Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 10

Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hraðaeftirlit og ölvunareftirlit lög- reglunnar er arðbærasta leiðin til að stuðla að auknu umferðaröryggi, að því er segir í Framkvæmd umferð- aröryggisáætlunar, ársskýrslu 2021. Innviðaráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og embætti ríkislög- reglustjóra gefa skýrsluna út. Í henni segir m.a. að árið 2021 hafi verið fimmta árið í röð sem engu fjármagni var veitt í sérstakt hraða- og ölvunareftirlit lögreglu. „Ætla má að hraðaeftirlit sé því með allra minnsta móti á landsvísu en tölfræði um meðalhraða á þjóðvegi 1 gefur vísbendingar um að hann fari hækk- andi ár frá ári og er það mikið áhyggjuefni.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir rík- islögreglustjóri, sem á sæti í um- ferðaröryggisráði, var spurð hvort þetta væri rétt lýsing á ástandinu? „Þessi setning var sett í skýrsluna til að halda því inni að það væri mik- ilvægt að veita sérstöku fé í þetta. Við viljum ekki að það gleymist. En það þýðir ekki að þessu eftirliti sé ekki sinnt,“ segir Sigríður. Tals- verðu fjármagni hafi verið veitt til þeirra lögregluembætta sem hafa mest með ferðamenn að gera, m.a. til að sinn auknu umferðareftirliti. „Það er haldið úti öflugu umferð- areftirliti hjá lögreglunni og ég vil hrósa lögregluembættum landsins fyrir það. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu er til dæmis með stóra um- ferðardeild. Þegar skorið var niður var þess gætt að hún héldi sínu afli og það hefur ekki minnkað. Þar er t.d. stór mótorhjóladeild og öflugt umferðareftirlit,“ segir Sigríður. Fleiri ferðamönnum hafa fylgt tekjur, en ekki sérstök fjárveiting til umferðar- og ölvunareftirlits. Vinnsla hraðamynda er of hæg „Ég hef mestar áhyggjur af því að við erum ekki að vinna nægilega hratt úr myndefni úr hraðamynda- vélum. Myndavélarnar eru gríð- arlega öflug tæki og koma til við- bótar eftirliti lögreglunnar úti á þjóðvegunum. Ferðamenn eru stór hluti þeirra sem koma í myndavél- arnar hjá okkur. En við erum of sein að senda sektarboð til erlendra ferðamanna til að þetta hafi nægileg forvarnaráhrif. Við þurfum að ná til þeirra áður en þeir fara úr landi,“ segir Sigríður. „Það er ekki nóg að setja meira fé í myndavélar heldur þarf að sjá líka um tæknihliðina og að tryggja nægan mannafla til að vinna hratt úr myndunum. Þetta skapar dýrmæt störf á Vesturlandi og störf sérfræðinga og annarra eru alltaf mikilvæg í hinum dreifðari byggðum.“ Unnið er að því að bæta tæknina með þjörkum. Engu að síður er staðan sú að lögreglustjóraembættið á Vesturlandi, sem annast úrvinnslu hraðamyndanna, er að borga með verkefninu. Sigríður segir að emb- ættið sé vel rekið og því sé til staðar geta til að gera þetta, en ef þrengir að getur staðan breyst. Vegagerðin veitir fé til þessa hraðaeftirlits með myndavélum en þörf er á meira fé til að flýta mynda- vinnslunni og sektameðferðinni sem sýslumaðurinn á Vesturlandi ann- ast. Sigríður segir að komið hafi fram tillögur um að veita meira fé til embættis lögreglustjórans á Vestur- landi til að gera úrvinnslu hraða- myndanna markvissari og skilvirk- ari. Það kosti ekki mikið en muni hafa mikil varnaðaráhrif. Átak í menntun lögreglumanna „Brýnasta áskorun okkar er að fjölga hratt lögreglumönnum,“ segir Sigríður. Hún segir að það hafi vant- að fleiri menntaða lögreglumenn, sérstaklega úti á landi, til að starfa í lögreglunni. Það stendur nú til bóta. „Það hefur verið veitt fé til að tvö- falda fjölda nemenda í lögreglu- fræðum,“ segir Sigríður. Í stað 40- 50 nemenda á ári eru þeir nú 80-90 og vonar hún að það haldist næstu þrjú ár. Ófaglærðir lögreglumenn hafa verið við störf, einkum úti á landi. Nú eru tíu ófaglærðir lög- reglumenn á sérstakri námsbraut sem gerir þeim kleift að afla sér menntunar í lögreglufræðum. Þann- ig eru nú alls um 100 nemendur í lögreglunámi. Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra var lögð niður og nú heldur hvert lögregluembætti utan um sinn bíla- flota. Því fylgir meira svigrúm. Embætti geta m.a. tekið bíla á leigu til umferðareftirlits á álagstímum og hagrætt í útgerð lögreglubíla. Þetta nýja kerfi er hagkvæmara en eldra fyrirkomulag og gefur meiri sveigj- anleika í rekstri, að sögn Sigríðar. Dómsmálaráðherra leggur nú meira fjármagn til löggæslunnar og Sigríður segir að það sé þörf á því. M.a. hefur verið dregið úr sparnað- arkröfum til lögreglunnar úti á landi og auknu fé veitt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er unnið að því að auka fjárveitingar til lög- regluembættanna úti á landi. Sigríður segir að nýleg rannsókn sýni að öryggistilfinning fólks minnki, sjái það lögreglubíl á höfuð- borgarsvæðinu, en hún aukist, sjái það lögreglubíl úti á landi. Hún seg- ir að miklar umbætur hafi orðið í umferðaröryggismálum bæði á vegakerfinu, greiningu „svartra bletta“ á vegum og í aukinni fræðslu. Markmið um aukna notkun öryggisbelta og umferðarljósa hafa náðst að miklu leyti, þökk sé tækn- inni sem minnir ökumenn á þessi at- riði. „En við erum enn að sjá laus börn i bílum og hraðakstur og glæfra- akstur. Það eru líka aukin afskipti af ökumönnum undir áhrifum ýmissa annarra vímuefna en áfengis,“ segir Sigríður. „Erlendir ferðamenn fá talsvert mikla fræðslu um umferð og akstur hér. Þar koma bílaleigurnar, flugfélögin og fleiri sterkt inn. Sam- göngustofa heldur vel á þessum mál- um og það er gott samstarf um þessa fræðslu.“ Herða þarf vinnslu hraðamynda - Sektarboð vegna hraðaksturs sem næst á hraðamyndavélar berast of seint til ferðamanna - Um 100 nemendur eru nú í lögreglunámi - Námsbraut fyrir ófaglærða lögreglumenn með starfsreynslu Morgunblaðið/Eggert Ríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að brýnasta áskor- unin sé að fjölga hratt lögreglumönnum til að bæta úr miklum skorti. Þaufiska sem róa! Sjávarútvegsdagurinn 2022 Dagskrá Setning og fundarstjórn Ásta Dís Óladóttir Dósent við Háskóla Íslands Samantekt og lokaorð Ásta Dís Óladóttir Dósent við Háskóla Íslands Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja ogfiskeldis árið 2021 Jónas Gestur Jónasson Löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte Verðumvið 3%? ÞorsteinnMár Baldvinsson Forstjóri Samherja Ávarp Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfiDeloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn áHiltonNordica þriðjudaginn 25. október kl. 8:00–10:00. Boðið verður upp ámorgunverð til kl. 8:30. Skráningargjald er 3.900 kr. og skráning fer fram á deloitte.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.