Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 49
Nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla í fótbolta lofar góðu. Þrátt fyrir að spennan í efri hlut- anum sé ekki sérlega mikil, er staðan í neðri hlutanum gott dæmi um hversu spennandi efri hlutinn gæti orðið á næstu árum. Það er nokkuð ljóst að Breiðablik verður Íslandsmeistari, sem er gríðarlega verðskuldað enda tímabil Breiðabliks búið að vera magnað. Þá fá Víkingur og KA verðskulduð Evrópusæti. Það er gaman að sjá nýtt lið vera fulltrúa Íslands í Evrópukeppni. Vonandi verða til nýjar hetjur á Norðurlandi í Evrópukeppni á næsta ári, en Þór var einn fulltrúa Íslands í Evrópukeppni árið 2012. Þrátt fyrir að hafa fallið úr efstu deild árið á undan og verið í 1. deild, vann Þór 5:1-heimasigur á Bohemians frá Írlandi í Evr- ópudeildinni. Sigurður Marinó Kristjánsson, sem hefur skorað mark í 15. hverj- um deildarleik sem hann hefur spil- að á Íslandi, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Fékk hann viðurnefnið Evrópu-Siggi í kjölfarið. En nóg um það. Neðri hlutinn í Bestu deildinni er ótrúlega spenn- andi og nánast hver leikur upp á líf og dauða. ÍA tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð og fer von Skaga- manna, um að halda sér uppi, dvín- andi. Með sigri hefði ÍA verið í miklu betri stöðu. Hver einasti leikur er svo mikilvægur. ÍBV vann 2:1-sigur á FH á heimavelli og sleit sig frá allra mesta hættusvæðinu. Hefði FH unnið væru FH-ingar komnir upp úr fallsæti og hagur Eyjamanna verið mun verri. Svona viljum við hafa leikina í lok tímabils. Þar sem allt er undir og lið sem eiga að vera áþekk að styrkleika mætast í mik- ilvægum leikjum, sem geta farið hvernig sem er. Í dag fær ÍA annað tækifæri til að koma sér aftur inn í baráttuna um að halda sér uppi er liðið mæt- ir Fram. Fari svo að ÍA tapi, er út- litið orðið afar svart og Skaga- menn verða að fara að undirbúa lífið í 1. deildinni. Á morgun mæt- ast FH og Leiknir úr Reykjavík í risastórum leik. Með sigri fer FH úr fallsæti, en fari svo að Leiknir fagni sigri er FH allt einu fjórum stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir. Það er svo ofboðslega mikið undir og svo mikil spenna. Svona viljum við hafa þetta og vonandi verður efri hlutinn eins spennandi á næstu árum. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Olísdeild karla Fram – Valur ........................................ 37:34 Staðan: Valur 6 5 0 1 190:162 10 ÍBV 5 3 2 0 188:146 8 Fram 6 3 2 1 174:169 8 Haukar 4 2 1 1 112:109 5 KA 5 2 1 2 143:140 5 Grótta 5 2 0 3 139:135 4 Stjarnan 5 1 2 2 141:146 4 FH 5 1 2 2 136:143 4 ÍR 5 2 0 3 141:175 4 Afturelding 4 1 1 2 104:103 3 Selfoss 4 1 1 2 111:118 3 Hörður 4 0 0 4 114:147 0 Grill 66-deild karla Víkingur – Fjölnir ................................ 25:25 HK – KA U............................................ 36:36 Haukar U – Kórdrengir....................... 30:22 Staðan: HK 3 2 1 0 105:87 5 KA U 3 2 1 0 104:99 5 Valur U 2 2 0 0 59:53 4 Víkingur 3 1 1 1 92:89 3 Fjölnir 2 1 1 0 54:52 3 Haukar U 2 1 0 1 53:49 2 Þór Ak. 2 1 0 1 53:50 2 Fram U 2 0 0 2 52:58 0 Selfoss U 2 0 0 2 68:75 0 Kórdrengir 3 0 0 3 69:97 0 Grill 66-deild kvenna Fjölnir/Fylkir – Grótta ........................ 20:29 Afturelding – ÍR ................................... 19:19 Staðan: Grótta 2 2 0 0 58:41 4 ÍR 2 1 1 0 55:32 3 Víkingur 1 1 0 0 28:17 2 FH 1 1 0 0 26:20 2 Afturelding 1 0 1 0 19:19 1 Fram U 1 0 0 1 20:26 0 Valur U 1 0 0 1 21:29 0 Fjölnir/Fylkir 2 0 0 2 37:57 0 HK U 1 0 0 1 13:36 0 Evrópubikar kvenna 2. umferð, fyrri leikur: Gjorche Petrov – KA/Þór .................... 20:20 _ Báðir leikir á Akureyri. Danmörk Ribe-Esbjerg – Bjerringbro/Silk ...... 31:31 - Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson ekkert. Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í marki liðsins. Þýskaland B-deild: Wolfe Wolfsburg – Empor Rostock..... 27:3 - Hafþór Már Vignisson og Sveinn Andri Sveinsson léku ekki með Empor Rostock vegna meiðsla. Frakkland Séléstat – Cesson Rennes ................... 22:23 - Grétar Ari Guðjónsson varði 9 skot í marki Séléstat. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Besta deild karla: Akranes: ÍA – Fram ............................... L14 Meistaravellir: KR – Valur .................... L14 KA-völlur: KA – Breiðablik ................... L14 Kaplakriki: FH – Leiknir R ................... S14 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Smárinn: Breiðablik b – Aþ/Lei/UM L17.15 Kennarahásk.: Ármann – Stjarnan.. L19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Snæfell ...... S15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – ÍBV .................................. L14 Ásvellir: Haukar – Selfoss ..................... L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ísafjörður: Hörður – Selfoss ................. L16 Ásvellir: Haukar – Afturelding ............. L18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalvík: Þór – Fram U............................. L16 Selfoss: Selfoss U – Valur U .................. S16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – Fram U ........................ S13 Evrópubikar kvenna, seinni leikur: KA-heimilið: KA/Þór – Gjorche ....... L19.30 UM HELGINA! Fram varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að fagna sigri á Val á leiktíðinni í Olísdeild karla í handbolta, er liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfars- árdal, 37:34. Fram var með 20:14-forskot í hálfleik, eftir magnaða spila- mennsku. Valsmenn minnkuðu muninn í seinni hálfleik en Fram- arar sigldu glæsilegum sigri í höfn. Eins og lokatölurnar gefa til kynna, var sóknarleikurinn í aðal- hlutverki í Úlfarsárdalnum í gær- kvöldi og var leikurinn hraður og skemmtilegur allan tímann. Fram byrjar afar vel á nýjum heimavelli sínum og hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína til þessa. Sigurinn í gær var sérstakur, þar sem Valsmenn hafa litið ótrúlega vel út í upphafi móts. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fór á kostum fyrir Fram og skoraði 10 mörk. Luka Vukicevic, Marko Coric og Ívar Logi Styrmisson gerðu fimm hvor. Róbert Aron Hostert og Benedikt Gunnar Ósk- arsson gerðu fimm hvor fyrir Val. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tíu Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fór á kostum og skoraði tíu mörk í glæsilegum sigri Framara á Valsmönnum í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Framarar fyrstir til að vinna Valsmenn Keflavík vann nauman 82:80- heimasigur á Tindastóli í stór- skemmtilegum lokaleik 1. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og fékk Tindastóll tækifæri til að tryggja sér sigurinn með lokasókn- inni, en hún gekk ekki upp. Keflvík- ingar fögnuðu því vel í leikslok. Margir spá báðum liðum topp- baráttu í vetur og þau ollu ekki von- brigðum í gær. Eric Ayala skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálms- son 15. Keyshawn Woods gerði 22 fyrir Tindastól. Haukar höfðu betur gegn Hetti í nýliðaslag á heimavelli, 98:92. Leik- urinn var kaflaskiptur, því Hattar- menn voru með 55:46-forskot í hálf- leik. Haukar voru hins vegar mun sterkara liðið í seinni hálfleik. Norbertas Giga skoraði 24 stig fyrir Hauka og þeir Darwin Davis og Daniel Mortensen gerðu 19 stig hvor. Matej Karlovic skoraði 25 stig fyrir Hött. Heimasigur eftir háspennu í Keflavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýliðar Hilmar Smári Henningsson hjá Haukum sækir að körfu Hattar- manna í gærkvöldi. David Ramos og Matej Karlovic eru til varnar. arlega vel gert,“ sagði Harpa í sam- tali við Morgunblaðið. Spurð hverju íslenska liðið megi eiga von á frá Portúgal sagði hún: „Þær verða vel skipulagðar og kraftmiklar. Það er spurning hvort þær verði komnar niður á jörðina eftir síðasta leik, það var greinilega mikil gleði og auðvitað drama á loka- mínútum leiksins. En það er ljóst að þetta eru tvö jöfn lið og allir gera sér grein fyrir því.“ Costa og Silva mikilvægar En hvaða leikmönnum Portúgals þarf helst að hafa gætur á? „Carole Costa er gríðarlega mik- ilvæg í þeirra leik, ef ekki mikilvæg- asti leikmaðurinn. Sterk varnarkona sem hefur líka nef fyrir því að setja boltann í netið. Svo eru þær með Diönu Silva í framlínunni sem er sjóðheit, snögg og getur verið hættuleg,“ sagði Harpa. Silva, sem leikur með Sporting frá Lissabon í heimalandinu, skoraði einmitt fyrra mark Portúgals gegn Belgíu og Costa, sem leikur með Portúgalsmeisturum Benfica, það síðara undir lok leiksins. Mikill uppgangur Portúgal hefur tekið þátt á síðustu tveimur Evrópumótum, árið 2017 í Hollandi og 2022 á Englandi, og eru það fyrstu tvö stórmótin sem kvennalandsliðið hefur komist á í sögunni. Spurð hvort hún hafi fylgst með uppgangi Portúgals undanfarin ár sagði Harpa að lokum: „Já og nei. Við höfum ekki verið með þeim í riðli á þessum stórmót- um en auðvitað hef ég tekið eftir því að liðið er að nálgast sterkari þjóð- irnar. Það er líka búinn að vera mikill uppgangur í kvennabolt- anum í Portúgal, líkt og á Spáni og Ítalíu. Bara munurinn frá því síðast á EM [2017] og núna á EM [2022]. Í sumar náði Portúgal til dæmis að standa vel í Hollandi og gerði jafn- tefli við Sviss. En svo er líka smá óstöðugleiki í liðinu. Það hefur til dæmis tapað stórt gegn Svíþjóð í tvígang á árinu.“ Einhver meðbyr með þeim - Portúgal lék vel á EM - Tvö jöfn lið - Óstöðugleiki gæti gert vart við sig Ljósmynd/KSÍ Algarve Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir á æfingu ís- lenska landsliðsins á Algarve í Portúgal í gær. Þær spila á þriðjudag. UMSPIL HM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og sparkspekingur, segir íslenska liðið þurfa vera vel á verði gegn hættu- legu liði Portúgals þegar liðin mæt- ast í umspili um laust sæti á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Leikurinn fer fram næstkomandi þriðjudag í Pacos de Ferreira í Portúgal. Portúgalska liðið þurfti að leika einum leik fleira en það íslenska í umspilinu. Í 1. umferð umspilsins vann það frábæran 2:1-sigur á Belg- íu í Vizela í Portúgal á fimmtudag. „Ég sá leikinn og þær portúgölsku líta hrikalega vel út. Það sem meira er, það er augljóst að það er einhver meðbyr með þeim. Þær spiluðu vel á EM og náðu góðum úrslitum þar sem þær lentu til dæmis undir og náðu að koma til baka. Það er kraftur og orka í þeim og þær náðu að nýta sér veikleika Belg- anna í þessum leik, sem var gríð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.