Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 ✝ Vilhelmína Þorsteins- dóttir fæddist 13. febrúar árið 1950 á Akureyri. Hún varð bráðkvödd í Reykjavík 29. september 2022. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Auðunsson skip- stjóri, f. 22. febr- úar 1920, d. 21. apríl 2008, og Oddrún Sig- urgeirsdóttir húsmóðir, f. 23. apríl 1929, d. 5. mars 2007. Systkini Vilhelmínu eru Sigurgeir, f. 30. maí 1951, d. 5. september 2003, Halldór Pétur, f. 12. október 1956, Þorsteinn, f. 26. mars 1960, og Aðalheiður, f. 19. maí 1974. Vilhelmína giftist 16. nóv- ember 1974 Ólafi Þorsteins- syni, verslunarmanni og út- varpsvirkja, f. 9. apríl 1945, d. 6. júlí 1991. Foreldrar hans voru Þorsteinn Pjetursson, 26. október 1980. Börn þeirra eru Ólafur Þór, f. 12. desem- ber 2004, og Andri Páll, f. 24. janúar 2007. Vilhelmína, eða Villa eins og hún var gjarnan kölluð, fædd- ist á Akureyri en fluttist ung að aldri með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og ólst hún upp í Mávahlíð 42. Að skólagöngu lokinni stundaði hún ýmis verslunar- og skrifstofustörf, meðal annars hjá Bandalagi háskólamanna. Þau hjónin byggðu sér hús í Daltúni 29 í Kópavogi og fluttu í það árið 1982. Eftir lát Óla keypti Villa minna hús í Kópavoginum og bjó þar þangað til hún flutti til Reykjavíkur fyrir u.þ.b. tveim- ur árum. Árið 1988 keyptu þau hjónin heildsölu og rak Villa hana áfram eftir lát manns síns, allt til ársins 1998. Þá hóf hún störf hjá Þór hf. þar sem hún vann þar til starfsævinni lauk árið 2020. Villa var um tíma virk í félagsstörfum, meðal annars fyrir hestamanna- félagið Fák og sorgarsamtökin Nýja dögun. Útför Vilhelmínu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. október 2022, og hefst athöfn- in kl. 13. framkvæmdastjóri fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, f. 6. maí 1906, d. 12. desember 1984, og Guðmunda Lilja Ólafsdóttir, f. 28. maí 1911, d. 5. júlí 2004. Börn Vil- helmínu og Ólafs eru: 1) Þorsteinn Pétur, f. 27. októ- ber 1971, d. 18. júlí 1979. 2) Auðun, f. 28. mars 1976. Dæt- ur hans og Elínar Idu Krist- jánsdóttur eru Kristín María, f. 6. nóvember 1998, og Bryndís Marta, f. 1. febrúar 2003. Sam- býlismaður Auðuns er Róbert Ólafur Jónsson, f. 21. maí 1981. 3) Sæmundur, f. 15. apríl 1978, kvæntur Hafdísi Björk Hallgrímsdóttur, f. 29. ágúst 1972, d. 22. nóvember 2019. Dóttir þeirra er Margrét Alda, f. 17. júní 2006. 4) Oddrún, f. 14. desember 1983, hennar maður er Jón Páll Fortune, f. Presturinn sem sat með okkur kvöldið sem mamma dó bað okk- ur að deila einu orði sem við tengdum við mömmu. Það eina sem mér datt í hug var heima – mamma var alltaf athvarf, hugg- un og heima fyrir mér. Mamma ólst upp í Hlíðunum og talaði alltaf hlýlega um upp- eldisárin sín þar sem þau áttu stóra stórfjölskyldu og samgang- ur þar mikill. Hún gat endalaust verið að tala um þessa frænku eða frænda sem við börnin henn- ar náðum því miður ekki alltaf að bera kennsl á. Þegar skólagöngu mömmu lauk vann hún við versl- unarstörf þar til hún átti hann Steina bróður minn árið 1971. Hún minntist starfa sinna í Sunnukjöri með hlýjum orðum – talaði bæði um fólkið sem hún vann fyrir og viðskiptavini sem hún sagði að hefðu látið eins og þær ættu í henni hvert bein. Mamma og pabbi giftu sig árið 1974 og talaði mamma reglulega um það þegar við áttum leið fram hjá Háteigskirkju að Steini hefði sagt: „Mamma, þarna er kirkjan sem við giftum okkur í.“ Mamma og pabbi og bræður mínir fengu það átakanlega verk- efni í hendurnar árið 1979 að Steini Pétur varð fyrir bíl og lést. Ég áttaði mig ekki á umfangi þessa verkefnis fyrr en ég átti börn sjálf – hversu óhugsandi það er að missa og jarða barnið sitt sjö ára gamalt. Ég ólst þó upp við fallega minningu Steina Péturs. Mamma starfaði síðar mikið með Nýrri dögun og í framhaldi af þeirri vinnu talaði hún oft um að áföll líkt og að missa barnið sitt færðu annað- hvort hjón nær hvort öðru eða splundruðu þeim í sundur. Mamma og pabbi áttu það gott samband og góðan félaga hvort í öðru að mamma sagði að þau hefðu orðið enn nánari við þetta áfall. Ég á svo margar fallegar minningar um mömmu. Það sem helst kemur upp í hugann eru einfaldar minningar um sam- verustundir fjölskyldunnar. Sem lítil stelpa vissi ég ekkert skemmtilegra en að skottast í kringum mömmu og pabba í hesthúsinu eða fara upp í kofa. Það er svo merkilegt að stundum heldur maður að það þurfi mikið umstang til að skapa góðar minn- ingar en það sem mér er kærast eru þessar dagsdaglegu minn- ingar af okkur sem fjölskyldu. Þegar pabbi deyr 1991 verður að viðurkennast að samverustund- irnar breyttust. Mér fannst þá sérstaklega gott að vera náin mömmu og rölti mér jafnvel oft eftir skóla upp í heildsölu sem hún og pabbi höfðu komið á fót. Þar lærði ég, lagði kapal í tölv- unni eða fékk að hjálpa til með því að vigta nammikrítar. Það var ekki endilega hvað við vorum að gera saman heldur var mik- ilvægið meira í því að vera bara saman. Við komu barnabarna var ömmuhlutverkið mömmu kær- komið. Strákunum mínum þótti alveg óendanlega vænt um hana og eftir að við fluttum til Bret- lands var hún fyrstu árin dugleg að koma til okkar og strákarnir fengu stundum að fara einir til Íslands til að vera með ömmu sinni. Hún var alltaf stór hluti af lífi fjölskyldunnar þó svo að við hefðum búið erlendis í mörg ár. Ég á mömmu svo margt gott og fallegt að þakka og met það mikils að nýlega höfum við átt margar góðar samverustundir þó svo það hafi bara verið yfir kaffi- bolla. Takk fyrir allt og allt elsku mamma. Þín Oddrún. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku mamma mín. Ég trúi því ekki enn að þú sért farin. Þú hefur verið mér stoð og stytta í gegnum tíðina og stutt mig í gegnum súrt og sætt. Ég hef átt fallegar minningar með þér og stundir. Við fórum hvert einasta sumar í sumarbústað og þú elsk- aðir hana Margréti Öldu mína, barnabarnið þitt. Þú vildir alltaf vera í kringum vini og þína nán- ustu, þér fannst gaman að fá fólk í mat eða bara ef fólk kíkti í heimsókn. Þér fannst gaman að fara á tónleika, leikhús eða bara eitthvað með vinum og fjöl- skyldu. En núna ertu komin til pabba, Steina bróður og til Hafdísar minnar. Elsku mamma mín, mér finnst skrýtið að geta ekki lengur hringt í þig eða komið við í heim- sókn eða boðið þér í mat í Hjalta- bakkann. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Þinn sonur, Sæmundur. Elsku mamma. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og kannski sem betur fer. Það eru fá orð sem ná utan um sorgina og líka þakk- lætið sem koma upp í hugann þessa dagana. Þetta var eins og hver annar fimmtudagur og þú varst á leið á tónleika með Guð- ríði frænku í Hörpu eins og þið gerðuð svo oft. Þú varst hress og þið nutuð ykkar vel á tónleikun- um. Svo gerðist eitthvað svo hratt og þú varðst bráðkvödd strax eftir tónleikana. Þetta var ekki símtalið sem ég átti von á þetta kvöld. Seinni hálfleikurinn í lífinu var nýlega hafinn hjá þér. Þú varst hætt að vinna fyrir tveimur árum og flutt í nýja fal- lega íbúð á Sogavegi 77 þar sem þú varst búin að kynnast góðum nágrönnum. Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan þú fórst í liðskipti á hnénu en þú varst svo vongóð um að það myndi létta þér alla hreyfingu. Þú varst búin að vera svo dugleg í sjúkraþjálfun og varst staðráðin í að koma hnénu í lag. En þessi seinni hálfleikur var mun styttri en okkur hefði grunað. Ég á þér svo mikið að þakka elsku mamma. Þú hefur alltaf hvatt mig og stutt í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þegar mér hefur fundist öll sund lokuð hef ég alltaf getað leitað til þín. Líf þitt var ekki alltaf auð- velt og þú fékkst mörg krefjandi verkefni í fangið. Stundum er sagt að það geri fólk sterkara en það gerði líka samband okkar sterkara. Þú varst svo óendan- lega stolt af okkur systkinunum og barnabörnunum og gerðir allt fyrir okkur. Missirinn fyrir okk- ur fjölskylduna er mikill. Það er skrítin tilfinning að geta ekki hringt í þig eða komið við og spjallað. Aldrei erum við tilbúin þegar ástvinur kveður. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég bið þér Guðs blessunar og óska þér góðr- ar heimkomu elsku mamma mín. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Auðun Ólafsson. Elsku amma Villa, ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur og það er erfitt að ímynda sér kom- andi tíma án þín. Ég mun sakna þess að spjalla við þig, sérstak- lega þegar þú talaðir um ætt- ingja og raktir ættfræðina. Það var svo gaman að segja þér frá því sem ég var að gera, þú sýndir náminu okkar systra sérstakan áhuga og varst svo stolt af því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Ég fann ávallt fyrir miklum stuðningi í öllu sem ég gerði. Mér þótti svo vænt um þegar þú tal- aðir um stutta söngferilinn minn og hlustaðir oft á diskinn sem ég gaf þér. Ljúfu minningarnar munu lifa frá jóladagsboðunum, bústaðarferðunum og notalegu matarboðunum. Þú eldaðir besta matinn og gafst bestu og þétt- ustu knúsin. Ég mun hlýja mér við ljúfar minningar og tilhugs- unina um að þú sért í góðum höndum hjá afa Óla og Steina frænda sem hafa saknað þín eins og þú þeirra. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Bryndís Marta (Biddý). Elsku amma Villa er farin frá okkur. Amma Villa var einstök kona líkt og allir vita sem þekktu hana. Hún hafði sterkan persónuleika, stóð alltaf föst á sínu, var heið- arleg og ákveðin. Á sama tíma skein umhyggjan, væntumþykj- an og góðvildin ávallt í gegn og það var alltaf gott að fara í heim- sókn til ömmu. Hún gaf stærstu og hlýjustu knúsin, eldaði bestu lambalærin, svo ég tali nú ekki um vöfflurnar sem hún gat skellt í án þess að hugsa. Hjá ömmu leið mér alltaf vel sem barn. Gæðastundirnar sem við áttum saman bara tvær, áður en bættist í barnabarnahópinn, þegar ég fékk að fara í ömmudekur yfir nótt munu alltaf vera mér minn- isstæðar. Við röltum oftast sam- an að leigja spólu, fengum okkur eitthvert gotterí með og höfðum það notalegt. Hún gerði allt fyrir barnabörnin sín og var undan- tekningarlaust okkar helsta klappstýra í einu og öllu. Ég sakna hennar sárt en veit að nú er hún loksins komin til afa Óla og Steina síns og líður vel. Nú er komið að þeim að fá að hafa hana hjá sér eftir öll þessi ár og ég ylja mér við minningar um allar góðu stundirnar sem ég átti með elsku ömmu. Kristín María Auðunsdóttir. Elsku Villa frænka er fallin frá, svo snögglega og allt of fljótt. Heimsókn hennar til fjöl- skyldu minnar á Akureyri í æsku var grunnurinn að góðri vináttu okkar sem entist út ævina. Hún minntist nýlega á þessa heim- sókn og hve gaman hefði verið. Seinna, þegar frænkuhópur- inn okkar fór að hittast reglu- lega, var mikið skrafað um allt milli himins og jarðar og alltaf glatt á hjalla. Villa átti oftar en ekki frumkvæði að skemmtileg- um bíó- og leikhúsferðum okkar. Ófáar sumarbústaðarferðir voru farnar austur fyrir fjall og samverustundanna notið vel í yndislegu umhverfi og góðum fé- lagsskap. Það tilheyrði líka að keyra um nágrannasveitirnar og koma við á kaffihúsum, veitinga- stöðum eða ísbúðum á leiðinni. Við frænkurnar skelltum okk- ur til Washington D.C. vorið 2010 og dvöldum þar í góðu yf- irlæti hjá Auði systur. Ferðin var vel heppnuð, borgin og söfn skoð- uð, farið í heimsóknir til vina og ættingja og verslað smávegis. Ég kveð nú Villu með söknuði en líka þakklæti fyrir góða vin- áttu hennar í gegnum árin. Börnum, systkinum og fjöl- skyldum þeirra færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Edda Friðgeirsdóttir. Í dag kveðjum við kæra mág- konu mína. Ég sá Villu fyrst þeg- ar við Guðríður systir fórum upp á Fæðingarheimili Reykjavíkur til að sjá litla Steina frumburð hennar og Óla bróður. Þau geisl- uðu af hamingju og stolti. Tæp- um átta árum seinna, þegar þau voru búin að stofna heimili og Auðun og Sæmundur höfðu bæst við fjölskylduna, barði sorgin að dyrum. Steini litli sem þá var á áttunda ári fór út að leika sér með nágrannabörnum á björtum sumardegi og hún sá hann aldrei aftur, hann varð fyrir bíl og dó. Þetta var fyrsta stóra sorgin sem Villa varð fyrir, þá 29 ára gömul. Villa hafði alla tíð mjög gaman af tónlist og að fara á tónleika. Óli var hinsvegar mikið í hesta- mennsku allt frá unglingsárum. Eftir að Steini litli dó fór Villa að fylgja honum meira í hesta- mennskunni og litla fjölskyldan sameinaðist í þessu áhugamáli. Nokkrum árum síðar bættist fjórða barnið, Oddrún, við fjöl- skylduna. Óli og Villa fengu að- eins 20 ár saman, því árið 1991 lést Óli eftir langa sjúkrahúslegu í kjölfar heilablæðingar. Ég minnist þess einu sinni sem oftar þegar við Villa sátum hjá honum meðvitundarlitlum á gjörgæslu- deild Borgarspítalans að Villa var að segja honum hvað hann mætti vera stoltur af börnunum sínum og að drengirnir myndu báðir keppa á hestamannamóti sem þá var haldið. Eftir að Óli dó fannst mér ég verða mikið nánari Villu. Ég held að hún hafi verið mjög meðvituð um að börnin til- heyrðu föðurfjölskyldu sinni ekk- ert síður en móðurfjölskyldunni og vildi leyfa okkur að taka þátt í lífi þeirra. Villa var alltaf hlý, næm á líðan annarra og mjög traust. Henni tókst að ala ein upp þrjú börn, skapa þeim gott heim- ili og sjá þeim farborða. Ég er mjög þakklát fyrir hvað við höfð- um mikið samband, okkur þótti öllum svo vænt um Villu. Ein af fallegu minningum mínum er brosið sem lýsti upp andlit mömmu þegar Villa kom að dán- arbeði hennar. Á milli okkar Villu var 17 ára aldursmunur en sambandið var alltaf gott og ég er mjög þakklát fyrir það. Mér finnst að ég hafi að vissu leyti farið í tengdamóðurhlutverkið eftir að mamma dó. Ég fékk að fylgjast með lífinu hjá þeim bæði í blíðu og stríðu. Hópurinn henn- ar sýnir best hversu vel hún leysti hlutverk sitt í lífinu. Hún var stolt af þeim og þakklát fyrir þau. Ég er þakklát fyrir síðasta samtalið okkar, kvöldið áður en hún dó. Þá hringdi hún og var að athuga með líðan mannsins míns. Talið beindist svo að því þegar Óli bróðir fékk í fyrsta skipti gjöf frá henni. Ég var viðstödd þegar hann tók hana upp og sá hvað hann var glaður og hvað honum þótti vænt um hana. Gjöfin var peysa sem hann vafði brosandi um hálsinn og ljómaði. Fyrst við þurfum að kveðja Villu svona fljótt get ég ekki hugsað mér betra en að hún skyldi fá að kveðja þegar hún var að koma af tónleikum. Ég samhryggist öllum sem þótti vænt um Villu. Við munum öll hlýjuna sem frá henni stafaði. Vertu sæl, elsku Villa. Helga. Okkur setti hljóðar er við fregnuðum af skyndilegu fráfalli Perlunnar okkar, hennar Villu. Við minnumst hennar með þökk fyrir að hafa verið sú sem hún var. Perlurnar, hópurinn okkar, sem við komum á legg eftir að hafa kynnst í sorgarsamtökunum Nýrri dögun, sem í dag fellur undir Sorgarmiðstöðina, hefur haldið saman og orðið að und- urfallegum vinkvennahópi í ára- tugi. Hópi sem deilir áföllum í líf- inu en kemur reglulega saman til þess að gleðjast, svo sem í skemmtiferðum til Bandaríkj- anna og Norðurlandanna þar sem Villa lét sig svo sannarlega ekki vanta. Fyrir Villu voru Perlurnar mikilvægur hópur, með okkur leið henni vel og með henni leið okkur hinum vel. Við Perlurnar kveðjum hana Villu okkar og þökkum dýrmæta samfylgd. Þökkum ljósið og birt- una sem hún varpaði á lífsbraut okkar sem vorum svo lánsamar að fá að kynnast henni og njóta nærveru hennar í þrjátíu ár. Hver minning er dýrmæt perla. Blessuð sé minning Vilhelm- ínu Þorsteinsdóttur. Halla Eiríksdóttir, Elínborg Jónsdóttir, Dagný Hildur Leifsdóttir, Elísabet Ingvars- dóttir, Arndís Sævarsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Olga G. Snorradóttir Anna María Moestrup, Ólöf Helga Þór, Kristín Aðalsteinsdóttir, Rósa Jónsdóttir. Vilhelmína Þorsteinsdóttir Kristinn Þór Styrmisson var okkur í Viðreisn góður félagi. Hann hóf þátttöku í starfi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í aðdraganda þingkosninganna 2016. Þá var hann nýlega orðinn 16 ára gamall. Hreyfingin var þá ung og hann meðal yngstu þátttakenda í henni. Með Kristni í för var iðulega Mathias Bragi, vinur hans, og þar sem hvorugur þeirra hafði aldur til að keyra treystu þeir á aðstoð fjölskyldu til að skutla sér á fundi suður til Reykjavíkur og til baka. Kristinn var því ekki aðeins meðal yngstu félaga Við- reisnar, heldur einnig meðal þeirra sem sóttu starfið um lengstan veg. Kristinn hafði drauma um að starfa í stjórnmálum og hafði marga þá kosti sem prýða þurfa Kristinn Þór Styrmisson ✝ Kristinn Þór Styrmisson fæddist 25. ágúst 2000. Hann lést 29. september 2022. Útför Kristins Þórs fór fram í gær, 12. október 2022. góða stjórnmála- menn. Hann var mikið gæðablóð, næmur fyrir öðru fólki, vel lesinn og trúr sjálfum sér og sínum skoðunum. Hann var góður í samskiptum og hafði virkilegan áhuga á öðru fólki, að skilja það og skoðanir þess. Kristinn var þannig drengur að hann fyllti mann trausti í garð ungs fólks og hinnar nýju kyn- slóðar sem brátt mun taka við. Fyrstu skref hans voru í sveit- arstjórnarmálum, þar sem hann átti sæti á framboðslista L- listans í Hrunamannahreppi í kosningunum í vor. Hann átti sæti í sveitarstjórnarráði Við- reisnar og tók þátt í starfi þess. Ég fylltist djúpri sorg við fréttirnar af fráfalli hans og færi fjölskyldu hans okkar innilegu samúðarkveðjur. Kristinn var slíkur drengur að hann náði að snerta okkur öll sem honum kynntumst. Minning um góðan dreng mun lifa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.