Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
KRINGLAN - SKÓR.ISKRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
SP.1 LITE
11.995 kr. / St. 19 -26
URBAN SNOWBOARDER
14.995 kr. / St. 27-35
URBAN MINI
12.995 kr. / St. 20-27
EXOSTRIKE
19.995 kr. / St. 36-40
BIOM K2
17.995 kr. / St. 36-40
BIOM K2
17.995 kr. / St. 36-40
MIKIÐ ÚRVAL AF ECCO KULDASKÓM
SP1 LITE
11.995 kr. / St. 19 -26
URBAN SNOWBOARDER
14.995 kr. / St. 27-35
URBAN MINI
12.995 kr. / St. 20-27
SNOW MOUNTAIN
21.995 kr. / St. 36-40
BIOM K2 - BOA
19.995 kr. / St. 27-35
BIOM K2 - BOA
19.995 kr. / St. 27-35
Við lifum áhuga-
verða tíma. Tvær
þversagnir í geðheil-
brigðismálum blasa
við. Önnur er sú að á
sama tíma og við lof-
um fjölbreytileika
fólks í samfélaginu,
og þar með samfé-
lagsins, þá virðumst
við hafa afar ríka þörf
fyrir að steypa fólk í
og skilgreina það út
frá tilteknum römmum.
Hin þversögnin er sú að á sama
tíma og við teljum okkur búa við
almenna framþróun í heilbrigðis-
og læknavísindum hvað viðkemur
viðleitni til bættrar geðheilsu,
fjölgar örorkubótaþegum vegna
geðraskana sex sinnum hraðar en
þjóðinni, eða um 240% sl. 30 ár á
meðan þjóðinni fjölgaði á sama
tíma um ríflega 40%.
Síðastliðið vor samþykkti Al-
þingi Íslendinga nýja stefnu í geð-
heilbrigðismálum og í
sumar hafa tveir hóp-
ar á vegum heilbrigð-
isráðherra útfært að-
gerðaáætlun til
fjögurra ára í mála-
flokknum. Hún er
metin á u.þ.b. 6-8 ma.
kr. í framkvæmd. Við
í Geðhjálp munum vel
eftir síðustu aðgerða-
áætlun, áætlun ár-
anna 2016-2020.
Áætlun sem var
metnaðarfull en lítill
hluti nauðsynlegs
fjármagns fékkst til að fylgja
henni eftir. Að okkar mati þýðir
lítt að eyða orku og tíma í áætl-
anir ef „eldsneytið“ er lítið sem
ekkert. Tölurnar 5/25 vísa til
ójafns hlutfalls opinberra fjár-
framlaga til geðheilbrigðismála sé
horft til áætlaðs umfangs mála-
flokksins innan heilbrigðiskerf-
isins, 5/25. Í ljósi þessa og auk-
innar umræðu og ákalla um
úrbætur treystum við opinberum
valdhöfum fyrir því að ný að-
gerðaáætlun verði fullfjármögnuð
til næstu fjögurra ára.
Nýlega birtist í breska blaðinu
„The Guardian“ grein eftir dr.
Sönuh Ahsan, ungan sálfræðing
sem starfar innan bresku
heilbrigðisþjónustunnar NHS. Yf-
irskrift greinarinnar var: „Ég er
sálfræðingur og ég trúi því að það
sem okkur hefur verið sagt um
geðheilbrigði séu mikil ósannindi.“
Í undirfyrirsögn greinarinnar seg-
ir svo: „Skilningur samfélags okk-
ar er sá að orsakir geðraskana séu
innra með okkur – en hunsar sam-
félagslega orsakaþætti.“ Sanah
segir að við séum að takast á við
samfélagslegan og pólitískan
vanda ójöfnuðar með greiningum
og meðferð. Hún spyr hvort sex
skipti af hugrænni atferlismeðferð
sem hjálpar til við að koma auga á
óuppbyggileg hugsanamynstur
muni hjálpa einstaklingi sem á í
erfiðleikum með að sjá fjölskyldu
sinni fyrir mat. Á sömu for-
sendum; hvort þunglyndislyf geti
„læknað“ stöðugt áfall sem hör-
undsdökkur maður verður fyrir á
„eitruðum“ vinnustað, eða hvort
gjörhygli geti orðið barni að liði
sem býr við mikla fátækt?
Sanah klykkir svo út með mynd-
líkingu og spyr hvort við myndum
greina visnandi plöntu með
„plöntu-visnunar-heilkenni“ – eða
reyna að breyta umhverfi plönt-
unnar og aðstæðum. „Engu að síð-
ur þjáist fólk í og við aðstæður
sem eru ekki boðlegar og okkur er
sagt að það sé eitthvað að okkur,“
segir hún.
Grein Sönuh, rannsóknir pró-
fessorsins Joönnu Moncrieff, sem
kollvörpuðu hugmyndum um efna-
fræðilegt ójafnvægi í heila þegar
um þunglyndi er að ræða, auk
„endurreisnartímabils“ hugvíkk-
andi efna sem virðist vera hafið,
eru einungis fáein dæmi um það
hversu nauðsynlegt er orðið að
endurskoða aðferða- og hug-
myndafræði okkar í geðheilbrigð-
ismálum. Endalausri sjúkdóms-
væðingu meintra raskana þarf að
snúa við. Við þurfum að horfa
vandlega á samfélög okkar sem
eru lituð af samanburði, sam-
keppni og einstaklingshyggju og
nærast á aldagamalli meinloku um
að staða einstaklings í samfélagi
ráðist nær eingöngu út frá efn-
islegu „virði“.
En þetta er gamalt stef sem
kapítalisminn hefur löngu kveðið í
kútinn, ekki satt? Meira er jú
betra og við ættum ekki einungis
að huga að því að sinna þörfum
okkar heldur gefa löngunum okk-
ar einnig góðan tíma og leitast við
að elta þann endalausa hring, því
meira verður jú aldrei nóg. Hvað
þarf til að gera samfélög okkar
geðheilsuvænni? Hvað þarf til að
við séum sátt? Hvernig getum við
rofið þær neikvæðu tilfinningar
sem við færum á milli kynslóða
okkar, þá skömm sem oft flyst og
fleytir kellingar öldum saman inn-
an fjölskyldna?
Við sitjum enn við eldinn, viljum
hlusta á sögur, tengjast öðrum,
upplifa nánd og forðast rof. Við
virðumst þó vera fjarlægari, fjar-
verur, en við viljum vera nær,
vera nærverur – mannverur. Ein-
kennir „aðskilnaðarorðræðan“ tíð-
arandann? Rafmagnið og tæknin
hafi valdið ákveðnu rofi um leið og
þau hafa bætt, lengt og breytt til-
veru okkar, aukið lífsgæði – eða
hvað?
Við sitjum við eldinn, eldurinn
logar í húsi hvers og eins, í síma
hvers og eins, langt á milli okkar.
Erum við að skilja okkur í aukn-
um mæli hvert frá öðru af því að
við setjum eigin mannréttindi ofar
hinni sameiginlegu mennsku?
Flestir eru sammála um að sam-
félög okkar taki á svo margan hátt
framförum. Við endurskoðum við-
horf okkar, reynum að breyta
stöðnuðum hugmyndum og afstöðu
sem byggist oft á hugtökum eins
og valdi. Valdi sem við nú, í opin-
berum skilningi, erum flest sam-
mála um að „breyta“ í þjónustu
þar sem við getum. Að allt opin-
bert vald verði opinber þjónusta.
Getum við breytt orðræðunni fyrst
og vonast svo til að afstaða okkar
til þekkingarfræðilegs skilnings á
tungumálinu og upplifun breytist
hægt og bítandi?
Það er víst, samkvæmt fræð-
unum, eitt sem er ótta yfirsterk-
ara. Von. Við þurfum von. Tíðar-
andi okkar virðist um of litast af
sundrungu, fjarveru og rofi. Við
þurfum aukna nánd á tímum þar
sem aldrei virðist vera erfiðara að
veita hana, upplifa hana í fjarver-
unni. Við þurfum eldinn – aukin
tengsl við náttúruna, aukin tengsl
við okkar innri veru, okkar eigin
nærveru.
Héðinn
Unnsteinsson » Það er víst, sam-
kvæmt fræðunum,
eitt sem er ótta yfir-
sterkara. Von. Við þurf-
um von.
Héðinn
Unnsteinsson
Höfundur er formaður
Landssamtakanna Geðhjálpar.
Nærvera
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?