Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Annalena Baerbock utanríkisráð-
herra Þýskalands sagði í gær að
Þjóðverjar yrðu að sýna meiri var-
færni gagnvart viðskiptum við Kína,
og læra þannig af því sem farið hefði
úrskeiðis í samskiptunum við Rúss-
land.
Baerbock sagði í viðtali við þýska
dagblaðið Süddeutsche Zeitung að
sá lærdómur fælist í því að Þjóð-
verjar myndu ekki gera tilveru sína
aftur háða nokkru ríki sem deilir
ekki lýðræðislegum gildum þeirra,
en Þjóðverjar glíma nú við orku-
kreppu og hækkandi orkuverð
vegna þess að Rússar hafa hætt að
senda jarðgas til landsins.
Kínverjar og Þjóðverjar eiga nú í
miklum viðskiptum og treystir þýski
bílaiðnaðurinn mjög á viðskiptin við
Kína. Samskipti ríkjanna hafa hins
vegar farið kólnandi á síðustu miss-
erum, meðal annars vegna spenn-
unnar á Taívansundi, sem og
áhyggja Þjóðverja vegna meintra
mannréttindabrota Kínverja á Úí-
gúrum í Xinjiang-héraði.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari
sagði á þriðjudaginn að hann teldi að
Þjóðverjar ættu að reyna að við-
halda viðskiptum sínum við Kína, en
Scholz hyggst fara í opinbera heim-
sókn til landsins í næsta mánuði.
Baerbock tók fram að hún væri
ekki að tala um að Þjóðverjar hættu
viðskiptum við Kínverja, en að þeir
myndu huga að opnun annarra
markaða og áhættudreifingu.
Þá gagnrýndi hún einnig fjárfest-
ingu kínverska Cosco-flutninga-
risans í gámamiðstöð í Hamborg.
„Með hverri fjárfestingu [Kínverja] í
mikilvægum þýskum innviðum þurf-
um við að spyrja okkur hvað það
gæti þýtt ef Kínverjar myndu snúast
gegn okkur sem lýðræðisríki,“ sagði
Baerbock.
AFP/Ronny Hartmann
Varkárni Annalena Baerbock á
fundi með Þórdísi Kolbrúnu Gylfa-
dóttur utanríkisráðherra í ágúst.
Hvetur til varkárni
gagnvart Kína
- Þjóðverjar læri af mistökum sínum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Varnarmálaráðherrar vesturveld-
anna funduðu í gær í höfuðstöðvum
Atlantshafsbandalagsins NATO í
Brussel og ræddu um þörfina á að
senda frekari loftvarnakerfi til Úkra-
ínu í kjölfar hinna miklu eldflauga-
árása Rússa á borgir og orkuinnviði
landsins í upphafi vikunnar.
Jens Stoltenberg framkvæmda-
stjóri NATO sagði að hinar hryllilegu
árásir Rússa gegn óbreyttum borg-
urum hefðu sýnt fram á hina brýnu
þörf á að senda frekari loftvarnakerfi
til Úkraínu. Lloyd Austin varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna sagði
sömuleiðis að heimsbyggðin hefði
enn og aftur fengið að sjá þá grimmd
og illvilja sem fylgdu stríði Pútíns
Rússlandsforseta. „En nýjustu árásir
Rússa hafa bara ýtt undir festu úkra-
ínsku þjóðarinnar og sameinað frek-
ar velunnara hennar,“ sagði Austin.
Alls voru fulltrúar um fimmtíu
ríkja á fundinum, og ræddu þeir ítar-
lega um hvernig mætti best koma há-
þróuðum loftvarnakerfum til Úkra-
ínumanna, sér í lagi þar sem framboð
á slíkum kerfum er ekki mikið. Þjóð-
verjar kynntu í vikunni að þeir
myndu hraða uppsetningu Iris-T-
loftvarnakerfisins í Úkraínu, og er
fyrsta kerfið af fjórum nú komið til
landsins. Kerfið er af nýjustu gerð,
og hafa Þjóðverjar sjálfir ekki tekið
það í notkun.
Þá ætlar Bandaríkjastjórn að
senda tvö NASAMS-loftvarnakerfi,
sem er sérhannað gegn eldflaugum
og drónum, til Úkraínu á allra næstu
vikum. Bandaríkjaher hyggst senda
sex slík kerfi til viðbótar, en þau eru
ennþá í framleiðslu, og hermdu heim-
ildir AFP-fréttastofunnar að Banda-
ríkjastjórn væri að skoða að senda
loftvarnakerfi frá tímum kalda stríðs-
ins til þess að brúa bilið þar til búið
verður að framleiða NASAMS-kerfin
nýju.
Austin sagði að loftvarnakerfin
yrðu send til Úkraínu eins fljótt og
auðið væri, og að send yrðu þau kerfi
sem væru tiltæk. Þá ætluðu Banda-
ríkjamenn einnig að senda meiri
skotfæri fyrir þau kerfi sem Úkra-
ínumenn notuðu núna.
Oleksí Resnikov varnarmála-
ráðherra Úkraínu sagði á Twitter-
síðu sinni eftir fundinn að hin nýju
loftvarnakerfi mörkuðu „upphaf nýs
tímabils loftvarna“ í Úkraínu, en
hann fundaði einnig sérstaklega með
Austin og Mark Milley, yfirmanni
herforingjaráðs Bandaríkjahers, um
hvernig hægt væri að styrkja bar-
dagagetu Úkraínuhers enn frekar.
Sagði Milley fyrir fund varnarmála-
ráðherranna 50 að þeir myndu eink-
um skoða stórskotalið auk loftvarna-
kerfa.
Þurfa að fylla á eigin birgðir
Varnarmálaráðherrar bandalags-
ríkjanna munu funda sérstaklega í
dag um þörfina á að auka eigin
vopnabirgðir í ljósi þess hversu mikið
hefur þegar verið sent til Úkraínu.
Stoltenberg sagði að bandalagsríkin
hefðu þurft að senda Úkraínumönn-
um sínar eigin skotfærabirgðir.
„Þetta hefur verið það rétta til að
gera, en að sjálfsögðu þurfum við að
ræða hvernig eigi að fylla á þessar
birgðir að nýju,“ sagði Stoltenberg en
hann átti von á að ráðherrarnir
myndu ræða það við hergagnaiðnað-
inn í sínum eigin ríkjum.
Hann bætti við að fundurinn í
Brussel væri haldinn á mikilvægum
tímapunkti í stríðinu í kjölfar innlim-
unar Rússa á fjórum héruðum Úkra-
ínu sem og lítt dulinna hótana rúss-
neskra ráðamanna um að þeir væru
tilbúnir að verja innlimuðu héruðin
með kjarnorkuvopnum.
„Við höfum að sjálfsögðu tekið eftir
vangaveltum um notkun minni kjarn-
orkuvopna í Úkraínu, og við höfum
komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis
til Rússa að það myndi hafa í för með
sér alvarlegar afleiðingar fyrir Rúss-
land,“ sagði Stoltenberg, en vestur-
veldin hafa ekki tekið eftir neinum
breytingum á vígstöðu kjarnorku-
vopnabúrs Rússa, þrátt fyrir hótan-
irnar.
Átta handteknir í Rússlandi
Rússneska leyniþjónustan FSB
lýsti því yfir í gær að hún hefði hand-
tekið átta manns í tengslum við árás-
ina á Kertsj-brúna á laugardaginn,
og um leið að hún hefði komið í veg
fyrir tvær meintar árásir, sem leyni-
þjónusta Úkraínu hefði ætlað að
fremja innan landamæra Rússlands.
Í tilkynningu leyniþjónustunnar
sagði að fimm Rússar hefðu verið
meðal hinna handteknu, auk þriggja
ríkisborgara frá Úkraínu og Armen-
íu, en ekki var farið nánar út í þjóð-
erni þremenninganna.
Þá lýsti FSB því hvernig sprengi-
efnunum hefði verið komið til Rúss-
lands frá Úkraínu með viðkomu í
Búlgaríu, Georgíu og Armeníu. Sagði
í yfirlýsingu FSB að þau hefðu verið
flutt í vörubíl með georgískum núm-
eraplötum yfir landamærin og flutt
svo yfir í vörubílinn sem notaður var
til árásarinnar. Hefðu sprengiefnin
verið falin í 22 plastrúllum, sem sam-
tals vógu 22.770 kílógrömm.
FSB lýsti því einnig yfir í gær að
hún hefði komið í veg fyrir tvær árás-
ir Úkraínumanna, og átti önnur árás-
in að vera framin í nágrenni Moskvu-
borgar og hin í Bríansk, borg rétt hjá
landamærunum við Úkraínu. Voru
tveir Úkraínumenn á sextugsaldri
handteknir vegna málanna tveggja.
Ná samkomulagi um herþjálfun
Aðildarríki Evrópusambandsins
samþykktu í gær verkefni um að
nokkur ríkjanna tækju að sér her-
þjálfun 15.000 Úkraínumanna. Náð-
ist samkomulagið á fundi sendiherra
aðildarríkjanna í Brussel, og verður
það lagt fyrir utanríkisráðherra
þeirra til staðfestingar þegar þeir
funda í Lúxemborg eftir helgi.
Pólland og Þýskaland hafa þegar
lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í
herþjálfuninni, og er fyrirhugað að
það verði fjármagnað úr sérstökum
friðarsjóði Evrópusambandsins,
European Peace Facility, en hann
hefur þegar verið nýttur til að fjár-
magna kaup Úkraínumanna á her-
gögnum frá aðildarríkjum sambands-
ins.
Stefnt er að því að utanríkisráð-
herrar ESB-ríkjanna samþykki
aukafjárveitingu á mánudaginn upp á
500 milljónir evra, eða sem nemur um
70 milljörðum íslenskra króna. Þá til-
kynntu Kanadamenn að þeir ætluðu
að senda hergögn að verðmæti um 47
milljónir bandaríkjadala til Úkraínu,
en Kanadaher hyggst einnig leggja
til verkfræðinga til þess að aðstoða
við herþjálfun Úkraínumanna í Pól-
landi.
Senda loftvarnakerfi til Úkraínu
- Varnarmálaráðherrar frá fimmtíu ríkjum funduðu í höfuðstöðvum NATO - Engin merki um breytta
vígstöðu kjarnorkusveita Rússlands - FSB segist hafa handtekið átta manns vegna Kertsj-brúarinnar
AFP/Dave Clark
Donetsk Úkraínskir hermenn sjást hér skjóta handsprengjum í átt að víglínunni í Donetsk-héraði.
SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS
SPORTÍS