Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Páll Vilhjálmsson hugsar til þings
ASÍ sem sprakk í loft upp eða
lognaðist út af, allt eftir atvikum:
- - -
Heilvitar Efl-
ingar, VR og
Starfsgreinasam-
bandsins, oft kallaðir
verkó, finna sig ekki
í ASÍ, segir fremstur
heilvita, Sólveig
Anna.
- - -
ASÍ er vettvangur
málamiðlana.
Þegar heilvitarnir í
verkó gerðu sig gild-
andi fyrir nokkrum
misserum var vel
tekið á móti þeim.
- - -
Ferskir vindar þóttu blása í
hreyfingunni.
- - -
Heilvitarnir voru aftur ekki
mættir til málamiðlana og
finna samnefnara í hreyfingu laun-
þega.
- - -
Annað hékk á spýtunni en að
fylkja liði og ná árangri.
- - -
Sólveig Anna segir þá sem and-
mæla sér glíma við „siðferðis-
bresti“. Formaður Eflingar hefur
áður sýnt hvernig hún tekur á þeim
sem ekki fylgja línunni.
- - -
Eftir að hún náði formennsku á
ný voru hreinsanir í Eflingu,
fjöldauppsagnir.
- - -
Heilvitarnir í verkó eru meira
fyrir að brjóta og bramla en
að byggja upp.
- - -
Umfram allt eru heilvitarnir
þarna fyrir sjálfa sig, ekki
aðra.“
STASÍ fundar í ASÍ
STAKSTEINAR
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Ragnar Þór
Ingólfsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum
fimmtudaginn 3. nóvember næst-
komandi. Það er degi fyrr en í fyrra
en þetta verður þriðja árið í röð
sem sala á jólabjór hefst á fyrsta
fimmtudegi í nóvember. Hefð er
fyrir því að J-dagurinn svokallaði,
þegar sala hefst á Tuborg-jólabjór
á börum og veitingahúsum, sé hald-
inn hátíðlegur fyrsta föstudaginn í
nóvember.
Samkvæmt upplýsingum frá
ÁTVR hafa framleiðendur og inn-
flytjendur sótt um sölu á 109 teg-
undum jólabjórs þetta árið. Það er
einni tegund meira en í fyrra en
óvíst er þó hvort allar þessar bjór-
tegundir skila sér í hillur Vínbúð-
anna. Auk bjórsins hefur verið sótt
um sölu á ellefu tegundum af snafsi
og jólabrennivíni.
Ora-jólabjórinn sem sló í gegn í
fyrra verður aftur á boðstólum í ár
og sömuleiðis þekktar jólabjórteg-
undir á borð við Bjúgnakræki, Ein-
stök DoppelBock, Giljagaur, Hvít
jól og Jólakisu. Þá munu nýju teg-
undirnar Fönn, Dimmuborgir,
Freysgoði, Jóla Skarfur og Skyr-
jarmur eflaust gleðja bjór-
áhugafólk.
Jólabjórinn í byrjun nóvember
- Allt að 109 tegundir verða til sölu
- Ora-jólabjórinn aftur á boðstólum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleðistund Margir gleðjast þegar
sala hefst á jólabjórnum ár hvert.
Þórður Baldur Sig-
urðsson, fyrrverandi
forstjóri Reiknistofu
bankanna, lést 6. októ-
ber sl. á heimili sínu á
Hömrum í Mosfellsbæ,
93 ára að aldri.
Þórður fæddist í
Reykjavík 9. júlí 1929.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Þórð-
arson bankamaður og
Ólafía Pétursdóttir
Hjaltested en hann ólst
upp á heimili móður-
systur sinnar, Önnu
Kristjönu Hjaltested,
og manns hennar, Björns Vigfús-
sonar.
Þórður lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1949 og
stundaði nám við lagadeild Háskóla
Íslands 1949 til 1952. Hann sótti all-
mörg námskeið í kerfisfræði hér
heima og erlendis á árinum 1972 til
1991.
Þórður starfaði meðal annars hjá
Búnaðarbanka Íslands, Landnámi
Íslands, Fóður- og fræframleiðsl-
unni í Gunnarsholti, var fram-
kvæmdastjóri Raftækjaverzlunar-
innar og stundakennari í Vogaskóla,
Fóstruskólanum og Bankamanna-
skólanum. Hann var forstöðumaður
rafreiknideildar Búnaðarbankans
1972-1977 og forstjóri Reiknistofu
bankanna frá 1977 til
1996, þegar hann lét af
störfum vegna aldurs.
Árið 1979 tók Þórð-
ur sér frí frá störfum
til að leika hlutverk
Björns á Leirum í sjón-
varpsmyndinni Para-
dísarheimt sem gerð
var eftir skáldsögu
Halldórs Laxness. Síð-
ar tók hann að sér lítil
hlutverk í kvikmynd-
unum Skilaboð til
Söndru og Stella í or-
lofi.
Þórður setti tólf
sinnum Íslandsmet í sleggjukasti á
árunum 1953-1968, kastaði lengst
54,23 metra. Þá varð hann fimmtán
sinnum Íslandsmeistari, síðast 1975.
Hann keppti í sleggjukasti á alþjóð-
legum mótum fyrir Íslands hönd og
keppti einnig í öðrum kastgreinum,
einkum í öldungamótum á síðari ár-
um. Honum er eignaður heiðurinn af
því að hafa verið frumkvöðull að því
að kraftlyftingar voru teknar upp
sem æfingar fyrir frjálsíþróttafólk á
sjötta áratug síðustu aldar.
Eiginkona Þórðar var Anna
Christiane Lárusdóttir Hjaltested
sjúkraliði, hún lést 2019. Þau eign-
uðust sjö börn, barnabörnin eru 23,
34 barnabarnabörn og eitt barna-
barnabarnabarn.
Andlát
Þórður B. Sigurðsson
20% afsláttur af öllum
innréttingum út október.
562–1500
Friform.is
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15Hjar ta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum.