Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 52
Skósmiðurinn Gísli Ferdinandsson.
af eldri félögum sem starfaði á
breytingartímum hennar á árunum
1976-1980. Gísli var formaður
sveitarinnar 1950-1951 og gegndi
þar einnig mörgum ábyrgðar-
störfum. Hann var ennfremur end-
urskoðandi Svansins til fjölda ára
og veitti gott aðhald hvað varðar
fjárreiður félagsins.
Félagar hans sem gerðu hann að
heiðursfélaga Svansins og gáfu
honum gullmerki félagsins árið
1989 lýstu honum sem góðum og
dyggum félaga og að kynslóðabil
hefði verið eitthvað sem Gísli hefði
ekki skráð í sína orðabók. Enda
naut hann þess alla tíð að kynnast
og fá að spila með sér yngra fólki.
G
ísli Ferdinandsson
fæddist í Reykjavík
13. október 1927 og
ólst upp á Grettisgötu
19.
Gísli gekk í Austurbæjarskóla
sem barn og lauk síðar sveinsprófi
í skósmíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1948. Hann lærði
og vann á skósmíðaverkstæði föð-
ur síns um tíma á Hverfisgötunni
og stofnaði síðar sitt eigið verk-
stæði í Lækjargötu 6. Mörgum er
það minnisstætt að hafa farið með
skóna sína í viðgerð til hans þang-
að, tekið með honum eina skák
jafnvel og fengið kaffisopa og
skemmtilegt spjall enda var alltaf
líf og fjör í kjallaranum í Lækjar-
götunni.
Með tímanum eignaðist Gísli
húsið í heild sinni og bæði bjó þar
og rak skóverslun og verkstæði
ásamt börnum sínum um áratuga
skeið auk þess sem tveir synir
hans lærðu sérstaklega til þess að
sérsmíða skó fyrir fólk sem af
heilsufarslegum ástæðum þurfti á
þeim að halda. Gísli var formaður
Landssambands skósmiða 1960-
1972 og hlaut m.a. gullmerki
Landssambandsins fyrir sitt fram-
lag.
Gísli lærði ungur flautuleik og
var fyrstur Íslendinga til þess að
ljúka einleikaraprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík árið 1950
en hann lærði hjá Árna Björns-
syni tónskáldi á þeim tíma. Hann
spilaði með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands 1952-1955 en hafði áður
gengið til liðs við Lúðrasveitina
Svan árið 1947 og var þá fyrsti
vel menntaði hljóðfæraleikarinn
sem með henni spilaði. Gísli starf-
aði óslitið með Svaninum til ársins
1998 eða í 51 ár og sló þar með öll
met.
Þrátt fyrir mikla hæfileika á
tónlistarsviðinu valdi hann skó-
smíðina fram yfir frekari frama
með Sinfóníuhljómsveitinni enda
hafði hann fyrir stórri fjölskyldu
að sjá. Hann naut þess alltaf að
spila með Svaninum og stóð af sér
alla brotsjói sem yfir lúðrasveitina
dundu í gegnum árin og er sá eini
Áhugamál
Gísli hefur í gegnum tíðina haft
áhuga á mörgu og kannski allra
helst á því að lifa lífinu lifandi.
Hann hefur alltaf verið mjög virk-
ur félagslega en líka þótt gott að
hreyfa sig og hefur meðal annarra
verið fastagestur í Laugardals-
lauginni um áratugabil. Hann hafði
líka á yngri árum ákaflega gaman
af því að ganga fjöll og naut þess
að vera úti í náttúrunni með sínu
fólki.
Gísli hefur alltaf verið sérlega
áhugasamur um fugla og kann skil
á fjöldanum öllum af mismunandi
tegundum þeirra. Hann er vel les-
inn í trúarbragðafræði og heim-
speki og hefur alla tíð haft sér-
stakan áhuga á því að læra
utanbókar hin ýmsu kvæði og ljóð
auk afmælisdaga barna og barna-
barna. Hann hefur alltaf verið
ákaflega hlýr og vandaður afi sem
hefur haft gaman af því að hafa
barnabörnin með sér í sund, boðið
upp á ís, bakkelsi og skemmtilegar
gönguferðir í fjörum. Þá hefur
hann sérlega gaman af því að spila
við ungviðið og alveg sérstaklega
þegar hann vinnur.
Fjölskylda
Gísli var giftur Sólrúnu Þor-
björnsdóttur húsmóður, f. 18.5.
Gísli Ferdinandsson, skósmiður og flautuleikari – 95 ára
Með börnunum Frá vinstri: Matti, Gísli, Reynir, Auður, Óli, Kolli, Valva og afmælisbarnið Gísli á ættarmóti.
Starfaði með Svaninum í 51 ár
Á áttræðisafmælinu Lúðrasveitin Svanur kom Gísla á óvart og mætti og
spilaði fyrir hann í garðinum heima hjá honum í Garðabæ.
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér er órótt því þér finnst þú ekki
vita allan sannleikann. Fljótlega ættu hlut-
irnir hins vegar að fara að komast í eðlilegt
horf.
20. apríl - 20. maí +
Naut Allt hefur sinn tíma. Ef þig langar til
þess að gera eitthvað sem þarfnast leyfis
frá öðrum er dagurinn í dag sá rétti til þess
að spyrja.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nú væri ekki vitlaust að byrja á
einhverju af þeim verkefnum sem eru á
döfinni fyrir heimilið. Vertu sveigjanleg/ur í
samningaviðræðum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Varastu öll gylliboð sem eiga að
færa þér hamingju og auðæfi í einu vet-
fangi. Hafðu það í huga að allir þurfa ein-
hverja hvíld.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ekki bíða eftir fullkomnum aðstæðum
til að halda áfram. Mundu að margir nota
peninga til að reyna að stjórna öðrum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er óþarfi að byrgja allt inni þeg-
ar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Það
er allt á uppleið í lífi þínu þessar vikurnar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að taka á honum stóra þínum
til þess að komast fram úr öllu því sem
gera þarf. Ekki taka lífið of alvarlega.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Staða þín er sterk á vinnu-
staðnum. Ef þú ert óánægð/ur með eitt-
hvað skaltu leita þér hjálpar, hvar sem hana
er að finna.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er engin ástæða til þess
að fela allar sínar tilfinningar. Er ekki betra
að fresta hlutunum en að gera þá hratt og
illa?
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er hægt að sjá hve mikla
stjórn þú hefur á lífi þínu eftir því hvaða
stjórn þú hefur á peningunum. Ástamálin
taka kipp fljótlega.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Líf þitt verður mun meira
spennandi þegar þú ert nálægt ákveðinni
manneskju. Mundu að sjaldan veldur einn
þá tveir deila og að sættir byggjast á mála-
miðlun.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér finnst eins og veröldin sé orðin
snælduvitalaus allt í kringum þig. Notaðu
tækifærið til að einfalda líf þitt eins og
kostur er.
Hólmfríður Guðvarðardóttir er
100 ára í dag, fædd 13. október
1922. Hún ólst upp á Minni-
Reykjum í Fljótum, Skagafirði.
Foreldrar hennar voru hjónin
María Ásgrímsdóttir, f. 1896, d.
1994 og Guðvarður Pétursson,
1895, d. 1987, bændur á Minni-
Reykjum, síðar á Ökrum í sömu
sveit.
Hólmfríður, kölluð Fríða, er
næstelst af ellefu systkinum.
Hún giftist 1948 Hákoni Jó-
hannssyni frá Vestmannaeyjum,
f. 1913, d. 1967. Hann var leigu-
bílstjóri og síðar garðyrkju-
maður. Þau bjuggu á Grund í
Mosfellsdal. Þau hjónin eign-
uðust þrjú börn, Guðvarð, Maríu
og Elsu. Barnabörnin eru sjö,
barnabarnabörnin 16 og barna-
barnabarnabörnin orðin fjögur.
Fríða flutti svo til Reykjavíkur
1972 og býr þar enn. Síðustu ár-
in hefur hún búið í þjónustuíbúð
að Norðurbrún 1, en er nýflutt
þaðan á hjúkrunarheimilið Skjól
við Kleppsveg.
Fríða vann á fjölskylduheim-
ilum hjá Reykjavíkurborg til
margra ára og var mjög iðin við
prjónaskap og prjónaði lopa-
peysur og seldi. Hún var mjög
ern þar til í sumar að heilsan fór
að dala og sjónin að dvína.
Hennar aðalskemmtun var að
taka í spil og fara í bingó í
Vinabæ.
Árnað heilla
100 ára
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Heildarlausnir í
umbúðum
Pakkaskraut
Pappír
Skreytingarefni
Pokar
Borðar
Teyjur
Bönd
Kort
Sellófan
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is