Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 16
Framkvæmdir við gerð göngustígs að Kvernufossi við Skóga undir Eyja- fjöllum eru langt komnar. Verkið hófst fyrir fjórum árum og er tekið í áföngum. „Þetta var aðkallandi til þess að draga úr álagi á umhverfið. Eins er stígurinn nýi á hentugri stað en áður með tilliti til slysahættu, en þarna hafa orðið allmörg óhöpp,“ seg- ir Þorsteinn Jóns- son, verktaki á Hvolsvelli, sem hefur sinnt verk- inu. Áin Kverna á upptök sín á Skógaheiði og þar sem hún fellur fram af hamra- belti í dalkvos niðri í byggð er 30 metra hár foss. Um fimm ár eru síðan fossinn komst á kortið, þegar myndir af honum birtust á fjölsóttu leiðsö- guappi. Í kjölfar þess fór fólk að flykkjast að hinum falda fossi, eins og staðurinn var kynntur, og hefur sú aðsókn haldist. Aðeins eru um 700 metrar frá byggðasafninu í Skógum og nýta ferðalangar sem á svæðið koma bílastæði þar. Umhverfi fossins er sérstakt, því hægt er að ganga á bak við hann og horfa þar fram kvos- ina. Með berum höndum „Frá safninu að fossinum voru troðningar eða villustígar, sem voru orðnir fimm þegar verst lét. Alls tóku þeir sjö metra breitt belti, en sá eini stígur sem nú hefur verið útbúinn er aðeins einn og hálfur metri á breidd,“ segir Þorsteinn og bætir við að fram- kvæmd þessi hafi verið krefjandi. „Þetta hefur að stórum hluta verið unnið með berum höndum, því vinnu- vélar komast ekki þarna að svo auð- veldlega. Því hef ég tekið þetta í áföngum og sennilega lýkur verki á næsta ári,“ segir Þorsteinn. Á síðasta ári fékk verkefni þetta sjö milljóna króna framlag úr framkvæmdsjóði ferðamannastaða en hefur að öðru leyti verið kostað af sveitarsjóði Rangárþings eystra. sbs@mbl.is Náttúruperla Áin Kverna rennur fram Skógaheiði og fram af um það bil 30 metra háu hamrabelti. Í einstigi undir klettum hefur verið torleiði að fossinum en með framkvæmdum þeim sem senn lýkur er kominn að honum góður göngustígur með plastgrindum sem styrkja brautina til mikilla muna. Ljósmyndir/Þorsteinn Jónsson Göngustígur lagður að Kvernufossi - Framkvæmdir við Skóga undir Eyjafjöllum - Fallegur foss úr felum sem fólk flykkist nú að - Stígur á hentugum stað dragi úr slysahættu - Verkið verið unnið í áföngum á fjórum árum Þorsteinn Jónsson 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Sesann www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Stofnmæling botnfiska að haustlagi, svo- nefnt haustrall, hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun taka tveir togarar, Breki VE og Múla- berg SI, þátt í verkefninu auk rann- sóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og Árni Friðriksson hefur einnig varið tveimur sólarhringum á Dohrn- banka til þorskmerkinga. Frá 1996 Verkefnið hefur verið fram- kvæmt með sambærilegum hætti ár hvert síðan 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytja- stofna á Íslandsmiðum sem stofn- mæling botnfiska á Íslandsmiðum nær yfir og fer fram síðla vetrar á hverju ári. Mælingin er þó skipu- lögð með sérstakri áherslu á lífs- hætti og stofnstærð grálúðu og djúpkarfa og auk annarra djúp- fiska. Um borð í skipunum þremur eru 15 vísindamenn auk áhafna. Haustrallið stendur yfir Rannsóknaskipið Árni Friðriksson. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.