Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikil tækifæri eru til að auka söluna
á Íseyjarskyri á mörkuðum í fjöl-
mennum löndum Evrópu, að mati
Einars Einarssonar, framkvæmda-
stjóra Íseyjar útflutnings ehf. Segir
hann að áherslan um þessar mundir
sé á þessa markaði en einnig að
fylgja eftir sókn inn á nýja markaði í
fjarlægum löndum.
„Þrátt fyrir miklar áskoranir við
markaðssetningu á nýjum vörum í
kórónuveirufaraldrinum og vegna
aukins kostnaðar við aðföng hefur
salan gengið vel,“ segir Einar og
bætir við að fyrirtækið og sam-
starfsfyrirtæki finni mikinn meðbyr
á mörkuðum nú þegar heimsfarald-
urinn er að baki. „Fólk hugsar nú
enn meira um heilsusamlegt líferni
og mataræði. Það er góður jarð-
vegur fyrir íslenska skyrið.“
Ísey útflutningur, sem er systur-
félag Mjólkursamsölunnar, er með
starfsemi á 20 markaðssvæðum, ut-
an Íslands, í flestum tilvikum með
samningum við fyrirtæki úti á mörk-
uðunum um notkun vörumerkisins
með svokölluðum vörumerkja- og
einkaleyfissamningum en einnig
með beinum útflutningi frá Íslandi.
Bandaríkin eru með sérstöðu. Þar er
skyrið framleitt og selt undir eigin
vörumerki, Icelandic Provisions, af
fyrirtæki sem Ísey á hlut í.
Aukning í Evrópu
Skyrsalan utan Íslands nam 20
þúsund tonnum á síðasta ári og hafði
aukist um 10% frá árinu á undan.
Veruleg aukning hefur orðið í ár, að
sögn Einars, og er útlit fyrir að seld
verði 24 þúsund tonn þegar upp
verður staðið um áramót, sem er
20% aukning á milli ára.
Aukning hefur orðið í fjölmennum
ríkjum Evrópu. Einar nefnir sem
dæmi að sala hafi hafist í Frakklandi
á síðasta ári og nú sé gert ráð fyrir
að 1.000 tonn verði seld þar í ár. Ís-
eyjarskyr hefur einnig fengið mjög
góðar viðtökur í Hollandi og fékk
þar viðurkenningu virts fagtímarits
sem besta vörunýjungin á árinu
2021. Reiknað er með að salan tvö-
faldist á milli ára og verði 1.600 tonn
í ár.
„Við erum að horfa til þess að fara
inn á markaði í fjölmennum Evrópu-
löndum. Hófum tilraun í Þýskalandi,
erum byrjuð á Spáni og erum að
prófa okkur áfram á Ítalíu. Það búa
200 milljónir manna á þessum mörk-
uðum. Við erum að selja 20 þúsund
tonn af skyri, þar af er helmingurinn
seldur í Noregi, Danmörku og Finn-
landi sem er 16-17 milljóna manna
markaður. Við teljum að miklir
möguleikar séu í Evrópu því þar er
mikil hefð fyrir jógúrtneyslu og því
góður jarðvegur fyrir skyrið, en á
þessum mörkuðum ríkir jafnframt
gríðarleg samkeppni,“ segir Einar.
Skyrið sem selt er á þessum stóra
markaði í Evrópusambandinu er
framleitt í Danmörku í einu verk-
smiðjunni innan ESB sem Ísey hef-
ur aðgang að. Ísey útflutningur flyt-
ur þó nokkuð af skyri frá Íslandi á
þennan markað, aðallega til Dan-
merkur og Þýskalands, einnig til
Sviss og Færeyja. Einar segir að
áhugi sé á að auka útflutning á fram-
leiðslu frá Íslandi, eins og kostur er
á.
Framleiðsla á sex stöðum
Íseyjarskyr er nú framleitt í sex
mjólkurbúum utan Íslands. Tvær
nýjar verksmiðjur hófu starfsemi í
ár. Mjólkurbú sem KS og samstarfs-
aðilar byggðu upp í Wales hóf fram-
leiðslu í mars á þessu ári eftir miklar
tafir vegna faraldursins. Hún er
hugsuð fyrir markaðinn á Bret-
landseyjum. Þar eru nú seld um
1.000 tonn af Íseyjarskyri á ári en
Einar segir að mikil tækifæri séu til
markaðssóknar með því að fjölga
sölustöðum. Hægt er að framleiða
5-6 þúsund tonn í mjólkurbúinu.
Í mars hófst einnig framleiðsla á
Nýja-Sjálandi. Íseyjarskyr er nú
komið í 200 verslanir þar í landi.
Einar segir að skyrið hafi fengið
mikilvæga viðurkenningu
heilbrigðisyfirvalda sem valkostur í
skólanesti grunnskólabarna. Ekki
síður er horft til útflutnings til ná-
grannalandsins Ástralíu. Þótt ekki
sé langt á milli landanna hafa erf-
iðleikar í flutningskerfinu tafið
markaðsstarf þar. Framleiðsla á Ís-
eyjarskyri hófst í Japan fyrir tveim-
ur árum. Einar segir að heimsfar-
aldurinn hafi sett strik í reikninginn
þar. Miklar takmarkanir voru settar
á í Japan sem drógu mjög úr mögu-
leikum á að kynna og markaðssetja
nýja vöru. Nú sé samstarfsfyrir-
tækið að setja mikinn kraft í mark-
aðsstarf á nýjan leik. Vonast er til að
seld verði 1.000 tonn í ár.
Verið er að undirbúa verksmiðju
til að framleiða skyr í Kína með til-
heyrandi markaðsstarfi. Nú er
stefnt að því að hefja starfið þar á
árinu 2024.
Lögð áhersla á markaði í fjöl-
mennum löndum Evrópu
- Sala á Íseyjarskyri eykst í ár um 20% - Finna áfram meðbyr á mörkuðum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útrás Einar Einarsson tók við sem framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings í byrjun árs og stýrir markaðssókn erlendis.
Samstarfsaðilar Ísey Framleiðendur
Bandaríkin*
Danmörk
Ísland
Noregur
Japan
Nýja-Sjáland
Wales
Aðrir samstarfsaðilar
Austurríki
Ástralía
Belgía
Bretland
Finnland
Frakkland
Færeyjar
Holland
Lúxemborg
Slóvenía
Spánn
Sviss
Þýskaland
Heimild: Ísey útflutningur ehf.
*Icelandic Provisions
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við þurfum að bæta í baráttuna
gegn skipulagðri brotastarfsemi og
stýra mannaflanum og fjármagninu
þangað sem brýnast er hverju sinni.
Skipulögð brotastarfsemi er þar of-
arlega á blaði,“ segir Sigríður Björk
Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Hún var spurð út í dökka mynd
sem Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri
dró upp í Morgunblaðinu í gær af
álaginu á lögregluna á Suðurnesjum,
annars vegar vegna hælisleitenda og
hins vegar vegna fíkniefnasmygls.
„Fíkniefnainnflutningurinn er
skipulögð brotastarfsemi sem við
höfum reynt að vekja athygli á síð-
astliðin ár. Skipulögð brotastarfsemi
er talin mikil ógn hér á landi,“ segir
Sigríður. Hún segir að dómsmála-
ráðherra sé að vinna að því að veita
auknu fé til málaflokksins og fyrri
dómsmálaráðherra hafi einnig aukið
framlög til lögreglunnar.
Sigríður segir að lögreglan hafi
lýst yfir áhyggjum vegna skipulagðr-
ar glæpastarfsemi í kringum hælis-
leitendur. „Flóttamenn eru við-
kvæmur hópur gagnvart skipulagðri
glæpastarfsemi. Evrópulögreglan
hefur lýst því að hópar sem eru flutt-
ir á milli landa af alls konar smygl-
urum séu útsettir fyrir alls kyns of-
beldi og misnotkun. Þess vegna ber
okkur að gæta vel að þessum hópi,“
segir Sigríður. Hún bendir á að ÖSE
sé þessa dagana með vinnustofur hér
á landi um stöðu mansalsmála í kjöl-
far innrásar Rússlands í Úkraínu.
T.d. hefur fjölgað í hópi þeirra sem
leita á netinu eftir kynferðislegri
þjónustu hjá fólki frá Úkraínu.
Sigríður minnir á að viðbún-
aðarstig á landamærunum hafi verið
fært á hættustig 16. september sl.
Hún segir húsnæðisþörfina hafa veg-
ið þungt í þeirri ákvörðun og einnig
séum við skuldbundin til að veita
hælisleitendum þjónustu. »10
Bæta þarf í baráttuna gegn
skipulagðri brotastarfsemi
- Flóttamenn viðkvæmur hópur gagnvart glæpastarfsemi
Menningar- og
viðskiptaráðu-
neytið birti fyrir
mistök kynningu
á máli er varðar
breytingu á
ákvæðum fjöl-
miðlalaga um
stuðning til
einkarekinna
fjölmiðla, þ.e.
framlengingu
gildistíma og endurskoðun ein-
stakra ákvæða.
Var mál þetta gert opinbert í
Samráðsgáttinni í fyrradag og sent
hagsmunaaðilum með boði um sam-
ráð. Stuttu síðar var kynningin
horfin út af vefsíðu gáttarinnar.
Skýringin er sögð sú að málið
eigi eftir að fara í lokayfirlestur
innan ráðuneytisins. Þetta staðfesti
Hafþór Eide Hafþórsson, aðstoðar-
maður Lilju Alfreðsdóttur, mennta-
og viðskiptaráðherra, og sagði að
gera mætti ráð fyrir að boðið yrði
upp á samráð á ný að tveimur vik-
um liðnum.
Breytt fjölmiðlalög
birt of snemma
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Um 19 þúsund manns þáðu bólu-
setningu þegar íbúum höfuðborg-
arsvæðisins, 60 ára og eldri, var
boðin bólusetning í sérstöku átaki í
Laugardalshöll undanfarnar tvær
vikur. Bólusett var við inflúensu og
Covid-19 og gat fólk þegið bólu-
setningu við öðru hvoru eða hvoru
tveggja.
Alls voru gefnir 13.125 skammt-
ar við Covid-19, en aðeins var boðið
upp á örvunarskammt fyrir þá sem
höfðu áður þegið grunnbólusetn-
ingu. Þá voru gefnir 15.259 skamm-
taf af bóluefni við innflúensu.
Eftir að átakinu lauk hafa yfir 80
prósent landsmanna yfir 50 ára
aldri fengið að minnsta kosti þrjá
skammta af bóluefni og vel rúmur
helmingur fólks á aldrinum 16 til 50
ára. Um helmingur landsmanna 70
ára og eldri hefur fengið fjóra
skammta og þriðjungur fólks á
aldrinum 60 til 69 ára.
Nítján þúsund þáðu
bólusetningu í átaki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusett Tvenns konar sprautur voru í
boði í bólusetningarátaki fyrir 60+.
það byrjar allt með fjórum fræjum
ENN HOLLARI OLÍA
OMEGA 3 & 6
+ D- & E-VÍTAMÍN