Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
✝
Þóra Hólm
Hinds, fædd Ill-
ugadóttir, fæddist í
Vestmannaeyjum
2. mars 1928. Hún
andaðist í faðmi
fjölskyldunnar, 94
ára að aldri, 3.
september 2022, á
heimili sínu í Clov-
is, Kaliforníu,
Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar
voru þau Margrét Eyjólfsdóttir
(1883-1945) og Illugi Hjörtþórs-
son (1886-1930). Þóra var yngst
sjö alsystkina en þau voru Elías
herþjónustu á Íslandi. Gengu
þau í hjónaband árið 1944. Þau
eignuðust fimm börn og þrjú
þeirra lifa móður sína, þau
Margret Ora (Hinds) Voss,
Linda Marie (Hinds) Grant og
Michael Anthony Hinds en látnir
eru Samuel Russell Hinds og
Thomas Odin Hinds. Barna-
börnin eru 14, langömmubörnin
eru 29 og langa-langömmu-
börnin eru þrjú.
Minningarathöfn verður
haldin í dag 8. október 2022. Að
henni lokinni verður Þóra jarð-
sett í San Joaquin Valley Nat-
ional kirkjugarðinum í Santa
Nella, Kaliforníu. Þar mun hún
hvíla við hlið ástkærs eigin-
manns síns og sameinast honum
í eilífðinni.
Óskar (1909-1975),
Einar Sölvi (1911-
1972), Gréta Vil-
borg (1912-1999),
Gunnlaugur Sæ-
mundur (1914-
1916), Gunnlaugur
Hólm (1917-1918)
og Guðný Inga
(1920-2001). Sam-
feðra var Jóna Alda
Illugadóttir (1918-
1992).
Þóra kynntist eiginmanni sín-
um, Russell Hammond Hinds
yngri, f. 21. mars 1924, d. 28.
júní 2007, þegar hann gegndi
Þóra og Russell fluttu til
Bandaríkjanna í apríl 1945
ásamt Margret, kornungri dótt-
ur þeirra. Þau hjónin áttu heimili
víða vegna atvinnu Russells og
um skeið bjuggu þau í Hollandi
en lengst af áttu þau heimili í
Fresno, Kaliforníu, þar sem
Russell lést 28. júní 2007.
Þóra sinnti börnum sínum og
heimili af alúð alla sína búskap-
artíð og átti hún mörg áhugamál.
Þar má helst nefna elda-
mennsku, hannyrðir og garð-
yrkju. Hún var einnig mjög list-
ræn í sér. Hennar verður ávallt
minnst fyrir íslenska bakkelsið
og góðgætið sem hún bjó til
handa fjölskyldumeðlimum. Tón-
list átti einnig stóran sess í lífi
Þóru og naut hún þess að syngja
fyrir börnin sín þegar þau voru
lítil og seinna meir söng hún fyr-
ir ömmubörnin með sinni fallegu
röddu. Hún var virk í kórastarfi
alla sína tíð. Þóra var mjög trúuð
og var hún virkur safnaðarmeð-
limur í Biskupakirkjunni þar
sem hún tók reglulegan þátt í
starfi kirkjunnar. Þóra hafði
Biblíuna ávallt innan handar á
meðan hún lifði.
Þóra var glaðlynd kona sem
fékk fólk til að brosa og syngja
og hennar gleði fólst í því að
gleðja aðra. Eitt af hennar uppá-
haldsorðtökum var: „Elska þig
meira“ og með þeim orðum
kveður fjölskyldan ömmu Þóru í
hinsta sinn en hennar verður
sárt saknað af fjölskyldu og vin-
um.
Hvíl í friði.
Margret Ora
(Hinds) Voss og
fjölskylda.
Þóra Hólm Hinds
✝
Regína Frí-
mannsdóttir
fæddist á Austari-
Hóli í Flókadal í
Skagafirði 16. júlí
1936. Hún lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 24. sept-
ember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Frímann
Viktor Guðbrands-
son, f. 12. janúar
1892, d. 5. maí 1972, og Jósefína
Jósefsdóttir, f. 18. janúar 1893,
d. 6. október 1957.
Regína átti 15 systkini sem öll
eru látin.
Regína giftist hinn 5. október
1958 Benedikt Sigurjónssyni frá
Steinavöllum í Fljótum, f. 17.9.
1934, d. 15.4. 2002. Foreldrar
hans voru Sigurjón Gíslason og
Ingibjörg Þorgrímsdóttir.
Regína og Benedikt eign-
uðust fimm börn, 16 barnabörn
og barnabarnabörnin eru 32.
Börn Regínu og Benedikts
eru: 1) Þórhallur Jón, f. 1955, en
hann lést árið 2015. Hann eign-
aðist þrjú börn og
sex barnabörn. 2)
Ingibjörg Jósefína,
f. 1958, maki Þor-
steinn Jóhannsson.
Þau eiga þrjú börn
og fimm barna-
börn. 3) Hanna
Þóra, f. 1960, maki
Ingvar Kristinn
Hreinsson. Þau
eiga fjögur börn og
10 barnabörn. 4)
Berglind Svala, f. 1963, maki
Ingþór Sigurðsson. Þau eiga
fjögur börn og 10 barnabörn. 5)
Kristján Dúi, f. 1965, hann á tvö
börn og eitt barnabarn.
Regína ólst upp á heimili for-
eldra sinna á Austari-Hóli. Reg-
ína og Benedikt fluttu til Siglu-
fjarðar 1959 og bjuggu þar alla
tíð.
Regína var heimavinnandi
húsmóðir fyrstu árin, en þegar
hún fór út á vinnumarkaðinn
starfaði hún lengst af við fisk-
vinnslu og heimilishjálp.
Útförin fór fram í kyrrþey að
hennar ósk.
Nú kveðjum við elsku ömmu
Reggu í hinsta sinn og um leið eru
ótal margar góðar minningar sem
koma upp í hugann þegar hennar
er minnst. Fyrstu minningarnar
okkar með henni eru frá því að við
vorum kornung, þegar hún faðm-
aði okkur þétt að sér, ruggaði
okkur á lærinu á sér og söng
vögguvísur með sinni fallegu
rödd. Öll barnabörnin sóttu mikið
í ömmu vegna þess að hún gaf sér
alltaf tíma fyrir okkur, hvort sem
það var spjall, spil eða einhver
annar hversdaglegur atburður.
Amma hafði alltaf einlægan
áhuga á að ræða við barnabörnin
sín, og voru stundirnar saman við
eldhúsborðið alltaf skemmtilegar,
s.s. að spila, spjalla um daginn og
veginn og hlusta á sögur sem allt-
af voru sagðar af mikilli snilld.
Hún hafði einstakan húmor og
smitandi hlátur og maður naut
alltaf nærveru hennar. Amma
naut þessara stunda ekki síður en
börnin enda var hún einstaklega
barngóð manneskja.
Amma var snillingur í bakstri
og var annáluð fyrir kleinurnar
sínar sem voru þær bestu í heimi.
Hún átti alltaf kleinupoka í fryst-
inum sem gestir fengu að njóta í
heimsóknum hjá henni. Þá voru
kleinurnar hitaðar og svo var
spjallað á meðan nokkrir kleinu-
pokar voru tæmdir.
Amma var einstaklega hand-
lagin, hvort sem það var við slát-
urgerð, verkun á fiski eftir veiði
hjá afa eða við það að prjóna
sokka og vettlinga á afkomendur
sína. Hún var ótrúlega dugleg og
vandvirk við allt sem hún tók sér
fyrir hendur enda bar heimili
hennar þess ávallt merki.
Amma lifði fyrir börnin sín og
afkomendur. Barngæska hennar
fylgdi henni alla ævi og þegar við
sjálf urðum eldri og eignuðumst
okkar eigin börn, þá rétti hún allt-
af út faðminn með einlægum
gleðisvip þegar hún tók á móti
yngstu afkomendum sínum sem
skynjuðu strax hlýja nærveru frá
ömmu og hlupu strax í faðminn
hennar.
Amma átti í góðu sambandi við
afkomendur sína alla tíð. Hún
hringdi reglulega í þá sem bjuggu
fjær henni og var hún því vel upp-
lýst um líðan allra í fjölskyldunni
auk þess sem henni voru færðar
fréttir af langömmubörnunum
sem henni fannst svo mikilvægt
að vita um. Amma gleymdi aldrei
afmælisdegi hjá nokkrum afkom-
anda og notaði alltaf tækifærið til
að heyra í þeim á afmælisdaginn.
Við kveðjum ömmu með djúp-
um söknuði og sorg í hjarta en er-
um í leiðinni glöð og ánægð yfir
því að hafa fengið tækifæri til að
njóta vináttu og einstakrar hlýju
hennar allt til æviloka. Við erum
þakklát fyrir það veganesti sem
hún gaf okkur út í lífið og á því
munum við lifa og koma áfram til
afkomenda okkar. Blessuð sé
minning elsku ömmu Reggu. Við
vottum fjölskyldu og öllum að-
standendum ömmu samúð okkar.
Andri Ísak, Lárus, Eva
María og fjölskyldur.
Jæja nú eru þau farin öll systk-
inin 16, Frímannsbörn og Jósef-
ínu, frá Austari-Hóli í Flókadal.
Yngsta systkinið, Regína, er fallin
frá. Okkur sem til þekkjum finnst
eins og nú sé endanlega kvaddur
gamli tíminn eins og hann var í
Flókadalnum. Regína og Benni
byrjuðu sína búskapartíð hjá afa
og ömmu í syðri-bænum á Aust-
ari-Hóli, í þessu litla húsi á land-
lítilli jörð. En svona var þetta í
dalnum blómlega, það var sleginn
hver blettur og allir undu glaðir
við sitt.
Það var gestkvæmt heima.
Börnin nýtrúlofuð eða –gift og
ástin og rómantíkin blómstraði
úti í náttúrunni á hverri þúfu má
segja. Áin óbrúuð og herrarnir
báru sínar dömur yfir ána, ann-
aðhvort í fanginu aða á bakinu.
Austari-Hóll var ævintýraheimur
fyrir okkur börnin, ekki síst
Smiðjumórinn þar sem smáfólkið
átti sín bú. Og einmitt þegar fólk-
ið var sem flest á Austari-Hóli
komu kýrnar frá Sigríðarstöðum
með nautið í broddi fylkingar
brjálaðar og öskrandi yfir ána.
Greip um sig mikil skelfing en allt
fór vel.
En svo dó amma og fljótlega
flutti fólkið úr syðri-bænum til
Siglufjarðar. Óskaplega var þá
tómlegt. Táknrænt fyrir þennan
tómleika fannst mér að sjá annan
flókaskóinn afa í stofunni. Það var
það eina sem varð eftir, en allt svo
stórt og tómt í minningunni.
Meira að segja litla eldhúsið í hús-
kveðjunni þegar amma var jörð-
uð. Þegar ég stóð ofan á koffort-
inu í horninu undir
útvarpshillunni og horfði yfir
skarann að mér fannst.
Það var spennandi að koma í
fyrsta skiptið í heimsókn til Siglu-
fjarðar, í kaupstaðinn. Þá bjuggu
Regga og Benni í litlu húsi við
Túngötuna. Nokkru seinna var ég
staddur í Neskoti þegar Benni
kemur í heimsókn og færir þær
fréttir að þau Regína séu búin að
kaupa annað húsnæði. Ég sé
ennþá Ingibjörgu, hún geislaði
gamla konan af gleði og stolti yfir
syninum og tengdadótturinni frá
Austari-Hóli. Þau voru sannar-
lega ungt fólk á uppleið. Það var
gaman að heimsækja Reggu og
Benna. Benni ávallt með sögur á
takteinum og hermdi eftir manni
og öðrum. Stundum fannst reynd-
ar Reggu nóg um og þá var sussað
en hlegið í leiðinni.
Ég hélt reglulegum tengslum
við Regínu um tíðina. Það var öll-
um ljóst að henni varð mikið áfall
og missir þegar Benni dó. Ekki
bætti úr skák þegar hún missti
líka Þórhall sinn fyrir rúmum sjö
árum. En hún var sú manneskja
sem bar ekki sínar sorgir á torg. Í
mínum huga var Regína sterk,
hlý og skemmtileg frænka. Hún
hefur áreiðanlega stutt margan
um tíðina, hennar er nú sárt sakn-
að af nánustu skyldmennum og
vinum.
Tifar tímans hjól og fólk safn-
ast á fund feðranna. Ekki eru
nema nokkrar vikur síðan Pálína
Frímanndóttir kvaddi. Það var
stutt á milli þeirra systra. Fyrir
skömmu kvöddum við Guðnýju
Erlu Guðmundsdóttur með fal-
legri athöfn í Akureyrarkirkju.
Blessuð sé minning Pálínu og
Erlu. Það er því orðið nokkuð fjöl-
mennt á ættarmótinu fólksins frá
Austari-Hóli í Sumarlandinu og
nú bætist Regína í þann hóp. Um
leið og við Halla sendum börnum
og öðru venslafólki Regínu sam-
úðarkveðjur biðjum við góðan
Guð að blessa minningu Regínu
Frímannsdóttur.
Þórhallur
Ásmundsson.
Elsku fallega amma mín. Nú
ertu komin í sumarlandið eftir
erfiða síðustu mánuði. Það má
segja að þú hafir ekki náð þér al-
mennilega á strik eftir að veiran
skæða náði í skottið á þér
snemma á þessu ári. „Ert þetta
þú, fallega ömmustelpan mín?“
hljómar í eyrum mínum þegar ég
hugsa um þig. Þú varst alltaf svo
dugleg að hrósa mér fyrir alls-
kyns hluti sem enginn veitti at-
hygli nema þú. Þú varst dugleg að
spyrja um námið mitt og hvattir
mig stöðugt áfram – reyndar var
það þín skoðun að ég ætti sko að
verða læknir en ekki sjúkraliði,
því ég væri sko með allt uppá 10.
Ég elska þig svo innilega, svo
ljúf og góð amma sem allir vildu
eiga. Þú lést manni alltaf líða vel
og reglulega skýtur upp minningu
síðan ég var pínupons og var í
fanginu þínu, þú ruggaðir mér og
söngst fyrir mig Siggi var úti með
ærnar í haga, þarna leið mér vel.
Mér finnst ég vera einstaklega
heppin að hafa byrjað að vinna á
sjúkrahúsinu og þannig fengið að
eyða miklum tíma í þinni návist.
Þér leist ekki alltaf vel á það þeg-
ar voru frí framundan hjá mér, en
þú áttir stað í hjarta allra þeirra
sem vinna með mér, svo að þú
vissir alveg að þú varst í góðum
höndum þó svo að ég væri í fríi.
Þú vildir bara helst hafa mig alla
daga og ég fann það svo sterkt
hvað þér fannst gott að hafa mig
innan handar.
Það var í maí sem að kallaður
var til prestur og mín kona var
skírð og fermd tæplega 86 ára
gömul, þú ljómaðir af gleði að
hafa loksins látið skíra þig og áttir
þú góðan dag með nokkrum af
þínum nánustu. Ég er nokkuð viss
um það að þú hafir vitað að það
væri ekki svo langt eftir og það
hafi verið þess vegna sem þú vild-
ir ganga frá þessum málum. Ó,
þetta var svo góður dagur.
Ég veit að þér líður betur núna,
komin í sumarlandið til afa og
Tóta sem ég veit að hafa tekið á
móti þér fagnandi ásamt auðvitað
öllum hinum.
Ég mun sakna þín innilega
elsku amma mín, ég minnist þín
með bros á vör og ylja mér við all-
ar minningarnar.
Elska þig að eilífu.
Þín ömmustelpa,
Bryndís.
Regína
Frímannsdóttir
✝
Reynald Þrá-
inn Jónsson
fæddist á Dalvík 3.
febrúar 1938. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ísafold í
Garðabæ 24. sept-
ember 2022.
Reynald var son-
ur hjónanna Jóns
Sigurðssonar húsa-
smíðameistara, f.
16.12. 1897, d.
16.11. 1980, og Hólmfríðar
Magnúsdóttur húsfreyju, f. 26.5.
1910, d. 10.9. 1995.
Reynald er fyrstur til að
kveðja úr stórum systkinahópi,
eftirlifandi eru: Ósk, Sigurður,
María, Sigríður, Filippía og
Kristín Jóna.
Reynald kvæntist 5.4. 1959
Sesselju Guðmundsdóttur, f. 8.
ágúst 1940, d. 9. janúar 1987, og
eignuðust þau þrjú börn; Sigríði
Ósk, Sigurð og Guðmund Þór.
Sambýliskona Reynalds frá
1987 var Katrín Árnadóttir
fiðlukennari, f.
30.5. 1942, sonur
Katrínar og stjúp-
sonur Reynalds er
Árni Jón Eggerts-
son.
Reynald lærði
húsasmíði hjá föður
sínum, lauk sveins-
prófi 1960 og lauk
BS-prófi í bygging-
artæknifræði frá
Odense Teknikum í
Danmörku 1965. Hann var bæj-
artæknifræðingur og bygging-
arfulltrúi á Húsavík 1966-71,
sinnti jafnframt stundakennslu
við Iðnskólann þar. Þá vann
hann hjá Landsvirkjun við und-
irbúning og eftirlit með Sigöldu-
virkjun og Hrauneyjafoss-
virkjun 1971-79. Starfrækti
eigin teiknistofu, rak verslunina
Alno eldhús og endaði sinn feril
svo í byggingarframkvæmdum
víða um land.
Útför Reynalds fór fram í
kyrrþey.
Við andlát Reynalds Þ. Jóns-
sonar rifjast upp ýmsar góðar
minningar frá kynnum okkar
sem hófust í Óðinsvéum í Dan-
mörku um miðjan sjöunda ára-
tug síðustu aldar. Þar vorum við
samtímis við nám í tæknifræði
við Odense Teknikum, virtan og
vinsælan skóla, hann í bygginga-
tæknifræði og ég í rekstrar-
tæknifræði. Lauk hann námi ári
á undan mér, 1965. Nokkur hóp-
ur Íslendinga var við skólann á
þessum tíma og talsverður sam-
gangur á milli okkar landanna.
Okkur Reynald varð fljótt vel til
vina og heimsóttum við hvor
annan reglulega með konum
okkar. Hann var á þeim tíma
kvæntur Sesselju Guðmunds-
dóttir, mikilli ágætiskonu, og
var dóttir þeirra Sigríður Ósk,
þá 5-6 ára gömul, með þeim.
Sesselja lést í hörmulegu bílslysi
í ársbyrjun 1987.
Við Reynald héldum sam-
bandi eftir að heim var komið þó
að hann væri fluttur norður á
Húsavík þar sem hann gegndi
starfi bæjartæknifræðings í
nokkur ár. Mér er kunnugt um
hve vel hann stóð sig þegar hita-
veitan var lögð í bænum, en hún
var tekin í notkun haustið 1970.
Var lögð nær 20 km löng leiðsla
frá Hveravöllum í Reykjahverfi
til Húsavíkur. Þessi framkvæmd
kallaði á náið samráð þeirra
Reynalds og Björns Friðfinns-
sonar, þáverandi bæjarstjóra,
við bændur á þessari löngu leið.
Heimsóttu þeir félagar hvern og
einn bónda til að fá samþykki
fyrir framkvæmdinni. „Já, þetta
tókst bara vel,“ sagði Reynald
við mig þegar ég hrósaði þeim
fyrir árangurinn, en bætti við
brosmildur: „En það tók mag-
ann svolítinn tíma jafna sig!“
Þeir Björn höfðu auðvitað þurft
að þiggja kaffi og veitingar á öll-
um bæjunum. Á þessum tíma
stóð Laxárdeilan fræga yfir en
þar hafði mönnum láðst að eiga
nauðsynlegt samráð við íbúa áð-
ur en ákvörðun var tekin um
virkjun.
Reynald var síðar með ýmiss
konar rekstur á sviði bygginga-
framkvæmda og nutum við
Edda, kona mín, hjálpar hans
þegar unnið var að lagfæringu á
húsi okkar á Einimel. Einkennd-
ust öll þau vinnubrögð af vand-
virkni. Við Edda sendum fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Reynalds Þ.
Jónssonar.
Edda og Magnús
Gústafsson.
Reynald Þráinn
Jónsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR.
Þorgeir Ólafsson
Jóhann Þorgeirsson Beatriz Rosario
Steingrímur Þorgeirsson Sigrún Anna Ólafsdóttir
og barnabörn
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur,
sonarsonur, frændi og vinur,
ANDRI HARÐARSON,
Geislatúni 1,
Akureyri,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
28. september. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 17. október klukkan 13.
Lilja Stefánsdóttir Hörður Hafsteinsson
Davíð Rúdólfsson Eyrún Anna Einarsdóttir
Björk Harðardóttir
Heiðrún Harðardóttir Martin Wilson
Hafsteinn Flórentsson
Amanda Lind, Aron Ingi, Ásdís Eva, Aníta Mist,
Kristófer Nökkvi, Axel Anthony, Elias Michael, Isak James
starfsfólk og íbúar Geislatúni 1