Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Björns Th. Björnssonar í ár efnir Listfræðafélag Íslands til málþings í dag milli kl. 13 og 15 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. „Á málþinginu verður vakin athygli á brautryðjandastarfi Björns á sviði listfræði og spurt um arfleið hans. Björn miðlaði þekk- ingu sinni á listasögunni með greinaskrifum, kennslu og gerð útvarps- og sjónvarpsþátta. Hann stundaði rannsóknir á íslenskri listasögu og lagði grunn að ritun á sögu nútímalistar á Íslandi. Björn er jafnframt höfundur fjölda sögu- legra skáldsagna,“ segir í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum. Málþingið hefst með inngangs- erindi Auðar Övu Ólafsdóttur, rit- höfundar, listfræðings og fyrrver- andi samstarfsmanns Björns. Aðrir fyrirlesarar málþingsins eru Hlynur Helgason, dósent í listfræði við Háskóla Íslands, sem fjallar um listfræðirannsóknir Björns; Guðni Tómasson, listfræðingur og dag- skrárgerðarmaður á RÚV, sem ræðir um fjölmiðlamanninn; Guð- mundur Andri Thorsson, rithöf- undur og ritstjóri, kynnir ritstörf Björns og Margrét Elísabet Ólafs- dóttir, prófessor við Listaháskóla Íslands og dósent við Háskólann á Akureyri, fjallar um kennslustörf hans í listasögu. Fundarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listfræðingur og stjórnarkona í Listfræðafélagi Íslands. Aðgangur að er ókeypis og öllum opinn. Málþing um brautryðjandastarf - 100 ára fæðing- arafmæli Björns Th. Björnssonar Morgunblaðið/Einar Falur Ern Björn Th. Björnsson lagði grunn að ritun sögu nútímalistar á Íslandi. No pretending nefnist sýning sem Rakel McMahon opn- ar í Þulu í dag kl. 16 og stendur til 29. október. Þar getur að líta teikningar og málverk sem Rakel vann á meðan hún dvaldi í Grikklandi á þessu ári og „vitna í sjálfs- heilun og spádómsspil.“ Rakel útskrifaðist með BA- gráðu í myndlist frá LHÍ 2008, diplóma í hagnýtri jafn- réttisfræði við HÍ 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við LHÍ 2014. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarviðburða á Íslandi og víða erlendis. „Rakel vinnur verk sín í ólíka miðla, s.s. teikningu, málverk, textaverk og gjörning sem einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor. Viðfangsefni verkanna hverfast oftar en ekki í kringum mannlega hegðun, samfélags- legan valdastrúktúr og sjónræna menningu.“ Rakel McMahon með sýningu í Þulu Rakel McMahon Hinsegin umfram aðra nefnist sýn- ing sem opnuð verður í Nýlistasafn- inu í dag milli kl. 15 og 17. Á sýning- unni eru verk eftir listafólkið Önnu Maggý, Ara Logn, BERGHALL – Önnu Hallin og Olgu Bergmann, Hröfnu Jónu Ágústsdóttur, RB Erin Moran, Regn Sólmund Evu og Vikt- oríu Guðnadóttur í samtali við verk úr safneign Nýlistasafnsins eftir Dorothy Iannone, Níels Hafstein, Rögnu Hermannsdóttur, Rósku, Svölu Sigurleifsdóttur og Stephen Lawson. Sýningunni stýra þær Ynda Eld- borg listfræðingur og Viktoría Guðnadóttir myndlistarmanneskja. „Sýningin spannar bæði verk úr safneign Nýlistasafnsins, valin með hinsegin gleraugum og áralangri þekkingu sýningarstýranna, svo og ný verk sköpuð af hinsegin mynd- listarfólki,“ segir í tilkynningu og bent á að nýju verkin og verkin úr safneigninni eru sýnd samhliða. Sýningin stendur til 20. nóvember og er opin miðvikudaga til sunnu- daga kl. 12-18. Fylgjast má með viðburðadagskrá safnsins á nylo.is. Hinsegin umfram aðra í Nýló Sögulegt The Next Great Moment in History is Ours eftir Dorothy Ian- none frá árinu 1976. Verkið er hluti af safneign Nýlistasafnsins. Geómetría nefnist sýning sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag kl. 15. „Geó- metría spratt upp úr tilraunamennsku og framsæknum hugmyndum um eðli og möguleika listarinnar. Hreyfingin kom sem loftsteinn inn í íslenskt menningarlíf í upphafi sjötta áratug- arins og olli straumhvörfum í listalífi þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu. Listamennirnir sem standa að sýn- ingunni eru Ásgerður Búadóttir, Ásmundur Sveinsson, Benedikt Gunn- arsson, Eiríkur Smith, Eyborg Guð- mundsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Karl Kvaran, Kjartan Guð- jónsson, Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá, Málfríður Konráðsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Skarphéðinn Haralds- son, Svavar Guðnason, Sverrir Har- aldsson, Valgerður Enard Hafstað, Valtýr Pétursson & Þorvaldur Skúla- son. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede. Sam- hliða opnun kemur út bókin Abstrakt geómetría með megintextum eftir Ásdísi Ólafsdóttur og Sjón. Að útgáf- unni stendur Knútur Bruun og er bókinni ritstýrt af Ólafi Kvaran, sem jafnframt skrifaði æviágrip lista- mannanna. Í tengslum við sýninguna og bókina verður haldið málþing á morgun kl. 14 þar sem Ásdís Ólafs- dóttir listfræðingur og Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur flytja erindi. Loftsteinn í íslenskt menningarlíf Listakonur Valgerður Enard Haf- stað og Gerður Helgadóttir 1958. Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrir- lestrasal á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu í dag milli kl. 13.30 og 16.15. Þar er sjónum beint að undir- stöðu landbúnað- arsamfélagsins og fjölskyldur og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun átjándu aldar og útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771. Erindi flytja Guð- mundur Jónsson, prófessor í sagn- fræði við HÍ; Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu HÍ; Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ; Óskar Guðlaugsson, doktors- nemi í sagnfræði við HÍ og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á Þjóðskjalasafni Íslands. Málþing Félags um átjándu aldar fræði Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Tvær einkasýningar verða opnaðar í Kling & Bang í dag kl. 16, en gjörningur verður fluttur kl. 17. Mythbust nefnist sýning Elísabetar Birtu Sveinsdóttur og Collected Earworms nefnist sýning Bergs Andersonar. Samkvæmt upplýsingum frá Kling & Bang vinnur Elísabet Birta þvert á miðla „með megináherslu á gjörningalist, kvikmynd, skúlptúr og innsetningu. Hún vinnur með eigin líkama og gjörninginn sem aðferð og efnivið og kannar tákn- heim sjónmenningar og kvik- myndagerðar í sögulegu samhengi og samtímanum. Verk hennar fjalla oft um hugmyndir kvenleika og eðli mannsins í samhengi við samband manneskjunnar við aðrar dýrateg- undir. Verk hennar hafa verið sýnd bæði hérlendis og erlendis, m.a. í Inter Pblc í Kaupmannahöfn, Snehta í Aþenu og Mengi,“ segir í tilkynningu frá sýningarstað. Bergur er myndlistarmaður og tónskáld. „Í ferli hans finna kímer- ísk og ímynduð gæði hljóðs þver- faglegar útkomur í tímatengdum, útgefnum og rýmiskenndum verk- um. Verk hans hafa verið sýnd bæði hérlendis sem og erlendis, m.a. í Harbinger og Mengi. Fyrsta sóló- plata hans, Night Time Transmiss- ions, kom út hjá útgáfufélaginu Futura Resistenza 2021 og hann gaf út bókverkið Poems í samstarfi við Katrina Niebergal.“ Sýningin stendur til 13. nóvember. Tvær einkasýningar í Kling & Bang Afbygging Elísabet Birta sýnir Mythbust. Katrín Snorradóttir þjóðfræðingur heldur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í dag kl. 14 um rannsókn sína á sundlaugamenningu Íslend- inga. „Hvað hefur mótað hegðun fólks í sundlaugarýminu og hvern- ig hefur sú hegðun áhrif á um- hverfi lauganna? Hvernig verður þrifaplakatið úr sturtuklefanum tákn í hversdagsmenningu á Íslandi og er Snorri Sturluson réttnefndur forfaðir pottahefðar- innar?“ eru meðal þeirra spurn- inga sem Katrín veltir fyrir sér. Hún mun segja sögu úr hversdeg- inum, sem um leið er mótunarsaga samfélagshönnunar og endur- speglar hvernig sundlaugin er birtingarmynd samfélagsbreyt- inga. Aðgangseyrir að safninu gildir. Fyrirlestur um sundlaugamenningu Vatn Sundlaugar eru vinsælar hérlendis. Að verða eða ekki verða nefnist myndlistarsýning sem Finnur Arn- ar opnar í STAKI á Hverfisgötu 32 í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin verður opin um helgar milli kl. 13 og 18 til sunnudagsins 5. nóvember. Í texta með sýningunni segir: „… þarna er efinn, hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður í grimmu éli af örvun ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja það til kyrrðar. Verða hvað? Gera hvað?“ Að verða eða ekki verða í STAKI Morgunblaðið/Einar Falur Kvót Finnur Arnar vitnar í Shakespeare. Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Við tökum vel á móti þér Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi Skoðið matseðilinn á finnssonbistro.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.