Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 13

Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 13
Ljósmynd/Dagný Hermannsdóttir Prjónaferð Íslenskar prjónakonur prjóna við bjálkakofa í Lettlandi. linga í kistil sinn. Ekki var litið á unga stúlku sem góðan kvenkost ef hún var ekki flink að prjóna, svo þær kepptust við að vera með flottustu vettlingana, flóknustu munstrin, fín- gerðustu prjónana og flottustu lita- samsetningarnar. Áður fyrr var garnið einvörðungu í sauðalitum og jurtalitað, en þegar kemísku litirnir komu til sögunnar þá urðu til skemmtilegar hefðir með litasam- setningar. Jafnvel eru dæmi um að vettlingar séu prjónaðir með fimm liti í einu, sem er brjálæðislega erfitt, en af því má sjá hve metnaðurinn er gríðarlegur. Einnig liggur metnaður í að prjóna vettlingana með örfínum prjónum sem bogna við það eitt að prjónað sé með þeim. Þá er hver lykkja agnarsmá,“ segir Dagný og bætir við að hluti af þjóðbúningahefð í Lettlandi sé að karlmenn láti fagra vettlinga sína hanga við belti sitt. „Þetta gerðu þeir líka til að grobba sig af því hversu vel giftir þeir væru.“ Tjáðu tilfinningar með prjóni Dagný segir að fram á síðustu öld hafi sá siður verið viðhafður í brúðkaupum í Lettlandi að brúðurin þurfti að gefa allri tengdafjölskyld- unni, prestinum og öllum sem sáu um brúðkaupsveisluna fagra vett- linga að launum sem hún hafði prjón- að sjálf. „Brúðkaupsvettlingar sem brúðurin gaf brúðguma þurftu að vera hvítir, afar fíngerðir fingravett- lingar með miklu munstri efst. Þegar nýgift kona flutti með manni sínum á nýjan stað, oftast á bóndabæ, þá fór hún með vettlinga á mikilvæga staði, til dæmis við brunninn og út í gripa- húsin, og skildi vettlingana þar eftir. Hún lagði þá eins og fórnargjöf til að auka líkur á að hafa alltaf aðgang að góðu vatni og að búskapur gengi vel,“ segir Dagný og bætir við að ein af gömlu vettlingahefðunum hafi verið sú að ef stúlku leist vel á pilt, þá bauð hún honum að gjöf skraut- lega vettlinga sem hún hafði sjálf prjónað. „Þannig gat hún tjáð tilfinn- ingar sínar og sýnt eigin verðleika í prjónafærni. Vandaðir vettlingar sem mikið er lagt í, bæði í munstri og litavali, þykja enn í Lettlandi vegleg gjöf og góð, tákn um virðingu og væntumþykju. Mikil merking er enn á bak við þá.“ Prjónað fyrir eigin jarðarför Dagný segir að áður fyrr hafi lettneskar konur byrjað að prjóna vettlinga fyrir eigin jarðarför á miðjum aldri. „Lágmarkið var tíu til tólf vett- lingapör, helst fleiri, því sá sem tók gröfina þurfti eitt par, allir sem báru kistuna þurftu hver sitt par, prest- urinn sem jarðsöng fékk eitt par, líka tónlistarfólk og aðrir sem komu að vinnu við jarðarförina. Breytilegt var eftir héruðum hvaða litir voru taldir við hæfi í slíka jarðarfarar- vettlinga, en vettlingarnir voru arf- leifð sem hin látna kona skildi eftir hjá því fólki sem fékk þá að gjöf frá henni í hennar eigin jarðarför.“ Dagný segir að prestar sem áttu mikið af uppsöfnuðum sparivett- lingum hafi getað skipt á þeim fyrir hverskonar þjónustu og vörur. „Þeir voru þannig líka gjaldmið- ill, enda veglegir og þóttu mikið skart. Sumir prestar söfnuðu þess- um gersemum yfir ævina og lúrðu á þeim. Þannig eru sum vettlingasöfn tilkomin í dag í Lettlandi, úr fórum presta sem pössuðu vel upp á dýr- gripina sem þeir fengu að gjöf við brúðkaup og jarðarfarir,“ segir Dagný og bætir við að þó svo að ung- ar stúlkur séu löngu hættar að prjóna með örfínum prjónum fimm- tíu til tvö hundruð vettlingapör í heimanmund sinn, þá séu enn til handavinnukonur, sérstaklega í Kur- zeme-héraði, sem prjóni jarðar- fararvettlinga. „Algengt er að eldri konur sjái fyrir sér að talsverðu leyti með vett- lingaprjóni, enda er ellilífeyrir rýr í Lettlandi. Það þykir enn mjög flott að vera flink að prjóna munstraða vettlinga og mikið er selt af hand- prjónuðum vettlingum í Lettlandi.“ Næsta prjónaferð til Lettlands verður í byrjun júní 2023, nánar á mundo.is. Ljósmynd/Dagný Hermannsdóttir Gestgjafar Þessar tvær tóku á móti hópnum í þjóðbúningum og sungu. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Hafa turnar heilbrigðis- kerfisins reynst þér ókleifir? Umsóknarfrestur er til ogmeð31. október. Frekari upplýsingar og umsóknarformmá finna á vefsíðu ráðuneytisins, www.hvin.is. ÞÁKÖSTUMVIÐTIL ÞÍNFLÉTTUNNI! Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunar- fyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. Styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er veittur til. Um er að ræða 60 m.kr. sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun veita til verkefnisins og lögð verður sérstök áhersla á að styðja við samstarf milli hins opinbera og einkaaðila um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.