Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 12
og gerðum ýmislegt saman tengt
prjónaskap, enda er skemmtileg
stemning og mikil samheldni í
prjónaheiminum.“
Prjónað í bjálkakofa í skógi
Dagný segir að prjónaferðirnar
til Lettlands á vegum Mundo gangi
út á að læra um prjónaaðferðir, gera
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g fór í prjónaferð til
Lettlands með vinkon-
um sem ég ef verið
með í saumaklúbbi í 30
ár og það var hrika-
lega gaman. Þegar ég sagði frá því á
fésbók hafði Margrét hjá ferðaskrif-
stofunni Mundo samband og stakk
upp á að ég mundi skipuleggja og
vera fararstjóri í prjónaferðum hjá
henni. Ég sló til og þetta hefur verið
mjög gaman,“ segir Dagný Her-
mannsdóttir, handavinnukennari og
forfallin handavinnukona, en hún fór
í sumar og haust sem fararstjóri í
fyrstu tvær prjónaferðirnar til Lett-
lands á vegum Mundo. „Ég skipu-
lagði þessar ferðir í samstarfi við
lettneska konu sem ég kynntist í
fyrstu ferðinni, en hún er sérfræð-
ingur í þjóðbúningum, vettlingum og
öðru slíku. Hún var í heimsókn hjá
mér hér á Íslandi í haust og við fór-
um saman á Ullarviku á Suðurlandi
prufur og læra alls konar trix.
„Til dæmis að gera öðruvísi
uppfit, alls konar kanta í stað stroffs,
prjóna fléttur, kögur og fleira.
Prjónaferðirnar ganga líka út á að
kynnast menningu Letta, borða
þjóðlegan mat og prjóna í bjálkahúsi
úti í skógi. Við prjónum á nýjum stað
á hverjum degi og fáum daglega nýja
kennara eða meistara eins og þeir
eru kallaðir, en í Lettlandi er mikil
virðing borin fyrir þessari kunnáttu.
Þar er mikið um bæði handverks- og
prjónahópa þar sem konur kenna
hver annarri og prjóna saman. Sum-
ar prjóna til að selja en aðrar prjóna
einvörðungu fyrir ánægjuna og til að
læra hefðirnar. Við förum líka á söfn,
menningarmiðstöðvar, heimsækjum
handverksfólk á vinnustofur og
kaupum handverk milliliðalaust
beint frá þeim sem skapa. Við vorum
tvo daga í Riga þar sem ég gekk með
hópana milli prjóna- og handverks-
búða annan daginn, en hinn daginn
fórum við á geggjaðan markað sem
er algjör þjóðhátíð handverksfólks í
Lettlandi. Þetta er stærsti hand-
verksmarkaður á árinu, en svo er
annar markaður í september og við
miðum dagsetningar ferðanna
tveggja við þessa markaði.“
Rauður litur vernd gegn illu
Dagný segir að lettnesk prjóna-
hefð í vettlingum sé afar áhugaverð.
„Til dæmis er hefð fyrir því að í
prjónamunstrum þeirra felist ýmis
ævagömul tákn. Þessi tákn bera í sér
óskir um vernd, gæfu og gott gengi.
Einnig er rauður litur í vettlingum
sagður vernda gegn illu. Í gegnum
aldirnar hafa lettneskir vettlingar
orðið eitthvað annað og meira en
bara vettlingar. Hér áður fyrr þurftu
ungar konur að prjóna að lágmarki
50 pör af vönduðum og fögrum vett-
lingum í kistil sinn, til að geta státað
af almennilegum heimanmundi við
eigið brúðkaup. Helst áttu þetta að
vera tvö til þrjú hundruð vettlinga-
pör, stúlkurnar hafa því eytt öllum
sínum frístundum í að prjóna vett-
Annað og meira en bara vettlingar
„Fram eftir síðustu öld
var sá siður viðhafður í
brúðkaupum í Lettlandi
að brúðurin þurfti að
gefa allri tengdafjölskyld-
unni, prestinum og öllum
sem sáu um brúðkaups-
veisluna fagra vettlinga
að launum sem hún
hafði prjónað sjálf,“ segir
Dagný Hermannsdóttir,
fararstjóri í prjónaferð-
um til Lettlands.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Handanna skraut Dagný með nokkur sýnishorn af lettneskum, gullfallegum og litríkum vettlingum.
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
GLOBL V
Hvíldarst
KRAGELUND Aya K 129
Casö 701 langborð
Stólar
Sófasett
Borðstofuborð
Skenkar/skápar
Hvíldarstólar
o.m.fl.
Borstofuhúsgön frá Casö
Mikið úrval af
hvíldarstólum
með og án
rafmagns.
Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu
Casö 230 viðartegundir nature eik og reykt eik
IKTOR
óll
KRAGELUND Handrup
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022