsdóttir, f.
8.4. 1921, d. 26.4. 2002, skóla-
stjóri og oddviti á Skeggjastöð-
um. Jóhanna giftist Kristmundi
Magnúsi Skarphéðinssyni, f.
23.5. 1955, stýrimanni árið
1980. Þau slitu samvistum árið
1998 en hófu sambúð aftur árið
2022.
Börn Jóhönnu og Krist-
mundar Magnúsar eru María
Ósk, f. 1981, þekkingarstjóri
hjá Alcoa, búsett á Egilsstöð-
um. Maður hennar er Þórir
Björn Guðmundsson, véliðn-
fræðingur, og eru börn þeirra
Hanna Sólveig, f. 2009, Krist-
mundur Karl, f. 2012, Vigdís
Klara, f. 2016, og Sigmar Ingi,
f. 1985, hugbúnaðarsérfræð-
ingur hjá Landsbankanum, bú-
Jóhanna var kennari við
Barnaskólann á Laugarvatni
1966-’67, forfallakennari og
skólaritari við Hlíðaskóla í
Reykjavík 1967-’69, sum-
arbúðastjóri í Reykjakoti í Ölf-
usi og á Eiðum í Eiðaþinghá
sumrin 1968-’73, kennari við
Mýrarhúsaskóla á Seltjarn-
arnesi 1969-’71 og 1972-’75. Jó-
hanna var forstöðukona vist-
heimilis Hrafnistu í Reykjavík
1975-’99.
Jóhanna vígðist sem sókn-
arprestur í Eiðaprestakalli
1999 og var skipuð sókn-
arprestur í Egilsstaðapresta-
kalli frá 2011. Hún var prófast-
ur í Múlaprófastsdæmi 2005 til
2011. Eftir starfslok starfaði
hún sem afleysingaprestur við
íslenska söfnuðinn í Noregi og
við Reykhólaprestakall. Jó-
hanna hafði umsjón með
Kirkjumiðstöð Austurlands frá
árinu 1999 og til dauðadags,
fyrst sem sóknarprestur og eft-
ir starfslok sem gjaldkeri
stjórnar.
Jóhanna sat í stjórn Útivist-
ar 1983-’95, sat í sóknarnefnd
Áskirkju í Reykjavík 1993-’97, í
stjórn Félags guðfræðinema
1995-’96, sat í stjórn Soroptim-
istaklúbbs Reykjavíkur 1997-
’99, var stofnformaður Sorop-
timistaklúbbs Austurlands
2003-2005, sat í varastjórn
Prestafélags Íslands frá 2000-
2001 og var varaformaður fé-
lagsins 2001-2003.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 8. októ-
ber 2022, kl. 13.
settur á Egils-
stöðum. Kona hans
er Helena Rós
Hrafnkelsdóttir,
starfsmaður sýslu-
manns. Sonur
hennar er Hjörtur
Hilmar Benedikts-
son Kjerúlf, f.
2003, en synir Sig-
mars og Helenu
eru Magnús Ingi, f.
2012, og Aron
Ingi, f. 2015.
Systkini Jóhönnu eru: Stef-
anía Sigmarsdóttir, f. 1945,
skrifstofumaður, búsett í Kópa-
vogi; Valgerður Sigmarsdóttir,
f. 1947, handavinnukennari í
Reykjavík; Marta Kristín Sig-
marsdóttir, f. 1949, sérkennari
í Reykjavík; Aðalbjörg Sig-
marsdóttir, f. 1952, forstöðu-
maður Héraðsskjalasafnsins á
Akureyri, og Guðmundur Sig-
marsson, f. 1957, verk-
efnastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Jóhanna ólst upp á Skeggja-
stöðum og gekk í barnaskóla
þar, lauk stúdentsprófi frá MA
1965, lauk kennaraprófi frá KÍ
1966, stundaði djáknanám við
Samariterhemmet í Uppsölum
1971-’72, nám í guðfræði við
HÍ 1972-’73 og frá 1992. Hún
lauk embættisprófi í guðfræði
1998.
Við andlát Jóhönnu, elstu
systur minnar, streyma minn-
ingarnar fram. Minningar um
góða systur og vinkonu. Æsku-
heimili okkar var á prestssetr-
inu Skeggjastöðum, þar var
einnig stundaður sveitabúskapur
og rekinn heimavistarskóli fyrir
börn. Allt frá unga aldri tók Jó-
hanna virkan þátt í flestu sem
gera þurfti í sveitinni, s.s.
smalamennskum, sauðburði, ým-
iss konar húsverkum og hey-
skap. Ef hún gat valið tók hún
gjarnan útiverkin fram yfir inni-
verkin.
Heimilið á Skeggjastöðum
var mannmargt, líka oft mjög
gestkvæmt. Snemma tók Jó-
hanna virkan þátt í að taka á
móti gestum foreldra okkar og
einstök gestrisni og gjafmildi
fylgdi henni alla tíð. Fjölskylda
mín hefur notið gestrisni hennar
í gegnum tíðina. Heimili hennar
stóð okkur opið jafnt að nóttu
sem degi og hvort sem um var
að ræða næringu, gistingu eða
bara góða samveru. Þegar við
Ásgrímur vorum á leið austur
fengum við ævinlega upphring-
ingu frá Jóhönnu. Hún var þá að
athuga hvar við værum stödd
svo kaffið eða maturinn yrði nú
tilbúið þegar við kæmum. Hún
var virkilegur höfðingi heim að
sækja. Ég veit að ég á eftir að
sakna þessara símtala eins og
svo margs annars varðandi syst-
ur mína.
Jóhanna var afskaplega fé-
lagslynd. Hún tók þátt í margs
konar félagsstörfum og var þar
oftast í forystuhlutverkum. Hún
naut þess að hafa margt fólk í
kringum sig og vildi alltaf hafa
„hreyfingu á lífinu“ eins og hún
sagði sjálf þegar hún dauðvona
þáði boð um að flytja frá
Sjúkrahúsinu á Akureyri í að-
hlynningarhúsið í Götu Sólarinn-
ar þar sem fjölskylda hennar
annaðist hana af einstakri natni
og umhyggju síðustu vikurnar.
Jóhanna hafði alla tíð yndi af
bóklestri. Strax í barnæsku las
hún mikið. Á heimili okkar var
bókasafn hreppsins sem hún
nýtti sér vel og „datt þar stund-
um ofan í“ eins og sagt var þeg-
ar hún gleymdi sér þar við lest-
ur.
Jóhanna bar hag og velferð
Kirkjumiðstöðvar Austurlands
fyrir brjósti. Þar vann hún mik-
ið og óeigingjarnt starf, síðustu
árin í sjálfboðavinnu alveg fram
undir andlátið.
Barnabörnunum sinnti Jó-
hanna af mikilli alúð og naut
þess að hafa þau nálægt sér.
Hún sinnti „afkomendaþjónust-
unni“ eins og við kölluðum það
af miklum dugnaði, sótti í leik-
skóla, keyrði í tómstundir,
kenndi að lesa, aðstoðaði við
heimanám, eldaði fyrir fjölskyld-
urnar o.s.frv.
Síðustu árin glímdi Jóhanna
við krabbamein sem hún tókst á
við af sama dugnaði og æðru-
leysi og önnur störf og hafði
lengi vel betur í þeirri baráttu.
Síðustu vikurnar voru henni erf-
iðar en allt til síðustu stundar
hélt hún sínum karakter. Hún
fylgdist með öllum fréttum og
hvernig barnabörnunum gengi í
skóla og tómstundum. Hún
hlakkaði alltaf til þegar von var
á gestum í Götu Sólarinnar,
hringdi í vini og kunningja og
hafði skoðun og áhrif á hvað
fólkið hennar og gestir fengu að
borða. Þegar ég heimsótti hana
dauðvona og máttlitla bað hún
mig að horfa með sér á uppá-
haldsþáttinn hennar í sjónvarp-
inu eins og við gerðum svo oft
þegar við hittumst.
Við Ásgrímur erum þakklát
fyrir allar góðu samverustund-
irnar og símtölin. Við eigum eft-
ir að sakna þeirra, gestrisni
hennar og umhyggju. Við minn-
umst hennar með hlýhug og
miklu þakklæti. Hver minning
er dýrmæt.
Kristmundur, Sigmar Ingi,
María Ósk og fjölskyldur, Guð
blessi ykkur og minningu Jó-
hönnu. Megi allar góðu minning-
arnar vera ykkur styrkur í sorg-
inni.
Marta Kristín
Sigmarsdóttir.
Við andlát sr. Jóhönnu Sig-
marsdóttur rifjast upp góð
kynni sem ná aftur á miðjan átt-
unda áratug síðustu aldar. Þá
var hún tiltölulega nýorðin for-
stöðukona á Hrafnistu DAS í
Reykjavík og fékk unglinga úr
Kristilegum skólasamtökum
(KSS) til að annast helgistundir
á heimilinu um nokkurt skeið.
Fáeinum árum síðar starfaði
undirritaður í þrjú ár sem næt-
urvörður á Hrafnistu og fetaði
þannig í fótspor eldri guðfræði-
nema sem Jóhanna hafði ráðið á
næturvaktirnar.
Aftur lágu leiðir okkar saman
um miðjan tíunda áratuginn
þegar ég sem starfandi sókn-
arprestur í Laugarnespresta-
kalli sinnti prestsþjónustu á
Hrafnistu í sumarleyfi sóknar-
prestsins í Ásprestakalli. Þá var
Jóhanna langt komin með guð-
fræðinámið og farin að hugsa
sér til hreyfings eftir langa og
dygga þjónustu við skjólstæð-
inga sína á dvalarheimilinu.
Stuttu eftir aldamót lágu leið-
ir okkar enn saman, að þessu
sinni í stjórnarstörfum fyrir
Prestafélag Íslands. Heilindi og
yfirvegun einkenndu störf Jó-
hönnu á þeim vettvangi. Hún
var málefnaleg og skynsöm og
bar hag kirkjunnar sinnar fyrir
brjósti. Hinu víðfeðma Eiða-
prestakalli sinnti hún af mikilli
kostgæfni og reyndist einnig
mjög góður prófastur.
Guð blessi minningu mætrar
konu. Hún þjónaði af heilum
hug skapara sínum og lausnara
og hugsaði vel um skjólstæðinga
sína.
Ólafur
Jóhannsson.
Leiðir okkar Jóhönnu lágu
fyrst saman haustið 1989 þegar
við fluttum úr Önundarfirði aft-
ur til Reykjavíkur á æskuheim-
ili eiginmanns míns á Kambs-
vegi 13. Jóhanna og
Kristmundur bjuggu þá á efri
hæðinni ásamt börnum sínum
þeim Maríu Ósk og Sigmari en
þau voru sem næst jafnaldra
yngri börnum okkar þeim Jó-
hönnu Lind og Ingólfi. Einnig
bjó í þeirra skjóli um árabil
Hrefna fóstursystir Jóhönnu.
Með okkur Jóhönnu tókst góð
vinátta sem skipti miklu máli
þar sem mikill samgangur var á
milli hæða en engan skugga bar
á og átti Jóhanna þar drjúgan
hlut með sínu einstaka jafnaðar-
geði. Við deildum ekki bara
sama húsi heldur líka vinnu-
staðnum Hrafnistu þar sem við
unnum, Jóhanna við stjórnun
félagsstarfs aldraðra og ég við
hjúkrun, Kristmundur sem
gæslumaður, Hrefna að skúra
og meira að segja krakkarnir
okkar voru þar í sumarvinnu.
Ekki má gleyma hápunktum
þar eins og sjómannadeginum,
jólaböllum og þorrablótum. Það
má því segja að Hrafnista hafi
verið yfir og undir og allt um
kring í fjölskyldum okkar þau
árin. Það var á Hrafnistuárun-
um sem ég tók upp þráðinn og
lét gamlan draum rætast og
lauk stúdentsprófi úr öldunga-
deildinni í MH. Jóhanna gerði
líka draum sinn að veruleika og
lauk guðfræðiprófi. Hún sagði
mér síðar að það að ég fór í
nám hafi hvatt hana til þess
sama og mér var það gleðiefni.
Það léku góðir straumar um tví-
býlið á Kambsveginum á þeim
árum. En svo skildi leiðir þegar
Jóhanna vígðist til Eiðapresta-
kalls á Héraði og var þá orðin
séra Jóhanna og þar með komin
heim á ættarslóðir. Með tím-
anum sameinaðist svo öll fjöl-
skyldan fyrir austan að loknu
námi og ýmsum störfum hér
syðra. Jóhanna hafði því að lok-
um í kringum sig allt sitt fólk.
Allt var það verðskuldað. Börn-
in okkar voru æskufélagar,
skólafélagar og vinir. Mér er
alltaf minnisstæður fyrsti skóla-
dagur drengjanna okkar þegar
þeir trítluðu af stað með nýjar
skólatöskur á bakinu, þó nokkur
stærðarmunur á þeim og er
enn. Þegar krakkarnir voru að
leik, annaðhvort uppi eða niðri
eins og við kölluðum það, þá var
það til að létta okkur sporin að
hóa í þau með gömlu innanhúss-
bjöllunni frá þeim tíma að að-
eins var einn sími í húsinu. Jó-
hanna var þrekmikil
útivistarkona og fór ófáar ferðir
með Útivist og auðvitað var
krökkunum okkar boðið með,
annað kom ekki til greina. Jó-
hanna var traust og eljusöm
eins og lífshlaup hennar ber
með sér og ósérhlífin í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Síð-
ustu ár átti hún þó við veikindi
að stríða sem hún tók með sínu
jafnaðargeði og æðruleysi, sagð-
ist bara fara reglulega í með-
Jóhanna Ingibjörg
Sigmarsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÞORVALDUR BÚASON
eðlisfræðingur,
lést að morgni 6. október.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Kristín Norðfjörð
Agnar Búi Þorvaldsson
Sverrir Örn Þorvaldsson Hrund Einarsdóttir
Þorvaldur Arnar Þorvaldsson Guðrún Lilja Óladóttir
Vífill Sverrisson Svala Sverrisdóttir
Benedikt Flóki Þorvaldsson Kristín Fjóla Þorvaldsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BRYNJÓLFUR AÐALSTEINN
BRYNJÓLFSSON
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 1. október.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju
þriðjudaginn 18. október klukkan 13.
Egill Darri Brynjólfsson Sóley Dögg Grétarsdóttir
Lísa Sigríður Greipsson Rafn Hafberg Guðlaugsson
Trine Løvik
Aðalbjörg, Hákon Darri, Andrea Dögg,
Greipur, Ingibjörg og Lars
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSRÚN HELGA KRISTINSDÓTTIR,
lést á Skógarbæ föstudaginn
30. september.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
þriðjudaginn 11. október klukkan 13.
Sigurbjörg Jónsdóttir Hilmar Þór Hauksson
Sigmundur Jónsson Nanna Guðrún Yngvadóttir
Reynir Jónsson Bentína Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær kona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Skógarbraut 1104,
Reykjanesbæ,
sem lést laugardaginn 24. september,
verður jarðsungin frá Lindakirkju
miðvikudaginn 12. október klukkan 11.
Valdimar Össurarson
Jónína Eyvindsdóttir Eiríkur Stefán Einarsson
Jóhann Eyvindsson Fanný Kristín Tryggvadóttir
og barnabörn
Útför elsku móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR M. INGIMARSDÓTTUR,
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 12. október klukkan 13.
Hún lést á Torrevieja á Spáni 30. maí.
Bálför fór fram þar í landi. Jarðsett verður í Kirkjugarði
Hafnarfjarðar.
Ingimar Friðrik Jóhannsson
Kristín Hraundal
Pálína Ósk Hraundal Ísak Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA MAGNEA JÓNSDÓTTIR
bréfberi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þriðjudaginn 27. september.
Útförin fer fram í Áskirkju þriðjudaginn 11. október klukkan 15.
Jón Einarsson Erla Maria Nordgulen
Aðalsteinn Einarsson
Magnús Einarsson Andrea Steinarsdóttir
Sigurður Einarsson Þorbjörg Markúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn