Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli
Björns Th. Björnssonar í ár efnir
Listfræðafélag Íslands til málþings
í dag milli kl. 13 og 15 í Safnahúsinu
við Hverfisgötu.
„Á málþinginu verður vakin
athygli á brautryðjandastarfi
Björns á sviði listfræði og spurt um
arfleið hans. Björn miðlaði þekk-
ingu sinni á listasögunni með
greinaskrifum, kennslu og gerð
útvarps- og sjónvarpsþátta. Hann
stundaði rannsóknir á íslenskri
listasögu og lagði grunn að ritun á
sögu nútímalistar á Íslandi. Björn
er jafnframt höfundur fjölda sögu-
legra skáldsagna,“ segir í tilkynn-
ingu frá skipuleggjendum.
Málþingið hefst með inngangs-
erindi Auðar Övu Ólafsdóttur, rit-
höfundar, listfræðings og fyrrver-
andi samstarfsmanns Björns. Aðrir
fyrirlesarar málþingsins eru Hlynur
Helgason, dósent í listfræði við
Háskóla Íslands, sem fjallar um
listfræðirannsóknir Björns; Guðni
Tómasson, listfræðingur og dag-
skrárgerðarmaður á RÚV, sem
ræðir um fjölmiðlamanninn; Guð-
mundur Andri Thorsson, rithöf-
undur og ritstjóri, kynnir ritstörf
Björns og Margrét Elísabet Ólafs-
dóttir, prófessor við Listaháskóla
Íslands og dósent við Háskólann á
Akureyri, fjallar um kennslustörf
hans í listasögu. Fundarstjóri er
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir,
listfræðingur og stjórnarkona í
Listfræðafélagi Íslands. Aðgangur
að er ókeypis og öllum opinn.
Málþing um brautryðjandastarf
- 100 ára fæðing-
arafmæli Björns
Th. Björnssonar
Morgunblaðið/Einar Falur
Ern Björn Th. Björnsson lagði grunn að ritun sögu nútímalistar á Íslandi.
No pretending nefnist sýning sem Rakel McMahon opn-
ar í Þulu í dag kl. 16 og stendur til 29. október. Þar getur
að líta teikningar og málverk sem Rakel vann á meðan
hún dvaldi í Grikklandi á þessu ári og „vitna í sjálfs-
heilun og spádómsspil.“ Rakel útskrifaðist með BA-
gráðu í myndlist frá LHÍ 2008, diplóma í hagnýtri jafn-
réttisfræði við HÍ 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum
við LHÍ 2014. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum auk annarra menningarviðburða á
Íslandi og víða erlendis. „Rakel vinnur verk sín í ólíka
miðla, s.s. teikningu, málverk, textaverk og gjörning
sem einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor. Viðfangsefni
verkanna hverfast oftar en ekki í kringum mannlega hegðun, samfélags-
legan valdastrúktúr og sjónræna menningu.“
Rakel McMahon með sýningu í Þulu
Rakel McMahon
Hinsegin umfram aðra nefnist sýn-
ing sem opnuð verður í Nýlistasafn-
inu í dag milli kl. 15 og 17. Á sýning-
unni eru verk eftir listafólkið Önnu
Maggý, Ara Logn, BERGHALL –
Önnu Hallin og Olgu Bergmann,
Hröfnu Jónu Ágústsdóttur, RB Erin
Moran, Regn Sólmund Evu og Vikt-
oríu Guðnadóttur í samtali við verk
úr safneign Nýlistasafnsins eftir
Dorothy Iannone, Níels Hafstein,
Rögnu Hermannsdóttur, Rósku,
Svölu Sigurleifsdóttur og Stephen
Lawson.
Sýningunni stýra þær Ynda Eld-
borg listfræðingur og Viktoría
Guðnadóttir myndlistarmanneskja.
„Sýningin spannar bæði verk úr
safneign Nýlistasafnsins, valin með
hinsegin gleraugum og áralangri
þekkingu sýningarstýranna, svo og
ný verk sköpuð af hinsegin mynd-
listarfólki,“ segir í tilkynningu og
bent á að nýju verkin og verkin úr
safneigninni eru sýnd samhliða.
Sýningin stendur til 20. nóvember
og er opin miðvikudaga til sunnu-
daga kl. 12-18. Fylgjast má með
viðburðadagskrá safnsins á nylo.is.
Hinsegin umfram aðra í Nýló
Sögulegt The Next Great Moment
in History is Ours eftir Dorothy Ian-
none frá árinu 1976. Verkið er hluti
af safneign Nýlistasafnsins.
Geómetría nefnist sýning sem verður
opnuð í Gerðarsafni í dag kl. 15. „Geó-
metría spratt upp úr tilraunamennsku
og framsæknum hugmyndum um eðli
og möguleika listarinnar. Hreyfingin
kom sem loftsteinn inn í íslenskt
menningarlíf í upphafi sjötta áratug-
arins og olli straumhvörfum í listalífi
þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu.
Listamennirnir sem standa að sýn-
ingunni eru Ásgerður Búadóttir,
Ásmundur Sveinsson, Benedikt Gunn-
arsson, Eiríkur Smith, Eyborg Guð-
mundsdóttir, Gerður Helgadóttir,
Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur
Benediktsson, Hafsteinn Austmann,
Hjörleifur Sigurðsson, Hörður
Ágústsson, Karl Kvaran, Kjartan Guð-
jónsson, Kristín Jónsdóttir frá Munka-
þverá, Málfríður Konráðsdóttir, Nína
Tryggvadóttir, Skarphéðinn Haralds-
son, Svavar Guðnason, Sverrir Har-
aldsson, Valgerður Enard Hafstað,
Valtýr Pétursson & Þorvaldur Skúla-
son. Sýningarstjórar eru Brynja
Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede. Sam-
hliða opnun kemur út bókin Abstrakt
geómetría með megintextum eftir
Ásdísi Ólafsdóttur og Sjón. Að útgáf-
unni stendur Knútur Bruun og er
bókinni ritstýrt af Ólafi Kvaran, sem
jafnframt skrifaði æviágrip lista-
mannanna. Í tengslum við sýninguna
og bókina verður haldið málþing á
morgun kl. 14 þar sem Ásdís Ólafs-
dóttir listfræðingur og Benedikt
Hjartarson bókmenntafræðingur
flytja erindi.
Loftsteinn í íslenskt menningarlíf
Listakonur Valgerður Enard Haf-
stað og Gerður Helgadóttir 1958.
Félag um
átjándu aldar
fræði heldur
málþing í fyrir-
lestrasal á 2. hæð
Þjóðarbókhlöðu í
dag milli kl.
13.30 og 16.15.
Þar er sjónum
beint að undir-
stöðu landbúnað-
arsamfélagsins
og fjölskyldur og heimilisbúskapur
á Íslandi í byrjun átjándu aldar og
útgáfu skjala Landsnefndarinnar
fyrri 1770–1771. Erindi flytja Guð-
mundur Jónsson, prófessor í sagn-
fræði við HÍ; Ólöf Garðarsdóttir,
prófessor í félagssögu HÍ; Ingibjörg
Jónsdóttir, dósent í landfræði við
HÍ; Óskar Guðlaugsson, doktors-
nemi í sagnfræði við HÍ og Jóhanna
Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri
á Þjóðskjalasafni Íslands.
Málþing Félags um
átjándu aldar fræði
Jóhanna Þ.
Guðmundsdóttir
Tvær einkasýningar verða opnaðar
í Kling & Bang í dag kl. 16, en
gjörningur verður fluttur kl. 17.
Mythbust nefnist sýning Elísabetar
Birtu Sveinsdóttur og Collected
Earworms nefnist sýning Bergs
Andersonar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kling & Bang vinnur Elísabet Birta
þvert á miðla „með megináherslu á
gjörningalist, kvikmynd, skúlptúr
og innsetningu. Hún vinnur með
eigin líkama og gjörninginn sem
aðferð og efnivið og kannar tákn-
heim sjónmenningar og kvik-
myndagerðar í sögulegu samhengi
og samtímanum. Verk hennar fjalla
oft um hugmyndir kvenleika og eðli
mannsins í samhengi við samband
manneskjunnar við aðrar dýrateg-
undir. Verk hennar hafa verið sýnd
bæði hérlendis og erlendis, m.a. í
Inter Pblc í Kaupmannahöfn,
Snehta í Aþenu og Mengi,“ segir í
tilkynningu frá sýningarstað.
Bergur er myndlistarmaður og
tónskáld. „Í ferli hans finna kímer-
ísk og ímynduð gæði hljóðs þver-
faglegar útkomur í tímatengdum,
útgefnum og rýmiskenndum verk-
um. Verk hans hafa verið sýnd bæði
hérlendis sem og erlendis, m.a. í
Harbinger og Mengi. Fyrsta sóló-
plata hans, Night Time Transmiss-
ions, kom út hjá útgáfufélaginu
Futura Resistenza 2021 og hann
gaf út bókverkið Poems í samstarfi
við Katrina Niebergal.“ Sýningin
stendur til 13. nóvember.
Tvær einkasýningar í Kling & Bang
Afbygging Elísabet Birta sýnir Mythbust.
Katrín Snorradóttir þjóðfræðingur
heldur fyrirlestur í Hönnunarsafni
Íslands í dag kl. 14 um rannsókn
sína á sundlaugamenningu Íslend-
inga. „Hvað hefur mótað hegðun
fólks í sundlaugarýminu og hvern-
ig hefur sú hegðun áhrif á um-
hverfi lauganna? Hvernig verður
þrifaplakatið úr sturtuklefanum
tákn í hversdagsmenningu á
Íslandi og er Snorri Sturluson
réttnefndur forfaðir pottahefðar-
innar?“ eru meðal þeirra spurn-
inga sem Katrín veltir fyrir sér.
Hún mun segja sögu úr hversdeg-
inum, sem um leið er mótunarsaga
samfélagshönnunar og endur-
speglar hvernig sundlaugin er
birtingarmynd samfélagsbreyt-
inga. Aðgangseyrir að safninu
gildir.
Fyrirlestur um sundlaugamenningu
Vatn Sundlaugar eru vinsælar hérlendis.
Að verða eða ekki verða nefnist
myndlistarsýning sem Finnur Arn-
ar opnar í STAKI á Hverfisgötu 32 í
dag, laugardag, kl. 16. Sýningin
verður opin um helgar milli kl. 13
og 18 til sunnudagsins 5. nóvember.
Í texta með sýningunni segir:
„… þarna er efinn, hvort betur
sæmi að þreyja þolinmóður
í grimmu éli af örvun ógæfunnar,
eða vopn grípa móti bölsins brimi
og knýja það til kyrrðar.
Verða hvað? Gera hvað?“
Að verða eða ekki verða í STAKI
Morgunblaðið/Einar Falur
Kvót Finnur Arnar vitnar í Shakespeare.
Þín upplifun
skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Við tökum vel á móti þér
Fjölbreyttur og spennandi
matseðill þar sem allir
finna eitthvað við sitt hæfi
Skoðið matseðilinn á
finnssonbistro.is