Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Páll Vilhjálmsson hugsar til þings ASÍ sem sprakk í loft upp eða lognaðist út af, allt eftir atvikum: - - - Heilvitar Efl- ingar, VR og Starfsgreinasam- bandsins, oft kallaðir verkó, finna sig ekki í ASÍ, segir fremstur heilvita, Sólveig Anna. - - - ASÍ er vettvangur málamiðlana. Þegar heilvitarnir í verkó gerðu sig gild- andi fyrir nokkrum misserum var vel tekið á móti þeim. - - - Ferskir vindar þóttu blása í hreyfingunni. - - - Heilvitarnir voru aftur ekki mættir til málamiðlana og finna samnefnara í hreyfingu laun- þega. - - - Annað hékk á spýtunni en að fylkja liði og ná árangri. - - - Sólveig Anna segir þá sem and- mæla sér glíma við „siðferðis- bresti“. Formaður Eflingar hefur áður sýnt hvernig hún tekur á þeim sem ekki fylgja línunni. - - - Eftir að hún náði formennsku á ný voru hreinsanir í Eflingu, fjöldauppsagnir. - - - Heilvitarnir í verkó eru meira fyrir að brjóta og bramla en að byggja upp. - - - Umfram allt eru heilvitarnir þarna fyrir sjálfa sig, ekki aðra.“ STASÍ fundar í ASÍ STAKSTEINAR Sólveig Anna Jónsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 3. nóvember næst- komandi. Það er degi fyrr en í fyrra en þetta verður þriðja árið í röð sem sala á jólabjór hefst á fyrsta fimmtudegi í nóvember. Hefð er fyrir því að J-dagurinn svokallaði, þegar sala hefst á Tuborg-jólabjór á börum og veitingahúsum, sé hald- inn hátíðlegur fyrsta föstudaginn í nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hafa framleiðendur og inn- flytjendur sótt um sölu á 109 teg- undum jólabjórs þetta árið. Það er einni tegund meira en í fyrra en óvíst er þó hvort allar þessar bjór- tegundir skila sér í hillur Vínbúð- anna. Auk bjórsins hefur verið sótt um sölu á ellefu tegundum af snafsi og jólabrennivíni. Ora-jólabjórinn sem sló í gegn í fyrra verður aftur á boðstólum í ár og sömuleiðis þekktar jólabjórteg- undir á borð við Bjúgnakræki, Ein- stök DoppelBock, Giljagaur, Hvít jól og Jólakisu. Þá munu nýju teg- undirnar Fönn, Dimmuborgir, Freysgoði, Jóla Skarfur og Skyr- jarmur eflaust gleðja bjór- áhugafólk. Jólabjórinn í byrjun nóvember - Allt að 109 tegundir verða til sölu - Ora-jólabjórinn aftur á boðstólum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleðistund Margir gleðjast þegar sala hefst á jólabjórnum ár hvert. Þórður Baldur Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Reiknistofu bankanna, lést 6. októ- ber sl. á heimili sínu á Hömrum í Mosfellsbæ, 93 ára að aldri. Þórður fæddist í Reykjavík 9. júlí 1929. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Þórð- arson bankamaður og Ólafía Pétursdóttir Hjaltested en hann ólst upp á heimili móður- systur sinnar, Önnu Kristjönu Hjaltested, og manns hennar, Björns Vigfús- sonar. Þórður lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 og stundaði nám við lagadeild Háskóla Íslands 1949 til 1952. Hann sótti all- mörg námskeið í kerfisfræði hér heima og erlendis á árinum 1972 til 1991. Þórður starfaði meðal annars hjá Búnaðarbanka Íslands, Landnámi Íslands, Fóður- og fræframleiðsl- unni í Gunnarsholti, var fram- kvæmdastjóri Raftækjaverzlunar- innar og stundakennari í Vogaskóla, Fóstruskólanum og Bankamanna- skólanum. Hann var forstöðumaður rafreiknideildar Búnaðarbankans 1972-1977 og forstjóri Reiknistofu bankanna frá 1977 til 1996, þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Árið 1979 tók Þórð- ur sér frí frá störfum til að leika hlutverk Björns á Leirum í sjón- varpsmyndinni Para- dísarheimt sem gerð var eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Síð- ar tók hann að sér lítil hlutverk í kvikmynd- unum Skilaboð til Söndru og Stella í or- lofi. Þórður setti tólf sinnum Íslandsmet í sleggjukasti á árunum 1953-1968, kastaði lengst 54,23 metra. Þá varð hann fimmtán sinnum Íslandsmeistari, síðast 1975. Hann keppti í sleggjukasti á alþjóð- legum mótum fyrir Íslands hönd og keppti einnig í öðrum kastgreinum, einkum í öldungamótum á síðari ár- um. Honum er eignaður heiðurinn af því að hafa verið frumkvöðull að því að kraftlyftingar voru teknar upp sem æfingar fyrir frjálsíþróttafólk á sjötta áratug síðustu aldar. Eiginkona Þórðar var Anna Christiane Lárusdóttir Hjaltested sjúkraliði, hún lést 2019. Þau eign- uðust sjö börn, barnabörnin eru 23, 34 barnabarnabörn og eitt barna- barnabarnabarn. Andlát Þórður B. Sigurðsson 20% afsláttur af öllum innréttingum út október. 562–1500 Friform.is Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15Hjar ta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.