Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 26

Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Talin er mikil þörf á að efla haf- rannsóknir hér á landi svo um munar, að því er fram kemur í ný- útkominni greinargerð um stöðu haf- og fiskirannsókna og leiðir til að efla þær, sem Jóhann Sigurjóns- son, fyrrverandi forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, vann fyrir Svan- dísi Svavarsdóttur, matvæla- ráðherra. Þar segir að meðal annars þurfi að efla rannsóknir á nýliðun nytja- stofna, á erfðasamsetningu þeirra og hugsanlegum áhrifum áratuga- veiðiþrýstings og stærðarvals veið- arfæra. Kortleggja þurfi og greina búsvæði á hafsbotni og vakta smærri fiskistofna á grunnslóð. Lagt er til að skoðað verði hvort leggja megi auknar lögbundnar skyldur á útgerðina til að leggja sitt af mörkum við rannsóknir. Annars vegar í formi gagna, eins og til að mynda með rafrænu eft- irliti veiða og rafrænum aðgangi að veiði- og vinnslugögnum, og hins vegar í formi skipatíma. Þolir ekki hagræðingu Í greinargerðinni er meðal ann- ars vakin athygli á mikilvægi svo- kallaðra vöktunarverkefna. Þau tryggi vísindalegan grunn að baki fiskveiðiráðgjöf stjórnvalda og þannig styðji vöktunin við sjálf- bærar veiðar á nytjastofnum. Stærsti útgjaldaliður Hafrann- sóknastofnunar tengist umhverfis- og fiskistofnavöktun. Kostnaðurinn við vöktunina ogrekstur rann- sóknaskipa stofnunarinnar er um 70% af heildarrekstrinum. „Aðalsmerki vöktunarverkefna er að þau séu framkvæmd með sama hætti ár hvert og með sem allra minnstum breytingum (helst engum) svo vöktunin skili sér í vönduðum stofnúttektum og sem vísitölur í stofnmatslíkönum, sem eru grundvöllur ráðgjafar allra helstu fiskistofnanna. Að breyta slíkri vöktun hefur verið líkt við að tommustokknum sé breytt og mæl- ingar gerðar ómarktækar. Það, að gerðar séu árlega hagræðingar- kröfur í ríkisrekstrinum, er í afar mikilli mótstöðu við þessi megin- viðfangsefni. Á þessu verður því að finnast lausn ef ekki á að fara illa í vöktun fiskistofna og umhverfis,“ segir í greinargerðinni. Er því velt upp hvort tímabært kunni að vera að „eiga samtal“ um skilgreiningu á skyldum Hafrann- sóknastofnunar svo hægt sé betur að meta fjárþörfina og forgangs- raða. Leggur hann sérstaklega til að skilgreind verði hrein vöktunar- verkefni Hafrannsóknastofnunar, en þau séu þess eðils að þau geti ekki undirgengist árlega hagræð- ingarkröfu stjórnvalda án þess að missa marks. Talin er þörf á að tryggja fjár- mögnun hafrannsókna betur og er því lagt til að veiðileyfagjald á hverjum tíma renni til starfsemi Hafrannsóknastofnunar og annarr- ar innviðastarfsemi í sjávarútvegi. Hætt verði að greiða með aflaheimildum Talið er nauðsynlegt að kanna hvort tilefni sé til að hætt verði að greiða útgerðum fyrir þátttöku í vöktunarverkefnum með aflaheim- ildum eða rannsóknaafla og vísað til þess að slíkt kunni að vera and- stætt markmiðum fiskveiðistjórn- unarinnar. Bent er á að umræddar aflaheimildir séu „yfirleitt settar í viðbót við útgefið aflamark og stuðlað þannig að því að veiðar fari umfram ráðlagðan afla, sem dregur úr trúverðugleika fiskveiðistjórn- unarinnar. Réttast væri að leggja þessar heimildir af og að ríkissjóð- ur komi jafngildi þeirra í fjárlaga- ramma til að standa straum af vöktunarleiðöngrum.“ Lagt er til að að Hafrannsókna- stofnun nýti í auknum mæli „vilja sjávarútvegsfyrirtækja til að leggja skipatíma og aðra aðstoð í rann- sóknir á nytjastofnum og meta slíka aðstoð til fjár þannig að fram- lag þeirra sé metið til samræmis við mikilvægi þess að þau leggi sitt af mörkum.“ Sömuleiðis þyrfti að skoða hvort hægt væri að „veita fyrirtækjum skattalegan afslátt eða skattalega ívilnun fyrir framlag til rannsókna- starfseminnar eða heimila þeim að telja slíkt framlag sem hluta veiði- leyfagjalds þeirra.“ Auknar rannsóknir á grunnslóð Vakin er athygli á því að að skortur á rannsóknum geti hæg- lega leitt til að stofnar verði annað hvort vannýttir eða ofnýttir. „Sinna þarf af meiri krafti á komandi árum rannsóknum og vöktun á nytjastofnum á grunn- slóð. Margs konar veiðarfæri og fiskiskip eru við veiðar á grunn- slóðinni, svo sem króka-, netaveiði- og dragnótabátar, sem veiða m.a. flatfisk, bolfisk, rækju, humar o.fl. Vitneskjan er langmest um þorsk og ýsu á grunnslóð, en minni um marga aðra stofna. Mikill fjöldi út- gerðar- og sjómanna verður því í vanda um framkvæmd veiðanna vegna óvissu um ástand þessara stofna og e.t.v. ófullkominnar ráð- gjafar.“ Þörf á breyttri umgjörð rannsókna - Skoða þurfi auknar lögbundnar skyldur útgerða - Skattaívilnun í skiptum fyrir rannsóknaframlag - Talið mikilvægt að vöktunarverkefni Hafrannsóknastofnunar verði undanskilin hagræðingarkröfu Morgunblaðið/sisi Rannsóknaskip Lagt er til að skoðað verði hvort hægt sé að veita útgerð- um skattaívilnanir í skiptum fyrir skipatíma vegna rannsóknaverkefna. Í greinargerð um stöðu haf- og fiskirannsókna sem tekin var saman fyrir Svandísi Svav- arsdóttur, matvælaráðherra, er lagt til að efldar verði rann- sóknir á stækkandi hvalastofn- um og hugsanlegum áhrifum þeirra á stærð nytjastofna. Bent er á að óháð framtíð- artilhögun hvalveiða umhverfis Ísland séu hvalir áhrifamikill þáttur í lífkeðjunni í hafinu. „Í nýlegri alþjóðlegri úttekt þar sem afrán sjávarspendýra, hvala og sela, í norðaust- anverðu Atlantshafi er skoðað heildstætt, kemur fram að metið afrán, einkum hvala, tel- ur milljónir tonna sjávarfangs á hafsvæðinu Austur-Grænland/ Ísland/Jan Mayen eða 13,4 milljónir tonna (95% örygg- ismörk 5,6–25,0), þar sem langreyður, hrefna, grindhvalir og hnúfubakur eru langstærstu afræningjarnir,“ segir í grein- argerðinni. Telur Jóhann Sigurjónsson, höfundur greinargerðarinnar, tilefni til að vekja athygli á að árlegar fiskveiðar á sama svæði nemi um 1,5 milljónum tonna. „Afar mikilvægt er að vakta reglulega hvalastofnana eins og annað lífríki, hvernig sem nýt- ingu þeirra verður háttað.“ Afrán hvala 13,4 milljónir tonna EFLA ÞURFI RANNSÓKNIR Á HVALASTOFNUM SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is SJÁUMSTÁ LANDBÚN AÐAR- SÝNINGU NNI ÁBÁS 21! NÝM18 FUEL GIRÐINGABYSSA FRÁMILWAUKEE Frábær kraftur til að skjóta 40mmgirðingarlykkjum í girðingarstaura. ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 12. október,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 544,52 Þorskur, slægður 615,52 Ýsa, óslægð 399,70 Ýsa, slægð 431,24 Ufsi, óslægður 311,92 Ufsi, slægður 306,82 Gullkarfi 371,00 Blálanga, óslægð 382,00 Langa, óslægð 336,45 Langa, slægð 358,20 Keila, óslægð 159,08 Keila, slægð 246,85 Steinbítur, óslægður 298,93 Steinbítur, slægður 476,66 Skötuselur, slægður 607,25 Grálúða, slægð 515,64 Skarkoli, slægður 535,80 Þykkvalúra, slægð 673,31 Langlúra, óslægð 248,00 Langlúra, slægð 329,24 Sandkoli, óslægður 148,95 Skrápflúra, slægð 29,00 Gellur 1.268,76 Hlýri, óslægður 410,55 Hlýri, slægður 469,04 Lúða, óslægð 260,00 Lúða, slægð 623,59 Lýsa, óslægð 117,35 Lýsa, slægð 42,00 Skata, slægð 134,00 Stórkjafta, slægð 108,03 Undirmálsýsa, óslægð 137,31 Undirmálsýsa, slægð 111,00 Undirmálsþorskur, óslægður 286,62 Undirmálsþorskur, slægður 325,91

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.