Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 240. tölublað . 110. árgangur .
BÝÐUR UPP Á
PRJÓNAFERÐIR
TIL LETTLANDS
GEFUR ÚT
NÝJA BÓK
Í DAG
RÝNT Í
BARNA- OG
UNGLINGABÆKUR
EINAR KÁRASON 22 VERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS 2022 56DAGNÝ HERMANNS 12
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra
segir aðild Íslands að Schengen-
samstarfinu geta verið í hættu ef ís-
lensk stjórnvöld uppfylli ekki þær
reglur, sem þar eru settar um með-
ferð fólks, sem fær synjun um land-
vist.
Þetta kemur fram í viðtali Dag-
mála, streymi Morgunblaðsins á
netinu, sem opið er öllum áskrif-
endum og birt er í dag.
Þar segir hann breytingar á út-
lendingalögum ekki þola neina bið
vegna æ þyngri straums hælisleit-
enda til landsins. Þar þurfi að líta
bæði til fjöldans, kostnaðar og
álags á innviði, sem séu kol-
sprungnir.
Þarf að virða Schengen
Þá segir Jón bráðnauðsynlegt að
landið standi við og uppfylli skyldur
sínar gagnvart Schengen-samstarf-
inu. Misbrestur á því valdi erfið-
leikum í samskiptum við samstarfs-
ríkin og geti sett aðild Íslands að
því í uppnám.
„Sérstaklega þegar kemur að
þeim Schengen-reglum, sem okkur
ber að fylgja varðandi brottvísun og
úrræði á landamærunum,“ segir
Jón. Hann nefnir þar sérstaklega
móttökustöðvar og skilyrt búsetu-
úrræði þegar fólk á að fara úr landi,
sem allar aðrar þjóðir hafi.
„Það er skylda okkar að koma
þessu upp og við þurfum að bregð-
ast við þeim skyldum, annars getur
hreinlega samstarf okkar innan
Schengen verið í hættu,“ segir
dómsmálaráðherra.
Hann segir nauðsynlegt að eiga
gott samstarf við nágrannalönd í
þessum efnum, ekki síst í ljósi þess
að skipulögð glæpastarfsemi komi
oft við sögu.
Schengen sett í hættu
- Breytt útlendingalög brýn til að uppfylla Schengen-reglur
- Dómsmálaráðherra segir móttöku hælisleitenda við þolmörk
M Innviðir þola ekki meira álag »4
_ Sala á Íseyjarskyri utan Íslands
nam 20 þúsund tonnum á síðasta ári
og hafði aukist um 10% frá árinu á
undan. Veruleg aukning hefur orð-
ið í ár, að sögn Einars Einarssonar
framkvæmdastjóra, og er útlit fyrir
að seld verði 24 þúsund tonn þegar
upp verður staðið um áramót sem
er 20% aukning á milli ára. Um
þessar mundir er áherslan ekki síst
í sókn á mörkuðum í fjölmennustu
löndum Evrópu en einnig er unnið á
fjarlægum mörkuðum. »6
Helsinki Íslenskt skyr hefur víða gott
hillupláss en samkeppnin er hörð.
Selja 24 þúsund
tonn af Íseyjarskyri
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
forseti Alþýðusambands Íslands
(ASÍ), telur það hafa verið rétta
ákvörðun að fresta þingi sambands-
ins fram á næsta ár, enda hafi að-
stæðurnar sem upp komu verið
„fordæmalausar“. Vonast hann til
að sátt náist innan ASÍ fyrir næsta
þing.
„Ég held að þetta hafi verið rétt-
asta niðurstaðan á þessum tíma-
punkti við þessar aðstæður. Ég tel
að við hefðum illa getað gert eitt-
hvað annað,“ sagði Kristján Þórður
í samtali við mbl.is í gær.
Greint var frá því um hádegisbil
í gær að meirihluti þingfulltrúa
hefði greitt atkvæði með því að
fresta þinginu. Tillagan var borin
upp í kjölfar uppákomu mánudags-
ins. »2
Morgunblaðið/Eggert
ASÍ Þingið heldur áframá næsta ári.
Telur að rétt
hafi verið að
fresta þinginu
Norski krónprinsinn Hákon Magnús leggur á
brattann með þjóðlega klæddum forseta lýðveld-
isins, Guðna Th. Jóhannessyni, og öðru föru-
neyti. Göngunni var heitið að gosstöðvunum við
Fagradalsfjall upp úr hádegi í gær. Prinsinn sit-
ur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu í
dag en í gærkvöldi naut hann gestrisni forseta-
hjónanna og snæddi með þeim kvöldverð á
Bessastöðum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þar sem konungdæmið mætir lýðveldinu
Sigraðu
innkaupin
13.–16. október
_ Engu fjár-
magni var veitt í
sérstakt hraða-
og ölvunareftirlit
lögreglunnar ár-
ið 2021 og hefur
ekki verið und-
anfarin fimm ár.
Þetta kemur
fram í Fram-
kvæmd umferð-
aröryggisáætl-
unar, ársskýrslu 2021. Þar segir
einnig að ætla megi að hraðaeftirlit
sé með allra minnsta móti á lands-
vísu. Tölfræði um meðalhraða á
þjóðvegi eitt gefi vísbendingar um
að hann fari hækkandi ár frá ári.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, rík-
islögreglustjóri, ræðir umferðarör-
yggismál og menntun lögreglu í
viðtali við Morgunblaðið. »10
Hraða- og ölvunar-
eftirliti ábótavant
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir