Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
ALEXANDER KRISTJÁNSSON,
lést þriðjudaginn 4. október.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
mánudaginn 17. október klukkan 14.
Streymt verður frá athöfninni, www.egilsstadakirkja.is.
Lembi Seia Sangla
Katrín Lembi Alexandersd. Ísak Tómasson
Írena Lembi Ísaksdóttir
Monika Lembi Alexandersd. Siguróli Jónsson
Sindri Freyr Alexandersson
Alexander Leó Söndruson
Nadia Rós Sindradóttir
Alexandra K. Alexandersd. Birkir Fannar Smárason
Þórður Kristjánsson Petrína Haraldsdóttir
Svanfríður Kristjánsdóttir Magnús Gunnarsson
ættingjar og vinir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BRYNDÍS ELSA SIGURÐARDÓTTIR,
Hraunvangi 7,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Steinþór Einarsson Sylvie Primel
Guðný Elísabet Einarsdóttir Einar Eyjólfsson
og ömmubörn
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskuleg móðir okkar,
INGA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lækjasmára 2,
Kópavogi,
er látin.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 20. október klukkan 13.
Kristín Arnardóttir Steinn Kárason
Ragnheiður Inga Arnardóttir Benedikt Benediktsson
Ingólfur Örn Arnarson Dagbjört Lára Ottósdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur stjúpfaðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
RAGNAR GUÐMUNDUR ARASON
frá Borg á Mýrum, Hornafirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
Hornafirði laugardaginn 8. október.
Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 17. október
klukkan 13.
Guðbjörg Signý Gísladóttir Stefán Bjarni Finnbogason
Magnhildur Björk Gísladóttir Þorvaldur Jón Viktorsson
Magnús S. Aðalsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SJÖFN KRISTÍNARDÓTTIR,
Ísafold,
lést föstudaginn 7. október.
Útför hennar verður gerð frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 19. október klukkan 13.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Sigmar Jónsson Fríða Eyjólfsdóttir
Pálmi Jónsson
Hulda Jónsdóttir
Jóna Hrund Jónsdóttir
Egill Jónsson Hekla Aðalsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ÞÓRÐUR B. SIGURÐSSON
fv. forstjóri Reiknistofu bankanna,
lést á heimili sínu að Hömrum í Mosfellsbæ
6. október.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn
20. október klukkan 13.
Helga Þorvarðardóttir
Björn Þ. Þórðarson Sigurveig Sigurðardóttir
Sigurður Þ. Þórðarson Anna Lísa Sigurjónsdóttir
Anna S. Þórðardóttir Gunnar Þorsteinsson
Ingveldur L. Þórðardóttir Jan Murtomaa
Ólafur Þ. Þórðarson Margrét S. Sævarsdóttir
Katrín Þ. Þórðard. Hjorth Peter Hjorth
og fjölskyldur
✝
Dagbjört Erla
Magnúsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 14. desember
1950. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 30.
september 2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sús-
anna Kristjánsdótt-
ir, f. 1924, d. 2013,
og Magnús Bjarna-
son, f. 1924, d. 2021. Systkini
Dagbjartar Erlu eru: Dröfn Guð-
mundsdóttir, f. 1946, Magnús
Magnússon, f. 1954, d. 2017, og
Stefán Örn Magnússon, f. 1958.
Dagbjört Erla gekk að eiga
Stanislas Bohic (f. 1948, d. 2012) í
Frakklandi 1972 en þau skildu
árið 1995. Hún átti með honum
tvo syni: 1) Friðrik Bohic, f. 1973,
maki Ásthildur Björgvinsdóttir,
sínum þar til 1978. Þaðan lá leið-
in aftur heim til Íslands, þar sem
við tóku ýmis verkefni.
Erla var sannkallaður þúsund-
þjalasmiður. 1978-1980 vann hún
á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar
Íslands. 1980-1986 vann hún við
stofnun og uppbyggingu
Kvennaathvarfsins. Stór partur
þessara ára fór einnig í upp-
byggingu á Bergþórugötunni,
sem var heimili þeirra hjóna og
drengja.
Erla hafði ómælda ánægju af
blómum og lá leið hennar aftur
út til Danmerkur í Beder Gart-
ner skole, þaðan sem hún út-
skrifaðist sem blómaskreyt-
ingameistari árið 1991. Eftir það
starfaði hún lengi vel hjá Blóma-
vali við blómaskreytingar. Jafn-
framt fór listahjarta Erlu að slá
örar og ryðja sér til rúms, þar
sem grímugerð og önnur list
fékk sitt andrými. Eftir Erlu
liggja ýmsar einkasýningar
ásamt þremur samsýningum.
Minningarathöfn um Erlu
verður haldin í Fossvogskirkju í
dag, 13. október 2022, klukkan
15.
f. 1980. Börn: Petra
Sylvie, f. 1999,
Elíana, f. 2007. 2)
Arnór Stefán Bohic,
f. 1976, maki Paola
Cardenas Bohic, f.
1977. Börn: Líf Ísa-
bel, f. 2002, Sebast-
ian, f. 2009, Gabriel,
f. 2012.
Ung að aldri fékk
Erla mikinn áhuga
á ferðalögum og
heillaðist af menningu framandi
landa. Að loknu gagnfræðaprófi
fór hún út á vit ævintýranna sem
au pair til Danmerkur og Banda-
ríkjanna. Um tvítugt hóf hún
störf sem flugfreyja hjá Loftleið-
um á árunum 1970-1972. Á þeirri
vegferð kynntist hún fyrrver-
andi eiginmanni sínum, Stanislas
Bohic. Þau giftu sig í Frakklandi
1972 og bjuggu þar ásamt sonum
Elsku Erla okkar! Þetta átti
ekki að gerast strax og alls ekki
núna. Við vorum með plan um að
hittast í Noregi næsta sumar. Það
var svo margt annað á döfinni hjá
okkur Kópavogsvinkonum sem
við ræddum þegar við hittumst í
lautarferðinni góðu í ágúst sl. Þá
vorum við allar saman, þú Erla
mín, Gugga, Beppa, Hildur, Lí-
ney, Elísabet, Gerður frá Svíþjóð,
Sigga frá Danmörku og Maggý
frá Noregi. Einnig bauðstu okkur
Siggu, Guggu og Maggý til Drafn-
ar systur þinnar í yndislega heim-
sókn í Hafnarfjörðinn. Stundum
hittumst við í smærri hópum hér
og þar, eftir því sem tímataflan
leyfði hverri og einni okkar. Árið
2019 tókst okkur öllum Kópa-
vogsvinkonunum að hittast í Alic-
ante þar sem við dvöldum í flottri
íbúð Drafnar og Ásgeirs. Yndis-
legur tími og frábærar minningar.
Margs er að minnast síðan við
hittumst sex ára gamlar á Kópa-
vogsbrautinni, þú í húsi númer 14,
Gugga í númer 11 og við Sigga í
númer 12. Það var vinsælt að leika
við sílapollinn þar sem við veiddum
gjarnan síli í krukkur. Við þurftum
bara að fara yfir götuna til þess að
tína ber eða blóm og oft tókum við
með okkur nesti að „skeifunni
góðu“, þar var alltaf logn í minn-
ingunni. Við minnumst einnig allra
útileikjanna á Skjólbraut. Allir
krakkarnir í nágrenninu voru með í
leikjum. Við fórum ósjaldan í búð-
arferðir fyrir mömmur okkar í
Steinabúð á Skjólbrautinni. Þetta
voru góðir tímar.
Við sömdum oft leikrit og lék-
um uppi á háalofti heima hjá þér
Erla mín undir stjórn Drafnar og
seldum inn á til vina og systkina.
Mikill metnaður var lagður í beðin
í skólagörðunum sem voru hinum
megin við veginn og við minnumst
þess þegar þú fékkst verðlaun fyr-
ir fallegasta beðið. Við minnumst
einnig allra skemmtilegu tjald-
ferðalaganna, bíóferðanna og ball-
anna á Borginni.
En árin liðu og leitin mikla að
framtíðinni hófst. Ferðalöngun
þín og þörfin til að upplifa menn-
ingu annarra þjóða kom snemma í
ljós. Ung að aldri ferðaðist þú sem
au-pair til Kaliforníu. Flugfreyj-
ustarfið heillaði þig og vannstu við
það um tíma. Síðan lá leiðin til
Danmerkur þar sem þú gerðist
„børnepige“ fyrir Kirsten og þið
hélduð sambandi í mörg ár á eftir.
Í ferð þinni til Sviss hittir þú Stan
og urðuð þið svo hjón. Fyrstu árin
ykkar bjugguð þið í Frakklandi en
heimþráin tók að lokum yfir og
fluttuð þið til Íslands með Friðrik
og Arnór. Stan var landslagsarki-
tekt og saman stofnuðuð þið fyrir-
tæki sem gerði marga garðana af-
ar listræna og fallega. Gestrisni
þín var með eindæmum og þú
stóðst yfirleitt fyrir hittingi okkar
allra, bæði með mönnum okkar
eða bara okkur vinkonunum.
Listrænir hæfileikar þínir voru
einstakir. Árið 1991 fórstu í nám í
garðyrkjuskóla rétt fyrir utan År-
hus í Danmörku, þar sem áhersla
var meðal annars lögð á blóma-
skreytingar. Sú kunnátta átti svo
eftir að nýtast þér vel þegar þú
vannst hjá Blómavali um tíma og
víðar. Þú bjóst til svo mörg
skemmtileg listaverk eins og t.d.
grímurnar sem hengdar voru upp
sem veggskreyting sem sýndu
húmor þinn og hve hugmyndarík
þú varst.
Framtakssemi þín kom því til
leiðar að íbúar í blokkinni þinni við
Kleppsveg geti ræktað ýmiskonar
grænmeti. Þar var garðyrkjukon-
an Erla úrræðagóð og athafna-
söm.
Við minnumst þín með söknuði
og þakklæti fyrir öll árin okkar.
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Guðlaug Maggý, Guð-
björg Jóna og Sigríður.
Það var á haustmánuðum 1993,
á fyrstu dögum landssöfnunar
Kvennaathvarfsins, sem ég hafði
tekið að mér að stýra, að kona
nokkur kom og bauð sig fram sem
sjálfboðaliði. Hún var fyrst á stað-
inn, og hafði að sögn áður lagt hönd
á plóg varðandi málefnið, enda eins
og ég kynntist síðar haldin ríkri
réttlætiskennd og andúð á misrétti
og ofbeldi af öllu tagi.
Við höfðum ekki hist áður en
áttum sameiginlegar vinkonur og
bjuggum um tíma við sömu götu.
Með árunum kynntumst við betur,
hún hafði um tíma verið búsett í
Frakklandi og þekkti vel til
franskrar matargerðarlistar og
menningar. Innan skamms var
boðið í vegleg matarboð þar sem
fjölbreyttar matarkræsingar voru
á boðstólum, svo sem sniglar í
hvítlaukssmjöri, sem vart höfðu
áður sést á borðum landans og
ekki skorti umræðuefnin.
Sköpunargáfuna hafði hún í
ríkum mæli og dugnaðinn og dag
nokkurn tókum við þátt í sam-
keppni um minjagripi ásamt
Ragnheiði Ragnarsdóttur. Hefð-
bundin verðlaun fengum við þó
ekki fyrir framtakið, þótt hug-
mynd okkar hafi að okkar áliti
vitaskuld verið best! Eiginlegu
verðlaunin voru skemmtilegur fé-
lagsskapur sem hefur haldist
gegnum árin, þótt fundum hafi
fækkað á kóvid-tímanum, a.m.k.
hvað mig varðar, en til stóð að
bæta úr því.
Elsku Erla, takk fyrir allar
samverustundirnar, bið góðan guð
og alla góða vætti að vernda þig í
nýjum heimkynnum, þótt þú hafir
ekki haft trú á slíku.
Með friðar- og þakklætis-
kveðju,
Valgerður Katrín Jónsdóttir.
Hverjum hefði dottið í hug að
klippt yrði á þráð Dagbjartar Erlu
svona snögglega? Tíðindin komu
sem högg. Framtíðin ónothæf. Í
bígerð var að halda myndarlega
upp á sjötugsafmælið, þó nokkuð
væri um liðið, með ferð til Suður-
Ítalíu næsta vor og njóta þar lífs-
ins í faðmi fjölskyldunnar – baða
sig í menningu og listum, kræs-
ingum og kostum bestum. Ver-
andi meistarakokkur sjálf, list-
unnandi og sólardýrkandi með nef
fyrir framandi freistingum, var
þetta gulrótin sem haldið skyldi á
lofti eftir afspyrnulélegt sumar og
í gegnum vetur komanda.
Minnisstæð eru fyrstu kynnin,
fyrir um áratug, er ég var hátíð-
lega kynnt fyrir Erlu og Valgerði
vinkonu hennar. Fór það fram á
Café París í Reykjavík. Skömmu
seinna fékk ég formlegt heimboð
til Erlu, sem þá bjó í glæsiíbúð við
Háteigsveg. Ég var hikandi og
fremur „krítísk“ á ný vinasam-
bönd miðaldra kvenna. Lét þó slag
standa og greip með mér litla aug-
lýsingu. Þegar til kom réð þessi
auglýsing úrslitum um vináttu
okkur. Í henni var auglýst sam-
keppni um gerð minjagrips. Lagði
ég þennan miða á borð fyrir vin-
konurnar og ekki varð aftur snúið.
Við fórum strax á flug og að skipu-
leggja rannsóknartúra um ná-
grennið, nærliggjandi hraun og
fjörur. Þetta var glimrandi aðferð
til að hafa eitthvað annað að tala
um en náungann, heilsufarið eða
skandalana. Erla varð driffjöðrin,
áköfust í að við kláruðum dæmið.
Endaði hún með að skila sjálf inn
aukatillögu. Saman sendum við
inn framúrskarandi lausn. Árang-
ur þessa verkefnis skilaði sér í tíð-
um hittingum, aðallega yfir dýr-
indis veigum úr búri Erlu, eða á
víxl, skemmtisögum og bollalegg-
ingum um úrvinnslu hugmynda,
hlátrasköllum og trúnaðar-
tengslum. Óx þessi vinskapur og
dafnaði og hafa ýmsar snjallar
hugdettur verið hentar á lofti síð-
an. Erla var mikill skipuleggjandi.
Merki þess eru t.a.m. matjurta-
reitir sem hún lagði til að komið
yrði upp á lóðinni í blokkinni sinni
við Kleppsveginn. Þarna gafst
tækifæri til að rækta sinn eigin
garðskika, að auki tókst henni að
fá smiðinn, son sinn, til að smíða
borð og bekki sem nú prýða svæð-
ið. Þetta frumkvæði er algjörlega
til fyrirmyndar.
Ósjaldan átti hún til að að
stinga upp á, að við kæmum bara
til sín, og það ekki að tómum kof-
unum. Hún lagði mikla rækt við að
halda í hefðir og gera sér glaðan
dag með fjölskyldunni. Var hún
nýlega búin að slá upp einni slíkri
fjölskylduveislu þegar kallið kom.
Fundum okkar bar síðast saman
á Menningarnótt. Þegar ég mæti á
stefnumótið, sem var að sjálfsögðu
á Selva, situr hún úti við lítið borð,
Bergstaðastrætismegin, böðuð í
síðsumarsólinni. Sjaldan hefur hún
litið betur út, glæsileg til fara, í
björtum litklæðum, nýklippt og
vandlega snyrt. Hélt hún á gylltum
bikar barmafullum af glóandi
vökva, einum af eðalfordrykkjum
staðarins, blönduðum með suð-
rænni sveiflu. Stemningin var
töfrandi og áttum við eftirminni-
lega nótt saman. Hún hafði lag á að
toppa hlutina – þannig mun ég
varðveita myndina af henni.
Samúðarkveðjur til ykkar,
kæra fjölskylda og aðstandendur.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Það er alltaf sárt að sjá á eftir
góðri vinkonu. Hver á nú að vera
framkvæmdastjóri í hópnum okk-
ar Kópavogsvinkvenna, halda ut-
an um hópinn og sjá til þess að við
drífum í hittingum og veislum?
Erla var alltaf tilbúin í skemmti-
legheit, umræður og samveru.
Hver á núna að brýna okkur og
skamma fyrir að vera of linar við
að segja meiningu okkar? Brenn-
andi áhugi Erlu á heimsmálum og
baráttuvilji var einkennandi fyrir
hana. Stríð og óréttlæti lá henni
þungt á hjarta. Hennar verður
sárt saknað.
Samúðarkveðjur til Friðriks,
Arnórs og fjölskyldna.
Biðjum um frið
horfumst í augu
horfumst í augu gegnum fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið
(Jóhannes úr Kötlum)
Elísabet Berta Bjarnadóttir,
Gerður Helena Gunnarsdóttir,
Hildur Sigurðardóttir, Iðunn
Anna Valgarðsdóttir,
Líney Helgadóttir.
Dagbjört Erla
Magnúsdóttir