Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir sem
fögnuðu
frelsi
Breta undan ESB
eru ekki allir
sammála um
hvaða ein-
staklingi skuli
helst þakka að sá slagur var
tekinn og vannst. Reyndar er
ólíklegt að nokkrum einum
verði þakkaður sá sigur. Þó
virðist þörf vera fyrir hendi
til að úthluta persónulegum
bikar fyrir sigurinn. Margur
telur Boris Johnson helst
eiga slíkan sigur skilinn.
Hann gerði vissulega sitt, en
var þó einatt fullhikandi í
baráttunni. Fleiri í Íhalds-
flokknum hafa verið nefndir
til þessarar sögu. En margur
telur þó augljóst að Nigel
Farage, þingmaður á Evr-
ópuþinginu, eigi ríkast tilkall
til þakklætis. Hann reyndi
nokkrum sinnum að vinna
sæti á breska þinginu en
tókst aldrei og réð
kosningafyrirkomulag þar
sjálfsagt mestu. Í vikunni sló
Farage því föstu í grein í
Telegraph að næstu þing-
kosningar væru þegar tap-
aðar Íhaldsflokknum. Ekki
vegna tímabundins vand-
ræðagangs ríkisstjórnar nýs
forsætisráðherra, sem fipað-
ist illa á fyrsta spretti sínum.
„Nei,“ segir Farage, „Íhalds-
flokkurinn mun gjalda af-
hroð í næstu kosningum
vegna innflytjendastraums-
ins, sem er vita stjórnlaus.“
Síðastliðinn sunnudag fóru
1.065 innflytjendur yfir
Ermarsundið í smábátum og
ólöglega inn í Bretland! Og
það sem af er ári segja opin-
berar tölur að 35.000 manns
hafi komist þá leið. Þá er ein-
göngu átt við þá sem hið
opinbera náði að skrá, en
enginn neitar því að fjöldinn
er mun meiri, því ekki næst í
alla til skráningar. Flestir úr
þessum hópi eru nú hýstir í
fjögurra stjörnu hótelum
sem yfirvöld leigja. Fyrir
hvern og einn eru greidd
4.500 pund á mánuði, segir
Farage, en það er 50% meira
en hjúkrunarfræðingur á
Landspítala hefur í laun.
Einhver kynni að telja það
grófa og harla ósennilega
spá hjá Farage að Íhalds-
flokkurinn muni fá slíkt
afhroð og eigi sér engrar
bjargar von. Flokkurinn er
nú með 70 þingsæta meiri-
hluta, þann sem Boris
tryggði honum í desember
2019, og var sá mesti sem
flokkurinn hafði fengið um
árabil. „En frá
hvaða óhugnaði
voru þessi rúm-
lega eitt þúsund
„flóttamenn“ að
flýja síðasta
sunnudag,“ spyr
Farage. Þeir
flúðu úr því öryggi sem
Frakkland tryggir!
Hann bendir á að þetta
hafi verið fjórði sunnudagur-
inn af sjö þar sem „flótta-
menn“ urðu fleiri en þúsund.
Ekki er lengur um það deilt
að glæpasveitir frá Albaníu
stjórna flutningunum yfir
sundið, hlakkandi yfir auð-
fundnu fé. Og Farage bætir
við að meira en helmingur
flóttamannanna „flýi“ frá
Albaníu, sem er aðildarríki
Nató!
Nigel Farage segir að það
séu hrein ósannindi að þarna
séu flóttamenn á ferð. Þeir
séu í besta falli innflytjendur
í leit að hagfelldari lífs-
kjörum. Og hann spyr:
„Hver er eina lausnin sem
Truss og stjórn hennar hafa
á hinu brjálæðislega óefni
sem Bretland er komið í?
Eina tillagan er að greiða
stjórninni í París svo sem
fimm milljarða í viðbót svo
að hún treysti sér til að herða
eftirlit á ströndum Frakk-
lands svo fækka megi bát-
skriflunum á norðurleið.“
Þeim peningum er betur
varið segir Farage með því
að hella þeim strax niður í
skolpræsið enda sé hið svo-
nefnda eftirlit látalæti sem
enginn tekur alvarlega. Og
eftir því sem innflytjendum
fjölgar svellur þeim reiðin
sem létu sig hafa að kjósa
Íhaldsflokkinn í síðustu
kosningum í þakklæti fyrir
að ríkisstjórn Borisar kom
Brexit loks í höfn þótt mikið
væri reynt til að eyðileggja
þjóðarviljann. Þeir horfa upp
á að straumur innflytjenda
gengur á land í Dover og
hafa þá margir þeirra eytt
vegabréfum og öðrum skil-
ríkjum þegar ljóst var að
þeir næðu yfir. Sá leikur er
raunar vel kunnur hér á
landi. Og það sem hleypir
ekki síst illu blóði í breska
kjósendur eru áhrifin sem
þessi flóðbylgja óboðinna
innflytjenda hefur á bæi og
byggðarlög vítt um landið,
þar sem 750 milljónum, í
krónum talið, er mokað úr
ríkissjóði á degi hverjum, til
þess að svæðin fallist á að
annast móttöku hinna
óboðnu þykjustuflótta-
manna.
Farage er ekki í vafa
um að Íhaldsflokk-
urinn hafi þegar
eyðilagt næstu
kosningar fyrir sér}
Pólitískt heimaskítsmát
A
ð fá þær upplýsingar frá fötluðum
einstaklingi í hjólastól að hann fái
ekki lífsnauðsynleg lyf sín og
lyfjaskorturinn sé farinn að stór-
skaða hann verður maður orðlaus
og spyr: Hvað er að lyfjakerfinu hér á Íslandi
og hver ber ábyrgðina?
Þótt Ísland sé lítill markaður koma samt
sem áður upp hér sjaldgæfir sjúkdómar og
margvíslegir efnaskiptasjúkdómar í börnum
og fötluðum sem eru lífshættulegir.
Hvernig getum við leyft okkur að börn og
fatlað fólk fái ekki lyfin sín á Íslandi í dag? Við
erum með fólk sem hefur ekki til hnífs og
skeiðar. Við erum með mikinn fjölda fólks á
biðlistum. En núna erum við komnir í nýja
stöðu sem hlýtur að vera eitt það versta sem
við höfum lent í, að segja við fatlað fólk og
börn: þið fáið ekki lyfin ykkar vegna þess að
kerfið sofnaði á verðinum.
Það vill enginn bera ábyrgðina á þessu og/eða þeim
skaða sem þetta getur valdið veiku fólki. Ég segi fyrir
mitt leyti að ríkisstjórn sem getur ekki komið þessum
hlutum í lag á að segja af sér á stundinni. Það er lág-
markskrafa að við séum ekki að skaða fólk, fatlað fólk og
börn, vegna þess að lífsnauðsynleg lyf sem þau þurfa á að
halda eru ekki til í landinu.
Árið 1988 voru lífeyrislaun ekki bara skattlaus heldur
var afgangur af persónuafslættinum upp í lífeyris-
greiðslur og/eða aðrar tekjur. Það sýnir okkur svart á
hvítu hvernig skattkerfið á undanförnum áratugum hefur
farið með þá sem verst hafa það hér á landi.
Við getum rétt ímyndað okkur stöðu þessa
fólks í dag ef lífeyririnn væri skattlaus og að
auk hefði það afgang af persónuafslættinum
upp í aðrar tekjur, svo sem lífeyrissjóðstekjur.
Ef rétt væri gefið væru skattleysismörk
sennilega í kringum 350-400.000 krónur á
mánuði í dag og enginn fengi minna en það. Í
dag eru mánaðarleg lífeyrislaun sköttuð um
eða yfir 60.000 krónur, en voru áður skattlaus.
Það verður að segjast eins og er að þetta sýnir
svart á hvítu hversu stórlega skattheimtan
hefur aukist á þá sem síst skyldi.
Síðan koma skerðingar og keðjuverkandi
skerðingar sem fara út um allt kerfið. Þá hef-
ur einnig verið vakinn upp að nýju óskapnað-
urinn krónu-á-móti-krónu-skerðing hjá þeim
sem eru í búsetuskerðingu og setur þau í
sárafátækt í boði ríkisstjórnarinnar.
Króna-á-móti-krónu-skerðingin, sem er
núna 65 aurar á móti krónu, ásamt öðrum skerðingum í
kerfinu, veldur viðvarandi fátækt og þá hlaupa skerðing-
arnar einnig yfir í félagsbótakerfi sveitarfélaga með til-
heyrandi eymd og fátækt barna.
Gleymum því ekki að það veit enginn hver þarf næst að
reiða sig á mánaðarlegan örorkulífeyri almannatrygg-
inga. Það vill enginn vera þar á lægstu greiðslunum og
þar með haldið í sárafátækt lífið á enda. Hversu lengi á
fólk að þurfa að bíða eftir réttlætinu og nauðsynlegum
lyfjum?
gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Lyf og lifa
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ú
tlendingastofnun segir
að í allnokkrum fjölda
mála umsækjenda frá
Venesúela um vernd hér
á landi hafi komið fram að þeir hafi
verið búsettir um langt skeið í Sýr-
landi.
„Langflestir þeirra eru tví-
tyngdir á spænsku og arabísku og
koma frá borginni As-Suwayda í
Sýrlandi þar sem stór hluti íbúa er
með tengsl við Venesúela. Það ligg-
ur þó fyrir að sumir þessara um-
sækjenda hafa ekki mikil tengsl við
Venesúela þrátt fyrir að hafa þaðan
vegabréf. Í mun færri tilvikum hafa
umsækjendur frá Venesúela einnig
haft ríkisfang í Líbanon og nokkrir í
Kólumbíu,“ segir í skriflegu svari.
„Umsækjendur um vernd sem
skráðir eru ríkisborgarar Venesúela
hafa með örfáum undantekningum
lagt fram venesúelsk vegabréf. Í
nokkrum tilvikum hefur Útlend-
ingastofnun sent venesúelsk vega-
bréf í áreiðanleikakönnun til lög-
reglunnar og hefur niðurstaðan
verið sú að ekki væri neina fölsun að
sjá en jafnframt að ekki væri hægt
að ábyrgjast hvort þau hefðu verið
gefin út á grundvelli réttra gagna.
Til þessa hafa allir sem lagt hafa
fram vegabréf frá Venesúela fengið
málsmeðferð hjá Útlendingastofnun
á grundvelli þess ríkisfangs.“
Útlendingastofnun segir að í
flóttamannasamningi Sameinuðu
þjóðanna komi fram að þeir sem
hafa ríkisfang í tveimur eða fleiri
löndum skuli ekki fá réttarstöðu
flóttamanns ef þeir geta fært sér í
nyt vernd í einhverju þeirra ríkja
þar sem þeir hafa ríkisfang. Standi
innlend vernd til boða er hún rétt-
hærri en alþjóðleg vernd. Því hefur
t.d. umsækjendum með ríkisföng
bæði í Venesúela og Kólumbíu verið
synjað um vernd hér á landi því þeir
geta notið verndar í Kólumbíu.
„Einstaklingum með ríkisföng
bæði í Venesúela og Sýrlandi hefur
hins vegar verið veitt vernd hér, þar
sem það hefur verið metið sem svo
að hvorugt landið bjóði viðkomandi
einstaklingum upp á vernd en
ákvarðanir um veitingu verndar
byggjast alltaf á einstaklings-
bundnu mati á aðstæðum umsækj-
enda.“
Umsækjendur frá Venesúela
sem kveðast einnig vera frá Sýr-
landi, en hafa engin gögn til að sýna
fram á sýrlenskt ríkisfang, eru
sendir í tungumála- og staðhátta-
próf til að kanna hvort þeir séu frá
öðru landi en Sýrlandi. Ef svo væri
gætu þeir mögulega nýtt sér vernd
þess lands. Þeir sem hafa tekið próf-
in hafa fengið staðfestingu á sýr-
lenskum uppruna.
Útlendingastofnun segir að í
kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi
dómsmálaráðherra virkjað sérstakt
ákvæði í lögum um útlendinga, sem
kveður á um sameiginlega vernd
vegna fjöldaflótta. Úkraínumenn
sem voru búsettir í Úkraínu 24.
febrúar fá því dvalarleyfi hér af
mannúðarástæðum án þess að ein-
staklingsbundnar ástæður séu skoð-
aðar. Dvalarleyfið gildir í eitt ár og
er endurnýjanlegt. Því fylgir ekki
atvinnuleyfi heldur þarf að sækja
sérstaklega um það til Vinnu-
málastofnunar.
Umsóknir frá ríkisborgurum
Venesúela eru almennt teknar til
efnislegrar meðferðar á grundvelli
einstaklingsbundinna ástæðna. Sé
vernd þeirra ekki trygg í heimalandi
fá þeir viðbótarvernd hér á landi í
samræmi við úrskurði kærunefndar
útlendingamála. Dvalarleyfi á
grundvelli viðbótarverndar gildir í
fjögur ár og er endurnýjanlegt. Því
fylgir undanþága frá að þurfa at-
vinnuleyfi til að mega vinna hér.
Frá Sýrlandi með
venesúelsk vegabréf
Skráning upplýsinga í tengslum við umsækjendur um alþjóðlega vernd hér
á landi grundvallast fyrst og fremst á framlögðum gögnum, að því er segir í
skriflegu svari frá Útlendingastofnun.
„Í þeim tilvikum þegar ekki eru lögð fram nein gögn byggjast skráningar
á frásögn umsækjenda. Rannsókn Útlendingastofnunar við afgreiðslu um-
sókna um vernd byggist síðan á framlögðum gögnum, frásögn umsækj-
enda, og eftir atvikum áreiðanleikakönnun skilríkja og/eða tungumála- og
staðháttaprófum, ásamt fyrirliggjandi landaupplýsingum.“
Frá ársbyrjun og til 10. október síðastliðins höfðu borist 3.140 umsóknir
um vernd hér á landi.
Gögn eða frásögn
UMSÆKJENDUR UM VERND
AFP/Danilo Gomez
Venesúela Straumur flóttafólks er frá landinu. Flóttamenn voru í Kól-
umbíu og ætluðu að fara með báti til Panama og áfram til Bandaríkjanna.