Morgunblaðið - 08.10.2022, Síða 56
Tónlistarhópurinn Gadus Morhua, sem þekktur er fyrir
baðstofustemningu með söng, langspilsleik, selló og
almennum þjóðlagausla, heldur tvenna tónleika um
helgina. Þeir fyrri verða í Stokkseyrarkirkju í kvöld,
laugardagskvöld, kl. 20 og þeir seinni í Mengi í Reykja-
vík á morgun, sunnudag, kl. 16. Gadus Morhua hefur
hingað til snúið eldri þjóðlögum bæði á réttuna og
rönguna og tvinnað þau saman við barokktóna. Nú
ræðst tríóið til atlögu við íslensku fjárlögin, söngva-
safn Sigfúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar frá
árunum 1915-1916. Söngvasafnið varð svo vinsælt að
upp úr því var sungið á hverju heimili áratugum saman.
Gadus Morhua glímir við fjárlögin
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í
knattspyrnu, segir að íslenska landsliðið þurfi að vera
vel á verði gegn frísku liði Portúgals í úrslitaleik þjóð-
anna um sæti á HM næsta þriðjudag. „Þær portúgölsku
líta hrikalega vel út og það er augljóslega einhver með-
byr með þeim,“ segir Harpa. »49
Meðbyrinn með portúgalska liðinu
ÍÞRÓTTIR MENNING
ann. „Prófaðu að lesa óð Páls postula
til kærleikans úr 1. Korintubréfi 13“
svaraði ég. Hann sagðist ekki geta
lofað neinu, en hringdi nokkrum dög-
um síðar og sagði að lestur kær-
leiksóðsins hefði hjálpað og myndin
væri tilbúin. Hann málaði kærleik-
ann snilldarlega í líki konu og mér
fannst þarna vera komin Móna Lísa
Íslands.“ Í þessu sambandi minnir
Gunnlaugur á að 18 verk eftir Louisu
Matthíasdóttur verði sýnd í kirkj-
unni alla listahátíðina. Verkin eru
fengin að láni úr einkasafni frænda
listakonunnar, Sigurðar Arngríms-
sonar. „Þetta er sannarlega listrænn
viðburður og verk eftir Louisu vekja
alltaf athygli.“ Gunnlaugur segir að
lesa megi helgi út úr myndum Lou-
isu, helgi í náttúrunni, daglega lífinu
og þeirri kyrrð og rósemd sem stafi
af myndunum.
Alla sunnudagsmorgna í október
verða hefðbundin fræðsluerindi, sem
hefjast klukkan 10, tengd meginefni
hátíðarinnar. Í fyrramálið ræðir pró-
fessor Ásdís Egilsdóttir um Þorlák
biskup helga.
Á morgun verða einsöngstónleikar
en þá flytja Alexandra Chernyshova
sópran og Lenka Matéóva, píanó- og
orgelleikari, nokkur innlend og er-
lend lög undir yfirskriftinni „Leitin
að kærleikanum“ og hefst dagskráin
klukkan 16.
„Menn hafa alltaf haft þörf til að
tjá lofgjörð sína og trú til Guðs með
einhverjum listrænum hætti,“ leggur
Gunnlaugur áherslu á. Aðgangur á
alla viðburði hátíðarinnar er ókeypis.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Listahátíð Seltjarnarneskirkju var
sett sl. sunnudag og stendur hún út
mánuðinn, en viðamikil dagskrá
verður nú um helgina. Hátíðin hefur
verið haldin á tveggja ára fresti í 30
ár nema hvað hún féll niður 2020
vegna kórónuveirufaraldursins.
„Listahátíðirnar hafa ávallt tengst
ákveðnu þema, sem nú er helgi, helg-
un og heilagleiki auk spurningar-
innar um afhelgun,“ segir Gunn-
laugur A. Jónsson, sem hefur verið
formaður listahátíðarnefndar frá
1996.
Seltjarnarneskirkja var vígð á
Valhúsahæð 1989 og fyrsta lista-
hátíðin var haldin 1992. Gunnlaugur
bendir á að því megi með sanni segja
að frá byrjun hafi systurnar trú og
list verið samstiga í kirkjunni. „Þær
hafa haldist í hendur í óvenjulega
ríkum mæli,“ segir hann og vísar
meðal annars til þess að listaverkið
Trúarbrögðin eftir Ásmund Sveins-
son hafi verið sett upp á Valhúsahæð
1975, Seltjarnarneskirkja sjálf sé
listaverk, þar sem þríhyrnings-
formið sé áberandi og hafi sterka
trúarlega skírskotun, Listvinafélag
kirkjunnar hafi verið stofnað 2004 og
listviðburðir séu reglulega í kirkj-
unni.
Málþing
Málþing um þema hátíðarinnar
verður klukkan 14-16 í dag. Selkór-
inn syngur nokkur lög tengd efninu
og síðan flytja fræðimennirnir Ari
Páll Kristinsson, Gunnar Jóh. Gunn-
arsson, Kristrún Heimisdóttir, Rún-
ar Vilhjálmsson og Sigurður J. Grét-
arsson stutt erindi um helgi, heilag-
leika og afhelgun og svara spurn-
ingum. Þinginu stýrir Svana Helen
Björnsdóttir, starfandi formaður
sóknarnefndar. „Málþingið er helsti
viðburðurinn, þar sem unnið er með
þema hátíðarinnar,“ áréttar Gunn-
laugur. Hann rifjar upp að 2006 hafi
kærleikurinn verið þemað. Kjartan
Guðjónsson hafi þá verið valinn list-
málari hátíðarinnar og hafi Gunn-
laugur spurt hann hvort hann gæti
ekki málað sérstaka mynd um kær-
leikann. Listamanninum hafi vafist
tunga um tönn en síðan spurt bros-
andi hvernig ætti að mála kærleik-
Trú og list hönd í hönd
- Viðamikil dagskrá á Listahátíð Seltjarnarneskirkju
- Málverk eftir Louisu Matthíasdóttur sýnd út mánuðinn
List Gunnlaugur A. Jónsson á sýningunni við sjálfsmynd eftir Louisu.